Morgunblaðið - 23.12.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
45
Vinsælir viðkomu-
staðir vínelskenda
yi
ENSK vín eru fáséð í verslunum.
Ein öruggasta leiðin til að kom-
ast yfir flösku er að heimsækja
vínbónda og kaupa af honum
beint. Um 65% af ensku víni eru
seld þannig. Afgangurinn er að
mestu seldur á veitingastöðum
og í betri vínverslunum í ná-
grenni við vínekrurnar. Kaup-
maður í bænum Henley-on-
Thames, sem er umkringdur vín-
görðum á enska vísu, var löngu
búinn að selja enska vínið sem
hann hafði fengið þegar ég vildi
kaupa af honum í haust. En ég
fékk keypt hjá Leighton-fjöl-
skyldunni sem framleiðir The
Thames Valley-vín og David Ea-
land á Old Luxters. Vínin voru
vel drekkandi með mat hér í
Sviss en af einhverjum ástæðum
fannst mér þau betri þegar ég
smakkaði þau í sveitasælunni í
Englandi. Þau eiga betur heima
þar, og ég sætti mig ágætlega
við meginlandsvínin sem fást hér
úti i búð.
Ensku vínræktarsamtökin
hafa gefið út lítinn
bækling með lista_yfir
víngarða í Englandi sem
eru opnir almenningi. Flestir eru
aðeins opnir á sumrin en nokkrir
allt árið um kring. Margir bjóða upp
á skipulagðar heimsóknir, vínsm-
ökkun og vín til sölu og þó nokkrir
hafa veitingastaði og leikaðstöðu
fyrir böm. Þeir eru vinsælir við-
komustaðir í helgarferðum og
sunnudagsbíltúrum vínáhugafólks.
Jarðarber eða vínekrur?
Old Luxters er meðal þeirra sem
eru opnir allt árið. Mark Gloyens,
víngerðarmaður, gaf mér nákvæma
leiðarlýsingu á hvernig ég kæmist
þangað frá London. Ég þurfti samt
að spyija nokkrum sinnum til veg-
ar, bakka og snúa við í vinstrium-
ferðinni til að finna víngarðinn.
Hann stendur við þröngan sveita-
veg í suðurhluta Oxfordshire og er
ekki nema hektari (10.000 fermet'r-
' ar) að stærð. Skógar og „venjuleg-
ir“ sveitaakrar eru allt í kring og
það er ekki fyrr en maður er kom-
inn upp bratta brekku og fyrir horn
sem maður sér grænan vínviðinn
teygja sig til sÖlar í beinum og skip-
ulögðum röðum.
David Ealand, eigandi Old Luxt-
ers, keypti búgarðinn og hluta
landsins sem fylgdi honum fyrir
ellefu árum. Bærinn var þá í nið-
urníðslu en fyrri eigandi hafði
stundað svínarækt. Ealand var haf-
málalögfræðingur í fjármálaheim-
inum í London. Hann og Fiona,
kona hans, sem dó úr krabbameini
í sumar, veltu fyrir sér hvort þau
ættu að fá sér hesta eða rækta jarð-
arber á landareigninni en komu sér
loks saman um að hefja vínrækt.
‘ Þau létu sér ekki nægja að rækta
vínber heldur komu sér upp brugg-
húsi með tækjabúnaði til að búa til
vín og tappa á flöskur. Nú framleið-
ir Ealand um 10.000 flöskur af Old
Luxters-víni á ári og 25.000 flöskur
af Chiltern Valley, en það er fram-
leitt úr vínbeijum sem hann kaupir
af nágrönnum í kring. Auk þess
framleiðir hann vín fyrir nágranna
sem ekki hafa tækjabúnað til þess
og er kominn út 'í bjórbruggun í
hlöðunni, sem fylgdi búgarðinum,
og sér kránum í kring fyrir Old
Luxters Brewery Barnale-bjór.
Stór hluti vínyrkjubændanna í
Englandi er menntamenn sem gera
það gott í London og stunda vín-
yrkju í frístundum. Þeir nota sér
tækjabúnað stórtækari náunga til
að fá eigið vín á sérmerktar flöskur
'fl Z' ;
tt-ibvSH REá < S-QO
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir.
Frú Leighton með nokkrar verðlauna-Thames Valley-vínflöskur. Á
töflunni má sjá algengasta verðið á hennar vínum, 4 til 5 pund eða
428 til 535 ÍSK.
Ealand-hjónin keyptu sér gamlan búgarð, gerðu hann upp og hófu
vínrækt: Old Luxters í Oxfordshire.
Eitt af óendanlegum verkefnum
Gloyens, víngerðarmanns á Old
Luxters, er að rífa laufin af vín-
viðnum svo að sólargeislarnir
komist í berin.
og hafa gaman af að gefa eða bjóða
gestum upp á það. En fæstir leggja
atvinnuna á hilluna og helga sig
alveg vínræktinni eins og Ealand
hefur gert.
Vínklúbbar í berjatínslu
Chiltern Valley Noble Bacchus
frá 1989 hlaut verðlaun í sam-
keppni enskra vína í sumar. Gloy-
ens, víngerðarmaðurinn á Old Luxt-
ers, sem er lærður bruggari, sagði
að loftslagið þarna rétt vestan við
London væri ákjósanlegt fyrir vín-
yrkju. Rigningin er minni en annars
staðar og hitastigið hærra. Hann
hélt að London og hæðirnar í kring
hefðu þessi jákvæðu áhrif á veður-
farið. Jörðin er mjög næringarrík
svo jurtirnar vaxa hratt. Gloyens
sagði að það væri óendanlegt við-
fangsefni að rífa laufin af vínviðn-
um svo sólargeislarnir kæmust í
berin. Hann lætur þau hanga eins
lengi og hann getur fram á haustið
en þegar tími er kominn til að tína
þá eru félagar vínklúbba einfaldlega
látnir vita og þeir mæta snemma
morguns, vinna fram að hádegi og
fá málsverð með víni að launum.
Það tekur tvo morgna að hreinsa
hektarann.
Leighton-hjónin borga fólki fyrir
beijatínslu á vínekrunum sínum.
Þau hófu vínyrkju í Thames-dalnum
1979 og rækta 10,3 hektara. Þeir
eru í Berkshire og standa við breið-
ari götu en Old Luxters, ekki all-
langt frá Reading. Frúin var ein
heima þegar mig bar að garði og
hafði engan tíma til að spjalla. Hún
seldi mér nokkrar verðlaunaflöskur
af hvít- og rauðvíni og sagði að The
Thames Valley-vín bæru af öðrum
enskum vínum. Hún átti von á að
uppskeran hjá þeim í ár yrði um
50.000 flöskur af léttum, bragð-
miklum vínum sem minntu helst á
þýsk vín. Þau eru að bæta aðstöð-
una fyrir gesti við bæinn en frú
Leighton sagði að þeim fjölgaði frá
ári til árs og Bretar kynnu æ bætur
að meta ensk vín.
Það er hægt að panta lista yfir enska vín-
garða sem eru opnir almenningi iyá: The
English Vineyards Association Ltd., 38 West
Park, London SE9 4RH, Englandi. Vínrækt-
arsamtökin selja cinnig kort yfir garðana,
upprúllað kostar það 3,20 pund og saman-
brotið 2,85.
-ab.
R A OAUGL ÝSINGAR
ÝMISLEGT
Meðeigandi óskast
6 ára fyrirtæki í örum vexti leitar að heiðarleg-
um, fjársterkum hluthafa eða virkum meðeig-
anda. Helmingshlutur 10 milljónir króna.
Velta sl. ár var 87 milljónir og velta 1991 er
áætluð 105-110 milljónir króna.
Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga-
deildar Mbl., merktar: „Meðeigandi - 8788“,
fyrir 5. janúar 1991.
Sundlaug,
sauna og Ijósalampar á Hótel Loftleiðum.
Opnunartími um jól og áramót er sem hér
segir:
Aðfangadagur: 08.00-16.00.
Jóladagur: 10.00-16.00.
Annar í jólum: 10.00-17.00.
Gamlársdagur: 08.00-16.00.
Nýjársdagur: 10.00-17.00.
TILKYNNINGAR
Jólatrésskemmtun
Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðinga-
félags íslands verður í Domus Medica
fimmtudaginn 27. desember frá kl. 15.00-
18.00.
Jólasveinarnir.
SJÁLFSTIEDISPLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Sauðárkrókur
Ungir sjálfstæðismenn
Aðalfundur F.U.S. Víkings verður haldinn fimmtudaginn 27. desem-
ber í Sæborg kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Önnur mál.
Stjórn. F.U.S. Víkings.
Föstudagsrabb
Föstudaginn 28. desember, milli jóla og
nýárs, verður rabbfundur i Hamraborg 1,
3. hæð, kl. 21.00.
Gestur fundarins verður dr. Þór Whitehead,
sagnfræðingur.
Efni umræðunnar verður aðdragandinn að
inngögnu islands I Nató og varnarliðssamn-
ingurinn.
Verið velkomin.
Týr, félag ungra sjálfstæðismanna i Kópavogi.
FÉLAGSLÍF
Kf\0 SSÍNN r t
Auðbrekka 2 . Kópavoqur
Þorláksmessa:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Jóladagur:
Hátiðarsamkoma kl. 16.30.
2. jóladagur:
Jólasamkoma I beinni útsend-
ingu í ríkisútvarpinu kl. 11.00.
Gleðileg jól
H ÚTIVIST
Viðey að vetri
Sunnud. 23. des. kl. 13.00.
^engið verður um austureyna.
Brottför frá Sundahöfn.
Áramót í Básum
Það er ógleymanleg upplifun að
fagna nýju ári í Básum enda
staðurinn ekki síöur beillandi að
vetri en að sumri. Boðið er upp
á fjölbreytta dagskrá: Göngu-
feröir um Goðaland og Þórs-
mörk, kvöldvökur með söngvum,
leikjum og jafnvel stiginn dans.
Á gamlárskvöld verður að sjálf-
sögðu vegleg áramótabrenna
með öllu tilheyrandi. Örfá sæti
laus.
Útivist óskar öllu útivistarfólki
svo og öðrum velunnurum
sfnum friðsællar jólahátíðar og
farsældar á komandi ári. Þökk-
um samfylgdina á árinu, sem
er að líða.
Sjáumst!
Útivist.