Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 53

Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 53
L MORGUNBIJVÐIB SUNNUDAGUR -23. í^ljSBMBER 1990 ; Vandræðagemlingurinn og útvarpsstjarnan Jólamynd Laugarásbíós heitir Prakkarínn („Problem Child“) og er um sjö ára gamlan dreng sem hefur þá sérstöku hæfileika að geta lagt nánasta umhverfi sitt og líf þeirra sem nálægt honum koma gersamlega í rúst þegar honum sýnist svo. Leikstjóri gamanmyndarinnar er Dennis Dugan én með aðalhlut- verkin fara John Ritter, þekktur sjónvarpsleikari í Bandaríkjunum, Amy Yasbeck, sem leika foreldra stráksins, Jack Warden leikur af- ann en hinn sjö ára gamla vand- ræðagemling leikur Michael Oliv- er. Ritter og Yasbeck eru hjón sem reynt hafa í mörg ár að eignast barn, hann af því hann langar í bam, hún af því það fer vel við úthverfalífið þeirra. Þegar hjónin leita fyrir sér með ættleiðingu komast þau að því að margra ára biðlisti er eftir venjulegum bömum en til sé þessi strákur ... Þegar piltur yfirgefur nunnurnar á mun- aðarleysingjahælinu og heldur á vit nýju foreldranna dansa þær af gleði og hægt og sígandi tekur líf hjónanna að breytast í martröð. Önnur jólamynd Laugarásbíós er unglingamyndin Hækkaðu í Úr jólamynd Prakkarinn. Laugarásbíós, tækinu („Pump Up the Volume") með unglingastjömunni Christian Slater í aðalhlutverki. Leikstjóri og handritshöfundur er Allan Moyle. Slater leikur uppburðarlítinn og hlédrægan strák sem kemur í nýj- an menntaskóla í Arizona. Hann hefur fáa til að tala við um vanda- mál unglingsins svosem eins og foreldra, skólann, stelpur og hvað eina svo hann lætur móðan mása á stuttbylgjuútvarpi, sem hann setur upp í kjallaranum heima hjá sér. Hann er ekkert sérlega feiminn í þessu kvöldútyarpi sínu og það fellur í góðan jarðveg hjá jafn- öldrum hans og skólasystkinum sem taka að hringja í útvarpið hans og lýsa sínum eigin áhyggj- um um skólann, kennarana, sam- kynhneigð, jafn'vel sjálfsmorð. Brátt stefnir í uppreisn í skólan- um ... Slater er einn af efnilegustu ungu leikurunum í Hollywood — einhver líkti honum við Jack Nic- holson þegar hann var ungur — en það má vera að einhver muni eftir honum úr Nafni rósarinnar þar sem hann lék meðreiðarsvein Vilhjálms frá Baskerville. Úr jólamynd Bíóborgarinnar, Jólafríið. Lítil dama, ónýtt jólafrí, endalaus saga og hafmeyja Úr aðaljólamynd Bíóhallarinnar og Bíóborgarinnar, Þrír menn og lítil dama. Þrír menn og litil dama („Three Men and a Little Lady“) er aðal- jólamynd Bíóhallarinnar og Bíóborg- arinnar en það er framhaldsmynd hinnar geysivinsælu Þrír menn og bam, sem aftur var endurgerð frönsku gamanmyndarinnar, Þrír menn og karfa eða „Trois hommes et un couffín" eftir Colin Serrau. Framhaldsmyndin er með þeim Tom Selleck, Ted Danson og Steve Guttenberg sem fyrr en nú er litla barnið, sem þeir önnuðust með miklu brambolti í fyrri myndinni, orðin fímm ára gömul en það auðveldar sannarlega ekki málið. Þegar mamman, leikin af Nancy Travis, kynnist Breta og flyst með honum yfír hafíð með stelpunni elta pipar- sveinarnir þrír og reyna að hafa áhrif á gang mála. „í fyrstu myndinni var kjörorð piparsveinanna þetta: Svo margar konur, svo lítill tími,“ segir leikstjór- inn Emile Ardolino („Dirty Danc- ing“), sem tekið hefur við stjóminni af Leonard Nimoy. „Núna hafa þeir þroskast og fólk fær að sjá hvemig bamið hefur haft áhrif á þá og hvem- ig þau fást við ólík vandamál sam- an.“ Þrír menn og lítil dama hefur verið fmmsýnd í Bíóhöllinni en byij- ar einnig í Bíóborginni á annan í jólum. Önnur jólamynd Bíóhallarinnar er líka önnur framhaldsmynd, Sagan endalausa II („The Never Ending Stop? II: The Next Chapter"). Hún segir frá dreng sem kemst yfír töfra- bók og dettur inn í æfintýralandið sem hún lýsir og bjargar því frá hinni illu nom, Tóminu. Hér er á ferðinni klassískt ævintýri um baráttu góðs og ills, flughundurinn Fálki úr fyrri myndinni kemur aftur við sögu og Steini, gtjótið sem talar. Önnur barátta góðs og ills fer fram í þriðju jólamynd Bíóhallarinnar en það er Disney-teiknimyndin Litla hafmeyjan („The Little Mermaid"). Hún er einnig sýnd í Bíóborginni. Litla hafmeyjan er gerð eftir ævin- týri H.C. Andersens og vakti gríðar- lega hrifningu í Bandaríkjunum þeg- ar hún var sýnd þar fyrir ári en þá var hún sögð besta Disney-teikni- myndin sem komið hefði fram í 30 ár eða frá því Þymirós var gerð árið 1959. Hun markar afturhvarf Disneyfé- lagsins til fallegu ævintýranna í sögu um hafmeyjuna litlu sem bjargar prinsi frá dmkknun, verður yfír sig ástfangin og dreymir um að fá lapp- ir og iifa í mannheimum. Faðir henn- ar, sjávarguðinn, er sannarlega á móti ráðahagnum en illa nornin í undirdjúpunum ætlar að nota draum hafmeyjunnar til að ná völdum. Önnur jólamynd Bíóborgarinnar er gamanmyndin Jólafríið („Christmas Vacation") með Chevy Chase í aðalhlutverki. Það er farsa- kennd lýsing á því hvemig jólahald Griswold-fjölskyldunnar fer hægt en örugglega í hundana. Þetta er þriðja frí Griswold-fjöl- skyldunnar sem við fáum að fylgjast með; það fyrsta var ferð um Banda- ríkin og númer tvö var ferð um Evr- ópu. Höfuð fjölskyldunnar, sjálfur Griswold sem leikinn er af Chase, er rósemin uppmáluð og holdtekning bjartsýninnar sem veitir ekki af því hann er sjúklegur hrakfallabálkur. Hann vill halda góð, gamaldags jól í faðmi fjölskyldunnar og býður í því skyni foreldrum sínum, tengdafor- eldrum, afa og ömmu og að auki kemur heldur sóðaiegur frændi í heimsókn með allt sitt fólk. Þá fmmsýnir Bíóhöllin myndina „Prancer" um jólírí. Það er fjöl- skyldumynd um litla stelpu sem hjálpar öðrum að endurupplifa hina sönnu merkingu jólanna. Með aðal- hlutverkin fara Sam Elliot og Reb- ecca Harrell. Leikstjóri er John Han- cock. LAUGARASBIO BIOHOLLIN/BIOBORGIN ""-Tl \SAltYO\ rýfur hljóömúrinn Betri mynd- og hljómgæði en áður hafa þekkst. CEP 3359 •Flaturskjár „MATRIX“. • Stereo 2x15w magnari með fjórum hátölurum • Super VHS • SCART-tergi • Tengi fyrir aukahátalara • Sjálfvirk stöðvaleit • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC • Nicam tengi • Fullkomin fjarstýring og skjátexti fyrir aðgeröir • „Teletext" og fleira kr. 189.900 stgr. CEP 2872 • Flatur skjár „MATRIX" • 78 aðgerðir úr fjarstýringu • „Teletext“ • Stereo • 2x16w magnari • Færan- legirhátalararáhliðum *Tvö SCART-tengi • Sjálfvirk stöðvaleit • Super-VHS • Skjátexti með möguleika á sex tungumálum • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC. kr. 106.400,- stgr. CEP 2151 21” • Flatur skjár „MATRIX“ • „Teletext“ tengi • Skjátexti • Tímarofi, 30, 60,90 og 120 mín. • Tengingfyrir heyrnartól • SCART-tengi • Slekkur sjálft á sér eftir að útsendingu lýkur • AV inngangur. kr. 60.500,- stgr. CEP 6022 20” • Skjátexti • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • AV inngangur • Tímarofi, 30, 60, 90 og 120 mín. • Tengi fyrir heymartól • Stöðvalæsing • Flettir stöðvum í minni • 32 stöðvar. kr. 44.800,- stgr. CEP 3022 14” • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • Skjátexti • Tímarofi, 20, 60, 90 og 120 mín. • Tengi fyrir heyrnartól • AV inngangur • Órlampi og fleira. kr. 28.300,- stgr. GK Gunnar Asgeirsson hf. Suöuriandsbraut 16 • Sími 680780 HÍtí S NÚ WUÝSINGASTOfA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.