Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
Málað með orðum
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Völundarhúsið
Höfundur: Baldur Gunnarsson
Útgefandi: Fróði hf.
Löngu eftir stríðið hafði ströndin
lítið breyst frá því þrælarnir gengu
rekann og fátt bar vitni þúsund ára
þjóð. Þó var skógurinn horfinn og
ekkert minnti á hann lengur fyrir
utan nofnin á Viðey og Langholts-
veginum. Aldrei var hægt að smíða
neitt úr þessum litlu trjám nema
bitabox og kannski hrífusköft en
varla mublur og því síður hús en
þó allra síst skip. Ekki dugðu þau
betur til þess að kynda þetta kalda
land og naumast til að ala sauðfé
að marki. Þegar þau voru uppétin
og brunnin hirti fólk mó og hjó í
eldinn timburstokkana sem annað
slagið rákust utaní landið. Svo leið
fram á vélöld og fólkið fór að brenna
kolum.
Þannig hefst saga holtsins inni
við Kleppsspítala. Nokkrir fyrstu
kaiíarnir lýsa tæknilegri þróun þess
— en í fimmtánda kafla vaknar líf.
Tíminn er stuttu eftir seinni heims-
styrjöldina, ungur maður þeysir á
mótorhjóli inn Laugardalinn. Fyrir
aftan hann situr ung kona. Þau
beygja inn Kleppsveg og nema stað-
ar móts við Viðeyjarstofu. Þar er
kartöfluskúr sem þau taka til við
að gera upp — flytja inn í — byggja
við — og eignast börn. Sagan fylg-
ir einum syninum, Úlla, sem er í
mjög náinni snertingu við umhverfí
sitt og náttúru. Hann á vini; Óla
og Magga, en þegar hann kynnist
Morgan kafteini — sem ráfar um
holtin — hverfur Úlli uni' stund á
vit sagna hans og vitundar um
sæfara og skip sem hafa á einhvern
hátt háð örlagaríka baráttu á Við-
eyjarsundi.
Kafteinn Morgan er heill sagna-
sjór — en samt er hann aðeins til
í frásögn Úlla, það er að segja Úlli
Baldur Gunnarsson
endursegir sögur hans; sögur sem
hann í bernsku sinni hefur hlustað
á oginmynntur og trúað. En eftir
að Óli og Maggi segja honum að
þær séu lygi hverfur Morgan út úr
sögunni. Inn kemur Særún Björk,
■ sem fær að heyra endursagnimar
— en hún lætur sér í léttu rúrni
iiggja, hvort þær eru sannar eða
lognar. í ijörukambinum er strand-
að skip. Þau Úlli og Særún bregða
á leik og enn eitt ævintýrið verður
til við Sundin.
Saga Úlla spannar mjög stuttan
tíma af ævi hans; aðeins þá rnánuði
sem bernskan er endanlega að ijátl-
ast af honum og hann hlýtur sína
manndómsvígslu. Og eftir það hafa
ævintýrin og holtið við Sundin ekki
sama lit og áður; hann tekur sín
fýrstu skref út í heiminn — sem
er fyrsta kastið niðri í bæ. Hann
hefur kynnst ástinni og hún hefur
meira aðdráttarafl en allt annað.
En ekki er saga Úlla í forgrunni
— hún á sér aðeins stað, þennan
tíma sem holtin opna sig og segja
sögur af því sem þau hafa heyrt
og séð; því stíll sögunnar er svo
gersamlega hlutlaus að það er eins
og enginn sögumaður sé til staðar,
heldur spretti þær upp úr grasinu,
klettunum og fjörunni við sundin;
örlagasögur sem landið hefur horft
á — sögur sem eru öllum öðrum
gleymdar. Þar ber hæst söguna af
Friðriki sæfari sem kom á Súld-
inni, réðst á Viðeyjarklaustur,
snemma á 16. öld, drap alla munk-
ana og brenndi klaustrið. Sú saga
er æði fyrirferðarmikil í bókinni.
Þetta er ein af sögum Morgans
kafteins, sem heldur því fram að í
Viðey leynist Ijársjóður sem munk-
arnir komu undan, þegar þeir fréttu
af því að sjóræningjar nálguðust
staðinn.
Það eru æði margar sögur í þess-
ari bók, sem fléttast saman; sögur
sem liggja grafnar og faldar í
landinu og aðeins þeir sem leita vel
geta komist á á slóð þeirra — þótt
þeir geti aldrei fundið þær allar,
því sjórinn hefur sorfíð af landinu
og í djúpunum eru staðir sem um
aldir munu geyma ijársjóð af sögum
sem hvergi hafa verið skráðar.
■ Það er margt forvitnilegt við
þessa bók — en það verður að segj-
ast eins og er, að hún er ekki mjög
aðgengileg. Það er mikið lagt upp
úr hlutlausum stíl og lesandinn
horfír á hana ems og úr „glugga í
blokk við Kleppsveginn". Persón-
urnar eru nánast aukaatriði; fremur
myndir en manneskjur og má
kannski lýsa stílnum þannig að
„höfundur máli með orðum“. Frá-
sögnin er mjög litrík, en verður á
köflum flöt og leiðigjörn, vegna
þess hve persónurnar og mannlífíð
eru víkjandi fyrir — oftar en ekki
— ofhlöðnum viðhafnarstíl, rétt eins
og verið sé að flytja ræður á merk-
um tímamótum. Örðkynngin í lýs-
ingum á náttúrunni eru þreytandi
og svo mikið lagt upp úr að flétta
saman sögur, að lesandinn missir
áhuga á persónum og atburðum.
Stíllinn er það sem lagt er upp úr
í sögunni; stundum ljóðrænn og
fallegur en efnið er of mikið aukaat-
riði til að sagan nái að hrífa mann
með.
Raunsær og hreinskilinn
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Dr. Gunnlaugur Þórðarson:
ÆVIBROT. 228 bls. Setberg.
Reykjavík, 1990.
Það er mikill vandi að skrifa
ævisögu. í flestum tilvikum er það
vottur um hégómleika og sjálfsálit,
líkt og ævi ritarans hafí verið miklu
merkari en flestra annarra. Höfund-
um slíkra verka hættir oft til að
vera sjálfumglaðir og um leið
óhreinskilnir og segja aðeins frá
því, sem varpa kann ljóma á þá
sjálfa.«
Undarleg byrjun á ævisögu, ekki
svo? Orð þessi er þó auðvelt að
samþykkja, og það með áherslu.
Með upþhafí þessu er höfundur að
setja sér vinnureglu. En er þá
treystandi að hann fari eftir henni
sjálfur? Getur þetta ekki verið enn
ein aðferðin til að villa um fyrir
lesandanum þar sem enginn nema
höfundurinn sjálfur getur í raun
metið sannleiksgildi eigin orða?
Hver veit hvað hann segir ekki?
En hér geta átt við orð Sigurðar
skólameistara: manni er ekki sjálf-
rátt hverjum hann treystir og hverj-
um ekki. Dr. Gunnlaugur Þórðarson
hefur kynnt sig sem raunsæjan
mann og hreinskilinn. Sá er og
kostur þessara endurminninga að
maðurinn er ekki að greina frá
hveiju skrefí sem hann hefur stigið
á lífsleiðinni. Hér er nokkuð glögg-
lega greint á milli aðalatriða og
aukaatriða. Og ekki er allt, sem
hann segir um sjálfan sig, upphefj-
andi að almennu mati. Niðurstaðan
verður því sú að hér sé ekkert ver-
ið að sýnast og látast.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
Höfundur segist oft hafa hugleitt
»hve líf okkar er stutt og skrítið
ævintýri«. Ævintýramaður hefur
hann þó ekki verið, að minnsta
kosti ekki í venjulegum skilningi.
Stutt má líf hans virðast því hann
hefur lifað hratt. Og með virkri
þátttöku sinni í lífinu má segja að
hann hafi gert sér það að ævintýri.
Stundum hefur hann vart sést fyrir
í ákafanum. Enda ekki unað logn-
inu. Kringum hann hefur alltaf ver-
ið líf og hreyfing.
Dr. Gunnlaugur nam í París, sótti
þangað nafnbót sína sem hann not-
ar feimnislaust. Sem kunnugt er
hefur París lengi verið miðpúntur
menningarheimsins. Menntastéttin
franska byggir á langri hefð. Þar
má dr. Gunnlaugur hafa tileinkað
sér fijáls viðhorf: að virða hvert
málefni án hliðsjónar af áliti ann-
arra, komast að eigin niðurstöðu,
óháð kreddum og flokkslínum. Þess
háttar afstaða er oft misskilin á
landi hér þar sem menn eru vanir
að elta hver annan hugsunarlaust.
Dr. Gunnlaugur segist t.d. hafa
»mestu ótrú á skjali sem fleiri en
fimm skrifa undir, og alveg sérstak-
lega skipulögðum undirskriftasöfn-
unum«. Þessi skoðun er meðal ann-
ars studd skringilegri endurminn-
ingu. Þegar hann var ritari orðu-
nefndar barst honum eitt sinn bréf,
undirritað af nokkrum mektar-
mönnum, þar sem til þess var
mælst að nafngreindur maður yrði
sæmdur orðu. Næstu daga hringdu
hinir sömu sem skrifað höfðu undir
bréfið, hver úr sínu horni, og trúðu
ritaranum fyrir því að eiginlega
væri þeim ekkert kappsmál að téður
maður fengi téða orðu!
Dr. Gunnlaugur hefur alltaf verið
unnandi fagurra lista. Hann hefur
og verið vinur eða kunningi margra
listamanna. Listin er mikið til um-
ræðu í endurminningum þessum.
Doktorsritgerð sína skrifaði hann
um landhelgi Islands. En landhelgin
var honum nokkru meira en fræði-
grein. Hún varð honum baráttumál
og ástríða. Einnig þau mál skipa
hér ærið rúm.
En hvort sem nú maðurinn fjallar
um listir eða landhelgi —eða bara
daglegt líf — leynir sér ekki að
hann hefur alltaf hugsað stórt. Sem
kornungur maður gegndi hann um
skeið virðulegu embætti: hann var
ritari hjá fyrsta forseta lýðveldisins.
Síðan hefur þjóðfélagið ekki falið
honum nein meiri háttar hlutverk.
Fyrir bragðið hefur hann getað leyft
sér að segja það sem hann hugsar.
Sigfús Halldórsson
‘Kpeðja mín tií Kgyícjavíljur
„Kveðja mín til
Reykjavíkur“
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Það má segja um málarann Sig-
fús Halldórsson, að hann njóti sín
best/er hann málar af fingrum
fram, á svipaðan hátt og sagt ér,
að bestu lög tónskáldsins Sigfúsar
Halldórssonar verði til.
Og ekki þarf að greina frá því
hér, að um sama rnanninn er að
ræða og þjóðkunnan í báðum til-
vikum.
Sigfús varð sjötugur í septemb-
er sl., og í tilefni þess er komin
út bók í stóru broti um rnálarann
og lífslistamanninn Sigfús Hall-
dórsson, auk þess sem tónsmíðum
hans eru gérð skil á plötu, sem
fylgir bókinni og er haganlega
komið fyrir aftast í henni.
Það má alveg segja, að stærð
bókarinnar markist frekar af
stærð plötunnar en myndanna og
að þannig vinni þessir tveir ásar
í lífsverki listamannsins saman, —
hafi tekist bróðurlega í liendur.
Myndirnar í bókinni bera það
með sér, að leikurinn hafi staðið
nær huga Sigfúsar en djúp og
yfirveguð vinnubrögð og að bestu
myndir hans hafí sprottið fram
eins og af sjálfu sér, komið ófor-
varandis líkt og fljótandi á fjöl.
Ég segi þetta vegna þess að við
hlið tækifærismynda, þar sem Sig-
fús er eins og í sporum sagnaritar-
ans, þá verða til myndir, þar sem
svo er sem listamaðurinn hafí
gleymt stað og stund og eins og
látið skynjunina og sérstakan hug-
-blæ augnabliksins stýra
pentskúfnum. Mjög glögg dæmi
um þetta eru t.d. myndirnar Duus-
hús í Keflavík (1957), í Gufunesi
(1967) og Hús Þorleifs Jónssonar
póstmeistara (1983). Allar myndir
frá ólíkum timaskeiðum, sem svip-
aður ferskleiki prýðir.
Myndræna gildið verður þá yfir-
sterkara hinni sannferðugu mynd
af viðfangsefninu, en við það eykst
um leið hið sálræna samband, sem
eykur ris og jafnvel heimildargildi
myndarinnar.
Námsferill Sigfúsar í leik-
myndagerð á óefað heilmikinn
þátt í því, að svo er sem hann
skynji umhverfið sem sviðsmynd,
eða hluta sviðsmyndar, en um leið
eru í þeim -sterkir taumar til hins
liðna og þess sem er að hverfa.
Sigfús kemur til dyranna eins
og hann er klæddur og segir hreint
út, að hann máli fyrir fólkið, en
ekki bara fyrir sjálfan sig, svo sem
margur málarinn segist gera,
hvernig sem slíkt er hægt, því að
öll list er í kjama sínum miðlun.
En menn tjá sig á mismunandi
hátt, og heimur Sigfúsar er vissu-
lega hluti samtíðar hans, — fram-
hjá því verður ekki gengið.
Bókin er engin listfræðileg út-
tekt, þótt ýmsir nafnkenndir mál-
arar og hönnuðir hafi lagt henni
lið. Hún er fyrst og fremst frásögn
um manninn Sigfús Halldórsson í
formi brotabrota af lífsferli hans.
Textanum er ætlað að vera léttur
og skemmtilegur og halda hinum
almenna lesanda vakandi, þeim
hinum sömu og festa sér myndir
hans, sem vísast myndu síður end-
ast yfír skipulögðum og djúpum
hugleiðingum.
Fyrir sumt er texti Jónásar
Jónssonar líkastur löngu og kulnp-
ánlegu blaða- eða útvarpsviðtali,
þar sem áherslur og lýsingarorð
eru ekki spöruð. Listamaðurinn
er alltaf í næsta nágrenni tilbúinn
að skjóta inn orði, og þar sem
þetta nefnist kveðja hans til
Reykjavíkur, má það telja við
hæfi.
Hér er þannig án vafa komin
góð kynning á málaranum og tón-
skáldinu Sigfúsi Halldórssyni, svo
sem samtíðin þekkir hann og met-
ur.
Allur frágangur bókarinnar er
hinn vandaðasti, og einkum er
bandið með fljúgandi gullflugunni
á dimmgrænum grunni hið feg-
ursta. Mynd á kápu er táknræn,
en ég hefði persónulega valið aðra
mynd og auk þess er letrið full-
liart og ekki i samræmi við mynd-
ina. Það var þó trúlega tilgangur-
inn að samræma hér bókarkápu
og plötuumslag. Setji maður
myndina framan á skrá sýningar
listamannsins á Kjarvalsstöðum
yfír kápumyndina, fær maður allt
' aðra og heillegri úrkomu.
Ritstjóm verksins önnuðust þeir
Indriði G. Þorsteinsson, sem ritar
stuttan formála, Einar Hákonar-
son og Guðmundur Sæmundsson.
Megintexta bókar skrifar Jónas
Jónsson, val á myndverkum önn-
uðust auk höfúndar Jón Reykdal
og Torfi Jónsson og tel ég að það
hefði mátt vera markvissara. T.d.
skil ég ekki hví hinar • athyglis-
verðu myndir frá námsárunum í
Oxford skuli vera aftast í bókinni.
Hefði þessi eftirmáli og stutta
kynning Guðmundar Sæmunds-
sonar, á dönsku og ensku, allt eins
inátt tengjast upphafi bókarinnar,
sem kynning og með breyttu orða-
lagi og vera þá á íslensku en út-
lagningin aftast. Þá saknar maður
nafnaskrár.
Val laga á plötu önnuðust þeir
Jón Þór Hannesson, Guðni Þ.
Guðmundsson og Friðbjörn G.
Jónsson. Jens Alexandersson er
ábyrgur fyrir ljósmyndun mynd-
verka og Torfi Jónsson sá um út-
litshönnun . og hafa báðir unnið
verk sitt af kostgæfni. Prentvinnu
annaðist Prenthúsið sf. og Oddi hf.