Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Sköpun Adams, önnur freska Michelangelo, í Sixtínsku kapellunni GLJÐ TIL? Hugleiðingar Gunnars Hersveins sem hann vann upp úr bók sinni, „Um það fer tvennum sögum“, sem kom út fyrir jólin. EFTIRFARANDI spurningar leita á menn á jólunum: Er guð til? Hvað er guð? Trúi ég á guð? Guð er óendanlegt umhugsunarefni. Allir takast á við guðshugmyndina og glíma glímur við fjölmargar spurningar sem tengjast guði. I þessari grein verður rýnt í guðshugtakið og tilurð guðs. Spurt verður: Hvernig er guð? Hvert er hlutverk hans í alheiminum? Er hægt að sanna tilvist hans? Hvað er það að trúa? Er guð í manninum? Alfa og Omega Hvað er guð? Er hann líkur heið- bláum himni? Er hann sannleikur- inn, hinn óumræðanlegi víðáttu- mikli sannleikur sem mannleg skyn- semi hefur aðeins snefíl af? Er guð hin sanna ást, kærleikur sem flæð- ir yfír bakka sína og streymir allra náðarsamlegast til mannanna? Er hann kærleikur sem fer ekki í manngreinarálit og stafar geislum sínum eins og sólin á réttláta sem rangláta? Er hann Orðið? Er hann Logos? Er hann hugsunin sem um- lykur alheiminn? Hugsunin og Regl- an á bak við öll náttúrulögmálin? < „Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi," í Opinber- unarbók Biblíunnar. Og í Jóhannes- arguðspjalli Nýja testamentisins er ritað um son Guðs Jesú: „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upp- hafí hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífíð var Ijós mannanna. Ljósið skín í myr- krinu, og myrkrið tók ekki á móti því,“ og síðar stendur „Og Orðið varð hold“. Ef Guð er Orðið, hver er þá merking Orðsins? Er það skynsemin í kenningu Heraklítosar (540?-460? f.Kr.), en hann sagði: „Heimurinn er eining og logos (orðið) gefur honum merkingu. Allt er eitt og hið eina er logandi orð eða skyn- semi.“ Er guð þá skynsemin, sam- ræmið, einingin og skipulagið sem við verðum vör við í heiminum? Er guð ef til vill allt? Er guð hugur, heimurinn hugmynd og mennimir hugsanir? Má ekki ímynda sér að alheimurinn sé hugur guðs og hugsanir hans úr efni gerð- ar? Guð er að hugsa og hugsanir hans eru lifandi. Mennirnir eru þar af leiðandi efniskenndar hugsanir og lifandi sálir? Allt sem á sér stað gerist aðeins í kollinum á guði. Alla atburði má rekja til hugsana hans og öll hreyfíng og tími er starfsemi guðshugans? Er hægt að færa rök fyrir tilvist goiðs? Spurningin „Hvað er guð?“ er jafngömul heimspekinni og gh'man við guðshugtakið stendur enn, sér- staklega fangbrögðin við tilvist guðs. Heimspekingar eins og Aris- tóteles, Descartes, Kant og Heilag- ur Tómas af Aquinas (1225-1274) hafa spurt: „Má fínna heimspekileg rök sem sanna tilvist guðs? Engum hefur þó tekist að finna fullkomin rök fyrir tilvistinni og sannað hana í eitt skipti fyrir öll. Höfuðspurning- ar heimspekinnar um guð eru tvær. Annars vegar er það spurningin: „Hvað er guð?“ og hins vegar „Er guð til?“ Þessar spurningar hljóta að leita á alla menn og svörin sem hver maður finnur hljóta einnig að hafa áhrif á viðhorf og hegðun við- komandi. Spurningamar eru því þungar á metunum. Spurningamar um guð er marg- ar, til dæmis: Er hann persónuleg- ur? Getur hann endurgoldið ást mannanna? Skilur hann tungumál mannanna? Er hægt að spjalla við hann? Getur hann skapað eitthvað sem hann hefur ekki í sér? Er hann okkar-heims eða handan-heims? Er hægt að öðlast þekkingu á honum? Hverjir eru eiginleikar hans? Er hann einn eða margur? Er hægt að sjá hann? Borgar sig að trúa á hann? Ef hann er almáttugur getur hann þá gert illt? Getur hann skap- að svo stóran stein að hann geti ekki Iyft honum? Heyrir hann til mín? Getur hann gert kraftaverk? Hvaðan kemur hið illa ef algóður guð skapaði heiminn? Heimspekingar hafa fyrst óg fremst velt fyrir sér eðli hans og tilveru og komist að því, að sem hugtak er hann 1) óendanlegur, 2) eining, 3) ósamsettur, 4) óefnisleg- ur, 5) óbreytanlegur, 6) eilífur, 7) góður, 8) alvitur og 9) almáttugur. En hvernig geta menn náð sam- bandi við guð ef hann er til? Þrjár kunnar leiðir eru að honum a) leið skynseminnar b) opinberun eða hugljómun og c) í gegnum trúar- reynslu. En er guð til? í þessari spurningu stendur hinn heimspeki- legi hnífur í kúnni. Heilagur Anselm (1033-1109) erkibiskup í Kantaraborg í Eng- landi reyndi að færa rök fyrir til- vist guðs og hafa rökin síðar verið kölluð verufræðirökin. Forsendan sem hann notaði er þessi: „Hug- myndin um guð felst í því að engin önnur vera sé æðri en guð eða að guð sé æðsta mögulega vera.“ Hann fullyrti síðan: „Vera sem er til er meiri og æðri veru sem er ekki til.“ Niðurstaða hans og ályktun var: „Guð er þar af leiðandi til.“ Verufræðirök Anselms fyrir til- vist guðs vöktu ekki mikla athygli fyrr en Réne Descartes (1596- 1650) notfærði sér rökin í glímu sinni við guðshugtakið. Hann sagði, að eðli guðs væri fullkomið og til- vist væri eitt dæmi fullkomnunar. Af þessu leiðir, að guð er ekki full- kominn nema hann sé til. Descartes taldi rangt að gera greinarmun á eðH og tilveru og fannst að hug- myndin um guð gæti sjálf ekki ver- ið til nema guð væri einnig til. Hann spurði meðal annars: Hvað- an kemur manninum hugmyndin um guð? Hvernig getur maðurinn sem er takmörkuð, ófullkomin, dauðleg, vitgrönn og dýrsleg vera haft hugmynd um ótakmarkaða, fullkomna, algóða, alvitra og ódauð- lega veru? Hvernig getur maðurinn haft hugmynd um slíka veru sem hann hefur enga reynslu af, því guð er hvergi sjáanlegur í reynsluheimi mannsins? Og Descartes svaraði: Hann getur það ekki, hann getur ekki haft þessa hugmynd, nema með því eina skilyrði að guð sé til. Guð hlýtur því nauðsynlega að vera til og hugmyndin okkur meðfædd. Verufræðirök Anselms og Des- cartes hafa verið gagnrýnd. And- mælendur þeirra segja, að ekki sé hægt að draga tilvistarályktun af eðli guðs. Það má búa til hugtak um guð og láta hann vera hámark allra góðra eiginleika og lýsa honum nákvæmlega, en að segja jafnframt „og hann er til“, bætir engu við guðshugtakið eða eðli guðs. Tilvera er nefnilega ekki eiginleiki og til- vist er ekki eitt dæmi fullkomnunar og guð er þar af leiðandi ekki endi- lega til, þó hann sé fullkomnasta vera sem maðurinn getur ímyndað sér. Þannig eiga öll rök fyrir tilvist guðs sér andmælendur og sterka gagnrýni, en spytja má: Er yfir höfuð hægt að sanna tilvist guðs með rökum einum saman? Er það fræðilegur möguleiki? Það má efast um það. Descartes _ gat fært rök fyrir eigin tilvist, „Ég hugsa þess vegna er ég,“ sagði hann það er auðsjáanlega margfalt erfiðara að sanna tilvist guðs. Hinn trúaði þarf ekki nauðsynlega á slíkum rökum að halda, því trúin tekur við þar sem rök enda. Að trúa er að stökkva með bundið fyrir augun af rökbrett- inu, svífa í loftinu og vona að það sé vatn í guðslauginni. Er guð óendanleg bylgja? Trú á æðri mátt hefur fylgt manninum frá örófí alda. Trúin á guð hefur alltaf haft áhrif á hegðun og hugsun manna, og í trúnni hefur búið von um hjálp í þessum heimi og von um björgun þegar þessu lífi lýkur. Menn hafa fórnað sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.