Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 Athugasemd frá Fast- eignamati ríkisins Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fasteignamati ríkisins: „í leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag var fjallað um hækkun fasteignamats frá síðasta ári. Þar eð sú umij'öllun gaf villandi mynd af því, hvaða forsendur liggja að baki fasteignamatinu, þykir rétt að koma á framfæri við lesendur blaðs- ins hveijar þær eru. Lög um skráningu og mat fast- eigna nr. 94/1976 kveða á um hvernig fasteignamat skuli ákvarð- að. Skv. 17. og 26. gr. laganna skal fasteignamat það, sem útgefið er 1. desember ár hvert, vera gang- verð fasteigna, umreiknað til stað- greiðslu í nóvember á sama, ári. Til þess að ná þessu markmiði safnar Fasteignamat ríkisins kaupsammningum um fasteignir og vinnur úr þeim upplýsingar, sem ákvörðun Yfirfasteignamatsnefnd- ar um framreikning ár hvert bygg- ist á. Fasteignamatið byggir því ekki á vísitölum, heldur eru mark- aðsathuganir grundvöllur þess. ■ Þegar framreikningur matsins er ákveðinn í nóvember ár hvert liggja markaðsathuganir ekki fyrir lengra en fram til 3. ársfjórðungs (ágúst). Áætla verður því þær verð- breytingar, sem verða á fasteigna- markaðnum fram til nóvember. Á síðasta ári reyndist þessi áætlun allnokkru of lág. Til þess að uppfylla það lagaskil- yrði, að fasteignamatið skuli vera staðgreiðsluverð í nóvembermánuði þurfti því nú að hækka matið um- fram þær verðhækkanir, sem höfðu orðið yfir árið. Ef vel hefði átt að vera, hefði hin almenna hækkun í íbúðarhúsnæðinu þurft að vera 15%, en varfærnissjónarmið réðu því, að hækkunin var ákveðin 12%. Þess er líka að geta í þessu sam- bandi að Fasteignamat ríkisins fær nú í íbúðarhúsnæðinu fleíri mats- kærur til hækkunar á mati en lækk- unar. Nokkrir stórir lífeyrissjóðir hafa ákveðið að nota fasteignamat- ið með veðhæfnisviðmiðun við lán- veitingar. Kröfur til þess að fram- lagt fasteignamat sé sem næst réttu lagi hafa því aukist verulega frá því sem var. Skattlagning sveitarfélaga og ríkis á fasteignir þarf ekki að fylgja hækkunum fasteignamats. í þeirra höndum er að ákveða álagningar- prósentu á matið, sveitarfélaganna skv. lögum um tekjustofna sveitar- félaga og Alþingis, við afgreiðslu fjárlaga. Það er því á þeirra valdi að ákveða hvort þjóðarsátt verði fylgt eða ekki í þessu máli. Virðingarfyllst Magnús Ólafsson for stjóri, Aths. ritstj.: í forustugrein Morgunblaðsins var ekki fjallað um með hvaða hætti Fasteignamat ríkisins ákvarð- ar 12% hækkun matsins. Þar var aftur á móti borin saman 12% hækkun við 6,1% hækkun launavísi- tölu á þessu ári. Skattþyngingunni sem felst í þessum mismun var mótmælt. Það er að sjálfsögðu rétt hjá Fasteignamati ríkisins, að skatt- lagning ríkis og sveitarfélaga á fasteignir þarf ekki að fylgja þess- ari 12% hækkun. En ríki og sveitar- félög þurfa að lækka álagningar- prósentuna þannig að hækkun fast- eignamats hafi ekki áhrif umfram 6,1% hækkun launavísitölu. Annað er skattþynging og ekki í samræmi við markmið þjóðarsáttar. IÍDÓ L œ k j a r g_a t a 2 Hijómsveit D.B.D. leiknr fyrir dansi Miðaverð kr. 500,- Borðapantanir ísíma 26655 Húsið opnar kl. 22 Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Bæjarbúar dönsuðu í kringum jólatréð á Þingeyri. Kveikt á jólatrénu á Þingeyri Þingeyri. ÞAÐ er orðinn árviss viðburður dönsuðu kringum jólatréð eftir að að kveikt er á jólatrénu fyrir Jónas Ólafsson sveitarstjóri hafði framan Sparisjóðinu á Þingeyri kveikt á ljósunum. Og auðvitað birt- u.þ.b. 13 dögum fyrir jól. ust jólasveinarnir, sem koma árlega alla leið ofan af Glámu til að geta Foreldrar og börn komu saman tekið þátt í gleði bæjarbúa. einn góðviðrisdaginn og sungu og - Gunnar Eiríkur Sauðárkrókur: Góður gestur í skammdeginu Sauðárkróki. ^ SAUÐKRÆKINGAR og Skag- firðingar fengu góðan gest, þeg- ar Anna Málfríður Sigurðardótt- ir pínaóleikari kom og hélt tón- leika í sal Tónlistarskólans á Sauðárkróki og í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð nú fyrir skemmstu. Á efnisskrá tónleikanna á Sauð- árkróki voru verk eftir Chopin, Beethoven, Liszt, Rakhmaninoff og ýmsa fleiri öndvegishöfunda. Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og þökkuðu áheyrendur listakon- unni vel og innilega í lok þeirra. - BB. Anna Málfríður Sigurðar- dóttir píanóleikari. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Mannakorn 6: Samferða EIN SÚ BESTA Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Það er alkunna að Magnús Ei- ríksson hefur lengi verið talinn í hópi bestu dægurlagahöfunda þessa lands. Og sú náðargáfa hefur ekki yfirgefið hann ef tekið er mið af nýjustu plötu Manna- korna, sem er ein sú besta sem sveitin hefur sent frá sér og eru þær þó margar góðar. Magnús og Pálmi Gunnarsson hafa á undanförnum árum sent frá sér sex hljómplötur undir nafni Mann- akorna, og á þessum plötum hafa þeir skapað sígilda dægurtónlist með lögum, sem mörg eru orðin ódauðleg meðal almennings. Á nýju plötunni eru nokkur sem lík- leg eru til að bætast í þann hóp. Platan hefst á tveimur meist- arastykkjum, titillaginu „Sam- ferða“ og „Óralangt í burtu“, sem bæði eru í hópi þeirra bestu sem Magnús hefur samið. Einkum þykir mér fyrrnefnda lagið áhrif- amikið, enda hjálpast þar að góð- ur texti og gullfalleg melódía. Pálmi syngur lagið af mikilli inn- lifun og í því má heyra firna góð- an trommu- og slagverksleik Gunnlaugs Briem, ásamt með fal- legum gítarleik Tryggva Hbner. Raunar finnst mér frammistaða Gunnlaugs á allri þessari plötu kapítuli út af fyrir sig og eitt af aðalsmerkjum hennar er að mín- um dómi áberandi góður trommu- og slagverksleikur, þar sem sam- an fer tækni, góður tónn og gott samspil við bassa Pálma Gunnars- sonar. Síðarnefnda lagið er eitt af þessum dæmigerðu lögum Magnúsar, sem líklega á eftir að hreiðra um sig í digru „smella- safni" hans um ókomin ár. Ellen Kristjánsdóttir aðstoðar Pálma í söngnum og gerir það með mikl- um „sjarma“ þótt ekki sé röddin kröftug. Síðan kemur hvert lagið af öðru, flest mjög góð og ekkert slakt að mínum dómi. Að vísu fær Magnús „lánaðar" nokkrar linur í laginu „Sé ekki eftir neinu“ úr lagi Paul McCartney „Ballroom Dancing“, en annað eins hefur nú gerst. Bubbi Morthens syngur blúslagið „Haltu mér fast“ með miklum átökum eins og honum einum er lagið undir urrandi Hammondorgeli Karls Sighvats- sonar og í næsta lagi „Silfur- stjarnan" má meðal annars heyra harmonikkuleik Guðmundar Ing- ólfssonar, svo nefnd séu dæmi um ijölbreytnina á þessari plötu. Þannig mætti rekja sig í gegnum öll lögin á plötunni, en ég læt les- endum eftir að hlusta sjálfa og sannfærast. Platan endar á sér- kennilegu lagi „Nillabar“, sem mér finnst að mörgu leyti eitt skemmtilegasta lagið. Textinn er mergjaður og Pálmi syngur hann af mikilli sannfæringu. í þessu lagi má líka heyra skemmtilegar píanófléttur Eyþórs GunnarsÁonar en frammistaða hans á þessari plötu í heild er með miklum ágæt- um, sem og annarra er við sögu koma. Eftir að hafa hlustað á þessa plötu hefur álit mitt á Magnúsi Eiríkssyni sem listamanni aukist til muna. Tónsmiðar hans eru sí- gildar, óháðar tíma og hafnar yfir tískusveiflur. Og hann er ekki aðeins góður lagasmiður heldur semur hann einnig prýðilega texta, sem setja sterkan svip á lögin. Þessi plata er ekki einungis í hópi hinna bestu sem Manna- korn hafa sent frá sér heldur einn- ig í hópi þeirra bestu sem út komu fyrir þessi jól. TÓNL E/KA R Á HÓTEL BORB i KVÖLD KL. 22 Björk Guömundsdo » og tríóGuömundaHng fVliöaverö kr. 1 IllVINIR iinimnlni m Laugavegi 45 - s. 21255 Föstud. og laugard.: SNIGLABANDID Þorláksmessa: ÍSLANDSVINIR Annar íjólum: JÖTUNUXAR 28. og 29. des.: NÝUÖNSK Gamlárskvöld: ÍSLANDSVIHIR og fl. Gledilegjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.