Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 62
d 62 öeer íiaaMaeaa .12 auoAauTgöa GiGAjaMuaaoM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 fclk f fréttum SPIL Minna undir heppni komið en meira undir hyggjuviti KVIKMYNDIR Kynþokki Geres tefur kvikmyndaupptökur Það vakti almenna athygli í kvikmyndaborginni Holly wood, að leikarinn og hjartaknús- arinn Richard Gere skyldi ekki vinda sér úr einu stórvirkinu í annað eftir velgengnina með myndina Pretty Woman þar sem . hann lék á móti Júlíu Roberts.- Þóttu þau bæði fara á kostum og hafa vinsældir myndarinnar verið feiknalegar.1 Allir vissu að Gere hefði verið ráðinn til aðalhlut- verksins í kvikmyndinni „Final analasys", en einhverra hluta vegna tafðist verulega að hefja upptökur. Nú liggur skýringin fyrir. Þannig er mál vexti, að myndin hefur verið leikstjóralaus. Fyrst átti Harold Becker að leikstýra. Becker stýrði síðast „Sea of love“ með þeim A1 Pacino og Ellen Barkin og þótti líklegur til afreka í „Final analasys" þar sem um spennumynd er einnig að ræða. Aðalkarlhlutverkið í myndinni er hlutverk sálfræðings sem fellur fyrir systur eins af sjúklingum hans og alls konar uppákomum sem af því sambandi hljótast. Becker sá fyrir sér „venjulega útlítandi" mann í hlutverkið, ekki kyntröll á borð við Gere og er ljóst Richard Gere ... of sætur. var að framleiðendur myndarinn- ar vildu hafa Gere í hlutverkinu sagði Becker starfi sínu lausu. Þá var John Boorman ráðinn, sá gamalreyndi leikstjóri. Ekki hafði hann lengi haft starfann með höndum er þeim Gere lenti saman. Voru þeir á öndverðum meiði um ýmislegt í myndinni og er ekki tókst að bera klæði á vopn- in hætti Boorman einnig. Frétta- fulltrúi Warner Bros, sem er framleiðandi myndarinnar sagði nýverið að enginn skortur væri á hæfum leikstjórum og fljótlega yrði nýr maður ráðinn og stefnt er að því að upptökur myndarinn- ar heflist í mars á næsta ári. V/SA Dags. 21.12 1990 NR. 195 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 4548 9000 0021 2540 4548 9000 0027 9424 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND Díana var hin glæsilegasta. Það vantaði ekki að Dí var tekið með kostum og kynjum af gestgjöf- um og ríkisyfirvöldum svo og öllum þeim sem málið snerti. Og Díana var glæsileg að vanda. En margt af fína fólkinu í Washington lét ekki sjá sig. Aðeins 260 sæti seld- ust og safnaðist því minna fé en efni stóðu til. Það var mál manna, að miðaverðið hefði verið allt of hátt. „Gersamlega fáránlegt," sagði dálkahöfundur í dagblaðinu The Washingtonian og bætti við að 1.500 dollarar hefðu þótt hrikalegt verð, hvað þá meira. „Þeir sem verð- lögðu sætin þekkja víst lítið til Washingtonbúa," bætti umræddur dálkahöfundur við. Þrátt fyrir mannfæð fór veislan hið besta fram og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega. Þetta var stuttur stans hjá Dí, en hún náði þó að heimsækjá eyðniheimilið um- rædda og ræddi þar lengi við börn- in. Leyfði einni lítilli stelpu sem gekk undir nafninu Díana prinsessa meira að segja að sitja í Rollsinsum nokkra stund. Dí hitti einnig Barb- öru Bush forsetafrú og áttu þær langan fund þar sem umræðuefnið var einkum eyðniplágan sem herjar á heimsbyggðina. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Samkvæmisskör í úrvali frá PETER KAISER Domus Medica, sími 18519 Kringlunni 8-12, sími 689212 Björn Snædal heitir ungur Akur- eyringur sem ráðist hefur á eigin spýtur í óvenjúlegt og frum- legt verkefni. Á þrettándanum á þessu ári fékk hann hugmynd að spili sem bæði gekk út á að sigra náungann á sama tíma og framtíð manns var tryggð, jafnframt því að veita spilendum ákveðna innsýn inn í heim sem fyrir marga er einn allsheijar frumskógur sem best er að standa fyrir utan. Nú, tæpu ári seinna, er spilið fullgert, Verðbréfa- spilið heitir það og hefur vakið mikla athygli. Morgunblaðið ræddi aðeins við Bjöm og spurði um eðli spilsins. „í Verðbréfaspilinu fá leikmenn það verkefni að ávaxta ákveðinn höfuðstól sem þeim er úthlutað í upphafi, eins mikið og kostur er. Þeir ávaxta þennan höfuðstól með kaupum og sölum á verðbréfum í fyrirtækjum. Einnig bjóðast aðrir ávöxtunarmöguleikar eins og sjóðs- bréf, Spariskírteini Ríkissjóðs, Gull- bók og fleira. Þess má geta, að þau fyrirtæki sem nefnd eru í spilinu eru til og eru styrktaraðilar að út- gáfu spilsins. Seinni part spilsins beijast menn síðan um yfirráð í fyrirtækjum uns að lokum einn hirðir allt og stendur uppi sem stjórnarformaður íslands. Spilið er þannig gætt talsverðum veru- leikablæ án þess þó að teljast flók- ið, en tveir til sex geta spilað, allt ofan í 10 ára krakkar," segir Björn. Hann bætir við til nánari útskýring- ar, að ef menn ráði við spilið Matad- or þá ráði þeir við Verðbréfaspilið. Þau séu bæði peningaspil, en í Verð- bréfaspilinu er minna undir heppni keppenda komið og rneira undir hyggjuviti og skjótri hugsun. SÖFNUN Hálfmislukkuð söfn- un Díönu fyrir eyðnisjúka Díana Bretaprinsessa hélt í vest- urvíking fyrir nokkru, nánar tiltekið til Washington, með það markmið að afla fjár fyrir ýmsa þurfandi hópa, svo sem Ijárvana balletthópa í Lundúnum og Wash- ington svo ekki sé minnst á heimili í Washington fyrir börn sem sýkst hafa af eyðni og eiga hvergi höfði að halla. Valinn var glæsilegasti veislusalurinn í Washington og selt í 500 gullbrydduð sæti. Plássið skyldi kosta 2.500 doliara, en 3.500 dollara ef í pakkanum væri að heilsa Díönu með handabandi. Dí hafði gilda ástæðu til að ætla að allt gengi að óskum, enda hafði hún haldið vestur í svipuðum erinda- gjörðum bæði 1985 og 1989 og þá höfðu færri komist að en vildu. Björn Snædal Björn segist vera „spilageggjari" og síðan að hugmyndin að spilinu hafi vaknað hafi hann lagt nótt við dag, enda sannfærður um 1 ágæti hugmyndar sinnar. Framan af starfaði með honum Tómas Gunn- arsson, en síðar meir stóð Björn einn að spilinu. Þeir stofnuðu fyrir- Morgunblaðio/Svemr tækið „íslensk spil“ sem gefur spil- ið út, en Penninn sér um dreifing- una. „Þetta hefur reynst vera mjög dýrt fyrirtæki, en ef ekki hefði not- ið við styrktarfyrirtækjanna hefði ekki verið hægt að bjóða spilið á því sanngjarna verði sem raun ber vitni. Þátttöku þeirra má ekki túlka með þeim hætti að þau ætli sér síðar meir í sölu hlutabréfa á almennum markaði, heldur vakir fyrir þeim öllum að hjálpa til að auka skilning almennings með þessari leið, að hlúa beri að fyrirtækjum og sterk fyrirtæki séu undirstaða hagsældar í landinu," segir Björn að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.