Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER ,19,90
15
dýrustu djásnum á altari trúarinn-
ar, aleigunni og jafnvel lífinu, til
þess að hljóta náð fyrir augum
guðs. Trúin ristir djúpt í hugsun,
sálarlífí og menningu þjóða í öllum
‘löndum veraldar. Listamenn hafa
tileinkað guði sín bestu verk. Hin
klassísku verk tónskáldanna eru
flestöll tileinkuð guði. Hugmyndin
um guð er ódauðleg í mannshugan-
um og maðurinn er trúarleg vera,
því allir einstaklingar verða að taka
ákvörðun um að trúa á guð eða
ekki. Það kemst enginn undan þeirri
ákvörðun.
Efinn er mannlegur þáttur sem
aldrei er langt undan og hinn trú-
aði hlýtur ævinlega að spyija sjálf-
an sig: .„Hví trúi ég? Hver er hug-
mynd mín um guð?“ Hann er einn-
ig spurður af öðrum hvers 'vegna
hann trúi og ef hann svarar „bara“,
þá hljómar það nú hálfdapurlega.
Tómas Aquinas sagði að menn ættu
að hugsa og finna heimspekileg rök
til að réttlæta trú sína og verja
hana spurningum heiðingjanna.
Menn eiga alltaf að hugsa, hvort
sem um trú þeirra eða trúleysi er
að ræða og þorá að hugsa um hvað
sem er og hugsa jafnvel fram á
ystu nöf hugans. Annars skreppur
hugsunin saman og deyr.
Nú ætla ég að hugsa áfram og
takast á við guðshugmyndina.
Glíma eina glímu við guð uns dags-
brún rennur upp. Margar spurning-
ar vakna þegar hugað er að guði.
Hvar er guð? Tilheyrir hann for-
tíðinni, nútíðinni eða heimi fram-
tíðarinnar? Hann var, er og verður
og hefur því þijár hliðar. Hann
heyrir undir fortíðina sem upphaf
heimsins og tímans, en hefur sem
slíkur engin bein áhrif á mannkyns-
söguna eða daglegt líf manna. Hann
er það sem ýtti skipi lífsins úr vör
en skipið siglir síðan um alheimshöf
og getur lagt í hverri höfn og farið
hvert á land sem er. Þetta er fyrsta
hlið guðs. Guð var Alfa, upphafið,
það sem hrinti öllu af stað.
Til að skýra hugmynd mína um
upphaf heimsins er hægt að birta
stærðfræðijöfnu eða nota til þess
eðlisfræðilíkan, en það má einnig
beita öðrum aðferðum hugsunar-
innar, til að mynda hinum skáldlega
stíl:
í upphafi var guð einn og ein-
mana í tóminu. En ást hans á öðru
en sjálfum sér var svo mikil og þrá
hans til að elska eitthvað annað var
svo gífurleg, og ástin og ástarþján-
ingin svo gríðarlega heit að orka
hans þjappaðist óendanlega þétt og
krappt saman uns hún sprakk.
Sprengingin er kölluð hvellurinn
mikli eða miklihvellur og var upp-
haf tímans og alls efnis í alheimin-
um. í miklahvelli bjó ósk um líf og
í óskinni voru nákvæmlega valin
gildi með það markmið í sér að
gera þróun lífsins mögulega. Og
hin guðlega skynsemi eða logos,
valdi náttúrulögmálin af kostgæfni
með lífið í huga. Lífið á sér því
upphaf í ástarþrá guðs eftir ein-
hveiju öðru en sjálfum sér og þess
vegna var upphafsástand heimsins
með jörðina í burðarliðnum. Al-
heimurinn þandist síðan jafnt og
þétt út og þegar hann hafði kólnað
nægjanlega sameinuðust atóm í
stærri heildir á jörðinni og lífið
kviknaði, og lífverur þróuðust. Mað-
urinn varð líkur guði og um æðar
hans streymir ástin, þjáningin,
löngunin, óskin, vonin, reiðin og
brot af öllu tilfinningalífi guðs, en
einnig býr skynsemin í blóðinu.
Heimurinn allur hvílir í faðmi guðs
og þarf ekki að styðja sig við neitt
annað.
Hér er einmitt komin guðshliðin
sem streymir um æðar mannsins
og er huíin í bijósti, blóði eða sál
sérhvers manns. Guð er rödd sem
hvíslar sannleikann lágum rómi og
aðeins eyru skynseminnar geta
numið óminn. Þannig er sambandi
guðs við manninn háttað. Menn
geta hlustað á rödd hans og spurt
og leitað svara með rannsókn skyn-
seminnar sem kafar í sálardjúpin í
leit að þekkingu á guði og sjáifum
sér. I rauninni að óvirkri þekkingu
sem býr í sálinni eða skynseminni.
En guð lifir líka með okkur sem
upphaf. Hann er það sem hefur
hugsunina til flugs, því í upphafi
var logos sem merkir orð, hugsun
og skynsemi. Logos er lögmálið sem
Spámaðurinn Jeremía, freska í lofti Sixtínsku kapellunnar eftir Michelangelo
olli því að við erum til og kom skipu-
lagi á alheiminn. Logos er Reglan.
Guð er óendanleg bylgja sem liggur
frá upphafínu eða fortíðinni í gegn-
um nútíðina og inn í framtíðina.
Örbylgjukliðurinn sem streymir
jafnsterkur úr öllum áttum til jarð-
arinnar er ást guðs við upphaf
tímans — til lífsins.
Orð guðs er það sem skynsemi
mannsins getur öðlast þekkingu á
en guð er ekki aðeins Orð heldur
sannleikurinn allur. Hinn varanlegi
innri veruleiki sem skilningsljósið
getur brugðið daufri birtu á. Hann
er lifandi veruleiki sem getur endur-
goldið ást mannanna. Guð er í raun-
inni takmark skynseminnar og hins
mannlega vilja. Hann er hinn al-
vitri vilji sem veikur vilji mannsins
getur tengst. Hann er líka endan-
legt takmark ástarinnar, því guð
þráir ást mannanna og i hans fyrsta
boðorði felst beiðni um ást.
Guð er möguleiki, innri mögu-
leiki, sem maðurinn getur komist í
snertingu við. Maðurinn veit sjaldn-
ast hvað best er að gera en með
því að tengjast guðsviljanum og
segja verði þinn vilji en ekki minn,
þá fullkomnast viljinn og hið besta
gerist hvað sem það er. Guð er innri
máttur sem maðurinn þarf að virkja
af fúsum og fijálsum vilja. Guð er
innra með mönnum og fullyrðingin
„Guðs ríki er innra með yður“ (Lúk.
17.26) staðfestir það og einmitt á
þann hátt er guð persónulegur.
Guð var Alfa eða uphafíð, guð
er innra með öllum mönnum og guð
verður Ómega eða endirinn, en það
er þriðja guðshliðin.
„Ég tilbý ljósið og
framleiði myrkrið"
Hvernig er guð? Það þarf að
nálgast hann frá tveimur sjónar-
hornum til að skilja hann. Annars-
vegar sem upphafið og hinsvegar
sem innri veruleika mannsins. Hann
er sannleikurinn óendanlegi, hann
er varanlegur en birtist okkur á
margan hátt. Hann er eilífur en er
jafnframt upphaf tímans og býr í
tímarúminu. Hann er Orð, en allt
efni er gert úr honum. Hann er
eining en samt þrennur á margan
hátt, til að mynda sem fortíð, nútíð
og framtíð, og faðir, sonur og heil-
agur andi: Hann er faðir tímans og
heimsins, hann er sonurinn eða veg-
urinn til sjálfs sín, og hann er heil-
agur andi sem býr innra með öllum
mönnum. Skynsemi hans er hrein
en hann er líka ást og tilfínningar.
Hann er algóður og réttlátur en
getur bæði veitt gleði og þjáningu.
„Ég tilbý ljósið og framleiði myrkr-
ið, ég veiti heill og veld óhamingju.
Ég er Drottinn, sem gjöri allt
þetta,“ er ritað í Jesaja 45, 7. En
öll hans verk hafa göfugan tilgang
sem felast í því að opna lokuð augu,
aga og snúa mönnum frá hégóma
sínum og blekkingu.
Hann er alvitur, hann er upphaf-
ið og endirinn og getur á þann
hátt séð fyrirfram allar fijálsar
viljaákvarðanir einstaklinganna, án
þess að hafa áhrif á þær eða trufla
nema til hans sé leitað. Hann er
almáttugur. Hann er haf óþijótandi
möguleika, ekkert er ómögulegt,
allt sem hægt er að hugsa er mögu-
legt. Guð er sannleikurinn, logos
og eros (ást) sem mannleg skynsemi
leitar þekkingar á, og sem tilfinn-
ingarnar leita tengsla við.
Sannleikurinn er einn, en af hon-
um fara tvennar sögur. Heimurinn
er einn, allt er eitt og í upphafí var
allt nátengt. Lögmálið er eitt og
reglan er ein sem liggur að baki
alheiminum og sköpuninni. En regl-
an hefur tvíeðli eða tvær hliðar.
Annars vegar andlega, logos. Og
hins vegar efnislega, sem eðlisfræð-
ingar og stærðfræðingar rannsaka
með góðum árangri. Sagt er frá
þessu tvíeðli reglunnar, heimsins
eða lögmálsins í Biblíunni. Jesús
sagði: „Þér eruð neðan að, ég er
ofan að. Þér eruð af þessum heimi,
ég ér ekki af þessum heirni." (Jóh.
8.23). „Mitt ríki er ekki af þessum
heimi.“ (Jóh. 18, 36.) Sú hugsun,
að allt sé tvennt er ríkjandi í vest-
rænum hugsunarhætti og kemur
vel fram bæði í Biblíunni og einnig
hjá Platóni. „Vér vitum að lögmálið
er andlegt, en ég er holdlegur,"
(Róm, 8, 14) sagði Páll postuli.
„Hver vill frelsa mig frá þessum
dauðans líkama?" (Róm, 8, 24). Og
Platón spurði „Hvenær getur sálin
öðlast sannleikann, og hvenær öðl-
umst við þekkinguna?“ „Eftir dauð-
ann, því þá og ekki fyrr verða sálir
okkar skildar frá líkamanum og
óháðar honum," var svarið sem
hann fann. Við höfum öðlast ágæta
vísindalega þekkingu á efnishliðinni
en það er erfíðara að rannsaka hina
hliðina, þess vegna lofaði Platón
dauðann. Hann taldi að veruleikinn
yrði sálinni ljós þegar hún myndi
losna undan þunga líkamans og að
öll sú þekking sem fengist í gegnum
líkamann væri fyrst og fremst fyrir
tilstuðlan hinnar rökréttu hugsun-
ar.
Eru þróunarkenningin og
sköpunarsagan báðar réttar?
Maðurinn er andleg vitundarvera
sem hugsar og talar. Hann veit af
sjálfum sér, öðrum, umhverfi sínu
og heiminum. Hann hefur sköpun-
argáfu, visku og hjartagæsku og
virðist þar af leiðandi ekki vera
fullkomlega seldur undir lögmál
náttúrunnar eins og önnur spendýr.
Ekki er hægt að útskýra andagift
skáldsins, visku hins vitra og hjarta-
gæsku hins góða með því að vísa
til erfðavísa, hormóna og efnafræði
taugaboða, eða eiginleika og hegð-
unar.efnisins. Er skáldagyðjan raf-
segulkraftur? 0g spretta ljóð ljóð-
skáldanna af rafhlöðnum ögnum? Á
ljóðið sér uppruna í öreindum efnis-
ins?
Gerið tilraun og búið til vísinda-
legt skýringarlíkan sem segir bæði
til um hvernig þetta ljóð, eftir
Snorra Hjartarson, varð til og hvað
það merkir:
Á grunnsævi kvölds
flæðir gullinn straumur
um þéttriðið net
nakinna tijánna
og fyllir þau Ijóskvikum fiskum.
Bráðum kemur rökkrið
undir brúnum seglum
og vitjar um aflann.
Er ekki miklu líklegra að þetta
ljóð eigi sér uppruna í lögmáli hugs-
unarinnar?
Maðurinn þráir að skilja sjálfan
sig, bæði persónulega og sem veru
í tíma og rúmi. Hann spyr og von-
ast til að getað svalað forvitni sinni.
Hann spyr til að mynda: Er guð
skapari okkar mannanna? Skapaði
guð heiminn? Getum við sannað til-
veru guðs með rökhugsuninni einni
saman? Fyrst gefum við okkur for-
senduna: „Ef heimurinn á sér upp-
haf þá er guð til.“ Síðan rannsökum
við málið vísindalega og komumst
að því að heimurinn á sér upphaf
sem hægt er að sanna. Þá getum
við sagt: „Þar af leiðandi er guð
til.“ En væri guð þá ekki til ef heim-
urinn ætti sér ekkert upphaf? Gæti
ekki eins verið, að við kæmust að
því að heimurinn ætti sér ekkert
upphaf og „þar af leiðandi er guð
til“, eins og í fyrri rökfærslunni?
Guðir mannanna hafa verið fjöl-
margir og margar eru sköpunarsög-
umar en í þjóðsögum flestra landa
er sannleikskjarni, til dæmis í
grískri og norrænni goðafræði, og
er athyglisvert að bera goðsagnim-
ar saman. í upphafí var Ginnunga-
gap eða gapandi tóm og ómælis-
djúp, samkvæmt norrænum sögn-
um. Óðinn og bræður hans drápu
Ými jötun og drógu í mitt Ginnuna-
gap. Úr skrokknum var jörðin gerð
og hauskúpan var notuð sem him-
inn. Síðar skapaði Óðinn fyrstu
mennina úr tijádrumbum, hann blés
guðlegum anda sínum í þá. Lóður
gaf þeim mátt skynseminnar og
skynfæranna. Hænir gaf þeim mál-
ið. Veröld manna og goða endar
að lokum með ragnarökum.
Hin foma goðafræði ýmissa
þjóða þarf ekki endilega að vera
röng, hún er frekar sem skáldskap-
arlíking sem tjáir hluta sannleik-
ans. Heimspekin er aftur á móti
vísindaleg hugsun með skáldskap-
arlegu ívafí. Hún leitar að vísinda-
legum skýringum og skilgreining-
um á hugtökum og notast því ekki
við goðafræðina nema að takmörk-
uðu leyti. Heimspekingar geta ekki
beinlínis fullyrt að goðsagnir séu
rangar því skáldskapur getur tjáð
sannleika undir merkjum ímyndun-
araflsins. Skáldið getur búið sögu
sem aldrei myndi eiga sér stað í
heiminum, en þrátt fýrir það gæti
sagan varpað einhveiju ljósi á sann-
leikann ogjafnvel lýst honum betur
og á skiljanlegri hátt en nokkur
fræðigrein vísindanna.
Biblían er um okkar guð. í fyrstu
Mósebók (Genesis) er sköpunarsög-
una að finna. Sköpunarsagan getur
verið sönn þó hún sé ef til vill að-
eins ljóð um upphaf heimsins. Hvort
er sannara, nákvæm vísindaleg út-
listun á tilurð veraldarinnar eða
snilldarlegt Ijóð um hið sama? Hvort
er sannleikurinn í skýrslu vísinda-
mannsins eða í ljóðabók skáldsins?
Er hann ekki hjá þeim báðum? Það
er hægt að lýsa honum á óendan-
lega marga vegu. Skýrslan og ljóð-
ið eru aðeins tveir möguleikar. Þrátt
fyrir það er sannleikurinn eilíflega
hinn sami.
Menn túlkuðu sköpunarsöguna
bókstaflega um langan aldur og
trúðu að guð hefði skapað mennina
í einu vetfangi. Kenning Charles
Darwins (1809-1882) um þróun
tegundanna samræmist við fyrstu
sýn ekki sköpunarsögunni, en
vísindamenn hafa síðan sýnt og
sannað að þróun lífsins var afar
hæg og tók milljónir ára. Talið er
að lífið hafi fyrst kviknað í sjónum
þegar atóm sameinuðust í stærri
heildir og síðan hafí lífíð þróast
smátt og smátt í ýmiskonar sjávar-
dýr. Eftir langa mæðu tóku sumar
tegundir að leika sér í fjörunni og
skriðu seinna endanlega á land og
gerðust landdýr. Hlýtur ekki að
hafa verið gert ráð fyrir lífínu í
upphafi? Eða kviknaði lífið af tilvilj-
un og eru öll þessi lífsskilyrði að-
eins hending?
Hugsanlega var forveri manna
dýr á ijórum fótum sem reis upp
um síðir, felldi hárin, klæddi sig,
uppgötvaði eldinn og verkfæri
hverskonar, reisti sér jafnvel kofa.
Heilinn var óvenjulega vel heppnað-
ur í þessu dýri. Darwin gaf þetta
í skyn og eins og gefur að skilja
sló prestum og vísindamönnum
saman og deildu þeir oft hatramm-
lega. Darwin var talinn villimaður
og útsendari djöfulsins. Deilan stóð
um það hvort sköpunarsagan eða
þróunarkenningin væri rétt. En er
þessi spurning kannski röng:
„Hvort er sköpunarsagan eða þró-
unarkenningin rétt?“ Getur ekki
SJÁ NÆSTU SÍÐU