Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 2
2 M0RGUNBLAÐIÐÞRIÐJUDAGUR-1&,DESEMHEU 1990 Lágmarksverð á fiski hækkar sam- kvæmt þjóðarsátt Á FUNBI yfirnefndar í gær var ákveðið almennt lágmarksverð á fiski, sem gildir frá 1. desember síðastliðnum til 15. september næst- komandi og eru hækkanir á lágmarksverðinu þær sömu og kauphækk- anir samkvæmt svokölluðum þjóðarsáttarsamningum. Um þessa verð- ákvörðun varð samkomulag í yfirnefndinni milli fulltrúa fiskkaup- enda, Árna Benediktssonar og Bjarna Lúðvíkssonar, og fulltrúa útgerð- armanna, Kristjáns Ragnarssonar, en oddamaður yfirnefndar, Þórður Friðjónsson, sat hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúar sjómanna tóku ekki þátt í störfum yfirnefndar. Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gærmorgun var ákvörðun um almennt lágmarksverð á fiski vísað til yfimefndar ráðsins. Hins vegar lýstu fulltrúar sjómanna í yerðlagsráðinu, Helgi Laxdal og Óskar Vigfússon, því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í störfum yfir- nefndar, þar sem þeir hefðu einung- is umboð til að semja um frjálst fisk- verð, eða verð sem tengt væri verði á fiskmörkuðunum. „Sjómenn munu að sjálfsögðu tengja saman atkvæðagreiðslu um kjarasamning þeirra, sem fram fer fýrir áramót, og þessa ákvörðun um lágmarksverð á físki, hvort sem okk- ur þykir það betur eða verr,“ sagði Óskar Vigfússon; formaður Sjó- mannasambands Islands, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að lág- marksverð á fiski hafði verið ákveð- ið í yfimefnd Verðlagsráðs. „Hins vegar munum við að sjálf- sögðu mæla með samþykkt kjara- samninganna, þar sem við höfum skrifað upp á það. Við, fulltrúar sjó- manna í Verðlagsráði, tókum ekki þátt í störfum yfimefndar ráðsins af þeirri einföldu ástæðu að við töld- um að þessi skrípaleikur, sem á sér stað í Verðlagsráði sjávarútvegsins, eigi að taka enda, það er að segja að ráðið ákveði lágmarksverð. Það er deginum ljósara að mis- munandi fískverð er í gangi á hinum ýmsu stöðum á landinu. Við vildum ABR: Forval fyrir flokksbundna Alþýðubandalagið í Reykjavík ákvað á félagsfundi í gærkvöldi að fram fari forval í Reykjavík 19. janúar nk., sem verði opið öll- um flokksbundnum alþýðubanda- lagsmönnum í Reykjavík. Að sögn Sigurbjargar'bísladóttur formanns ABR verður kosið í 5 efstu sæti framboðslista. Síðan taki al- mennur fundur alþýðubandalags- manna endanlega ákvörðun. Birting hefur viljað að forvalið yrði opið öllum stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins. Forsvarsmenn Birtingar lýstu mikilli óánægju með þessa niðurstöðu í gærkvöldi. koma í veg fyrir að það yrði áfram með þeim hætti og sumir væru að skírskota til Verðlagsráðsverðs varð- andi það verð, sem þeir eiga að greiða,“ sagði Óskar Vigfússon. Lágmarksverð á fiski hækkar um 2,83% frá 1. desember síðastliðnum og 2,5% 1. mars 1991. Þá hækkar verðið um 2% 1. júní 1991 með þeim fyrirvara að hækki laun almennt um meira en 2% 1. júní 1991 áskilur yfirnefndin sér rétt til að endurskoða fiskverðshækkunina frá sama tíma. Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Ólafsfirðingar í gegnum Múlann Sá áfangi náðist í samgöngu- málum á sunnudag að göngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla voru opnuð fyrir umferð sjö mánuðum á undan áætlun. Mik- ii umferð var strax í gegnum Sjá ennfremur á blaðsiðu 50: göngin og þegar mest var náði „Opnun ganganna kærkomin bílalestin eftir þeim endilöng- nú þegar versti tíminn fer í um. hönd.“ Aðstöðugjöld og fasteignaskattar: Raunhækkun 1991 getur nálgast hálfan milljarð SVEITARFÉLÖGIN kunna að hækka fasteignaskatta og aðstöðu- gjöld að raungildi um 460 til 480 milljónir króna á miili áranna 1990 og 1991 að óbreyttu álagningahlutfalli. Þetta jafngildir því að raunhækkun þessara tekjustofna sveitarfélaganna yrði tæpur millj- arður króna á tveimur árum. í fréttabréfi VSÍ, Af vettvangi, segir að umsvif sveitarfélaga á undanförnum áratug hafi aukist um 23% umfram vöxt landsframleiðslu, eða úr 6,7% af landsframleiðslu í 8,2%. Yfirfasteignamatsnefnd ákvað nýverið að fasteignamat húsnæðis hækki um 12%. Til samanburðar hækkaði byggingarvísitala um 11,4% frá nóvember 1989 til sama tíma í ár. í Af vettvangi segir að miðað við spá Þjóðhagsstofnunar um 7% verðlagshækkun á milli ár- anna 1990 og 1991 leiði þessi hækkun til tæplega 4,7% raun- hækkunar fasteignaskatta frá fyrra ári. Þannig yrði raunhækkun fast- eignaskatta á atvinnulífið um 100 milljónir króna og fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hækkuðu um 80 milljónir króna að raungildi. Aðstöðugjöld reiknast af heildar- veltu fyrirtækja á síðastliðnu ári. „Miðað við 14% hækkun verðvísi- tölu landsframleiðslu á milli áranna 1989 og 1990 mun óbreytt álagn- ingarhlutfall leiða til 6,6% raun- hækkunar þessa skatts milli ára,“ segir í Af vettvangi. Samtals er álagning aðstöðugjalda í ár rúmir 4,5 milljarðar króna, þannig að 6,6% raunhækkun þessa skatts nemur tæpum 300 milljónum króna. Samtals gætu skattahækkanir á atvinnulífið því orðið tæpar 400 milljónir króna á næsta ári. f „Ef sveitarfélögin ætla ekki að auka hlut sinn á kostnað atvinnu- lífs og einstaklinga hljóta þau að endurskoða til lækkunar álagning- arhlutföll bæði aðstöðugjalds og fasteignaskatts, því að óbreytt hlut- föll þýða raunverulega skattahækk- Gosdrykkjaframleiðsla Sanitas: Pharmaco inn í nýtt hlutafélag Morgunblaðið/ Sverrir. Hvíta ýsan við hlið annarrar sem er eins og ýsur eru flestar. Hvít ýsa á boðstólum STARFSMENN fiskbúðarinnar Sæbjargar ráku upp stór augu í gær J>egar þeir sáu óvenjulega ýsu. Ysa þessi er hvít á lit og mjög sjaldgæf að sögn fiskifræð- inga. Guðmundur J. Óskarsson í Sæ- björgu sagði að hann vissi ekki til að hvítingi af ýsuætt hafí komið hér á land áður. Hann sagðist a.m.k. ekki hafa séð svona hvítingja áður, en hann hefur unn- ið við fisksölu í 37 ár. Einar Jónsson, fiskifræðingur, sagðist ekki muna eftir að hvít ýsa hafi komið hér á land áður. „Ég hef séð hvítan þorsk, en ekki hvíta ýsu,“ sagði Einar. Guðmundur sagði að hann æti- aði að hafa ýsuna í fiskborðinu í Kringlunni í dag til að fólki gæfist kostur á að skoða þennan sjald- gæfa físk. í GÆR var undirritað samkomu- lag milli Pharmaco hf. og Sanitas hf. um stofnun nýs hlutafélags, sem yfirtaki rekstur gosdrykkja- framleiðslu Sanitas og annist dreifingu þess frá og með næstu áramótum. Samkomulag þetta er þó háð samþykki erlendra um- bjóðenda Sanitas. Pharmaco kaupir framleiðslu- tæki Sanitas og allt sem snýr að gosdrykkjaframleiðslunni, þar með talið einkaleyfí. „Ætlunin er að taka yfir reksturinn frá og með næStu áramótum," sagði Werner Rasmus- son stjómarformaður Pharmaco í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum ekki haft tíma til að hafa samband við umboðsmenn Sanitas þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en seinna, hvort við höld- um þeim umboðum." Sem kunnugt er hafa verið uppi vangaveltur um hver hljóti Pepsi umboðið og voru forráðamenn fyrirtækisins staddir hér á landi fyrir nokkru til viðræðna m.a. við Smjörlíki/Sól hf. og Ölgerð- ina Egil Skallagrímsson hf. Öllu starfsfólki Sanitas var sagt upp störfum fyrir nokkm. Verði nýtt hlutafélag stofnað, er búist við að megnið af starfsfólkinu verði endurráðið. Pharmaco hefur verið í fréttum að undanförnu vegna kaupa þess og dótturfyrirtækisins, Deltu, á öðrum fyrirtækjum. Á þessu ári hefur Pharmáco keypt íslensk mat- væli, auk þess sem það hefur tekið Laxalind á leigu. Delta hefur keypt Tóro og Sápugerðina Frigg. Sagði Werner að með þessum kaupum væri verið að renna stoðum undir fyrirtækið, „því að það virðist vera stefna Framsóknarflokksins að reyna að þjóðnýta lyfjainnflutning og -dreifíngu", sagði hann. un. Það kæmi þá til viðbótar rúm- lega 440 milljóna raunhækkun þessara gjalda á þessu ári frá hinu síðasta, en þá er einnig meðtalin hækkun álagningarhlutfalla," segir í fréttabréfi VSI. VSÍ segir að umsvif sveit’arfélaga á undanförnum áratug hafí aukist um 23% umfram vöxt landsfram- leiðslu, eða úr 6,7% af landsfram- leiðslu í 8,2%. Með nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafi ýmis sveitarfélög þegar nýtt sér ótæpilega heimild til að hækka að- stöðugjöld og fasteignaskatta. Bent er á að sveitarfélögin hafi notað þann tekjuauka sem varð á árunum 1986 til 1988 til þess að auka rekstrarútgjöld og fjárfestingu. Fram kemur í fréttabréfínu að árið 1980 voru beinir skattar 45,3% af tekjum sveitarfélaga, en 46% árið 1990, aðstöðugjöld voru 9,8% en verða 14,5% í ár, fasteignaskatt- ur var 10,7% og verður 12,7% í ár. Frá 1980 hafa aðstöðugjöldin hækkað um 107% að raungildi og fasteignaskattur um 67%. „Heildar- tekjur sveitarfélaga hafa hækkað um 46,5% á þessu tímabili, eða 7,5 milljarða að raungildi," segir í fréttabréfínu. Gestur Einarsson ráð- inn að Morgnnblaðinu Gestur Einarsson, rekstrarráð- gjafi, hefur verið ráðinn umsjónar- maður auglýsinga- og markaðsmála Morgunblaðsins og tekur hann til starfa 1. janúar 1991. Gestur Einarsson hefur undan- farin misseri annast ýmsa ráðgjöf við blaðið. Hann hefur ásamt félög- um sínum rekið ráðgjafarfyrirtækið Ráðgarð hf. Gestur Einarsson varð rekstrar- tæknifræðingur frá Svíþjóð 1971 og að námi loknu stundakennari í rekstrartækni og stjórnun við Tækniskóla íslands' og Háskóla Is- lands, auk þess sem hann veitti tæknideild Mjólkursamsölunnar forstöðu. Gestur er kvæntur Valgerði Hjaltested meinatækni og eiga þau þijú börn. Morgunblaðið býður Gest Einars- son velkominn til starfa. Gestur Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.