Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR 295. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX LÁGAFELLSKIRKJA í MOSFELLSSVEIT Óttast að valdataka hersins hefjist í EystrasaJtsríkjimum - segir Ramunaz Bogdanas, aðstoðarmaður Landsbergis, í samtali við Morgunblaðið „ÉG óttast að valdataka hersins hefjist í Eystrasaltsríkjunum og ef til vill Georgíu," sagði Ramunaz Bogdanas, aðstoðarmaður Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bogdanas lét þess getið að ráðamenn í Litháen byggjust ekki við því að geta farið í jólafrí að þessu sinni. „Það er ýmislegt sem bend- ir til að eitthvað gerist fyrir áramót. Ég get nefnt sem dæmi um ógnina að núna áðan sá ég herþyrlur fljúga yfir þinghúsið sem hef- ur ekki gerst síðan í mars.“ Vladímír Kríjútskov, yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar KGB, sagði í gær að vegna ógnana utan frá og innan blasti upplausn við Sovétríkjunum. í ræðu á fulltrúaþing- inu sakaði hann leyniþjónustur erlendra ríkja um að grafa undan Sovétríkjunum og sagði að aðskilnaðarsinnar í Eystrasaltsríkjunum og Georgíu hefðu komið sér upp 26.000 manna her. Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens, sem nú er stödd í Tókýó, höfuðborg Japans, hvatti vestrænar ríkisstjórnir til þess í gær að taka harðari afstöðu gagnvart Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, til þess að hamla gegn einræði í Sovétríkjunum, sam- kvæmt frétt fteuters-fréttastofunn- ar. Hún sagði að vestræn ríki ættu að hóta að hætta aðstoð við Sov- étríkin vegna daðurs Gorbatsjovs við harðlínumenn. „Það er fáránlegt af vestrænum ríkjum að styðja Gorbatsjov skilyrðislaust óháð stefnu hans í innanríkismálum.“ Prunskiene sagðist telja að afsögn Edúards Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, væri aðvör- un til heimsbyggðarinnar um að harðlínumenn í kommúnistaflokkn- um og hlutum hersins væru að ná völdum. „Þeir voru í þann mund að bola honum burt og hann ákvað að senda heimsbyggðinni skilaboð." Afsögn Shevardnadze hefur vak- ið ótta í Eystrasaltsríkjunum. Gor- batsjov sagði fyrr í vikunni á full- trúaþinginu í Moskvu að hann myndi e.t.v. lýsa yfir neyðarástandi á „erfiðum svæðum" og er talið að hann hafi átt við Eystrasaltsríkin og Georgíu. Prunskiene sem hafði áformað að snúa heim 29. desemb- er eftir heimsókn til Astralíu sagði að það gæti farið svo að hún þyrfti að hraða heimferð sinni ef Gorba- tsjov léti til skarar skríða. Hún sagði að Shevardnadze hefði verið einarður bandamaður Eystrasalts- þjóðanna. „Sem Georgíumaður skildi hann vonir okkar og það er hann sem hefur komið í veg fyrir að herinn tæki völdin í Eystrasalts- ríkjunum," sagði Prunskiene. „Shevardnadze sagði mér sjálfur að ef einhver vandamál kæmu upp þá skyldi ég tala við hann. Það er lionum að þakka að allt hefur farið friðsamlega fram til þessa.“ Ramunaz Bogdanas sagði að það ylli áhyggjum að fyrir tveimur dög- um hefðu hermenn í hafnarborginni Klaipeda fengið heimild til að leita á óbreyttum borgurum á götu úti, handtaka þá og skjóta ef um mót- þróa yrði að ræða. „Aðferðir Sovét- valdsins minna á kyrkingu, þær vekja minni athygli en ef um skyndilegt valdarán væri að ræða, en leiða til sömu niðurstöðu." Bogd- anas vitnaði í heimildir leyniþjón- ustumanna i Svíþjóð sem yfirmaður sænska heraflans hefði sagt frá í Aftonbladet að herinn myndi taka völdin innan tíðar í Sovétríkjunum. Bogdanas, sem kom hingað í sumar, var spurður um viðbrögð yfirvalda í Litháen við þingsályktun Alþingis um Litháen frá því fyrr í vikunni. „Við höfum ekki heyrt um hana,“ sagði Bogdanas. Hann gerði svo hlé á máli sínu og sagði nokkur orð á móðurmáli sínu við annan mann. Svo kom hann aftur í símann og sagðist hafa spurt Landsbergis forseta landsins hvort hann hefði heyrt um þingsályktunina en svo var ekki. „Landsbergis bíður spenntur eftir að heyra hver yfirlýs- ing Alþingis var,“ sagði Bogdanas. Lech Walesa. Walesa sver embættiseið Varsjá. Reuter. LECH Walesa sór í gær emb- ættiseið sem forseti Póllands. Hann er fyrsti forseti Póllands sem kjörinn er í lýðræðislegum kosningum. Þingmenn risu úr sætum og fögnuðu Walesa innilega þegar hann hafði tekið við embætti. „Á þessari stundu hefst saga þriðja pólska lýðveldisins,“ sagði hann í ávarpi. „Þeim skuggalegu tímum er lokið er yfirvöíd í ríki okkar voru valin undir þrýstingi erlendis frá. í dag stígum við örlagaríkt skref á langri og blóði drifinni leið til sjálf- stæðis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.