Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 31

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DÉSEMBER 1990 almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og fullt verð að koma fyrir. Á þessi sjónarmið verður ekki fallist. I fyrsta lagi vegna þess að eftir uppkvaðningu Félagsdóms hafði ASÍ uppi kröfur á hendur sínum viðsemjendum um sömu launa- hækkun og BHMR fékk. Var í því efni vísað til forsendna í samningum þess. Ennfremur að VSÍ og VMS hafi fallist á að verða við þeirri kröfu. Lögin eru því ótvírætt al- menn, þar sem þau svipta stærsta hluta launþega í landinu með sama hætti launahækkun sem þeim hafði verið ákveðin. Þessar væntanlegu launahækkanir til annarra en BHMR og þar af leiðandi víxlhækk- anir launa voru einmitt tilefni laga- setningarinnar. I öðru lagi er ekki unnt að telja vinnulaun sem ekki hefur verið unnið fyrir eign í skilningi 67. gr. stjórnarskrárinnar. Launakrafa stofnast ekki fyrr en vinnuframlag- ið hefur verið innt af hendi. Laun- þegi hefur því ekki þær heimildir sem felast í eignarréttinum þegar um væntanleg laun er að ræða. Löggjafinn hefur því ótvíræða heimild til að breyta reglum um laun sem ekki hefur verið unnið fyrir. Slík laun njóta því ekki vernd- ar 67. gr. stjórnarskrárinnar. Félagafrelsisákvæðið Loks er skírskotið til þess að bráðabirgðalögin séu andstæð fé- lagafrelsisákvæði 73. gr. stjórnar- skrárinnar, þar sem lögin grafi undan starfsemi fijálsra stéttarfé- laga og leiði til þess að félagsmenn glati trú á gildi þess að starfa í skipulögðum félagsskap með lög- legum hætti til þess að bæta kjör sín. Samkvæmt 73. gr. eiga menn rétt á að stofna félög í sérhveijum löglegum tilgangi án þess að sækja þurfí um leyfi til þess. Ekkert félag má heldur leysa upp með stjórnar- ráðstöfun. Ákvæði greinarinnar snýr því að félagasamtökunum sem slíkum. Bráðabirgðalögin um launamál frá síðastliðnu sumri takmarka á engan hátt rétt manna til að stofna stéttarfélög. Þá hefur stéttarfélag heldur ekki verið leyst upp eða bannað með lögunum. Af þessum sökum er útilokað að halda því fram að 73. gr. stjórnarskrárinnar eigi hér við og að bráðabirgðalögin bijóti á einhvern hátt í bága við þá grein. Þingmeirihluti Svo sem að framan er rakið er langsótt að halda því fram að setn- ing bráðabirgðalaga um launamál frá 3. ágúst 1990 uppfylli ekki skil- yrði 28. gr. stjórnarskrána. Þegar ljóst varð að ekki yrði komist hjá lagasétningu síðastliðið sumar var málið vandlega undirbúið. Á þeim tíma fullyrði ég jafnframt að trygg- ur þingmeirihluti var fyrir málinu í báðum deildum Alþingis. Það er þó alls ekki skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga að svo skuli vera, enda alþingismönnum sem öðrum heimilt að skipta um skoðun. Hafi einhveijir skipt um skoðun hefur þeim snúist hugur á ný því staðfest- ingarfrumvarp vegna laganna hefur nú fullnægjandi stuðning stjórnar- sinna í báðum deildum Alþingis og nýtur jafnframt hlutleysis nokkurra skilningsríkra og víðsýnna þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Um málið er því óþarft að deila. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Vitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að því er ekið var á bíl af gerðinni Fiat Croma fyrir utan Hótel Sögu um klukkan 18 þann 12. þessa mánaðar. Þá var nýlokið á hótelinu fundi á vegum Fjár- festingafélagsins. Tjónvaldur- inn fór af vettvangi og er skorað á hann hann eða vitni að óhappinu að gefa sig fram við lögreglu. Rannsóknadeild lögreglunnar í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að tveimur ákeyrslum um síð- ustu helgi. Ljósgráum Renault-fólksbíl var ekið á tengi- kassa á Hjallabraut við Víði- vang. Á staðnum urðu eftir aft- urstuðari og ljósker af bílnum. Skorað er á vitni að gefa sig fram ög einnig ökumanninn, sem vitjað getur bílhlutanna á lög- reglustöðinni í Hafnarfirði. Um klukkan 11.20 að morgni laugardagsins 15. desember var ekið á rauðan Subaru-fólksbíl, sem var kyrrstæður við Fjarðar- kaup. Ný sending afglœsilegum sófasettum frd Frakklandi. Ath. mikið úrval af homsófwm, hvíldarstólum og sjónvarpsskápum. Þessir höfundar árita í Eymundsson föstudaginn 21. desember: Þórarinn Tyrfíngsson - Það hálfa væri nóg, í Eymundsson í Austurstræti kl. 14-16. Ómar Ragnarsson - f einu höggi, í Eymundsson í Austurstræti kl. 16-18. Janus Guðlaugsson - Lærðu knattspymu í Eymundsson í Kringlunni kl. lS-lfiSy-.vÓ Atli Eðvaldsson - Lærðu knattspymu, í Eymundsson í Kringlunni ki. 15-16. Eðvarð Ingólfsson - Haltu mér - slepptu mér í Eymundsson í Mjódd kl. 15-16. Þorgrímur Þráinsson - Tár, bros og takkaskór, í Eymundssþn á Eiðistorgi kl. 15-16. Aðfangadag Steinunn Sigurðardótt orðið, í Eymundsson kl. 15-16. mt U líðasta Hlémm T Krtstján Jóhannsson - Kt Eymundsson í Austurstræti, 24. desember kl. 10-12. $ fti ii - BÓKAVERSLUN AUSTURSTRÆTl • VIÐ HLEMM • MJÓDD ■ KRiNGLUNNl ■ EIÐISTORGI 91-18880 ■ 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.