Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBI.ADIÐ ÞRIEXJUDAGUR 18.' DESEMBER’ 1990' 39 Blaðamanni og útgefend- um Pressunnar stefnt ÁRNI Vilhjálmsson hæstarétt- arlögmaður hefur fyrir hönd Werners Rasmussonar höfðað meiðyrðamál á hendur blaða- manni Pressunnar, Sigurjóni Ljóðabók eftir nemendur Stáð- arborgarskóla NEMENDUR 6. - 9. bekkjar Stað- arborgarskóla Breiðdalsvík hafa gefið út ljóðabókina Hitt og þetta. I inngangi segir ábyrgðarmaður útgáfunnar Sævar Sigfússon kenn- ari, að nemendur skólans hafi enn einu sinni lokið við ljóðabók, en vinnan fór fram í bókmenntatímum í haust og hafa nemendur sjálfir samið ljóðin og myndskreytt þau. í bókinni eru rösklega 100 ljóð. Hún er 96 blaðsíður, ljósrituð hjá Staðarborgarskóla. M. Egilssyni, og útgefendum blaðsins, vegna fyrirsagnar og ummæla, sem viðhöfð voru í Pressunni nýlega uin apótek- ara. Verður málið þingfest á bæjarþingi í dag. Krafa Árna fyrir hönd Werners er ómerking ummæla, sem viðhöfð voru í Pressunni. Var blaðamanni og útgefendum send stefna í fyrri viku og sagðist Árni ekki hafa heyrt frá þeim, hvort þeir hygðust mæta í bæjarþingið. Mæti þeir ekki í bæjarþingi gengur dómur í málinu. Mæti þeir hins vegar fá þeir ákveðinn frest til að afla gagna og skila greinargerð. Venj- ulegur tími fyrir slíkan frest er 1-2 mánuðir. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! m QX Hallgrímur Dalberg Athugasemd vegna kafla Hallgríms Dalbergs AÐ GEFNU tilefni vill undirrit- aður koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri vegna birtingar Morgunblaðsins á kafla úr bók- inni „Með kveðju frá sankti bern- harðshundinum Halldóri“ þar sem Hallgrímur Dalberg lýsir vist sinni í bresku fangelsi á stríðsárunum. í inngangi að kaflanum hefur láðst að geta þess að Hallgrímur Dalberg var fangelsaður og fluttur til Bretlands alsaklaus. Hann hafði í græskuleyi sínu tekið innsiglað umslag í geymslu fyrir Jens B. Pálsson loftskeytamann á Arctic. Eftir að Jens var handtekinn vísaði hann á dulmálslykii þann sem hann hafði notað við að senda Þjóðveijum veðurskeyti og reyndist hann vera innihald bréfs þess, sem Hallgrímur geymdi. Við þetta féll grunur á Hallgrím sem leiddi til handtöku hans, en í hæstaréttardómi yfir Jens segir m.a.: „Olli hegðun ákærða í sambandi við varðveislu tækis þessa og útbúnaðar þess, að saklausir menn íslenskir (Hallgrím- ur Dalberg og Marel Kr. Magnús- son), sem í grandaleysi höfðu við munum þessum tekið, voru grunað- ir um samsekt í njósnarathöfnum og því fluttir til Bretlands og hafð- ir þar í nokkra mánuði í varðhaldi.“ Önundur Björnsson V^terkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Hörður Ágústsson. vit steinmustera meginlandsins frá svipuðum tíma.“ Bókin er 310 blaðsíður í stóru broti, með mörgum myndum og teikningum. Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrr í þessum mánuði. REYKJAVIK Penninn, Hallarmúla Mál og menning, Síðumúla Eymundsson, Mjódd Penninn, Kringlunni Griffill, Síðumúla Mál og menning, Laugavegi Eymundsson, við Hlemm Penninn, Austurstræti KÓPAVOGUR Bókaverslunin Veda HAFNARFJÖRÐUR Bókabúð Olivers Steins KEFLAVÍK Bókabúð Keflavíkur ÍSAFJÖRÐUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI Bókaverslun Jónasar Jóhannssonar Tölvutæki - Bókval Bók um allar þekktar kirkjur í Skálholti BÓKIN Skálholt II Kirkjur, eftir Hörð Ágústsson listmálara, er kom- in út hjá Bókmenntafélaginu. Er þar fjallað um allar þekktar kirkj- ur, 9 talsins, sem staðið hafa í Skálholti frá öndverðu og fram að sóknarkirkjunni sem rifin var 1956. í bókinni er leitast við að túlka niðurstöður fornleifarannsókna sem gerðar voru í Skálholti á árunum 1954 til 1958. Jafnframt var aflað annara tiltækra héimilda um kirkjur þessar, svo sem byggingaleifa, naglfastra muna, ljósmynda, vatns- litamynda og óbirtra ritheimilda, að því er kom fram á blaðamanna- fundi forlagsins í gær. Hver kirkja fær sína sérstöku umfjöllun, þar sem meðal annars er leitast við í máli og myndum að endurgera viðkomandi kirkju í tei- kniformi. Síðan er byggingarsaga rakin, fjallað um höfund, list og stíl og loks byggingu í sögulegu samhengi. í síðasta kafla bókarinnar, þar sem dregnar eru saman niðurstöð- ur, segir höfundur að byggingar- saga kirknanna í Skálholti sé eitt gleggsta dæmið um að fáar eða engar þjóðir á vestræna menningar- svæðinu, hafi þurft að eyða jafn- mikilli orku í endurbætur og endur- byggingu kirkna sinna og Islend- ingar. Því hafi framar öðru valdið slæmt veðurfar og einnig að ekki tókst að byggja kirkjur úr varan- legra efni en timbri og torfi. Lokaorð bókarinnar eru þessi: „Hvað sem því líður hefur verið sýnt fram á að dómkirkjur miðalda voru vegleg og merkileg hús, sér- kennilegt framlag íslendinga til heimslistarinnar enda þótt þær séu nú týndar og tröllum gefnar. Þegar þær voru upp á sitt besta hefur hveijum gesti, sem þar steig fótum inn, þótt þær ekki síður tilkomu- miklar en okkur er við göngum á Fallegir hlutir gefa lífinu gildi Það á einnig við um penna. Sumir misskilja þá en við ætlumst til þess að skrifað sé með þeim. Parker Duofold kúlupenninn hér að neðan er vissulega fallegur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður. Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold. Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum. Ý PARKER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.