Morgunblaðið - 09.02.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.02.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 Minning: Rannveig Gunnars- dóttírfrá Skógum Fædd 6. nóvember 1901 Dáin 29. janúar 1991 Tengdamóðir mín, Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxar- fírði, lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. janúar sl. Rannveig var fædd að Skógum 6. nóvember 1901, elst níu barna merkishjónanna Gunnars Arnason- ar og Kristveigar Björnsdóttur, sem bjuggu að Skógum yfír 30 ár. Af systkinum Rannveigar eru fimm á lífí, Björn, Sigurveig, Sigurður, Óli og Þórhalla. Gunnar bóndi í Skógum var völ- undarsmiður bæði á tré og málma. Bera gripir hans vott um snilldar handbragð. Var mjög leitað til Gunnars vegna hagleiks hans, auk þess sem hann valdist til margskon- ar trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. í Skógum var á þessum tíma húsakostur rýmri og betri en tíðkað- ist í sveitum. Hefur mér skilist að Skógaheimilið hafí verið samkomu- og fundarstaður héraðsbúa um ára- bil. Rannveigu var því fyrirgreiðsla og gestrisni í blóð borin. Þann 17. júlí 1918 gengur Rann- veig að eiga Bjöm Kristjánsson frá Víkingavatni, sem þá var tekinn við stjóm Kaupfélags Norður-Þing- eyinga á Kópaskeri. Bjöm hafði misst fyrri konu sína, Gunnþórunni Þorbergsdóttur, 7 ámm áður, en þau átti einn son, Þórhall, er síðar tók við kaupfélagsstjórastarfí af föður sínum og gegndi því í 19 ár. Rannveig tekur því, aðeins 17 ára gömul, við húsforráðum á um- svifamesta heimili héraðsins. Kaup- félagið var í mótun á þessum tíma, Kópasker að byggjast upp við hafn- lausa strönd. Heimili Bjöms og Rannveigar var fyrst í húsi kaupfé- lagsins á staðnum og varð það eðli- lega miðpunktur þessara athafna. Flestallir héraðsbúar munu hafa átt erindi til þessa heimilis, sem öllum stóð opið, þó húsakostur væri þröngur, hvort sem um var að ræða veittan beina, gistingu eða fundaað- stöðu. Sr. Páll Þorleifsson frá Skinnastað lætur þess getið í hand- riti (endurminningum) hve vanda- mál héraðsbúa leystust oft á þessu heimili. Árið 1934 byggja svo Bjöm og Rannveig húsið Utskála, sem varð heimili þeirra meðan þau dvöldust á Kópaskeri. Auk umsvifa við rekstur ungs kaupfélags sat Bjöm á alþingi fyrir Norður-Þingeyinga tvö kjörtímabil, auk þess að gegna mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Vart ■ er að efa, að veganesti Rannveigar frá uppvaxtarámm í Skógum hafí reynst henni heilla- dijúgt til þeirra starfa sem við tóku. Börn Rannveigar og Björns eru þessi: Gunnþómnn, f. 14. nóvember 1919, gift Bjama Guðbjömssyni. Kristveig, f. 15. október 1921, d. í júlí 1924. Gunnar Kristján, f. 20. janúar 1924, kvæntur Lovísu Bjömsson. Guðmundur, f. 2. nóv- ember 1925, d. 13. desember 1988, kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttur. Kristveig, f. 2. janúar 1927, gift Halldóri Sigurðssyni. Jónína Ásta, f. 28. júní 1930 gift Birni Bene- diktssyni. Auk Þórhalls ólust upp á heimili þeirra hjóna þijú fósturbörn. Af- komendur þeirra hjóna eru orðnir 120. Þrátt fyrir stórt heimili virtist Rannveig eiga tíma aflögu til að sinna öðmm hugðarefnum. Söngur og tónlist vom henni hugleikin. Hún tók einnig virkan þátt í starfí kven- félags sveitarinnar og kvenfélaga- sambands sýslunnar um árabil, auk ýmissa félagsstarfa eftir að þau hjónin flytja til Reykjavíkur 1957, en þar áttu þau heimili á Grenimel Í3. Ég kynntist Rannveigu og Birni ekki að marki fyrr en eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Alltaf mætti maður sömu einlægu hlýjunni á heimili þeirra þar, sem öllum stóð opið sem áður. Rannveig missir mann sinn 10. júlí 1973. Heldur hún heimili áfram á Grenimel 13 þar til heilsan bilar fyrir rúmum 4 árum og hún flyst á Borgarspítal- ann, þar sem hún naut frábærrar umönnunar starfsfólks og aðstand- enda, þar til yfír Iauk. Ekki verður minnst Rannveigar frá Skógum nema getið sé um- hyggju hennar fyrir gróðri og mold. Ófáum stundum varði hún til að sinna,blómum sínum og garði. Allt virtist geta gróið í höndum hennar. Nú er skarð fyrir skildi á Greni- mel 13. Fátt verður sem áður. Það fer vel á því, að leiðarlokum, að Rannveig flytjist hingað norður til hvílu í þeirri norður-þingeysku mold, sem hún unni. Með virðingu og þakklæti frá öllum í okkar fjölskyldu. Megi minningin um Rannveigu frá Skógum lifa með okkur um ókomin ár. Björn og Ásta Kveðjustund er runnin upp. Rannveig var seinni kona Björns Kristjánssonar afa míns, en „nöfnu“ kölluðum við hvor aðra frá þvi ég man eftir mér. Á uppvaxtarárum okkar systkinanna í Sandhólum áttu þau enn heima í Útskálum. Við vorum heimagangar hjá þeim nöfnu og afa. Alltaf vorum við vel- komin og þau einstaklega góð við okkur, þar gistum við og vorum í fóstri ef á þurfti að halda. Það er ógleymanlegt þegar pabbi o_g mamma fóru með okkur öll í Útskála á aðfangadagskvöldi, ekki síst þegar allir fóru í röð inn í búr, en þar var veggur þar sem nafna mældi og skráði hæð okkar krakk- anna og fylgdist þannig með árleg- um vexti okkar. Athöfn varð oft að ánægju með henni, t.d. þegar hún vitjaði um silunganet í fjörunni. Afí og nafna fluttu til Reykjavík- ur 1957. Þá bjuggu foreldrar okkar enn nyrðra. Dvöldum við systur þá stundum hjá þeim á hátíðum og oftar, eftir að við fórum að sækja skóla sunnanlands. Þá tíðkaðist ekki að fara norður í jólafríinu. Ætíð virtist nægur tími og vilji til gestamóttöku á heimili þeirra, enda jafnan gestkvæmt og allir skyldu njóta veitinga, sem bornar voru fram með gleði og af rausn. Nafna mín fylgdist vel með fólk- inu sínu og gat sett sig í spor þess og því var auðvelt að segja henni frá, hún hlustaði vel og gaf góð ráð. Mér fannst hún vera mín besta vinkona, traust og trygg. Hún hafði einstakt lag á að gleðja börn, útbúa fyrir þau áhugaverð verkefni og gera stundir hátíðlegar. Margt liggur eftir hana sem hún bjó til handa börnunum. Svo mikil var hugkvæmnin við að nýta ólík- legasta efni til sköpunar að líkast var sem allt lifnaði í höndum henn- ar. Mörgum stundum eyddi nafna í garðinum sínum bæði fyrir norðan og á Grenimel, þar sem fjölbreyttur gróður naut aðhlynningar hennar. Fyrir fjórum og hálfu ári varð hún fyrir því áfaili að lamast að hluta og missa málið, hún þekkti okkur þó og skildi, en gat ekki tjáð sig. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með þeirri stillingu og æðru- leysi sem hún sýndi allan þennan tíma. Einlægar þakkir færum við öllu því góða fólki sem annaðist nöfnu á Borgarspítalanum. Auðséð var að þar átti hún margra góða vini sem létu sér annt um hana og lögðu sig fram um að skilja hana og létta henni stundirnar. Ég er henni þakklát fyrir að vera eins og hún var. Gunnþórunn Rannveig Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Rannveigar Gunnarsdóttur frá Skógum í Öxar- fírði. Margs er að minnast því leiðir okkar lágu snemma saman, eða þegar ég nokkurra vikna gamall fór með foreldrum mínum í fyrstu heimsóknina til ömmu og afa á Kópaskeri. Frá þeim degi var þar mitt annað heimili allt fram að fermingu. Dvaldi ég þar hvert sum- ar, og þar að auki samfellt í hálft annað ár þegar foréldrar mínir dvöldu erlendis. Til marks um-þá umhyggju og alúð sem ég naut hjá ömmu og afa, þá var tilhlökkunin um norðurferð að vori alltaf jafn mikil og alltaf var söknuður við brottför að hausti. Var dvölin þó flest árin löng, eða frá því snemma vors og til síðla hausts. Þrátt fyrir annasama daga er fýlgdu umfangsmiklu heimilishaldi virtist amma alltaf hafa nægan tíma til frásagna, tilsagna og fróð- leikssmiðlunar af ýmsum toga. Árið 1957 fluttu amma og afí til Reykjavíkur og bjuggu eftir það á Grenimel 13. Þegar ég hóf nám við Háskóla íslands varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa í sama húsi og þau. Naut ég alla mína námstíð einstakr- ar umönnunar þeirra. Einnig er mér minnisstætt hversu velkomnir vinir mínir og kunningjar voru ávallt til þeirra. Enn lágu leiðir saman þegar við hjónin festum kaup á íbúð þeirri sem ég hafði búið í á námsárunum og fluttum þangað ásamt syni okk- ar haustið 1971. Þarna bjuggum við í nánu sam- býli í nær átta ár og ér sá tími okkur hjónum og börnum okkar ógleymanlegur, enda nutum við ein- stakrar hjáipsemi og alúðar, einkum ömmu, en afí dó sumarið 1973. Sérstaklega er okkur minnisstætt hvemig amma, sem unni öllum gróðri, kenndi börnunum að um- gangast hann. Á kveðjustund eru okkur efstar í huga þakkir tii ömmu fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem við urð- um aðnjótandi. Blessuð sé minning hennar. Björn Ragnar Það er alltaf sárt að kveðja ást- vin en ekki er hægt annað en þakka fyrir að amma fái þráða hvíld eftir langa legu á Borgarspítalanum. Hún hefði orðið 90 ára 6. nóvember í ár. Eftir standa dýrmætar minning- ar um ömmu Rannveigu. Amma var ein af þessum duglegu, fallegu, blíðu konum sem alltaf eru boðnar og búnar að rétta hjálparhönd öllum þeim sem bágt eiga. Amma hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og féll aldrei verk úr hendi, það var sama hvað það var, allt lék í höndum hennar. Ég man fyrst eftir ömmu og afa, Birni Kristjánssyni, á Kópaskeri þegar ég var smábarn og foreldrar mínir fóru með okkur systkinin norður á sumrin, það var yndislegur tími. í Útskálum var alltaf mikið líf og fjör og margt fólkið í kringum afa og ömmu. Á morgnana gaf amma okkur alltaf eggjabikar full- an af ijóma með hafragrautnum og auðvitað var þykkur ijómi út á hafragrautinn líka. Þetta fannst mér mikið lostæti og hef ég aldrei fengið betri hafragraut en hjá ömmu í Útskálum. Ég var 7 ára þegar afí hætti sem kaupfélags- stjóri á Kópaskeri og afi og amma fluttu suður. Mér er enn minnis- stæður þessi dagur þegar fólkið kvaddi afa og ömmu. Það var sól og blíða og ræður voru haldnar undir berum himni meðan afi og amma stóðu á tröppunum en við krakkamir stóðum á bak við tröpp- urnar og fylgdumst með. Það var fengur fyrir okkur krakkana að fá þau suður þar sem við gátum hitt ömmu og afa oftar á Grenimelnum, en við söknuðum björtu sumranna á Kópaskeri. Við bjuggum í grennd við Grenimelinn og oft var skotist til ömmu og alltaf jafn spennandi að sjá hvað hún var að sýsla. Á Grenimelnum voru unnir fallegir hlutir úr ótrúlegustu efnum. Seinna kallaði dóttir mín Grenimelinn dúkkuspítalann því alltaf gat lang- amma gert við bilaðar dúkkur. Þegar ég var 10 ára fékk ég botnlangakast og var lögð á spítala, eitthvað var batinn lengi að koma svo ég var látin vera hjá ömmu þar sem hún bjó á fyrstu hæð en foreldr- ar mínir á þriðju og ég átti erfítt með tröppumar heima. Amma sagði alltaf að það væri eitthvað að hjá mér meðan öðmm fannst ég vera óttaleg kveif. Það kom svo á daginn seinna að amma hafði á réttu að standa þegar ég var keyrð í skyndi á spítalann aftur með ígerð í skurði. Þegar ég var orðinn gift kona og heimsótti ömmu á Grenimelinn þá var alltaf fyrsta spurningin „hvað ertu með í höndunum núna“ og var þá átt við handavinnuna. Henni fannst ómögulegt ef við stúlkurnar værum ekki með ein- hveija handavinnu enda ekki fáir hlutirnir sem liggja eftir hana. Minningamar streyma í hugann þegar ég minnist ömmu, hún var yndisleg kona og það er gott að eiga minningamar um hugljúfar samverustundir. Megi amma mín hvíla í guðs friði. Rannveig Gunnarsdóttir Elín Guðjónsdóttir, Sandlæk - Minning Fædd 14. september 1901 Dáin 2. febrúar 1991 Vaktu minn Jesú, vaktu í mér. Vaka iáttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Sr. Hallgr. Pétursson) Ljóðlínur þessar em viðeigandi upphaf minningargreinar um tengdamóður mína, frú Elínu Guð- jónsdóttur, því hún elskaði þær og þær lýsa betur en margt annað við- horfí hennar til lífsins. Hún lést í svefni á Sjúkrahúsi Selfoss, og verður í dag til moldar borin frá Hrepphólakirkju. Elín var Ámesingur og komin af rótgrónum bændaættum í báðar ættir. Foreldrar hennar vora hjónin Guðjón Jónsson bóndi í Unnarholti, Hranamannahreppi, og Elínborg ^sdófyjr. Þau eignuðust tíu börn, sem vora einstaklega samhuga, en Guðrún, næstyngst þeirra, er nú ein eftirlifandi. Ung að áram giftist Elín óðals- bóndanum Lofti Loftssyni á Sand- læk, þar sem þau bjuggu við reisn. En Loftur lést fyrir allmörgum áram. Þeim varð fímm bama auðið. Þau eru: Baldur bifreiðastjóri í Þor- lákshöfn, Erlingur bóndi á Sand- læk, Gnúpveijahreppi, Loftur tón- menntakennari, Breiðanesi, Gnúp- veijahreppi, Sigríður deildariðju- þjálfí, Malmö, Svíþjóð og Elínborg tónmenntakennari, Akureyri. Elín fór oft með kvæði og sálma, en fjölda þeirra kunni hún utanbók- ar. Hún hafði unun af söng, tónlist og lestri góðra bóka, eiginleika sem hún ræktaði með bömum sínum í ríkum mæli. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum, var hagsýn, þrifin og.góð búkopa, eins og heimilið á Sandlæk bar með sér, en heimilis- hald, hannyrðir og saumaskap lærði hún á Akureyri. í Gróðrarstöð Reykjavíkur lærði hún undirstöður blóma- og tijáræktar hjá Ragnari Ásgeirssyni, því löngu á undan samtíð sinni, fékk hún áhuga á tijá- og gróðurræjd, sem entist allt Jífíð. Og segja má, að allt lifði og dafn- aði sem hönd hennar hreyfði enda átti hún mörg spor og handtök í garðinum sínum. Ef svo bar við gat Elín verið föst fyrir og óhrædd að láta skoðanir sínar í ljós, engu að síður var hún allra manna hugljúfust, sem vildi leysa sérvert mál. Hún átti mikinn fjölda vina á öllum aldri og ófá börn sem dvöldu á Sandlæk, lengri eða skemmri tíma, héldu tryggð við hana allt lífíð og litu á Eiínu sem aðra móður sína. En gagnvart sínum eigin, minnti hún mig helst á aðgætinn fugl, sem breiddi vængi yfir unga sína til að vernda þá gagnvart sérhverri hættu á lífsins braut. Og það eru mér ógleymanlegar stundir, frá jólum og öðram hátíðum, þgar allir sem gátu því við komið, þyrptust að Sandlæk til að eiga stundarskjól undir mjúkum vængjum hennar. Já! Þannig var hún. Höfðingi heim að sækja, sem vildi öllum gott. Hún miðlaði öðrum af næmum gáfum sínum og gæsku og í hveiju það felst að vera maður. Þetta flétt- aði hún nærfærnislega með ást sinni og orðum til barna, barna- barna, tengdabarna, ættingja og allra þeirra mörgu, sem kynntust henni. Og öll lærðum við að meta hennar sterku eilífðartrú og djúpa og einlæga ást á landinu, sem hún unni svo mjög, dýrum þess, fuglum og gróðri. Og ég minnist enn, þeg- ar við voram mörg saman komin á Álfaskeiði, fyrir fáum áram, að hún hátt á níræðisaldri, stiklaði eins og fjallageit undan okkur upp á Lang- holtsfjall og sýndi okkur fagurt umhverfí æskustöðva sinna og svæðis, þar sem hún ólst upp við leik og störf. En gengin er góð kona. Mikill persónuleiki, sem lifði eins og hún dó; í trú. Um eilífðina efaðist hún ekki og söng oft sálminn: „Þú Krist- ur, ástvin alls sem lifír.“ Og þó að hún ynni Sandlæk heitt, heimili hennar í 60 ár, var það trú hennar, að fyrst á himinsins strönd, þar sem brottfarnir vinir, ættingjar og elsk- aður eiginmaður biðu hana vel- komna, væri hún endanlega komin heim. Og í þeirri trú vil ég minnast Elínar, því orðstír góðrar konu gleymist ei. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Arngrímssoii,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.