Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 DANSGOLFIÐ í ÁSTANDINU Bókmenntir Erlendur Jónsson Louis E. Marshall: HERNÁM- IÐ. Hin hliðin. Aslaug Ragnars bjó til pr. 166 bls. ísafold. 1990. »Lífið er eins og slípaður steinn með marga fleti. Birtan fellur aldrei á alla þessa fleti samtímis. Það má snúa þessum steini á alla vegu og sjá hann í því ljósi sem maður vill hverju sinni.« Þetta segir Louis E. Marshall. Hann fæddist og ólst upp í Texas. Fertugur var hann sendur til íslands sem undirofursti. Það var árið 1943. Þótt hann vissi fátt um þennan út- jaðar heimsins var hann feginn því að vera ekki snúið í hina áttina — í Kyrrahafsstyijöldina. Flogið var til Keflavíkur með viðkomu á Grænl- andi. Þar var þá fjúk og 20 stiga frost! Ekki leist honum á framhald- ið. Flugmennirnir grínuðust við hann á leiðinni og spurðu hvort hann væri á vegum FBI (alríkislög- reglunnar). Ekki kvað hann svo vera. En þeir sögðu að víst væri hann á leið í FBI sem þeir útlögðu »Forgotten Boys of Iceland«. Þegar til íslands kom var hvorki frost né fjúk. Og í Keflavík var lent á lengstu flugbraut í heimi. Undirof- urstanum þótti land þetta furðulegt í meira lagi. Til dæmis mundi hrau- nið á leiðinni til Reykjavíkur varla eiga sinn líka á jarðríki. í Reykjavík var haldið að Trípólíkampi sem síðan varð aðsetur Marshalls næstu tvö árin. Og þau árin urðu bæði minnis- stæð og örlagarík. Samkvæmislífið var glæsilegt og íburðarmikið. Þó varð allt að fara fram með skikk og prakt. Yfirmaður, sem lét sjá sig með gleðistelpu, átti á hættu að vera stefnt fyrir herrétt. Eigi að síður tókust margs konar kynni með hermönnum og Islendingum. Byðu þeir dömum í klúbbinn sinn var ekki í kot vísað: »Dansgólfið var stórt og ávallt stífbónað. Þar gátu dansað í einu fimmtíu pör. í öðrum enda salarins voru smáborð en í hinum endanum var hljómsveitarpallurinn. Fyrir dansinum lék hljómsveit hersins og í henni voru yfirleitt afbragðs hljóð- færaleikarar sem allir komu úr röð- um hermanna. Við hljómsveitarpall- inn var barinn þar sem enginn skort- ur var á öllum þeim drykkjarföngum sem hugurinn girntist.« Og fyrr en varði var ævintýrið byijað með stefnumótum og rós- rauðu I love you. Það var astandið í allri sinni dýrð. En hvaðeina hefur sinn tíma og sinn endi. Það mátti nú Texasbúinn reyna. Því þegar hann hvarf af landi brott að end- aðri þessari íslandsdvöl skildi hann eftir sig lítið og sætt baby sem hann reyndar lét eiga sig í tuttugu og þijú ár. Eða þar til stórglæsilegur uppkominn sonur sendi föður sínum eigin brúðkaupsmynd »til að þú fengir að sjá hvað þú átt fallega tengdadóttur«. Þá brá þessum gamla hermanni svo um munaði. Það var samviskan sem tók hann nú til bæna. Þetta hafði hann í senn óttast o g vonað. En þá var líka þráð- urinn tekinn upp að nýju. Og þar lýkur sögunni. Marshall er góður rithöfundur. Hann hefur þennan fína húmor sem virðist vera svo eðlislægur á suðlæg- ari breiddargráðum en því miður þolir ekki kulda norðursins. Lýsing hans á íslandi stríðsáranna er yfír- höfuð mjög jákvæð, hæfílega ná- Sumar á Sólheimum Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Ágústa Ágústsdóttir. Myndskreyting og hönnun: Sig- rún Sætran. Prentverk: Prentberg hf. Bókband: Félagsbókbandið — Bókfell hf. Útgefandi: Bókaútgafan Hildur. Bók um sumar í sveit, leik barna þar í umgjörð liðinnar tíðar, rétt í þann mund er vélaöld var að hefjast meðal íslenzkrar þjóðar. Fiðrildin Gunna og Jens og systir hans Vil- helmína svífa um sviðið, og í líf þeirra og leik er boðið börnum sunn- an úr Reykjavík. Þarna eru afi og amma. Hugmyndin að sögunni er snjöll: Lýsa leikjum bama að „legg og skel“, áður en kaupahéðnar tóku að hagnast á leikþörf bama með er- lendu drasli, sljóvguðu sjálfstæða hugsun, þroska. Tímasetningin er líka snjöll, hinir eldri hafa enn frið til þess að líta upp og glíma við gátur lífsins með barni. Til að vinna úr þessu hefði höfund- ur átt að ætla sér miklu lengri tíma, því að hugmyndimar bera stílinn gjörsamlega ofurliði. Þær velta Ágústa Ágústsdóttir fram, eins og lækur í vorleysingu, stjómlaust, ærslafullar. Það er langt frá nægjanlegt að skreyta söguna með sjaldgæfum orðum, hitt meira um vert, að söguþráðurinn komist til skila. Hér hefði þurft að fækka þráðum í vefinn, vanda val þeirra betur, skrifa aftur og aftur, stytta, og úr hefði orði hin snotrasta bók. Að höfundur geti slíkt efast ég ekki um, það sýna mér ljóðrænar náttúrulýsingar. Villur eru allof margar. Myndir Sigrúnar em bráð- vel gerðar, bókarprýði. VGRIP AF SOGU FINNLANDS Bækur Louis E. Marshall kvæm og ágætlega trúverðug. Eins og ókunnugra er háttur tók hann gleggst eftir því sem honum þótti sérkennilegast. Sumt, sem þá ein- kenndi daglega lífið, er horfíð í svo mikla fjarlægð að jafnvel við, heima- fólkið, verðum að blása rykið úr hugskotinu til að endurlifa stemm- inguna. Hver man t.d. þessa al- gengu sjón: »... nýr fískur var bor- inn á milli húsa, dinglandi í snæris- spotta. Þetta vakti furðu mína en þó tók út yfir allan þjófabálk þegar ég sá konur á þjóðbúningi gera þetta.« Marshall gegndi hér eftir- litshlutverki og ferðaðist því um landið allt. Stundum varð að fara sjóleiðis milli landshluta. En herinn hafði til umráða norskt skip sem hér hafði orðið innlyksa eftir hernám Noregs. Veðurfar var þessi árin með því hlýjasta á öldinni en stonnar tíðir. Vegna starfs síns fylgdist Marsh- all grannt með hveiju einu sem herinn varðaði. Hermönnunum hafði verið fyrirskipað að virða hér lög og reglur. Við komuna til landsins var þeim t.d. skylt að skipta dollur- um sínum fyrir krónur enda þótt gengi krónunnar væri þá eins og löngum grófiega ofskráð. Sjálfur einsetti Marshall sér að láta sér ekki leiðast heldur nota tím- ann til að fræðast um land og þjóð. Hann brá sér t.d. í leikhús. »Ein besta leiksýning sem ég hef séð um dagana var þegar Leikfélag Reykja- víkur setti upp Kaupmanninn í Fen- eyjum.« Innri málum hersins er hér vendi- lega lýst. Bandaríkjamenn tóku hér við af Bretum og þótti hvorir tveggja, Bretar og Islendingar, búa við nauman kost miðað við eigin allsnægtir. Það vakti bæði undrun og meðaumkvun, svo dæmi sé tek- ið, er Bretarnir eitt sinn báðu þá um tómatsósu í skiptum fyrir skoskt whiský! Sögu sína skrifar Marshall eftir minni. Ekki mun honum þó víða skeika. Til undantekninga telst, þegar hann lýsir Hótel íslandsbrun- anum sem hann horfði á sjálfur, og segir að þar hafí allir komist lífs af. Hið rétta er að einn maður fórst í brunanum. Hitt má ætla að sé prentvilla þar sem segir að Japanir hafí gefist upp 2. desember 1945. Það var 2. september sem þeir und- irrituðu uppgjöf sína um um borð í bandaríska orrustuskipinu Missouri. Sem heild er bók þessi skipulega samin, skemmtileg og greinagóð og lýsir prýðilega hinni hliðinni, þeirri sem heimamenn hvorki sáu né heyrðu. Gísli Ágúst Gunnlaugsson Matti Klinge. Ágrip af sögu Finnlands Bókaforlagið Otava hf. Keuru 1990. 152 bls. Tiltölulega lítið lesefni er til á ís- lensku um sögu Finnlands og ekki er örgrannt um að saga landsins verði nokkuð útundan í þeirri tak- mörkuðu kennslu í Norðurlandasögu sem boðið er upp á í skólum lands- ins. Því er talsverð bót að ritinu Ágrip af sögu Finnlands eftir Matti Klinge, prófessor í sagnfræði við háskólann í Helsinki. Rit þetta mun gefið út að tilhlutan finnska utanrík- isráðuneytisins og hefur þegar birst á nokkrum tungumálum. Undirritað- ur hefur þannig undir höndum sænska útgáfu bókarinnar frá 1977. Ágrip af sögu Finnlands er lítil bók, 152 bls. í litlu broti og mikið myndskreytt. Texti bókarinnar er því mjög knappur, en spannar engu að síður sögu landsins frá því á miðöldum til okkar daga. Fljótt er farið yfír sögu framan af. Á 30 bls. er fjallað um sögu landsins eftir að það komst undir sænska stjórn og útþenslustefnu Rússa á 18. öld. I ritinu er lögð megináhersla á sögu Finnlands eftir að Rússar lögðu landið undir sig 1809. Fjallað er um stöðu Finnlands sem fullvalda stór- furstadæmis og greint frá vaknandi þjóðemisvitund og sjálfstæðisbar- áttu. Síðasti hluti ritsins greinir frá sögu Finnlands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis eftir 1917. í svo stuttu riti verður ekki hjá því komist að umfjöllun um þróun samfélags og stjórnhátta verði næsta yfirborðsleg. Engu að síður tekst Matti Klinge að gera furðu- góða grein fyrir þróun samfélags- Matti Klinge hátta í Finnlandi. Hann gerir grein fyrir atvinnuháttum og efnahags- þróun síðustu tvær aldir og skýrir stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Hafa verður í huga að ritið er ekki ætlað sagnfræðingum eða þeim sem þegar hafa yfir að ráða umtals- verðri þekkingu á sögu Finnlands. Bókin er einkum skrifuð fyrir þá sem lítið eða ekkert þekkja til sögu finnsku þjóðarinnar og sem slík þjón- ar hún ágætlega hlutverki sínu. Myndefni í ritinu er vel valið. Framan af er það hið sama og í sænsku útgáfunni frá 1977 en mjörgum nýjum myndum hefúr ver- ið aukið við í kaflanum um sögu Finnlands fra'1917, enda hefur sá kafli verið endurskoðaður talsvert frá því að sænska útgáfan sem ég hafði við höndina kom út. Aðalsteinn Davíðsson hefur þýtt bókina og virðist mér það starf vel af hendi leyst. Solla bolla og Támína — Jólaskemmtunin Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur texta: Elfa Gísladóttir. Myndir: Gunnar Karlsson. Prent- verk: Prentsmiðjan Oddi hf. Út- gefandi: Iðunn. Hér eru þær á leið í skóla Solla Bolla og Támína. Sú síðarnefnda ekki hrifin af því að þurfa alltaf að kúldrast í skóm vinkonu sinnar, en hvemig á lítil stúlka að komast í skóla með skó aðeins á öðrum fæti? Slíkt nær ekki nokkurri átt. Það er aðventa, verið að undirbúa litlu jólin í skólanum. Eitt barnanna á að leika jólasvein, en öll eru of lítil fyrir búninginn, sem til er, öll nema Solla Bolla. Hún heldur með búninginn heim, sárleið, því hana langaði ekkert til að leika jólasvein- inn. Támína var á annarri skoðun. Hana langaði í leikinn. En hvernig gat hún, aðeins lítil tá, fyllt útí búninginn. En við flestu em til ráð, líka þeirri þraut, að klæða Támínu sem alvöru jólasvein. Nú loks fékk hún að hitta krakkana í skólanum, þurfti ekki að bögglast í þröngum skóm vinkonu sinnar. Hún vakti mikla athygli, fyrr en varði líktu Myndskreyting eftir Gunnar Karlsson. allir krakkarnir eftir Sollu Bollu, breyttu stórutám sínum í jólasveina, gleðin varð meiri á skemmtuninni, en dæmi voru um áður. Alsælar héldu þær stöllur því heim. Sem fyrr er frásagan af þeim vinkonunum bráðfyndin, uppátækin furðuleg, og börn heimta að heyra ævintýrið aftur og aftur. Var það ekki líka tilgangurinn að skemmta ungum börnumn, hvað svo sem full- orðnir hafa um furðu fyribærið að segja? Teikningar Gunnars eru bráð- skemmtilegar, falla afarvel að efni, enda gerðar af kunnáttu og snilli. Frágangur allur er til mikillar fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.