Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 8

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 8
g : MORGUkBLAÐIÐ 23. DESEMBER 1990 ^ ____ IITV \ er sunnudagur 23. desember, Þorláksmessa. U'vJf 4. sd. í jólaföstu. 357. dagur ársins 1990. Árdeg isflóð í Reykjavík kl. 10.03 og síðdegisflóð kl. 22.30. Fjara kl. 3.43 og kl. 16.27. Sólarupprás í Rvík kl. 11.22 og sólarlagkl. 15.31. Myrkurkl. 16.50. Sólin er í hádegisstað kl, 13.27 ogtunglið erísuðri ki. 18.19 (Almanak Háskóla íslands). ___________________ Biðjið, og yður mun gefast, leitið ogþér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7,7.) ÁRNAÐ HEILLA GULLBRÚÐKAUP eiga jóladag hjónin frú Hulda Guð- mundsdóttir og Veturliði Veturliðason, Stórholti 9, ísafirði. Þau bjuggu um nær 40 ára skeið á Úlfsá. Þeim varð 8 barna auðið. Barnabörn þeirra eru 26 og barnabarna- börnin eru 7 talsins. Gullbrúðkaup. Jóladag eiga gullbrúðkaup hjónin Sólveig Þ. Sigurðardóttir og Arnþór G. Árnason, Skóla- vegi 29b, Páskrúðsfirði. Gullbrúðkaupsdaginn verða þau á heimili sonar síns Grétars á Túngötu 5 þar í bænum. Gullbrúðkaup. eiga annan dag jóla frú Þórey Jóhanns- dóttir og Guðjón Björnsson frá Gerði í Vest manna- eyjum, Helgafellsbraut 31 þar í bænum. Þau bjuggu á Fáskrúðsfirði til ársins 1958, er þau fluttu til Eyja. Alla tíð hefur hann stundað sjómennsku og rær enn í dag á trill- unni sinni. Þeim varð 5 barna auðið. Gullbrúðkaupshjónin taka á móti gestum á heimili sonar og tengdadóttur á Helga- fellsbraut 31 þar í bænum eftir kl. 15. KROSSGATAN ■ 9 33 13 T H_1Z _ LÓÐRÉTT: — 2 spil, 3 eyða, 4 grasleggirnir, 5 náms- grein, 6 matur, 7 klaufdýrs, 9 matargerð, 10 mega til, 12 færðir úr stað, 13 synjaði, 18 eldstæðis, 20 slá, 21 hvílt, 23 kyrrð, 24 samtök. LARETT: - 1 glys, 5 mergð, 8 ómögulegt, 9 skorar á, 11 skoran, 14 púki, 15 drekki, 16 fantur, 17 gagn, 19 rengir, 21 spil, 22 gramd- ist, 25 munir, 26 reykja, 27 kyrri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 skrum, 5 slota, 8 nefna, 9 ormar, 11 aftra, 14 kóp, 15 urðar, 16 apans, 17 arr, 19 afar, 21 ósið, 22 rúmföst, 25 lúi, 26 mal, 27 aur. LÓÐRÉTT: - 2 ker, 3 una, 4 merkra, 5 snapar, 6 laf, 7 Týr, 9 ofurafl, 10 miðlari, 12 trausta, 13 ansaðir, 18 rófa, 20 rú, 21 ós, 23 MM, 24 öl. Nýyröi í kjölfar erfiöleika með þinghald: II Ráðherraskortur" Forsetar deílda AI- þingis hafa ad undan- förnu mjög kvartad und- an mannfæð í þingsöl- pf um. Margsinnis hefur Við erum tilbúin að hlaupa í skarðið. Við erum alvöru jólasveinar. QAára afmæli. Næstkom- í/U andi fimmtudag, 27. desember, er níræð Kristín Jónsdóttir áður Skólabraut 24, Akranesi, nú til heimilis á dvalarheimilinu Höfða þar í bæ, ásamt eiginmanni sínum Sigurði Jónssyni. O flTára afmæli. í dag, O O Þorláksmessu, á Árni Björnsson tónskáld, Hörgshlíð 10, Rvík, 85 ára afmæli. Á bls. 28 í blaðinu í dag segir blaðamaður frá heimsókn til afmælisbarns- ins. Kona hans er Helga Þor- steinsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Blikanesi 7 í Garðabæ, í dag, afmælisdag- inn kl. 1,4—16. Q ára afmæli. Á morgun, Ut) aðfangadag jóla er 85 ára Magnús Grímsson skrúðgarðameistari, Furu- gerði 1, Rvík. Kona hans var Asdís Pétursdóttir. Hún lést fyrir allmörgum árum. Hann er um þessar mundir í Landa- kotsspítalanum. QQára afmæli. Hinn 26. övf þ-m., annan dag jóla, er áttræður Þorkell Einars- son, húsasmíðameistari, Markholti 18, Mosfellsbæ. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn í safnaðar- heimili Lágafellssóknar að Þverholti 4 þar í bænum (húsi apóteksins) milli kl. 16 og 19. ^Qára afmæli. Annan f vl dag jóla, 26. þ.m., verður 70 ára Ragnar Leós- son bifreiðastjóri, Esju- braut 24, Akranesi. Hann og kona hans, Ester Guð- mundsdóttir, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu þar í bæ, kl. 14—18 á afmælis- daginn. FRÉTTIR ÁTTHAGAFÉL. Stranda- manna heldur jólatrés- skemmtun fyrir börn félags- manna annan dag jóla á fi'órðu hæð Þórskaffis kl. 15-18. Qára afmæli. Aðfanga- O V/ dag jóla er fimmtug Ásdís Elfa Jónsdóttir fóstra, Aratúni 15, Garðabæ. Eiginmaður henn- ar er Smári Hermannsson rafvirki. Þau taka á móti gest- um á heimili sínu kl. 10—13 á afmælisdaginn. fT Qára afmæli. í dag, Þor- tlU láksmessu, er fimm- tugur Július Thorarensen, Hólabergi 6, Rvík, sölumað- ur hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn í Garðabæ. Kona hans er Ástríður Sigvaldadóttir. Þau taka á móti gestum í til- efni afmælisins í Lionshúsinu, Sigtúni 9, Rvík, kl. 16-18. FRÍTTIR/MANNAMÓT I DAG er Þorláksmessa, dánardagur Þorláks bisk- ups árið 1193. Messan var lögleidd árið 1199. Á Þor- láksmessu eru haustver- tíðarlok. Annan dag jóla hefst mörsugur. „Mörsugur þriðji mánuður vetrar að fornísl. tímatali hefst með miðvikudegi í 9. viku vetrar. Nafnskýring er óviss. Þessi mánuður var einnig kallaður jólmánuður. í Snorra-Eddu er hann kallaður hrútmánuð- ur, segir í Stjörnufræði/Rím- fræði. Þá er Stefánsdagur annan dag jóla. „Messudagur til minningar um Stefán frumvott, sem fyrstur allra leið píslarvættisdauða fyrir Krist árið 35 eða þar um bil,“ segir í sömu heimildum. Því má bæta við að á þriðja í jól- um, 27. þ.m., er Jónsdagur. „Jónsdagur, venjulega notað um Jónsmessu, og þá oftast um Jónsmessuna 24. júní. í almanökum síðan 1924 hefur nafnið staðið við messudag Jóhannesar guðspjalla- manns." SKIPSNAFN. í Lögbirtingi tilk. siglingamálastjóri Jó- hanni Guðbrandssyni einka- rétt á skipsnafninu Sand- gerðingur. SÝSLUMANNSEMBÆTTI. í Lögbirtingi hefur embætti sýslumanns Dalasýslu verið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 3. jan- úar. Það er dóms- og kirkju- málaráðuneytið sem veitir stöðuna og verður embættið veitt frá 15. janúar næstkom- andi. SKIPIN RE YK J A VÍKURHÖFN: í dag, Þorláksmessu, eru vænt- anlegir inn togararnir Snorri Sturluson og Freri. Að- fangadag eru væntanlegir að utan Reykjafoss, Brúarfoss og Urriðafoss og af strönd- inni Mánafoss. Dísarfell er væntanlegt að utan jóladag. Á annan í jólum fer Bakka- foss til útlanda. Nk. fimmtu- dag, 27. þ.m., fer Laxfoss til útlándá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.