Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 yCrv/cAet BARNAHÚFUR SENDUM f PÓSTKRÖFU VERSLUB MEÐ SRinnAVÖRUR LAUQAVEQUR 25, SfMI: 17311 Vinningstölur laugardaginn 15. des. 1990 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 6.311.884 4. 4af5^P 8 83.335 3. 4af5 170 6.764 4. 3af5 6.676 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.805.520 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 JÓLALJÓS 40 ljósa útisería - hvít - rauð - blá og mislit Hver sería er 40 ljós og spennubreytir. Hægt er að nota tvær seríur við hvem spennubreyti. Vönduð sería og hættulaus. Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins. Útsölustaðir um land allt. Rafkaup ÁRMÚLA 24, SÍMAR 681518 ■ 681574 verið við að láta alla lestina fara, það yrði aðeins einn vagn aftan í eimvagninum og fengju ekki fleiri far en þeir, sem þegar væru þar. Ég bað þá um viðtal við lestarstjór- ann og sagði honum að við læknarn- ir tveir ásamt hjúkrunarkonunum fimm værum að koma úr leiðangri á vegum Rauða krossins og þyrftum fyrir hvern mun að komast til Kold- ing. Lestarstjórinn steig þá upp í vagninn, en kom fljótlega út aftur og tjáði okkur að við fengjum að fara með, bauð okkur inn og vísaði til sætis. Þegar ég litaðist um í vagninum fór mig að gruna hvað væri á seyði. Þama sat ekkert venjulegt fólk, að- eins einkennisklæddir yfirmenn úr þýska hemum, margborðalagðir og sumir hlaðnir heiðursmerkjum. Það var dauðaþögn, énginn mælti orð og allir voru mjög alvörugefnir á svip. Lestin, ef lest gæti talist, rann af stað og var brátt komin á geysi- hraða. Ég giskaði á eitt hundrað og fimmtíu kílómetra hraða á klukku- stund eða meira. Mér flaug í hug að þessi háttsetti hópur hermanna kynni að vera þýska herstjómin, á flótta frá dönsku höfuðborginni. En hvert voru þeir að fara? Beint í fang- ið á óvinunum, sem ruddust inn í landið sunnan að! Hvers vegna not- uðu þeir ekki flugvél? Einmitt þegar ég var í þessum hugleiðingum heyrðist mikill gnýr í lofti og skothvellir kváðu við. Lestar- stjórinn kom inn til okkar og sagði að flugvélar væru yfir okkur og hefðu hafið vélbyssuárás. „Skríðið undir borð og bekki," hrópaði hann. „Við komum rétt strax að Litlabeltis- brúnni, þar stoppum við og þá skuluð þið hlaupa út, og inn undir brúar- sporðinn." Við skriðum undir bekk- ina og heyrðum byssukúlumar dynja á þakinu. Lestin nam fljótlega staðar og allir hlupu út í áttina að brúnni. Ég held varla að ég hafi nokkum tíma orðið öllu hræddari á ævinni en þegar við hlupum í sandinum að brúnni og byssukúlumar hvinu í loft- inu og sandur þyrlaðist upp er þeim laust niður. Inn undir brúarsporðinn komumst við öll ósködduð, að ég held. Þar vomm við meðan á árásinni stóð, ásamt þýsku herforingjunum og jámbrautarstarfsmönnunum og bið- um átekta. Skyndilega heyrðust miklar dmnur. Ég kannaðist vel við þær frá sprengjuárásum í Alaborg, þegar ég var þar. Þrisvar sinnum heyrðust þessar miklu dmnur, en svo varð allt hljótt. Þama stóð hópurinn um það bil í hálfa klukkustund þar til lestarstjórinn hrópaði að nú mundi vera óhætt að fara aftur inn í járn- brautarvagninn. Þegar inn var komið mátti sjá ýmis verksummerki eftir vélbyssu- kúlumar, göt í lofti, borðum og bekkjum, svo greinilega hefði verið varasamt að vera lengur þar inni. Ekið var áfram yfir brúna, mjög ró- lega og þegar við litum út um gluggana sáum við kafbát á siglingu til norðurs, sennilega til hafs, og stóð vemlegur hluti hans upp úr sjó. Við álitum að árásarflugvélamar, sem vom breskar, hefðu verið þama til þess að elta og ráðast á kafbáta og sent okkur nokkrar smákveðjur í leið- inni. Annars er ekki óhugsandi að þessu hafí verið öfugt farið. Bretamir hafí fengið fregnir af ferðum þýsku her- foringjanna, verið að elta þá og kom- ið auga á kafbátana í leiðinni. Að lokum ætla ég að segja hér frá alveg sérstæðu tilfelli, sem mér er mjög minnisstætt. Það var tíu ára gamall drengur, sem ég fékk til meðferðar vegna mikillar heymar- deyfu á öðru eyra. Það hafði verið þannig frá fyrstu bemsku. Ég rann- sakaði hann gaumgæfílega. Daufa eyrað var eðlilegt að sjá, en heymar- mæling á því benti helst til þess að þetta væri eymakölkun, otosclerosis, en ég efaðist þó um það, enda er sá sjúkdómur sjaldgæfur hjá bömum. Ég hóf aðgerð á eyra drengsins um klukkan átta að morgni í stað- deyfíngu eins og ég var vanur og móðirin sat hjá honum. Þegar ég lyfti hljóðhimnunni og athugaði mið- eyrað sá ég að hér var um vansköp- un að ræða. ístaðið vantaði að mestu. Á steðjaendanum hékk ístaðshausinn með tveim smástúfum af ístaðsbog- anum, fótplötuna og ávala glugga völundarhússins, sem hún á að sitja í, vantaði alveg. Auk þess var önnur vansköpun, sem torveldaði mjög aðgerð. Hún var þess eðlis að hreyfitaug andlitsins, nervus facialis, sem á að liggja í lok- uðum beingangi rétt við ístaðið lá þarna ber og óvarin. Taugin var óeðlilega fyrirferðarmikil og huldi að mestu staðinn þar sem ávali glugginn átti að vera. Mér leist illa á að nokkuð væri hægt að gera, en vildi þó reyna. Með oddhvössu áhaldi leitaði ég að þunn- um bletti á beinfletinum þar sem ávali glugginn hefði átt að vera. Ég ýtti umræddri taug lítið eitt og mjög varlega til hliðar. Með því tókst mér að finna stað þar sem ég gat stung- ið gat í beinið og vökvinn rann út úr völundarhúsinu. Ég stækkaði opið eins og ég mögulega gat, en tókst lauk, eftir níu klukkustunda vinnu undir smásjánni. Þó að ég væri orð- inn mjög þreyttur fann ég það lítið vegna gleði minnar yfír árangrinum og þolinmæði drengsins var alveg aðdáunarverð. Aldrei kvartaði hann eða kveinkaði sér þótt ég þyrfti að bæta við staðdeyfinguna þrisvar eða fjórum sinnum, og foreldrarnir stóðu sig einnig með prýði. Síðari mæling- ar sýndu að heyrnin batnaði og varð þvl sem næst eðlileg á þessu eyra og var enn góð mörgum árum síðar. Skömmu eftir að ég framkvæmdi þessa aðgerð birtist í amerísku læknablaði grein eftir prófessor Scheer. Þar lýsir hann ýmiss konar van- skapnaði í miðeyrum margra sjúkl- inga, sem hann hafði fengið til að- gerðar, meðal annars nákvæmlega samskonar vansköpun og á eyra drengsins, sem ég var að segja hér frá. Það sem einkum vakti athygli mína í þessari grein var að prófessor- Frá vinstri: Benedikt, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali, Mangi og Kristján bóndi á Hólmavaði. ekki að gera það svo stórt að í það kæmist venjulegur stimpill, eins og ég var vanur að nota sem gerviístað. Nú var komið hádegi og pabbi leysti mömmu af hólmi við hlið sonar- ins. Mér datt í hug að reyna að nota samt einskonar stimpil í gatið. Ég beygði til ryðfrían stálvír svo að hann líktist gerviístaði með göngustaf- skrók í þeim enda, sem festa skyldi á steðjatijónuna, en hinn endann, sem átti að gera í gatið beygði ég og hafði hann tvöfaldan. Það var bæði til þess að hann fyllti betur út í gatið og að hann væri ekki odd- hvass svo að hætta væri á að stinga gat á innra völundarhúsið. Ef það hendir eyðileggst heym eyrans sam- stundis og fyrir fullt og allt. Það tók mig mjög langan tíma að beygja vírinn og laga þar til ég gat farið að prófa þetta gerviístað. Þegar tilraunir hófust með að koma því fyrir þurfti heldur betur að fara var- lega og vera ekki skjálfhentur. Minnsta ógætileg hreyfíng gat valdið andlitslömun ef taugin særðist, eða eyðileggingu heymarinnar ef vírinn færi of djúpt inn í völundarhúsið. Það sem mestan tíma tók var það að taka vírinn út aftur og aftur, beygja hann og laga til svo að hann snerti ekki taugina, hitti I gatið og færi hæfilega langt inn í völundar- húsið. Þetta var ótrúlega erfitt verk og tímafrekt, því ekki mátti kasta til þess höndunum ef vel átti að fara. Mig minnir að móðir drengsins hafi komið aftur á fjórða tímanum og haft vaktaskipti við mann sinn. Það var ekki fyrr en á fímmta tímanum að ég var orðinn fyllilega ánægður með þetta gerviístað og þorði að herða það fast á steðjatijónuna. Þegar ég hafði lagt hljóðhimnuna aftur á sinn stað, gerði ég skyndi- mælingu á heyrn eyrans og reyndist hún vera nær eðlileg. Það gladdi mig að sjálfsögðu mikið, því að ég hafði alls ekki búist við svo góðum árangri. Klukkan var rétt um fímm þegar þessari langlengstu aðgerð minni inn telur þar að við þessa tegund vansköpunar sé ekkert hægt að gera. Ef ég hefði lesið þessa grein áður en ég fékk drenginn til iheðferðar hefði ég sennilega ekki reynt aðgerð. Góður við ýmsu! Það bar til eitt sinn þegar ég hafði lækningastofu á Sóleyjargötu 5, að ungur maður utan af landi kom inn á stofuna til mín, og þegar hann var sestur spurði ég hann hvað að honum væri. Hann kvaðst vera svo þjáður í fótunum, að hann ætt' erfítt með gang. Ég bendi honum þá á að próf- essor Snorri Hallgrímsson væri ein- mitt að taka á jnóti sjúklingum í næstu stofu og að slíkur sjúkdómur í fótum, sem hann væri að lýsa, myndi heyra undir hans sérgrein. Hann hlyti því að hafa villst á lækn- um. „Nei,“ sagði ungi maðurinn, „ég ætlaði að fara til þín, af því að ég hef heyrt að þú værir góður við ýmsu.“ Ég var 'alveg undrandi og sagði við blessaðan manninn, að hann skyldi þá fara úr skóm og sokk- um og standa fyrir framan mig. Hann gerði það, og sá ég þá að iljarn- ar á báðum fótunum voru mikið sign- ar. „Það er auðséð hvað að er. Þú þarft sjálfsagt að fá „innlegg" í skóna og enginn kann betur skil á þeim hlutum en prófessor Snorri, til hans skalt þú fara,“ sagði ég. „Fyrst þú segir það, þá geri ég það,“ sagði ungi maðurinn. Ég fýlgdi honum yfír á stofuna til Snorra og bað hann fyrir hinn heittrúaða sjúkling minn. í þessu sambandi minnist ég þess, að þegar ég var unglingur fékk ég verki í fætur við gang og fór þá til vinar míns Gunnlaugs Einarssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis. Hann sá strax að ég var með byijandi ilsig og sagði mér að ég skyldi fara í Skóverslun Lárusar G. Lúðvígssonar, kaupa þar innlegg í skóna og nota þau næstu tvö árin. Það gerði ég. Verkimir hurfu strax og ilsigið lag- aðist samkvæmt áætlun. Síðan hafa iljar mínar verið góðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.