Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 56
5&
MORGUNBIÍAÐIÐ FÖSTXHIKAGIirRri^ÍjÍ)BSEMBERJ1990r.
Minning:
Helga Jónsdóttir
Fædd 18. mars 1920
Dáin 14. d'esember 1990
Allt kemur og fer, ekkert stendur
í stað, líf vaknar og líf hverfur og
þó verður ekkert að engu.
Fyrir örfáum dögum sátum við
Helga við sama borð og hlýddum á
Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu
ræða um trúmál, við ræddum af-
stöðu okkar er við bjuggumst til
brottfarar og vorum sammála um
gildi trúarinnar. Ég kyssti hana á
kinnina og sagði „Þú kemur í heim-
Sókn“. „Já endilega," svaraði hún.
„Sjáumst," og ég gekk á braut.
Fregnin um andlát Helgu kom mjög
á óvart. Fullfrísk og dáin eftir and-
artak.
Helga Jónsdóttir fæddist að
Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyja-
firði. Foreldrar hennar voru Jón
trésmiður og orgelleikari þar, f. 28.
desember 1884, d. 25. nóvember
1923, Eggertsson bónda á sama
stað Davíðssonar og kona hans
María Þorgerður, f. 18. maí 1893,
d. 3. ágúst 1971, Sigurðardóttir
bónda á Dagverðareyri í Glæsibæj-
arhreppi, Oddssonar.
Helga ólst upp með móður sinni
og föðurforeldrum á Möðruvöllum.
Hún varð stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1940 og þau ár
sem hún stundaði nám í mennta-
skóla bjuggu þær mæðgur að Odda-
götu 1, eða í húsi Kristjáns Sigurðs-
sonar kennara, en hann var bróðir
Maríu, móður Helgu, og kona hans,
Sesselja, var systir Jóns föður henn-
ar. Börn þeirra hjóna voru því svo
gott sem systkini Helgu enda fór
vel á með þessu frændfólki. Elsta
barn þeirra Kristjáns og Sesselju
er Gunnar sem býr að Dagverðar-
éyri, kvæntur Fjólu Pálsdóttur,
næst Rannveig húsmæðrakennari,
sem giftist Peter Hallberg, þeim er
mest og best þýddi bækur Halldórs
Laxness á sænska tungu. Þá var
Kristín efnaverkfræðingur er giftist
Peter Hallberg eftir lát systur
sinnar og síðan var Eggert héraðs-
dómslögmaður sem var kvæntur
Björgu Valgeirsdóttur og síðast
Guðrún Hulda, húsmóðir í
Reykjavík, sem var gift Sigurði
Ingólfssyni.
I þessum hópi var Helga öll árin
í Menntaskólanum á Akureyri. Ég
sem rifja þetta upp var svo lánsöm
að dvelja með þessari fjölskyldu
einn vetur. Þetta var skemmtilegt
fólk, vandað greint og góðviljað.
Ekki hefur mér líkað betur við ann-
að fólk mér óskylt.
Nú eru þau flest horfin yfir móð-
una miklu og flest þeirra langt um
aldur fram. Ég minnist nú jólanna
með þessu fólki, hátíð og gleði. Við
gengum út að Dagverðareyri og
gistum þar í góðu yfirlæti, gengum
síðan til baka inn að Akureyri, ungt
fólk með óráðna framtíð í fangið,
glöð og áhyggjulaus.
Helga nam heimspeki í Háskóla
íslands, einnig tók hún BA-próf í
íslensku, hún var í Kennaraskólan-
um og iærði á hljóðfæri, þar kynnt-
ist hún eiginmani sínum og 30.
október 1943 giftist hún Guðmundi
Eggert Matthíassyni, f. 26. febrúar
1909, d. 17. júlí 1982, prests í
Grímsey Eggertssonar Jochums-
sonar frá Skógum í Þorskafirði og
var Eggert afi Guðmundar bróðir
séra Matthíasar Jochumssonar
skálds, móðir Guðmundar var
Mundína Guðný Guðmundsdóttir
ættuð úr Þingeyjarsýslu.
Guðmundur eiginmaður Helgu
var hámenntaður tónlistarmaður.
Persóna hans bar í ríkum mæli með
sér mýkt og fágun hins sanna lista-
manns. Guðmundur var mikill og
góður tónlistarkennari og organisti
við Kópavogskirkju.
María móðir Helgu flutti til þeirra
hjóna er þau stofnuðu heimili og
bjó hjá þeim til endadægurs. Hún
sá um heimilishaldið, gætti bama
og var sívinnandi og ómetanleg.
Helga vann lengi í blóðbankanum
og síðar á Kópavogshæli við skrif-
stofustörf. Öll störf sem Helga vann
voru unnin af alúð og samvisku-
semi.
Þau hjón Helga og Guðmundur
bjuggu lengst af við Digranesveg í
Kópavogi, um árabil fóru söngæf-
ingar kirkjukórsins fram á heimili
þeirra. Var jafnan kaffi á borðum
og sjálf söng Helga með kómum
en hún hafði góða söngrödd. Það
má því segja að hún og þau hjón
hafi átt mörg sporin í þágu kirkju-
kórsins.
Böm þeirra hjóna eru fjögur.
María hjúkrunarkona og tónlistar-
kennari, gift Per Bjömdal Jakobsen
í Noregi, búsett í Asker. Guðný
konsertmeistari í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, gift Gunnari Kvaran
sellóleikara. Rannveig félagsráð-
gjafi, gift Hallgrími Axelssyni verk-
fræðingi, og Björg snyrtifræðingur.
Hin síðari árin hefur Helga gætt
barnabama sinna í ríkum mæli og
stutt þannig að velferð barna sinna
eftir bestu getu. Dætur hennar
hafa dvalið tímabundið á heimili
hennar þegar þörf hefur krafið.
Allt hefur verið sjálfsagt þeim til
handa.
Öll er nú þessi gengin tíð, ævi-
skeið fallegrar og vandaðrar konu
er mnnið. Þakklæti þeirra er eftir
lifa og hennar nutu við er mikið.
Guð blessi minninguna.
Emma Hansen
Tengdamóðir mín Helga Jóns-
dóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal
er látin. Hún hvarf héðan af jörðu
skyndilega um hádegisbil föstudag-
inn 14. þ.m. en þann sama morgun
hafði ég rætt við hana í síma.
Hún ætlaði sér í bæjarferð
ýmissa erindagerða þennan dag, en
fór ekki þá ferð heldur í það mikla
ferðalag sem bíður okkar allra er
hér á jörðinni dveljum um stundar-
sakir.
Þessum örfáum minningarorðum
er ekki ætlað að rekja skilmerkilega
æviferil og ættir Helgu Jónsdóttur,
en mér er ljúft og kært að minnast
hennar sem manneskju og góðrar
vinkonu.
Ég tók fyrst eftir Helgu mörgum
árum áður en ég kynntist henni
persónulega. Hún var þá á tónleik-
um með manni sínum Guðmundi
Matthíassyni organleikara og kenn-
ara, og mér var starsýnt á þessa
konu. Hún var glæsilega búin og
fríð sýnum, en það sem ég tók
mest og best eftir voru sérstaklega
Hjónaminning:
Unnur Björnsdóttir
Krisiján Sigurðsson
Unnur
Fædd 1. september 1900
Dáin 14. desember 1990
Kristján
Fæddur 11. mars 1896
Dáinn 3. nóvember 1966
Þeim fækkar nú óðum sem fædd-
ir eru á Iiðinni öld. Nýlátin er kona,
sem fæddist á síðasta ári hinnar
nítjándu aldar. Níræð varð hún í
haust er leið og var þess þá minnst
að viðstöddum mörgum gestum í
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr-
aðra í Kópavogi, þar sem hin aldr-
aða kona átti heima síðustu mánuð-
ina sem hún dvaldi á meðal okkar
hét á þessari jörð. Þá var hún orð-
in lotleg og sáu allir viðstaddir, að
endalokanna gat orðið skammt að
bíða. Sú varð og raunin.
Unnur Björnsdóttir, sem hér er
minnst, fæddist á Gilsstöðum í
Vatnsdal hinn 1. dag september-
mánaðar árið 1900. Voru foreldrar
hennar hjónin Bjöm Sigurður Áma-
son, Benjamínssonar bónda í
Grundarkoti í Undirfellssókn í
Vatnsdal, og Sólveig Benediktsdótt-
ir, Jónssonar bónda í Grísatungu í
Hjarðarholtssókn. Jón var frá Bala-
skarði á Laxárdal fremri. Fluttist
hann suður fyrir heiði, líkt og marg-
ir á harðindatímabilinu seint á lið-
inni öld.
Björn og Sólveig fluttust út á
Skaga, að Kálfshamarsvík, á ný-
býli þar eða þurrabúð. Kálfsham-
arsvík var þá í uppgangi sem ver-
stöð. Um tíu ára aldur fer Unnur
í fóstur til hjónanna á Ásbúðum á
Skaga, þeirra Ásmundar Árnasonar
og Steinunnar Sveinsdóttur. Þar
vann hún fyrir sér og dvaldi þarna
til þess tíma, að hún fyllti 18. árið.
Hjón þessi reyndust Unni mjög vel.
Bar hún þeim vel söguna upp frá
því. Unnur sækir um skólavist í
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Námsdvölin varð Unni til mikilla
nytja, bæði á verklegu og andlegu
sviði. Þarna var aðeins um eins
vetrar nám að ræða.
Upp úr skólavistinni á Blönduósi
kynntist Unnur ungum bóndasyni
af Laxárdal fremri, Kristjáni Sig-
urðssyni í Hvammi Semingssonar
og Elísabetar Jónsdóttur konu hans.
Bóndasonurinn sem Unnur hafði
valið sem ævifélaga útskrifaðist
sem búfræðingur frá Hólaskóla vor-
ið 1918. Þetta var góð menntun
fyrir verðandi bændur og gerði þá
víðsýnni um leið í andlegum efnum.
Kristján hafði yndi af bókum. Á
æskuheimili hans voru ljóð í háveg-
um höfð og þar var mikið kveðið á
kvöldvökum. Kristján var hagmælt-
ur ágætlega. Því til vitnis er kvæð-
ið Skammdegi, sem hann orti
fannaveturinn minnisstæða árið
1920. Þá var svo sannarlega fann-
armoli á Laxárdal. Þarna segir
Kristján þetta m.a.:
Harðnar að með hríðarbylji.
Hvort er þetta Drottins vilji,
að fónnin svona sveitir hylji
svo ei hafi fugl í nef,
byrgt er allt á bökkum sef,
yfir lægðir, ása og rinda,
upp á hæstu ijallatinda,
allt er fanna vafið vef.
Unnur og Kristján giftu sig á
þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17.
maí 1923. Hófu þau búskap í
Hvammi með Sigurði Semingssyni
og dætrum hans tveimur. En þar
sem bújörðin Hvammur var ekki tii
skiptanna, fluttust ungu hjónin með
son á fyrsta árinu utar í dalinn, að
Refsstöðum, vorið 1924. Bjuggu
þau þar ásamt öðrum ungum hjón-
um, Sveini Hannessyni frá Elivog-
um og Elínu Guðmundsdóttur, sem
einnig áttu þá son á fyrsta árinu —
þann er þetta ritar. Fardagaárið
næsta bjuggu þau svo þarna. Af
samtali við Unni komst ég að því
að samvinna og sambúð þessara
tveggja hjóna hafi verið með mesta
sóma. Björn Aðils (fæddur 15. febr-
úar 1924), sonur þeirra, naut
ástríkis föður míns á borð við son-
inn. Sat h'ann oft með okkur snáð-
ana, sinn á hvoru hné. Sama mun
Kristján hafa gert. Húsnæði á Refs-
stöðum var þröngt fyrir tvenn hjón,
en þröngt mega sáttir sitja, stendur
einhvers staðar. Var gaman að
heyra Unni lýsa þessum tíma, sem
orðinn var það langt að baki. Unn-
ur mun vera síðasta manneskjan
sem man mig barn í vöggu. Vorið
1925 fluttust Unnur og Kristján
að Litla-Vatnsskarði, næsta bæ íyr-
ir framan Refsstaði. (Sama vor
fluttust Sveinn og Elín frá þessari
ágætu jörð að koti einu utar í daln-
um, en Sneis heitir. Bjuggu þau þar
næstu níu árin. En þar er önnur
saga.)
Á Litla-Vatnsskarði var dvölin
aðeins árið, enda um rýrðarkot að
ræða. Árið eftir (1926) flytjast þau
að Hvammi. Bjuggu þau þar fyrst
um sinn ásamt Sigurði föður Krist-
jáns, sem farinn var að kenna
þreytu eftir langan og strangan
vinnudag (fæddur 1867). Búa þau
þarna allt til ársins 1939. Einkennd-
ist búskapur þeirra af snyrti-
mennsku. Unnur var nýtin húsmóð-
ir og Kristján hélt öllu í góðu horfi,
líkt og faðir hans hafði gert. Lund-
arfar þeirra hjóna var að vísu nokk-
uð ólíkt. Hún opinská og glaðlynd,
hann dulari miklu. Mér er í barns-
minni heimsókn ein um sumar að
Hvammi, er ég var barn. Móðir
okkar hélt með okkur systkinin á
hestbaki að Hvammi. Og mikið var
hún Unnur elskuleg og tók okkur
opnum örmum. Auðséð var að
þama hittuSt gamlar vinkonur.
Bærinn í Hvammi var reisulegur.
Stofuþilin tvö buðu mann velkominn
í bæinn; reisn varyfir bænum þeim.
Frá Hvammi var síðan flutt að
Háagerði á Skagaströnd, en 1944
að húsinu Þórshamri í Skagastrand-
arkauptúni. Kristján starfaði hjá
kaupfélaginu á Skagaströnd sem
pakkhúsmaður, en síðustu árin sem
skrifstofumaður. Hann lést úr
hjartasjúkdómi 3. nóvember 1966,
slétt sjötugur að aldri. Fluttist Unn-
ur þá suður í Kópavog til Björns
sonar síns og tengdadóttur. Hún
bjó með Aðalsteini Andréssyni frá
Mánaskál í tólf ár, frá árinu 1974
til 1986. Þá fluttist hún að nýju til
sonarins og tengdadótturinnar, að
Bræðratungu 19. Þau Unnur og
Aðalsteinn áttu saman nokkur ágæt
ár. Á þessu ári var heilsu og þreki
Unnar það mjög tekíð að hnigna,
að hún fékk inni í hjúkrunarheimil-
inu í Kópavogi, sem fyrr er getið í
grein’þessari. Þar var vel um hana
hugsað. Hún var þakklát starfsfólk-
inu, sem reyndi að láta henni líða
eins vel og tök voru á. Nokkrum
sinnum leit ég til Unnar á þessum
stað, en oftar á hinu vistlega heim-
ili sonar hennar og tengdadóttur.
Hún mundi vel liðinn tíma og naut
þess að segja öðrum frá honum.
Unnur andaðist í svefni um há-
degisbil föstudaginn 14. desember
1990, í Sunnuhlíð.
fögur augu hennar. Þau voru djúp
og stór með sérkennilega fagurri
grængulri slikju.
Einhversstaðar stendur að augu
manneskjunnar séu spegill sálar
hennar og ég tel að mikill sannleik-
ur sé í þessu fólginn. Helga hafði
næman fegurðarsmekk, hafði yndi
af góðri tónlist og söng töluvert á
yngri árum. Hún var einn af stofn-
endum kirkjukórs Kópavogskirkju
og starfaði við hann óslitið í u.þ.b.
þijátíu ár, frá stofnun hans 1952.
Það hefur vafalaust veitt þeim hjón-
unum Helgu og Guðmundi Matt-
híassyni organleikara, en hann
starfaði við Kópavogskirkju frá
vígslu hennar til dauðadags 1982,
mikla ánægju að geta starfað sam-
an að málefnum kirkjunnar.
Á efri árum tók Helga upp á því
að læra framsögn og upplestur.
Hún sótti tíma hjá föður mínum,
Ævari Kvaran, og sagði hann mér,
að hún hefði verið í hópi sinna bestu
nemenda.
Ég held að ég hafí aldrei kynnst
samviskusamari manneskju en
Helgu. Samviskusemin var svo mik-
il að það olli henni stundum óþarfa
áhyggjum. Hún hafði ríka réttlætis-
kennd og lét álit sitt óhikað i ljos
fyndist henni gengið á rétt sinn eða
annarra.
Helga gekk ekki alltaf heil til
skógar og hafði því mikinn skilning
og samúð með veiku fólki og þeim
sem minna mega sín.
Fjölskyldan var Helgu ætíð mjög
dýrmæt og hún lét sér ævinlega
annt um hana. Hún eignaðist íjórar
dætur með manni sínum Guðmundi
Matthíassyni. Helga reyndist mér
og fjölskyldu minni sérstaklega vel,
ætið boðin og búin að taka að sér
dóttur okkar Karól, jafnvel vikum
saman, ef við vorum á ferðalögum.
Helga var mjög andlega hugs-
andi kona og víðlesin í bókmenntum
andlegrar ættar. Það var því mjög
ánægjulegt að spjalla við hana um
eilífðarmálin. Hún gleypti ekki við
hveiju sem var úr þeirri átt, fór
Börn eignuðust þau Unnur og
Kristján tvö, en þau eru: Bjöm
Aðils, múrarameistari, sem fyrr er
getið, kvæntur Lovísu Hannesdótt-
ur frá Hvammi í Laxárdal í Skaga-
fjarðarsýslu. Börn þeirra em fimm,
en barnabömin 9 að tölu. Elísabet
fædd 1925, gift Gunnari Helga-
syni, vömbifreiðarstjóra á Skaga-
strönd. Böm þeirra em þijú og
bamabömin 8 að tölu. Þau hjón sem
hér hefur verið minnst, skiluðu góðu
ævistarfi. Niðjarnir sjá um að
ávaxta arfinn dýrasta, mannfólkið
sjálft, sem erfa mun í fyllingu
tímans þetta ágæta land, sem við
byggjum.
Mikil birta er í huga mínum yfir
minningu Unnar sálugu. Maður
hennar, þótt löngu sé horfínn frá
okkur, lifir í minningunni sem hinn
farsæli iðjumaður, er ætíð hugsaði
fyrst og fremst um að gera skyldu
sína og standa við orð sín.
í dag verður Unnur frá Hvammi
lögð til hinstu hvíldar í Spákonu-
fellskirkjugarði á Skagaströnd við
hlið síns ágæta eiginmanns.
Blessuð sé minning hennar og
þeirra beggja.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.