Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 34

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 =1 Tækin sem stilla þig inn á góða skapið STÍLHREINT FERÐATÆKI Útvarps og kasettutæki með fullkomnum vekjara. Stafræn klukka, innbyggður hljóðnemi, og margir fleiri kostir. Verð kr -| 5.250,- Verdi og Rigoletto eftir Jón Ragnar Höskuldsson í mars 1850 barst Giuseppe Verdi, sem þá var 37 ára, beiðni frá stjórn óperunnar í Feneyjum, Teatro La Fenice, að skrifa nýja óperu fyrir leikhúsið til flutnings á hátíðarhöldum, snemma næsta árs. Verdi hafði átt gott samstarf við Feneyinga við uppfærslu tveggja fyrri ópera sinna, Ernai og Attila, Og tók því þessari málaleitan vel og bundist var fastmælum um áð hin nýja ópera yrði tilbúin til flutn- ings í febrúar 1851. Verdi leitaði umsvifalaust til Francesco Maria Piave, sem þá hafði þegar skrifað sex óperutexta fyrir Verdi, til að finna áhugavert söguefni. Fyrir valinu varð skáldsagan „Le Roi s’amuse", eða „Konungurinn skemmtir sér“, eftir Victor Hugo og fjallar á frjálslegan hátt um Franz fyrsta, gjálífan konung Frakka á öndverðri 16. öld. Ítalía laut austurrískum yfirráð- um á þessum tímum. Piave sann- færði Verdi um að austurríska rit- skoðunin, sem sífellt þurfti að taka tillit til, gæti ekki sett sig upp á móti efm sögunnar og hófst þegar handa. Óperan skyldi heita „La maledizione" eða „Formælingin". Það varð þeim því mikið áfall þegar stjórn óperunnar barst bréf þremur mánuðum fyrir áætlaða frumsýn- ingu frá austurrískum yfirvöldum þar sem lagt var blátt bann við sýningu verksins. Þessi niðurstaða hefði þó ekki átt að koma á óvart. Leikrit Hugos var bannað eftir fyrstu sýningu þess í París 1832. Það lagði áherslu á ógeðfellda framkomu þess aðals sem þjóðin átti að hylla og það að konungbornum manni skyldi for- mælt, eins og í leikritinu var gert en breytt var í endanlegri útgáfu óperunnar, þótti aldeilis ekki boð- legt. Þá þótti ekki við hæfi að sýna kryppling á sviði í návist slíkra stór- menna. Settust nú forráðamenn leikhúss- ins niður með Verdi og reyndu að fá hann til að samþykkja nauðsyn- legar breytingar á textanum til að uppfylla kröfur hinna austurrísku Kostas Paskalis í hlutverki Rigo- lettos. herra. Vegna þrákelkni Verdis og með ábendingum frá vinhollum austurrískum embættismönnum urðu breytingar þó minni háttar. Gengið var frá samkomulagi 30. desember 1850 þar sem sögusviðið var fært frá frönsku hirðinni til minni háttar hertogadæmis á Ítalíu. UTVARPSVEKJARI meö tveimur aðskildum hringingum, stilltur á rafhlöðu sem tekur við ef rafmagnið slær út. RM 7400 Verð frá 2.830,- RP 8800 Verð frá 4.050,- ELDHÚSTÆKHE) VINSÆLA Sterkt og gott tæki með þægilegum hljómi. M 1740 FERÐATÆKI Útvarp og kassettutæki með sterku útvarpi og góðum hljómi. Verð kr. 5.850,- K ' M 7033 Verð kr. 7.800,“ FERÐATÆKI ’ Sterk, fáanlegt í þremur litum, innbyggður hljóðnemi og stereo sem gefur því góðan hljóm. VASADISKÓ MGR 78 í miklu litaúrvali og mörgum stærðum. 0 .rA Verð frá 2.45U," Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Hitaveitan NN eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Það er óhjákvæmilegt að taka hitaveituna enn á dagskrá, Hita- veitu Reykjavíkur. Sitt af hveiju heyrist þessa dagana, sem hlýtur að vekja athygli þeirra er búa við mjög ófullnægjandi hitaveitu. Hitaveitan tryggir ekki heitt vatn, sagði hitaveitustjóri og auð- skilið að hann átti við það, að Hita- veita Reykjavíkur bæri ekki ábyrgð á því, að notendurnir fengju nægi- lega heitt vatn, vatn eftir þörfum. Það myndi ekki þýða að leita til dómstólanna. Mer þykir gæta nokkurs hroka embættismannsins í þessum orðum. Hitaveitan er eign borgaranna og einmitt stofnuð til þess að ábyrgj- ast þeim nægilegan hita með hita- veitunni og það einmitt þegar kalt er og vilja þeir að framkvæmdir og rekstur miðist við það. Klakaðar íbúðir eru ekkert gamanmál, ekki sízt fyrir gamla og sjúka, til dæmis lungnasjúklinga. Borgararnir eru hinn rétti húsbóndi. Þegar ráðs- mennirnir reynast ónýtir eiga þeir að víkja. Ný dælustöð hefur verið sett upp í skyndi fyrir Hafnarfjörð. Hún er eins konar eftirþanki, þanki sem ýtt hefir verið til hliðar á undanföm- um árum, sökum „brýnni“ verkefna en þess, að leggja nýja leiðslu til Hafnarfjarðar. Hitaveitustjóri sagði að með dæl- ustöðinni ætti vatnið að nægja í 6-7° frosti. Hvaðan vatnið í dælu- stöðinni ætti að koma, sagði hann ekki hver væri aflögufær. Hér í Vesturbænum eru kaldir ofnar þeg- ar þetta er skrifað. Fer vatnið, sem nú hverfur, til Hafnarijarðar? Mér sýnist augljóst að hin pólit- íska stjórn hitaveitunnar, svo og hin tæknilega, hafi hvor tveggja brugðist. Það er ekki einleikið hve illa stjórn hitaveitunnar gengur að átta sig á viðfangsefninu, vanda- málunum. Sem viðmiðun er viðmið- un hitaveitustjóra algjörlega ófull- nægjandi. Stjórn hitaveitunnar virðist alls ekki geta gert sér í hug- arlund, hvers konar ástand geti myndast hér á höfuðborgarsvæðinu hvaða dag sem er. Erfitt ástand gæti snúist í hreinan hrylling. Árið 1918 hefði mátt sjá hvað hér gæti gerzt. Hér gæti staðið 15-20° frost dögum eðajafnvel vik- um saman. Það ár fengu menn sér göngutúra á þykkum ís út í skipin sem lágu innifrosin úti á fírði í Hafnarfirði. Hvar væmm vér stödd með allt okkar í slíku ástandi, með núverandi menn við stjómvöl hita- veitunnar? Hér yrði stórkostlegt tjón á mörgum sviðum: Klakaðar íbúðir, skemmd tæki, sjúkt fólk, mikil óánægja og vanlíðan. Mig minnir að einhvern tím a hafi heyrst að hitaveitan væri miðuð Dr. Beiyamín H.J. Eiríksson „í þessi verkefni hefðu peningarnir átt að fara: Leiðslu til Hafnarfjarð- ar, nýja tanka, nýja toppstöð og sjálfsagt fleira sem koma myndi í Ijós við rannsókn á málefnum Hitaveitu Reykjavíkur.“ við 15° frost. Eins og stendur er hún langt fyrir neðan þetta. Eitt af því sem mér virðist að þurfi að gera strax er það, að auka geymslurýmið, byggja fleiri tanka, Afrek hesta og manna Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson: Hestar og menn _ 1990. Árbók hestamanna. Slyald- ■ borg. Reykjavík 1990, 237 bls. Árlegur viðburður er útkoma | þessarar bókar enda er hún titluð árbók. Hún kemur nú út í fjórða » sinn og virðist því vera að festast g í sessi. Eins og vera ber er þessi B bók með sama sniði og hinar fyrri: | sama brot, sama uppsetning, svipað efnisval. Efni hennar skiptist í fímm efnisþætti: ferðasaga, frásögn af mótum, viðtöl við einstaka menn, * sögulegt yfirlit og úrslit helstu ■ móta ársins. Ferðasagan er að þessu sinni tíu daga hestaferð um norðanverða Vestfirði, þ.e. út Snæíjallaströnd, yfir til Grunnuvíkur, fyrir Hrafns- g fjörð, þaðan um Furuljörð, Reykjar- ijörð nyrðri og allar götur í Stein- grímsfjörð og þaðan yfir Stein- grímsfjarðarheiði til Dýraijarðar. Þetta var sem sagt mikil ferð og oft um torleiði mikið. Ferðasagan er skráð af fararstjóranum Gísla Hjartarsyni á ísafirði. Þessi frásögn hefur flesta þá kosti sem góð ferða- lýsing þarf að hafa. Hún er glögg leiðarlýsing og þar koma til hjálpar velmerkt og skýr kort. Sagt er frá landslagi, örnefnum o.þ.l. og all- margar skemmtilegar myndir prýða greinina. Ferðasaga er ekki góð nema lesandi geti slegist með í ferð- ina og upplifað hana að nokkru leyti með ferðahópnum. Hvað það varðar fullnægir þessi frásön kröfum þess sem þetta ritar, nema hvað ég er ekki alveg viss um að ég hefði ver- ið alls kostar sáttur við hestakost- inn! Mótafrásagnir eru þijár. Þar er fyrst að telja ellefta Landsmótið á Vindheimamelum sl. sumar. Öllum ber víst saman um að það mót hafi í alla staði verið glæsilegt, þó að einhveija galla mætti fínna eins og' ávallt. um Landsmótið hefur tals- vert verið skrifað og er því mesta nýjabrumið farið af. En einhvern veginn finnst mér að frásögnin hefði mátt vera meira lifandi. Myndir eru hins vegar margar hveijar gullfallegar. Textabrengl hefur þó orðið við myndir á bls. 30 og 31. Minna hefur verið sagt frá þrett- ánda íslandsmótinu sem nú var haldið í Borgarnesi í sumar. Er það fyrsta mótið á vegum Hestaíþrótta- sambands íslands. Það mót þótti takast með ágætum og er frásögn af því prýðileg. Loks er dálítil frásögn af Norður- landamóti í hestaíþróttum sem haldið var skammt frá Árósum á Jótlandi. íslendingar tóku nú í fyrsta sinn þátt í Norðurlandamóti. Viðtöl við knapa, reiðkennara og tamningamenn sem sumir eru jafn- vel einnig hrossaræktendur eru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.