Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 24

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ATHUGIÐ Nýjar vörur Mikið úrval dömur og herra. Snyrtivöruverslun Reykjavlkuivegi 50 • Hafnarfirði Sími 53422 LAKKRÍS fyrir stelpur og stráka, sætur eða með salmíaksbragði. . I * SkÍYWDI GOH iKs « r íslenskar bækur □ Takn og undur / Halldór S. Gröndal □ Ljósblik liðinna daga / Ingibjörg Sumarliðadóttir □ Baráttan við heimsdrottna / Frank E. Peretti D Ástin kemur / Janette Ole □ Lifðu / Mari Lornér ... og margar fleiri Barnabækur □ rupphafi □ Nói og flóðið □ Drengurinn Jóhannes □ Bernska Jesú □ Perlubækurnar □ Litla hafmeyjan ... og margar fieirí Erlendar bækur á ensku og norrænum málum 0 BiSlíuhandbækur □ Uppsláttarrit □ Vakning Heilags anda □ Barnauppeldi □ Unglingavandamál □ Nýaldarhreyfingin □ Óhefðbundnar lækningaaðferðir Giafavörur □ Fallegir leirplattar með íslenskum og erlendum áritunum □ SPOR Q Æðruleysisbænin ^. □ Krossar , e' nie,- □ Lyklakrókar þ ■ a □ Minnismiðar að tfy/, □ Mannakornakrúsir a,j * eyr*r ióju □ Orð Guðs tíl þín a*'“ ' n s GTO°c Hljóðritanir □ Fjölbreytt úrval af trúartónlist á hljóm- plötum, diskum og snældum □ Jólaspilið — Frábært nýtt íslenskt spil fyrir alla fjölskylduna □ Biblíuhulstur - Hulstur utan um Biblíur t*"**l£S*j> á\a^a l/erslunin Hótun2 105 Reykjavik simi: 25155 Gísli í Nýlistasafninu Myndlist Eiríkur Þorláksson Eins og kemur fram að ofan eru nú uppi tvær einkasýningar í Nýlistasafninu. Á meðan neðri salimir hýsa verk Rósku, hefur ungur maður, Gísli Bergmann, komið sínum myndum fyrir á efri hæðunum. Gísli er hér að_ setja upp sína fyrstu sýningu á íslandi, og á sér nokkuð ólíkan bakgrunn frá því sem gildir almennt um ungt lista- fólk hér. Hann flutti til Ástralíu barn að aldri fyrir tveimur áratug- um, og hlaut sína listmenntun þar í álfu og í Englandi. Hann kemur því utan að inn í íslenskan list- heim, og því er áhugavert að sjá, hvort merkjanlegur munur sé á þeim verkum sem hann sýnir hér og þeim verkum ungra lista- manna, sem hafa stundað sitt list- nám hér heima. Niðurstaðan af skoðun sýning- arinnar er í meginatriðum að svo sé ekki. Það er hinsvegar enn ein staðfestingin á því sem flestir list- unnendur hafa löngu gert sér grein fyrir, þ.e. að listfræðsla er síðustu áratugina orðin mjög al- þjóðleg í öllum meginatriðum, og helgast ekki af þjóðlegum eða alþjóðlegum eigindum, heldur af faglegum þáttum, tæknilegum jafnt sem listfræðilegum. Hvernig listnemar vinna úr þeim atriðum er síðan háð persónulegum við- horfum þeirra og í þeirri úr- vinnslu geta þjóðleg viðfangsefni auðvitað orðið áberandi. Gísli hefur nú snúið aftur til ættlandsins, og nýtir það á vissan NÝLISTASAFNIÐ VATNSSTÍG 3b . REYKJAVÍK 8. XII /90 KL. 17:30 . -S j. KLASSAMYNDIR KLASSAHUOMAR -*■- .— — KABARETT UÓÐ OG GJORNINGAR FRAM Á AÐFANGADAGSNÓTT. Róska - Gísli í réttu andlegu umhverfi sýninganna. hátt í verkum sínum. í neðri saln- um hefur hann sett upp tuttugu smámyndir, sem eru m.a. gerðar úr Mýrdalssandi og plasti. í við- tali segir Gísli að svartur, örfínn sandurinn hafi heillað hann vegna þess hversu ólíkur hann er sandin- um í Ástralíu. Hann nefnir líka (og ef til vill réttilega) að plast virðist vera í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum, sem strá því um sig — líkt og það væri áburður en ekki umhverfislýti. Það er hins vegar áferð þess sem nýtist hon- um í þessum litlu myndum, og minnir að nokkru á veðurfar, eins og listamaðurinn bendir á. Hins vegar liggur styrkur myndanna í heildinni, og þær eru nokkuð veigalitlar hver út af fyrir sig. Á efri hæðinni getur að líta 8 stærri málverk, sem draga meira til sín. Hér er um að ræða marg- unnin mynstur, þar sem hvert lag- ið hvílir ofan á öðru, -og mynd- bygging hvers lags fyrir sig er að nokkru frábrugðin því næsta. Þetta minnir að nokkru á við- fangsefni finnsku listakonunnar Mari Rantanen, sem birtist lands- mönnum í Norræna húsinu fyrr í hausts. Verk Gísla eru grófari, og bera því meira í sér þá úr- vinnslu sem á sér stað. Þannig má lesa sig í gegnum myndirnar og fletta efri lögum af í huganum til að athuga betur það sem undir liggur. Flestar myndanna byggj- ast á láréttum og lóðréttum áherslum, en þó eru það litirnir sem ráða meiru um heildarsvip- inn. Þannig draga „London Light“ (nr. 27) og „Islam“ (nr. 23) sérs- taklega til sín, hin fyrrnefnda einkum vegna þess græna og gráaleita kulda sem yfirborðið -geislar frá sér. Gísli Bergmann kemst ágæt- lega frá þessari fyrstu sýningu sinni hér á landi, og verður gaman að fylgjast með hvort hann haslar sér völl í listheiminum hér á landi eða í sínu nýja heimalandi. Líkt o g Róska líður Gísli ef til vill nokk- uð fyrir sýningartímann og er því vert að hvetja fólk til að koma við í Nýlistasafninu þessa síðustu helgi fyrir jól og sjá hvað þar er um að vera. Sýningunni lýkur að kvöldi Þorláksmessu. Róska í Nýlistasafninu Það má örugglega segja að síðustu vikur fyrir jól séu langt -frá því að vera heppilegasti tími ársins fyrir myndlistarmenn til að halda einkasýningar. Fólk er á stöðugum þeytingi, og gefur sér tæpast þær rólegu stundir, sem þarf til að skoða myndlist. Engu að síður er ásetning sýningarsala orðin slík, að sýningar eru í gangi allan ársins hring, og því eru nokkrar einkasýningar uppi við þessa síðustu viku aðventunnar. í Nýlistasafninu eru nú uppi tvær einkasýningar. I neðri sölun- um sýnir listakonan Róska ljós- myndir, tölvugrafík, og loks mál- verk og teikningar sem unnar eru með blandaðri tækni. Róska á að baki langan og litríkan listferil, en einkasýningarnar hafa ekki að sama skapi verið margar, og því er fengur að þessari hér. Hún stundaði sitt listnám á umrótatímum sjöunda áratugar- ins á íslandi, í Tékkóslóvakíu, Frakklandi og á Ítalíu, og hefur síðan starfað að myndlist, kvik- myndum og við sjónvarp hér á landi og erlendis, einkum á Italíu, þar sem hún hefur búið um langt skeið. Róska gerðist meðlimur í SÚM-hópnum 1967 og tók þátt í starfi hans um árabil, þó það væri ef til vill að mestu úr fjar- lægð, vegna starfa hennar á ít- alíu á sama tíma. Hún hefur þó alltaf haldið tengslum heim og verið hluti af hinum íslenska lista- heimi. Sýning Rósku í Nýlistasafninu er frískleg. Hinar mismunandi vinnuaðferðir skila af sér fjöl- breyttum verkum og gefa áhorf- andanum gott tækifæri til að meta þá möguleika sem felast í vinnubrögðunum. í viðtali sagði listakonan að viðfangsefni hennar á sýningunni væri kynlíf og heimsendir, og er það í góðu sam- ræmi við það sem hún hefur fjall- að um á einn eða annan hátt í listinni í gegnum árin. Þetta kem- ur misjafnlega sterkt fram í verk- unum; í sumum þeirra er tilvísun- in bein og ögrandi, en í öðrum fínlegri og mýkri. Ljósmyndirnar eru mjög ögrandi í eðli sínu, og „Afdrep" (nr. 2) og „Heimsendi“ (nr. 13) beinar tilvísanir í þau viðfangsefni sem listakonan nefnir; ,Brennandi jörð“ (nr. 12) er einnig sterk fram- setning efnisins. Að öðrum þátt- um ólöstuðum eru það þó tölvu- grafíkin og síðan fjölskrúðug verk unnin með blandaðri tækni sem áhorfandinn staldrar helst við. Þetta mun í fyrsta sinn sem íslenskur listamaður sýnir myndir unnar á tölvu, og var ekki seinna vænna. Þó þau séu smá, þá sýna þessi verk vel möguleika tækninn- ar. Teikning og mismunandi mynsturgerð gefur ótal mögu- leika; litfletir geta síðan verið sterkir og glansandi, líkt og silki- þrykk, og loks geta aðrir litir sáldrast um verkin líkt og gull- regn. Breytt litaval sömu teikn- ingarnar sýnir vel hversu mikil breytingin getur orðið, eins og t.d. í báðum útgáfunum af „Sólar- upprás" (nr. 16) og „Pixellundur" (nr. 15). Málverk, klippiverk og fleiri myndir gerðar með blandaðri tækni eru stærstu verk Rósku á sýningunni. Margar þeirra eru áleitnar og í samræmi við þau viðfangsefni sem nefnd voru að framan, og ná jafnvel að tengja þau saman á sterkan hátt, eins og t.d. „Monroe og máfar" (nr. 33), „II Gabbiano" (nr. 39) og „Akedown" (nr. 31). Flestar myndanna eru ferskar og hæfi- lega mikið unnar, og staðfesta að Róska stendur föstum fótum í sinni myndlist, jafnframt því sem hún er óhrædd við að reyna nýjar brautir, eins og sést í tölvuverkun- um. Þessi sýning Rósku (og það sem henni fylgir af uppákomum af ýmsu tagi) er gott lokaorð í Ný- listasafninu á þessu hausti, þar sem óþarflega margar sýningar hafa verið blóðlitlar og í daufara lagi. Helsti gallinn er auðvitað að desember er ekki góður sýning- artími, og opnunartíminn mætti vera lengri hvern dag, einkum þá síðustu sýningarhelgi, sem nú er framundan. Sýningunni lýkur að kvöldi Þorláksmessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.