Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ■ OPINBER FUNDUR verður í bóksölu Pathfinder á Klapp- arstíg 12, 2. hæð, laugardaginn 22. desember kl. 15.30 um stríðshættuna við Persaflóa. Fjallað verður um vígbúnaðinn og máléfni Kóreu. Þar var háð stríð 1950-1953 ffl.dir fána SÞ. Frummælendur verða Gylfi Páll Hersir og Jóhann Björnsson, en hann sótti Kóeru heim 1989 á Heimsþing æskunnar. Fundurinn er öllum opinn. Það eru aðstandendur vikublaðsins Militant sem halda hann. Fundinum lýkur áður en ganga Samtaka herstöðva- andstæðinga og friðarhreyfinganna hefst, kl. 18.00. Að henni lokinni er opið hús í Pathfinder-bóksölunni. (Fréttatilkynning) ■ HEITI POTTURINN gengst fyrir tónleikum unverska kontra- bassaleikarans Ferenc Bokany sem leikur ásamt íslenskum jazzleikur- um á Púlsinum fimmtudaginn 27. desember. Bokany er fæddur 1945, lék í popp- og jazzhljómsveitum í Ungverjalandi á unglingsárunum en fluttist sautján ára gamall til Svíþjóðar. Þar tók hann í auknum mæli að leika klassíska tónlist. Undanfarinn áratug hefur hann búið í Hollandi þar sem hann hefur m.a. leikið með Balletthljómsveit Hollands og Fílharmóníuhljómsveit Hollands. Hann starfar nú sem 1. bassisti við hollensku útvarpshljóm- sveitinni í Hilversum. Undanfarin ár hefur hann h'ka leikið reglulega með ungverska fiðlusnillingnum Tibor Varga. Jafnhliða klassíkinni leikur Bokany jazztónlist og hefur m.a. unnið undir handleiðslu Ray Brown og Dave Holland. Með Bok- any leika hér þeir Sigurður Flosason á alt- og baritónsaxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. (Fréttatilkynning) ■ FJÖL VA ÚTGÁFAN gefur nú út myndskreytta sögu af Dolla Dropa eftir Jónu Axfjörð sem bæði semur textann og mynd- skreytir bókina. í kynningu útgef- anda segir m.a.: „ Dolli Dropi er nokuð þekktur meðal barna vegna þess að hann er stjarna í barnatíma sjónvarpsins. Hann á heima í Skýja- borg á himnum, en í þessu bindi skreppur hann til höfuðborgar ís- lands, Reykjavíkur, og skoðar sig þar um. Hann heimsækur ýmsa fræga staði og lítur inn til barna í skólum og á dagheimilum." Reykjavíkurbók Dolla Dropa er 32 bls. í stóru broti. Filmugerð annað- ist Prentmyndastofan en prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi. ATVIN N UA UGL YSINGAR Bessastaðahreppur auglýsir Fóstrur og/eða starfsfólk vantar á leikskól- ann Krakkakot í Bessastaðahreppi. Umsóknum á að skila fyrir 15. janúar nk. Upplýsingar um starfið er svarað af forstöðu- konu í síma 651388. Leikskóli Bessastaðahrepps. Tæknifræðingur Rafmagnstæknifræðingur á sjálfvirknilínu óskar eftir starfi frá og með 1.1. 1991. Hef eftirfarandi fagbréf: Sveinsbréf í rafvélavirkj- un, rafiðnfræði og b-löggilding. Upplýsingar í síma 91-687245. Vesturbær Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í Odda- götu, Aragötu, Neshaga, Ægisíðu frá 80-98 og Hofsvallagötu 55-62. Ennfremur vantar blaðbera í Skerjafjörð, norðan flugvallar. Hressandi morguntrimm sem borgar sig. Upplýsingar eru gefnar í síma 691253. Byggingatækni- fræðingur Stórt byggingafyrirtæki óskar eftir að ráða byggingatæknifræðing til að sjá um útboðs- gögn, útreikning á tilboðum og eftirlit með byggingaframkvæmdum. Upplýsingar um menntun, fyrri störf o.fl. óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. desember nk. merktar: „B - 12581“. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir verk- fræðingi eða tæknifræðingi til starfa við verkáætlanir. Leitað er að rafmagnsverkfræð- ingi eða tæknifræðingi af sterkstraumssviði. Rafmagnsveitan býður upp á góða vinnuað- stöðu og m.a. aðgang að fullkomnu tölvukerfi. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri eða deildarstjóri verkáætlana í síma 604600. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, 5. hæð fyrir 10. janúar nk. >A UGL YSINGAR FUNDIR - MANNFA GNAÐUR TILBOÐ - ÚTBOÐ FÉLAGSSTARF Byggung, Kópavogi Aðalfundur BSF Byggung, Kópavogi, verður haldinn fimmtudaginn 27. desember kl. 20.30 í Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. ÝMISLEGT Brúðukörfur Brúðukarfa er góð jólagjöf. Unnin af blindum. Opið í dag kl. 12.00-18.00 og laugardag kl. 12.00-18.00. Blindravinnustofan - körfugerð, Hamrahlíð 17, Reykjavík, sími 91-82250. Styrkurtil náms/rannsókna Kvenstúdentafélag íslands og Félag íslenskra háskólakvenna bjóða fram styrk til náms eða rannsókna fyrir vormisseri 1991. Umsóknir, ásamt upplýsingum um ferli og stöðu náms/rannsókna, svo og vottorðum og meðxnælum, skulu berast félaginu í póst- hólf327, 121 Reykjavík, fyrir 15. janúar 1991. BÁTAR — SKIP Útgerðarmenn - skipstjórar Óskum eftir síldarbát í viðskipti í janúar nk. Upplýsingar í síma 97-51444. Pólarsíld hf., Fáskrúðsfirði. . ► Til sölu einbýlishús í Andakílshreppi, Borgarfirði Bærlll Kauptilboð óskast í húseignina Bæ III, Anda- kílshreppi, Borgarfirði, samtals 789 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 15.837.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Auði Þorbjörnsdóttur, Bæ, Andakílshreppi, (sími 93-51232). Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofan- greindum aðila og á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þann 11. janúar 1991. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7, 105 REYKJAVIK NAUÐUNGARUPPBOÐ \ Nauðungaruppboð - lausafé Föstudaginn 28. desember 1990, kl. 15.00, verður haldið opinbert uppboð á eftirtöldu lausafé í eigu isbors hf.: Flatvagni með borstöngum, viðgerðarvagni, kaffiskúr, 8 stk. af 14“ rörum, 25 stk. af 9'h“ rörum. Uppboðið fer fram á Eyrarvegi 53, Selfossi, að kröfu Jakobs J. Havsteen hdl. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki téknar til greina, nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn i Árnessýslu, 20. desember 1990. Aðalfundur Sleipnis, FUS, Neskaupstað Aðalfundur verður haldinn í safnaðarheimil inu laugardaginn 22. des. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Hrafnkell A. Jóns son. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið. m Jólaknall ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu Félög ungra sjálfstæðismanna á höfðuðborgarsvæðinu, Heimdallur í Reykjavik, Baldur á Seltjarnarnesi, Týr í Kópavogi, Huginn í Garðabæ, Stefnir í Hafnarfirði og Vilji i Mosfellsbæ, efna til sameigin- legst jólaknalls í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík, föstu- daginn 21. desember. Kl. 21.00 halda félögin sameiginlegan stjórnar- fund, en teitið hefst kl. 21.30. Boðið verður upp á létta tónlist og Ijúfar veitingar. Allir velkomnir. Heimdallur, Baldur, Týr, Huginn, Stefnir og Vilji. Stjórnin. FÉIAGSLÍF NÝ-UNG KFUM & KFUK Helgistund í Hallgrímskirkju laugardaginn 22. desember kl. 20.30. Fólk á öllum aldri er vel- komið. KSF, KSS, NÝUNG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.