Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 48

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 IGALTALÆ KOGI [cLcfcfr íytnmb m Ijb'oíifym Átmjjdwj* smvtm í mm. fmto mttm B. Stefánsson Mótsstjóri_________________ FRESTUR AÐ RENNA ÚT TIL AD TRYGGJA SÉR LÆKKUN Á TEKJUSKATTI Sérstök ákvæði skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum tekjum að ákveðnu hámarki kaupverð hlutabréfanna. Við höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum. Verið velkómin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18 eða að hringja í síma 688568. Við gefum ykkur góð ráð. 1/ERÐBRÉFflUIÐSKIPTI V/ SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 JÓLATRÉSSKEMMTUN 1989 fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður í Hreyfilshúsinu við Felismúla annan dag jóla kl. 15.00-18.00. JÓLASVEINAR KOMA í HEIMSÓKN Verð kr. 500,- Miðar seldir við innganginn JOOP! .1ÓLASKÁKÞRA l JTIR Þetta er eitt af mörgum fræg- um þríleiksdæmum Loyds (1841-1911), sem voru svo hag- anlega samin að skákheimurinn stóð á öndinni. Það var lagt fyrir keppendur á stórmótinu í New York 1893 og varð Emanuel Lasker, sem ári síðar varð heims- meistari, fyrstur til að leysa það. Það tók þann mikla snilling samt heilar 35 mínútur að finna lausn- ina. Englendingurinn Harry Nel- son Pillsbury varð næstur, en hann þurfti 40 mínútur. Það þarf því enginn lesenda að skammast sín fyrir það að þurfa að líta á vísbendinguna, þótt einhveijir vilji vafalaust leggja blað yfir hana og reyna við dæmið hjálpar- laust. Fyrsta dæmið er ein af hinum svonefndu Mansúba-þrautum, fomum arabískum dæmum og er það úr al-Adli-handritinu frá 9. öld. Það er laglegt, en ekki sérlega erfítt. Reyndar var mann- gangurinn á þessum tíma nokkuð frábrugðinn því sem riú tíðkast, en hrókar og riddarar ganga eins og er dæmið því í fullu gildi. Annað dæmið er einnig mjög einfalt og ætti ekki að vefjast fyrir mörgum, en lausnin er samt smellin. Höfundur þess er kona. Þriðja þrautin er eftir dr. Her- mann Þórisson, stærðfræðing, en hann samdi það fyrir nokkrum árum. Það eru ekki margir ís- lendingar sem hafa fengið birt eftir sig skákdæmi, sérstaklega ekki á seinni árum. Vafalaust er þó eitthvað um að m'enn dundi sér við þetta í laumi. Fjórða dæmið er nýtt og vegna þess hve hvítur á marga menn en svartur fáa,' getur það tekið nokkurn tíma að útiloka aðra lausnarleiki en þann rétta. Það birtist í lettneska tímaritinu Shakmatnyi Riga fyrir stuttu. Rússneski skógarvörðurinn Alexei A. Troitzky (1866-1942) er höfundur fímmta dæmisins, en hann var brautryðjandi í tafl- lokasmíð. Þetta er líklega hans frægasta dæmi, hann samdi það árið 1879, og hefur því verið gefið nafnið „ódauðlegu tafllok- in“. Vafalaust hafa einhveijir les- enda séð það áður. Gegn beztu vörn svarts endar lausnin með glæsilegu máti. Höfundur þess sjötta er sovézki verkfræðingurinn Henrik M. Kaspaijan (f. 1910), en hann er geysilega afkastamikill og fær tafllokahöfundur, sem gefið hef- ur út fjölda bóka. Dæmi hans koma oft mjög á óvart, svo sem þetta, en í því teflir hvítur til vinnings þótt hann sé miklu liði undir. Vinningsafbrigðið er frem- ur langt, en fyrstu leikirnir eru ekki sérlega vel faldir. Vísbending með sjöunda dæm- inu: Leikur hvíts er sá sem tapar mestu liði í stöðunni og veldur því að liðsmunur jafn- ast svo að segja alveg. Lausnirnar birtast fljótlega eftir jól. GLEÐILEG JÓL! Heimildir: Nathan Divinsky: The Batsford Encyclopaedia of Chess, London 1990, dr. Ingimar Jónsson: Alfræðibókin um skák, A-Ö, Reykjavík 1988, ýmsir sovézkir höfundar: Shak- hmatnyi enzyklopedísjevskí slovaij, Moskva 1990, Shakmatnyi Riga, 17. tbl. 1990 og G.M. Kasparjau: etjúdi, tatji, analisji, Moskva 1988. _________Skák____________ Margeir Pétursson ÞAÐ má með sanni segja að jólaskákþrautirnar séu sín úr hverri áttinni að þessu sinni. Sú fyrsta er með þeim elstu sem þekktar eru og höfund- urinn ekki kunnugur tækni við að dulbúa lausnina. Næsta þraut er frá síðustu öld og er höfundurinn kona, sem er óvenjulegt, því konur hafa lítt gefið sig að samningu skákdæma. Það þriðja er ný- legt, höfundurinn er reyndar ungur íslendingur, og það fjórða er nýtt, nokkuð hefð- bundið tvíleiksdæmi. Þrjú hin síðustu eru eftir risa í skák- dæmasmíð, Sovétmennina Troitsky og Kaspaijan, og það síðasta á Bandaríkjamað- urinn Sam Loyd. Dæmi hans er reyndar svo erfitt að í lok lesmálsins um dæmin er vísbending um það hver fyrsti leikurinn sé. 1. Forn arabísk þraut. 2. Höf. Klara S. Hellwig 1862. 5. Höf. Troitzky 1879. Hvítur leikur og vinnur. 3. Höf. dr. Hermann Þórisson. ■ b c d a I g h Hvítur mátar í öðrum leik. 6. Höf. G.M. Kaspaijan 1975. Hvítur leikur og vinnur. 4. Höf. V. Popov 1990. 7. Höf. Sam Loyd 1893. Hvítur mátar í þriðja leik. ^////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////z; íslenska óperan Frumsýning 26. desember önnur sýning 28. desember þriðja sýning 30. desernber fjórða sýning 2. janúar '91 Miöasaia: ® ) 1475 & 621077 laugardag 14-18 Þorlóksmessu 14-18 aðfangadag 09-12 Munið jólagjafakoríin x, ------------------------------------,.....................................—------——y //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////x//////////// i v% I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.