Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 33

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 33 Biðleikur Karpovs var of máttlaus gegn meistaranum ____________Skák________________ Margeir Pétursson ÁSKORANDANUM, Anatoly Karpov, tókst ekki að láta kné fylgja kviði er 21. einvígisskák hans við Kasparov heimsmeistara var tefld áfram í Lyon í gær- kvöldi. Skákinni lauk með jafn- tefli eftir 84 leiki. Karpov hafði átt mjög vænlega stöðu þegar skákin fór í bið, en það var engan veginn auðvelt fyrir hann að ákveða biðleik sinn. Hann hafnaði hvassasta leiknum, en vaidi annan traustari í staðinn, sem reyndist þó vera of linkulegur. Staða Karpovs í einvíginu er nú von- laus, hann verður að vinna allar þijár skákirnar sem eftir eru til að endurheimta heimsmeistaratit- ilinn sem hann glataði árið 1985. Kasparov hefur 11'/2 vinning en Karpov 9 !A>. Biðleikur Karpovs kom mjög á óvart, því hann átti í fórum sínum mun hvassari leik, sem flestir skák- menn hefðu líklega valið, jafnvel þó mjög erfjtt hafi verið að sjá fyrir endann á afleiðingum hans yfir borð- inu. Eftir töluverðar athuganir sýnist mér ljóst að hann hefði gefið Karpov mjög góða vinningsmöguleika, þó ekki sé hægt að slá því föstu að hann vinni þvingað. Eftir þann leik sem Karpov valdi voru vinningsmöguleikar hans ekki lengur til staðar, Kasparov tefldi mjög örugglega og gaf honum engin færi. Karpov hafa verið mjög mi- slagðar hendur í seinni hluta einvígis- ins og sérstaklega hefur hann verið lánlaus í tveimur síðustu skákum. Fyrst fékk hann hrikalega útreið á laugardaginn í 20. skákinni og lét síðan Kasparov slá ryki í augu sín með vafasamri gagnsókn í þeirri 21. Fyrstu 40 leikirnir í 21. skákinni birtust hér í Mbl. í gær og þegar skákin fór í bið var staðan þessi: Svart: Gary Kasparov Hvítt: Anatoly Karpov Hér er hvassasti leikurinn 41. Re7! og svartur fær ekki varið peðið á g6. Eina von svarts er fólgin í kóngssókn, sem gæti leitt til þrá- skákar. En hvítur virðist geta staðið hana af sér eins og eftirfarandi af- brigði sýna: a) 41. — Hal+ 42. Kc2 - Da4 (Eftir 42. - Rc5? fellur svart- ur á eigin bragði eftir 43. Rxg6+ — Kh7 44. Hxg7+ - Kxg7 45. Dxd4+ — Kxg6 46. bxc5 og hvítur hefur alltof miklar bætur fyrir skiptamun- inn og hlýtur að vinna) 43. Rxg6+ — Kg8 44. Hxg7+ - Kxg7 45. Df8+ — Kh7! (45. — Kxg6 46. e5+ leiðir beint til máts) 46. Dh8+ — Kxg6 47. e5+ - Kf7 48. Bc4+ - Ke7 49. Df6+ — og hvítur tekur síðan peðið á d6 með skák og hirðir riddarann á b3. Þá mun hann hafa þrjú peð upp í skiptamuninn, en það er þó erfitt að sýna fram á alveg öruggan vinning í þessu afbrigði, án lengri rannsókna. b) 41. - Rd2+? 42. Kc2 - Da4+ 43. Kxd2 - Dxb4+ 44. Ke2 - Dxb2+ 45. Kf3 og vinnur. c) 41. — Da4 (Gallinn við þennan leik er að svart skortir alvöruhótan- ir) 42. Rxg6+ - Kh7 (42. - Kg8 43. Re7n— Kh8 44. Hf5! er lakara) 43. Re7! (Hótar Df5+ og máti) 43. — Da2+ 44. Kc2 - Ral+ 45. Kdl — Db3+ 46. Kel og vinnur. En Karpov treysti greinilega ekki svo snörpum möguleika og valdi ann- an biðleik: 41. b5? — Hal+ 42. Kc2 - Rc5 Riddarinn kemur sér fyrir á reitn- um sem Karpov gaf eftir með bið- leiknum. Áskorandinn verður nú að fóma skiptamun til að halda fmm- kvæðinu. 43. Hxg7 — Kxg7 44. Dxd4+ — De5 45. Dxe5+ — dxe5 46. b6 — Hgl 47. Re3 - Hel 48. Rc4 - Hgl 49. Re3 - Hel 50. Rc4 - Hgl 51. b4 - Hxg2+ 52. Kc3 52. - Ra4+! Kasparov fellur auðvitað ekki í gildruna 52. — Rxd3?? 53. b7, en fórnar manni á hvíta frípeðið. 53. Kb3 - Rxb6 54. Rxb6 - Hg3 55. Kc3 - Hxh3 56. b5 - h4 57. Rc4 - Hxd3+! Þetta leiðir til steindauðrar jafnte- flisstöðu, því staða með drottningu og riddara gegn drottningu gefur enga vinningsmöguleika, nema alveg sérstaklega standi á. Hér hefur svartur að auki tvö peð til að veijast með. Karpov teflir samt áfram, enda síðustu forvöð. 58. Kxd3 - h3 59. b6 - h2 60. b7 - hl=D 61. b8=D - Dfl+ 62. Kc3 - Dcl+ 63. Kb3 - Ddl+ 64. Ka2 - Da4+ 65. Ra3 — Dxe4 66. Dc7+ - Kh6 67. Rc4 - Dd5 68. Kb2 - e4 69. Df4+ - Kg7 70. Kc3 - Dd3+ 71. Kb4 - Dd4 72. Dh4 - Kf7 73. Kb5 - Dd5+ 74. Kb4 - Dd4+ 75. Dh7+ - Dg7 76. Dhl - Dd4 77. Dh4 - Kg8 78. Df4 - Kg7 79. Dcl - Kf6 80. Kb5 - Dd5+ 81. Kb4 - Dd4 82. Kb5 - Dd5+ 83. Kb6 - Dd4+ 84. Kc6 - Ke6 og hér var samið jafntefli. Hjálparstofnun kirkjunnar: Rúmlega 9 milljónir hafa safnast RÚMLEGA 9 milljónir króna höfðu safnast í árlegri landssöfn- un Hjálparstofnunar kirkjunnar í gær, en það er um 1,5 milljón króna meira en safnast hafði á sama tíma í fyrra. Söfnunin stendur út desember- mánuð, en að sögn Jónasar Þóris- sonar, framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, verður tekið á móti framlögum sem berast út allan janúarmánuð. ----*-*-*-- Kór Lang- holtskirkju flytur Jóla- óratoríu KÓR Langholtskirkju flytur Jólaóratoríuna eftir J.S. Bach í Langholtskirkju 29. og 30. des- ember næstkomandi. Tónleik- arnir hefjast klukkan 17 báða dagana. Forsala aðgöngumiða er í Langholtskirkju og Eymunds- son í Kringlunni og Austurstræti. Flytjendur, ásamt Kór Lang- holtskirkju, eru Ólöf K. Harðardótt- ir sópran, Solveig M. Björling alt, Michael Goldthorpe, tenór, Bergþór Pálsson bassi og Kammersveit Langholtskirkju. Konsertmeistari er Júlíana Kjartansdóttir en stjórn- andi Jón Stefánsson. Birting hafnar sam- starfi við BIRTING hefur hafnað því að tiln- efna mann til að starfa með kjör- nefnd Alþýðubandalagins í Reykjavík að undirbúningi og framkvæmd forvals á G-lista í Reykjavík fyrir alþingiskosning- arnar. Kjartan Valgarðsson formaður Birtingar sagði að Birting myndi ekki framar taka þátt - í neinurn kjörnefnd óformlegum viðræðum um málið heldur aðeins formlegum. Þá hefur Birting einnig sent for- ustu og þingmönnum Alþýðubanda- lagsins bréf, þar sem fram kemur að ekki sé lengur talin þörf á fundi með þingflokki Alþýðubandalagsins. Óskað var eftir slíkum fundi í síðustu viku en samþykkt að fresta honum þá vegna óformlegra samræðna sem voru í gangi. Gefðu jólagjöf sem örvar sköpunargáfuna KAWAI HLJÓMBORÐ *»_ KAWAl mssö £ b|a'bi f'^Trtn f3Srffisr*l Sa ^.... A : B ** r' nemp. mm w««í MS 20 32 nótna, getur hljómað á 80 mismunandi vegu, 16 taktar í trommuheila. Verð kr. 5.900,- * Wmm.. i&é MS21037 nótna, 16taktar ítrommuheila, 192tóntegundir og auk þess trommupúðar til að spila inn eigin trommur. Verð kr. 7.900,- MS 510 49 nótna, 20 grunntónar, 400 tóntegundir. Verð kr. 8.900,- BJERTON KASSAGÍTARAR Framleiddir úr úrvalsvið sem gleður jafnt auga< sem eyra.f Verð kr. 16.900, PIGNOSE æfingamagnarar Fyrirgítarleikara, bassaleikara og hljóm- borðsleikara. Verð kr. 8.900,- PEAVEY magnarar í öllum stærðum og gerðum. MEINL DISKASETT Þýsk hágæðavara og draumur trommuleikarans. Verð frá kr. 7.900,- REYKJAVIKUR Laugavegi 96 • Sími 600935 KYNNTU ÞER URVALIÐ I HLJOÐFÆRAHUSINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.