Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 35
■ SÓFÍU. Búlgarska þingið fól nýrri ríkisstjórn völd í gær, fyrstu íjölflokka ríkis- stjórn landsins í 40 ár. Staða kommúnista er' samt sem áður enn mjög sterk. Eftir langan þingfund var samþykkt að mynda ríkisstjórn 18 ráðherra úr þremur flokkum. Fimm þeirra eru óflokksbundnir. Nýi forsætisráðherrann en óflokks- bundinn lögfræðingur, Dimitar Popov að nafni. H VÍN. 26 Albanir hafa verið handteknir og dæmdir til 11-20 ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum í síðustu viku. Utvarpið í Tirana sagði á miðvikudag að þeir hefðu framið „glæpi“ í borgunum Durres, Albasan og Shkoder. M SÞ. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti yfirlýsingu gegn ' aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku á miðvikudag. Ekki hefur áður náðst jafn mikil sam- staða um málið sem hefur verið mjög umdeilt í áratugi. í yfirlýsing- unni segir að halda skuli áfram efnahagsþvingunum gegn stjórn- völdum í Suður-Afríku en ekki er krafist nýrra refsiaðgerða. ■ LJUBLJANA. Tilkynnt var í júgóslavneska lýðveldinu Slóveníu í gær að ákvörðun um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag um úrsögn úr júgóslavneska ríkja- sambandinu yrði ekki haggað. Dómsmálaráðherra Júgóslavíu, Vlado Kambovskí sagði að ríkis- stjórnin gæti komið á mjög öflugum efnahagsþvingunum gegn Slóven- um ef af atkvæðagreiðslunni verð- ur. Yfirvöld í Júgóslavíu hafa sagt að hún brjóti í bága við stjórnar- skrá landsins. ■ SÞ. Sadako Ogata, japanskur kvenprófesSor við Sófíu-háskólann í Tókýó, hefur ver- ið tilnefnd í stöðu framkvæmda- stjóra Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. í tilkynn- ingu frá SÞ sagði að Perez de Quell- ar framkvæmda- stjóri myndi á föstudag biðja allsheijarþingið að ráða Ogata til þriggja ára í embætt- ið. Flóttamannahjálpin hefur hlut- verk að vernda hinar 15 milljónir flóttamanna í heiminum. Sadako Ogata Dimitar Popov ■ BERLÍN. Nýtt þýskt þing var formlega sett í þinghúsinu í Berlín í gær af Willy Brandt, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands. Þing- húsið í Berlín verður þó ekki aðset- ur þýska þingsins, ekki fyrst um sinn a.m.k. Þótt Berlín sé höfuð- borg sameinaðs Þýskalands munu helstu stjórnsýslustofnanir áfram hafa aðsetur í Bonn um allmörg ár. ■ BANGKOK. Herráðið í Burma bannaði í gær lýðræðisflokk lands- ins sem vann yfirburðasigur í alls- herjarkosningum í maí sl. Kjörráð Burma tilkynnti að Þjóðarbanda- lag um lýðræði, undir forystu Tin Oo og Aung Kyi, sem báðir eru í haldi, væri ekki lengur löglegt. ■ STOKKHÓLMI. ÞRÍR fyrrver- andi lögregluforingjar voru í gær dæmdir til refsingar en þrír sýknað- ir af ákæruatriðum vegna hlerana í tengslum við rannsókn á morðinu á Olof Palme fyrrverandi forsætis- ráðherra. Dómstóllinn féllst á að hleranir hefðu verið réttlætanlegar vegna morðrannsóknarinnar en komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að lögreglan hefði stundað þær í alltof miklum mæli. Hans Holmer fyrrverandi lögreglustjóri, hlaut þyngstan dóm en hann var dæmdur til að greiða dagsektir í 90 daga. Hinir tveir hlutu 70 daga sekt. köÍÖÍjÖÍLÍáÐÍÐ lÓSMÖIém §Í?6esÉMBeK’Í990 Í 8 35 Jón Baldvin Hannibalsson um fund með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna: Aukínnar svartsýni gætir um framtíðarhorfur í ríkjunum HALDINN var fundur utanríkis- ráðherra Norðurlandanna fimm og Eystrasaltsríkjanna þriggja í Kaupmannahöfn í gær í tengslum við opnun upplýsingaskrifstofu Eistlands, Lettlands og Litháens þar. Fyrir íslands hönd sat Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra fundinn. „Við heyrðum meðal annars þeirra mat á stöðu mála í Eystra- saltsríkjunum, kynntum og lýstum hugmyndum um hvernig hægt er að efla samstarf þeirra og Norður- landanna og bárum saman bækur um það. Af hálfu Norðurlandanna var gerð grein fyrir því hvað þegar hefði verið gert og hvaða áætlanir væru uppi um stuðning. Þeir tóku einna jákvæðast í þær hugmyndir að efna til sem nánastra samskipta á öllum sviðum milli einstakiinga, almannasamtaka, fyrirtækja, og töldu einna gagnlegast ef menn í stjórnunarstörfum, í atvinnulífi og sveitarstjórnum fengju tækifæri til að koma til stuttrar starfs- eða námsdvalar þannig- að þeir gætu nýtt sér þekkingu og reynslu Norð- urlandabúa við að byggja annars vegar upp lýðræðsilegt stjórnkerfi og hins vegar fyrirtæki sem kynnu eitthvað til verka í umhverfi mark- aðskerfis. Þetta er í líkingu við þær áætlanir sem ríkisstjórnin ræddi á seinasta ríkisstjórnarfundi," sagði utanríkisráðherra. „Eftirtektarverðasti þáttur þess- ara viðræðna var hvað þeir höfðu að segja hver ag einn af ástandinu heima fyrir. Hvaða mat þeir lögðu á framtíðarhorfurnar." „Almennt má segja að þeir séu svartsýnir, jafnvel svartsýnni en áður, en jafnframt hafa þeir ekki svör á reiðum höndum um hvað kunni að gerast. Astandið er fyrst og fremst óvissuástand. Sovétríkin eru komin út í stjórnleysi. Þar ríkir anarkí. Þrátt fyrir það að Gor- batsjov safnar völdum á hendur forseta og gefur út tilskipanir þá eru þær dauður pappír, það fer enginn eftir þeim. Það er algjör ruglingur um hver raunverulega fer með völd. Kannski eru þau nánast hvergi. Hvorki hjá miðstjórnarvald- inu, ekki hjá forystumönr.um ein- stakra lýðveldi, ekki í kerfinu, ekki í embættisliðinu, ekki í forstjóra- veldinu. Það er lömun. Við slíkar kringumstæður getur allt gerst. Hitt er svo annað mál að það er ekki svo margra kosta völ. Það er almenn og útbreidd skoðun að nú- verandi ástand sé óþolandi og geti ekki gengið lengur. Hins vegar er flestum viti bornum mönnum ljóst hver áhættan er og hvað kunni að tapast ef herinn og harðlínuöflin ná völdum og láta til skarar skríða. Þannig að lang líklegast er að áfram verði ríkjandi nánast lamað stjórn- kerfi og stjórnleysi,“ sagði Jón Baldvin. Frábær tónlist úr spennusögu Ómars Njóttu sögunnar til fulls - hafðu snælduna við höndina í tengslum við glænýja skáldsögu Ómars Ragnarssonar, í einu höggi, hefur verið gefin út samnefnd snælda með vandaðri tónlist í flutningi íslenskra listamanna og með textum eftir Ómar. Öll lögin leika stórt hlutverk í skáldsögunni en bók og snælda standa vel fyrir sínu í sitthvoru lagi. Meðal efnis á snældunni: í EINU HÖGGI SOFÐU ÞÁ SIGGA MÍN ELSKU STÚFUR ÓRÓSA GRÁTTU lÍR ÞÉR AUGUN ERU EKKIALLIR í STUÐI? JÓLAENGILL Og fl. lög Flutt af Ómari, Pétri Hjaltested, Birni Thoroddsen og Pálma Gunnarssyni. Flutt af Ómari, Grétari Örvarssyni og Gunnlaugi Briem. Flutt af Guðrúnu Grétarsdóttur og Grétari Örvarssyni. Flutt af Ara Jónssyni og Grétari Örvarssyni. Sungið af Ellen Kristjánsdóttur. Flutt af Ómari, Magnúsi Kjartanssyni og Árna Scheving. Flutt af Helgu Möller, Eyjólfi Kristjánssyni og Grétari Örvarssyni. IRÓDI BÓKA & BIAÐAÚTGÁFA Verð á snældu: 1.199 kr. Verð á skáldsögu: 2.280 kr. I Kr l-M. H .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.