Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 51

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 51
oeer fl5THM!a?>aa .ss flao/.auM/ua aiaAjanuoHOM MORGUNBKÐIÐ- SUNNUDAGUR 23: -DESKMBBRU990 Afmæliskveðja: Haukur Gíslason Stóru-Rey kj um Haukur Gíslason bóndi og hreppstjóri á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi er sjötugur í dag. Haukur er fæddur á Þorláks- messudag 1920, fjórði elstur af níu systkinum, börnum Maríu Þor- láksínu Jónsdóttur frá Seljatungu og Gísla Jónssonar hreppstjóra á Stóru-Reykjum. Gísli og María bjuggu rausnar- búi á Stóru-Reykjum, var Gísli í fararbroddi í félagsmálum í sveit sinni og sýslu um áratugaskeið. Oddviti, hreppstjóri og sýslunefnd- armaður og formaður stjórnar Kaupfélags Árnesinga á mestu uppbyggingarárum félagsins. Það var því gestkvæmt á Stóru- Reykjum, þangað komu margir til skrafs og ráðgjörða, heimilið var miðstöð mikilla umsvifa og hús- bóndinn störfum hlaðinn. Haukur og systkini hans fóru því ung að árum að vinna og létta undir við búskapinn á Stóru-Reykjum, en á heimilinu hjá Gísla og Maríu var einnig frændi sem systkinin köll- uðu svo, Hannes Jónsson bróðir Gísla. Vann hann alla tíð að búinu og var lítið útá við, þó ekki skorti hann gáfur og hæfileika. Það kom fljótt í hlut Hauks að verða sá bræðranna sem mest starfaði að búskapnum, bæði var það að hugur bræðra hans stefndi til annarra starfa og svo hitt að Haukur varð fljótt kappsfullur við vinnu og glöggur búfjárhirðir. Einnig mun Gísli hafa talið eðli- legj; að einhver sona sinna yrði bóndi á Stóru-Reykjum, en jörðin hefur verið setin af sömu ættinni allt frá 1841 og oftast erfst í bein- an karllegg. Það varð því hlutskipti Hauks Gíslasonar að standa við hlið for- eldra sinna og innleiða nýja bú- skaparhætti, öld véltækninnar var að þoka til hliðar aldagömlum sið- um í búskaparháttum. Stóru-Reykjaheimilið var þar eins og víðar í fararbroddi nýrrar sóknar. Láfsstarf Hauks hefur því að mestu verið bundið við búskap- inn á Stóru-Reykjum. Hann stund- aði að vísu vinnu útífrá í slátur- tíðinni á haustin um tíma, enda orðalagður fláningsmaður. Hann fór einnig í vist og aflaði sér þekk- ingar og starfsreynslu um land- búnaðinn, en það var gert til að búa heimilið undir öld véltækninn- ar, fyrst fyrir hesta og síðar þá miklu þróun sem átt hefur sér stað frá stríðslokum og öllum er kunn. Haukur gekk að eiga Sigur- björgu Geirsdóttur frá Hallanda 1952. Sigurbjörg er af kunnu dugnaðarfólki komin í báðar ættir. Fyrstu árin bjuggu þau félags- búi með gömlu hjónunum og í sama húsi þó heimilin væru aðskilin að forminu til. Aldur var að færast yfir gamla fólkið og heilsunni tók að hraka, svo þau Haukur og Sigga báru hitann og þungann af umönn- un og umhirðu á báðum heimilum. Unga stúlkan frá Hallanda tók að sér mikið hlutverk þegar hún gerð- ist húsfreyja á þessu forystuheim- ili, en henni farnaðist það vel og bar aldrei skugga á samskipti hennar og tengdaforeldranna eða við Hannes. Lifði gamla fólkið til æviloka á Stóru-Reykjum og minn- ist Sigurbjörg þeirra jafnan með virðingu og hlýhug. Haukur og Sigurbjörg hafa ver- ið samhent í lífí og starfí og byggt upp jörð sína og ræktað, eru nú Stóru-Reykir ein best hýsta jörð í Ámessýslu. Þau hjón eiga sex börn sem eru: María, f. 1953, býr í Geirakoti í Sandvíkurhreppi, gift Ólafí Krist- jánssyni, Margrét, f. 1955, býr á Selfossi, gift þeim er þetta ritar, Gerður, f. 1958, býr á Skálá í Skagafírði, sambýlismaður Karl Bergmann, Gísli, f. 1961, bóndi á Stóru-Reykjum, kvæntur Jónínu Einarsdóttur, Vigdís, f. 1965, garðyrkjufræðingur í Reykjavík, Hróðný Hanna, bankamaður á Selfossi, sambýlismaður Hróbjart- ur Örn Eyjólfsson. Barnabörnin eru nú þrettán og eitt langafabam. Haukur á Reykjum hefur verið starfí sínu og stétt trúr, óvenju kappsfullur og fljótur að vinna hvert verk. Hefur næmt auga og gott verksvit, þolir illa droll og tafsamar vinnuaðferðir. Jafnan með þeim fyrstu að ljúka heyskap í sveit sinni, glöggur á veður og oft forspár um tíðarfar, mikill bú- fjárræktarmaður ekki síst á sauð- fé/ jafnan með verðlaunahrúta í fremstu röð í sveit sinni og sýslu. Oft hefur þeim er þetta ritar verið það undrunarefni, hversu glöggur og skjótur Haukur er að velja sér ásetningshrúta úr hjörðinni á haustin. Haukur hefur verið kvaddur til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, átti sæti í hreppsnefnd um langt skeið og var varaoddviti. Hefur gegnt hreppstjórastarfi í ein þijátíu ár. Það er gott að leita til Hauks, hann greinir aðalatriði hvers máls, þannig hefur hann reynst farsæll í félagsmálum og leyst öll mál í sátt og friði. Haukur hefur ekki tamið sér mikil ræðuhöld á mannafundum, en bæði þar og í einkaviðtölum gerir hann oft athugasemdir sem sýna vel hversu glöggur hann er og vel heima í hinum flóknustu málum. Enda fylgist hann vel með þjóðmálum og tekur afstöðu til málefna hverju sinni. Hann er umtalsgóður um fólk, sé eitthvað sem honum mislíkar, talar hann sem minnst um það og eyðir öllu slíku tali. Hann sér að vísu hina spaugilegu hlið tilverunnar og hef- ur gaman af atvikum sem engan særa. Heimilið á Stóru-Reykjum er myndarlegt menningarheimili, þau hjón hafa reglu á hveijum hlut. Umgengni bæði innanbæjar sem og úti við er til fyrirmyndar. Á síðustu árum hafa þau hjón ferð- ast talsvert bæði hér innanlands svo og erlendis. Hafa þau af slíku yndi og hafa eignast í gegnum slíkar ferðir góða kunningja um allt land. Þau Haukur og Sigurbjörg geta nú horft með nokkru stolti yfír farinn veg, þau lögðu sig fram og gæfan hefur verið þeim hliðholl. Búskapurinn á Stóru-Reykjum en enn að ganga í beinan karllegg, færast í hendurnar á syni og tengdadóttur sem hafa byggt sér glæsilegt íbúðarhús á staðnum. Þótt Haukur Gíslason sé nú sjö- tugur og lífssól hans að ganga inn á Vesturloftið, þá ber hann aldur- inn vel, varla hægt að greina grátt hár á höfði hans, fullur orku og starfsgleði. Megi hamingjan fýlgja þeim hjónum um alta framtíð. Guðni Ágústsson g Cóð tíðindi fyrir þd m vilja nd longt um jólin Nú eru jól í tvennum skilningi. í fyrsta lagi eru það hin hefðbundnu jól og svo jól hjá þeim er vilja hringja í vini sína og ættingja úti á landi eða erlendis. Astæðan er mikil verðlækkun á langlínusímtölum innanlands og milli landa. Þeir sem fara seint að sofa um hátíðarnar geta hringt enn ódýrara eftir kl. 23. Notaðu símann til að óska vinum þínum og ættingjum gleðilegra jóla - það er svo ódýrt. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin | «J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.