Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 46

Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ■ OPINBER FUNDUR verður í bóksölu Pathfinder á Klapp- arstíg 12, 2. hæð, laugardaginn 22. desember kl. 15.30 um stríðshættuna við Persaflóa. Fjallað verður um vígbúnaðinn og máléfni Kóreu. Þar var háð stríð 1950-1953 ffl.dir fána SÞ. Frummælendur verða Gylfi Páll Hersir og Jóhann Björnsson, en hann sótti Kóeru heim 1989 á Heimsþing æskunnar. Fundurinn er öllum opinn. Það eru aðstandendur vikublaðsins Militant sem halda hann. Fundinum lýkur áður en ganga Samtaka herstöðva- andstæðinga og friðarhreyfinganna hefst, kl. 18.00. Að henni lokinni er opið hús í Pathfinder-bóksölunni. (Fréttatilkynning) ■ HEITI POTTURINN gengst fyrir tónleikum unverska kontra- bassaleikarans Ferenc Bokany sem leikur ásamt íslenskum jazzleikur- um á Púlsinum fimmtudaginn 27. desember. Bokany er fæddur 1945, lék í popp- og jazzhljómsveitum í Ungverjalandi á unglingsárunum en fluttist sautján ára gamall til Svíþjóðar. Þar tók hann í auknum mæli að leika klassíska tónlist. Undanfarinn áratug hefur hann búið í Hollandi þar sem hann hefur m.a. leikið með Balletthljómsveit Hollands og Fílharmóníuhljómsveit Hollands. Hann starfar nú sem 1. bassisti við hollensku útvarpshljóm- sveitinni í Hilversum. Undanfarin ár hefur hann h'ka leikið reglulega með ungverska fiðlusnillingnum Tibor Varga. Jafnhliða klassíkinni leikur Bokany jazztónlist og hefur m.a. unnið undir handleiðslu Ray Brown og Dave Holland. Með Bok- any leika hér þeir Sigurður Flosason á alt- og baritónsaxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. (Fréttatilkynning) ■ FJÖL VA ÚTGÁFAN gefur nú út myndskreytta sögu af Dolla Dropa eftir Jónu Axfjörð sem bæði semur textann og mynd- skreytir bókina. í kynningu útgef- anda segir m.a.: „ Dolli Dropi er nokuð þekktur meðal barna vegna þess að hann er stjarna í barnatíma sjónvarpsins. Hann á heima í Skýja- borg á himnum, en í þessu bindi skreppur hann til höfuðborgar ís- lands, Reykjavíkur, og skoðar sig þar um. Hann heimsækur ýmsa fræga staði og lítur inn til barna í skólum og á dagheimilum." Reykjavíkurbók Dolla Dropa er 32 bls. í stóru broti. Filmugerð annað- ist Prentmyndastofan en prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi. ATVIN N UA UGL YSINGAR Bessastaðahreppur auglýsir Fóstrur og/eða starfsfólk vantar á leikskól- ann Krakkakot í Bessastaðahreppi. Umsóknum á að skila fyrir 15. janúar nk. Upplýsingar um starfið er svarað af forstöðu- konu í síma 651388. Leikskóli Bessastaðahrepps. Tæknifræðingur Rafmagnstæknifræðingur á sjálfvirknilínu óskar eftir starfi frá og með 1.1. 1991. Hef eftirfarandi fagbréf: Sveinsbréf í rafvélavirkj- un, rafiðnfræði og b-löggilding. Upplýsingar í síma 91-687245. Vesturbær Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í Odda- götu, Aragötu, Neshaga, Ægisíðu frá 80-98 og Hofsvallagötu 55-62. Ennfremur vantar blaðbera í Skerjafjörð, norðan flugvallar. Hressandi morguntrimm sem borgar sig. Upplýsingar eru gefnar í síma 691253. Byggingatækni- fræðingur Stórt byggingafyrirtæki óskar eftir að ráða byggingatæknifræðing til að sjá um útboðs- gögn, útreikning á tilboðum og eftirlit með byggingaframkvæmdum. Upplýsingar um menntun, fyrri störf o.fl. óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. desember nk. merktar: „B - 12581“. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir verk- fræðingi eða tæknifræðingi til starfa við verkáætlanir. Leitað er að rafmagnsverkfræð- ingi eða tæknifræðingi af sterkstraumssviði. Rafmagnsveitan býður upp á góða vinnuað- stöðu og m.a. aðgang að fullkomnu tölvukerfi. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri eða deildarstjóri verkáætlana í síma 604600. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, 5. hæð fyrir 10. janúar nk. >A UGL YSINGAR FUNDIR - MANNFA GNAÐUR TILBOÐ - ÚTBOÐ FÉLAGSSTARF Byggung, Kópavogi Aðalfundur BSF Byggung, Kópavogi, verður haldinn fimmtudaginn 27. desember kl. 20.30 í Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. ÝMISLEGT Brúðukörfur Brúðukarfa er góð jólagjöf. Unnin af blindum. Opið í dag kl. 12.00-18.00 og laugardag kl. 12.00-18.00. Blindravinnustofan - körfugerð, Hamrahlíð 17, Reykjavík, sími 91-82250. Styrkurtil náms/rannsókna Kvenstúdentafélag íslands og Félag íslenskra háskólakvenna bjóða fram styrk til náms eða rannsókna fyrir vormisseri 1991. Umsóknir, ásamt upplýsingum um ferli og stöðu náms/rannsókna, svo og vottorðum og meðxnælum, skulu berast félaginu í póst- hólf327, 121 Reykjavík, fyrir 15. janúar 1991. BÁTAR — SKIP Útgerðarmenn - skipstjórar Óskum eftir síldarbát í viðskipti í janúar nk. Upplýsingar í síma 97-51444. Pólarsíld hf., Fáskrúðsfirði. . ► Til sölu einbýlishús í Andakílshreppi, Borgarfirði Bærlll Kauptilboð óskast í húseignina Bæ III, Anda- kílshreppi, Borgarfirði, samtals 789 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 15.837.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Auði Þorbjörnsdóttur, Bæ, Andakílshreppi, (sími 93-51232). Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofan- greindum aðila og á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þann 11. janúar 1991. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7, 105 REYKJAVIK NAUÐUNGARUPPBOÐ \ Nauðungaruppboð - lausafé Föstudaginn 28. desember 1990, kl. 15.00, verður haldið opinbert uppboð á eftirtöldu lausafé í eigu isbors hf.: Flatvagni með borstöngum, viðgerðarvagni, kaffiskúr, 8 stk. af 14“ rörum, 25 stk. af 9'h“ rörum. Uppboðið fer fram á Eyrarvegi 53, Selfossi, að kröfu Jakobs J. Havsteen hdl. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki téknar til greina, nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn i Árnessýslu, 20. desember 1990. Aðalfundur Sleipnis, FUS, Neskaupstað Aðalfundur verður haldinn í safnaðarheimil inu laugardaginn 22. des. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Hrafnkell A. Jóns son. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið. m Jólaknall ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu Félög ungra sjálfstæðismanna á höfðuðborgarsvæðinu, Heimdallur í Reykjavik, Baldur á Seltjarnarnesi, Týr í Kópavogi, Huginn í Garðabæ, Stefnir í Hafnarfirði og Vilji i Mosfellsbæ, efna til sameigin- legst jólaknalls í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík, föstu- daginn 21. desember. Kl. 21.00 halda félögin sameiginlegan stjórnar- fund, en teitið hefst kl. 21.30. Boðið verður upp á létta tónlist og Ijúfar veitingar. Allir velkomnir. Heimdallur, Baldur, Týr, Huginn, Stefnir og Vilji. Stjórnin. FÉIAGSLÍF NÝ-UNG KFUM & KFUK Helgistund í Hallgrímskirkju laugardaginn 22. desember kl. 20.30. Fólk á öllum aldri er vel- komið. KSF, KSS, NÝUNG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.