Morgunblaðið - 09.02.1991, Side 36

Morgunblaðið - 09.02.1991, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 * Sveinn Agústsson frá Móum — Minning Þegar minn ágæti meistari og vinur hverfur til annarrar tilveru er mér einkar ljúft að fylgja honum úr hlaði með nokkrum línum. Það var enda samningur okkar á milli að sá okkar sem lengur þraukaði hérvistina, hripaði fáeinar línur, svo sem eins og kvittun fyrir lokið æviskeið, hinum til handa. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að Sveinn sé ekki, á þessum óhjákvæmilegu tímamót- um, að engu orðinn, heldur sé andi hans nú farinn að glíma við ný við- fangsefni á astralplaninu, eða hvar það nú er sem hann heldur sig. Þau eru orðin mörg og æði mis- jöfn úrlausnarefnin, sem við höfum í sameiningu rökrætt og fáa veit ég betur heima í hverskonar mál- efnum, allt frá fomsögum til stjarn- fræði. Það er því skarð fyrir skildi, sem seint verður fyllt í mínum huga þegar hann nú hverfur. Það er skrítið, að þegar hann allt í einu farinn er fyrir fullt og allt, er mér ekki söknuður efst í huga. Söknuður er fyrsta merki þess að farið sé að fenna í sporin, og til þess er minningin allt of ljóslifandi að um slíkt sé að ræða. Það sem mér er efst í huga er, merkilegt nokk, einskonar happatilfinning. Mér finnst það nefnilega sjaldgæft happ að hafa kynnst öðrum eins snillingi á lífsleiðinni. Ég veit að ég á eftir að vinna úr megninu af þeim hugmyndum, sem Sveinn kom inn í mitt vesæla hugarfylgsni og ef til vill endist mér ekki ævin til. A meðan verður hann mér ljóslif- andi, og þó hann hafí snuðað mig um Jónsmessugönguna, sem við ætluðum saman á Vörðufel! í sum- ar, er eins líklegt að ég fari hvort sem er, til að eiga, einn og með sjálfum mér, minningu um stórkost- legan persónuleika og góðan vin. Veri hann í eilífri náðinni. Jón Bjarnason Hinn 2. febrúar sl. lést í Reykjavík vinur minn Sveinn Agústsson, fyrrum bóndi á Móum í Gnúpveijahreppi, síðar kennari. Ég kynntist Sveini fyrir allmörg- um árum er ég var fangi austur á Hrauni. Hann var ráðinn þangað til að sjá um kennslu og var það mikið brautryðjandastarf. Sveinn hafði sérstaklega gott lag á nem- endum sínum og reyndist mér og* öðrum góður kennari. Starfið krafð- ist þrautseigju og þolinmæði sem honum vár eiginleg. Og ekki síst, mun það hafa reynt á þolrifín, því skiptar skoðanir voru um þetta ágæta starf. Nú er þeta löngu liðið og enginn mun efast um það, að Sveinn á þar stærstan hlut að menntun í fangelsum varð að veru- leika. Hann á fyrir það bestu þakk- ir skildar. Vinátta hefur haldist með okkur Sveini. Mér þótti afskaplega vænt um hann. Sveinn var skemmtilega kíminn og skapgóður. Hann hafði góða tilfinningu fyrir íslensku máli og miklar mætur á fornsögum. Njálssaga var honum hugleiknust. Málfar hans var sérstætt og hugs- unin skýr. Sveinn hafði gott innsæi og var oft glettinn í tilsvörum. Ein- hveiju sinni hitti hann mann á förn- um vegi og spurði til nafns. Maður- inn svaraði til sín, N.N. Þá segir Sveinn: „Það er ágætis nafn ef góður maður ber, en nafnið Kjartan þykir mér göfugt“. Og svo brosti hann góðlátlega. Þannig var Sveinn. Öll lágkúra og væmni var honum ekki að skapi. Því manngildi setti hann ofar öllu. Ég hitti Svein dag- inn fyrir andlát hans. Þá lá vel á honum. Hann hafði orð á því að hann saknaði séra Hannesar heitins í Fellsmúla, er dó fyrir nokkrum árum. Þeir voru ágætis vinir. Hann- es var gjarn á að glettast við Svein um það hvort hann væri búinn að Sigurlín Guðmunds- dóttir - Minning taka til sálmana. í staðinn skrifaði Sveinn minningargrein um séra Hannes og sátu þeir oft lengi og skemmtu sér yfír henni. Á einhvern hátt riljaðist þetta upp í samtali okkar Sveins. Hann hafði kannski fundið það á sér að hann ætti ekki langt eftir. Mér var hastarlega brugðið og mann setur hljóðan á stund sem þeirri. Sveinn var mér mikill styrkur í mörg ár og við deild- um saman mörgu eins og feðgar. Megi guð góður veita honum sælu og frið. Ég votta ættingjum Sveins dýpstu samúð mína. Sævar M. Ciesielski Fædd 17. september 1917 Dáin 28. janúar 1991 Laugardaginn 9. febrúar er Sig- urlína Guðmundsdóttir kvödd hinztu kveðju í Grundaríjarðar- kirkju af ættingjum og vinum. Hún fæddist 17. september 1917 á bæn- um Nýjubúð í Eyrarsveit. Þar ólst hún upp í foreldrahúsum ásamt fjórum systkinum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmunds- son og Jensína Ingibjörg Níelsdótt- ir. Sigurlín eða Lína eins og hún var jafnan kölluð hleypti heimdrag- anum og hélt til Reykjavíkur átján ára gömul. Hennar biðu þó ekki sömu örlög og svo margra sveita- barna fyrr og síðar; að segja skilið við sveitina fyrir fullt og allt á manndómsárunum. Hún sneri aftur heim í Nýjubúð árið 1939, er móðir hennar lézt og annaðist eftir það búið ásamt föður sínum. Árið 1952 gekk hún að eiga Jó- sef Ólaf Kjartansson og bjuggu þau saman í Nýjubúð þar til Jósef féll frá árið 1982. Elzti sonur hennar Jens Níels, sjómaður, er búsettur í Stykkis- hólmi. Dætur hennar þijár búa ijarri heimahögum, Ósk í Bolung- Minning: Ingólfur Tómasson frá VíkíMýrdal Fæddur 14. maí 1905 Dáinn 14. janúar 1991 Mánudaginn 14. janúar sl. lést á Landspítalanum Ingólfur Tómasson frá Vík í Myrdal á 86. aldursári. Hann var einn af 16 bömum heið- urshjónanna, Margrétar Jónsdóttur og Tómasar Jónssonar, sem lengst af bjuggu í Vík í Mýrdal og ólu að hluta til börn sín upp þar, en sumum var komið í fóstur eins og algengt var einkum ef barnahópurinn var stór og efni lítil. Ingólfi var 7 ára komið í fóstur að Hemru í Skaftártungu og vann hann á því heimili fram yfir tvítugs- aldur og naut góðs atlætis sem hann mat að verðleikum. Rúmlega tvítugur fór hann á Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan námi, sem þótti góður skóli, t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐMUNDSSON frá Nýlendu, Austur-Eyjafjöllum, lést á Sólvangi að morgni 8. febrúar. Guðmunda Sveihsdóttir, Sveinn Ó. Sveinsson, Elin Sveinsdóttir, Sigurður Ó. Sveinsson, Vilhjálmur Sveinsson, Lovísa Sveinsdóttir og aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SÆMUNDSDÓTTIR, Bústaðavegi 83, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, 7. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. fimmtudaginn Emilía Guðjónsdóttir, Hilmar Logi Guðjónsson, Rúnar Guðjónsson, Guðlaugur E. Guðjónsson. miðað við þeirra tíma mælikvarða. Að námi loknu fluttist hann til Reykjavíkur og vann þar bæði til sjós og lands fyrstu árin, en réðst síðan í fast starf á knattborðsstof- unni á Vesturgötu 6, þaðan sem margir eldri borgarar minnast þessa góðlega og glaða stjórnanda. Á knattborðsstofunni var unnið á vöktum og gat Ingólfur því verið í annarri vinnu hjá vini sínum, Gott- skálki Oddssyni, úrsmið, á Berg- staðastræti, þann hluta dagsins sem hann átti frían. Vinnudagurinn var því langur en Ingólfur taldi ekki eftir sér mikla vinnu, enda krepputímar. Árið 1932 kvæntist Ingólfur Herfríði Tómasdóttur frá Reykjavík, mikilli ágætis konu, sem lifir mann sinn. Þeim varð 3ja sona auðið, sem allir eru traustir menn og góðir fjölskyldufeður. Þeir eru Vilhelm, hárskerameistari, Örn, framkvæmdastjóri og Tómas, bygg- ingameistari. Þegar knattborðsstofan flutti af Vesturgötunni í nýtt húsnæði í Ein- holtinu gerðist Ingólfur meðeigandi og síðar árið 1956 skiptu þeir fyrir- tækinu og rak Ingólfur síðan sína eigin stofu um árabil, fyrst í Nóa- túninu og síðan á Hverfisgötu. Þeg- ar heilsan fór að bila tók Órn sonur hans við rekstrinum og hefur gert síðan. Frændgarðurinn var stór og naut Ingólfur mikillar væntumþykju okkar frændfólksihs, enda var hann um margt einstakur frændi, svo ljúfur og glaður. Ég miimist með hlýhug þegar við fluttumst til Reykjavíkur árið 1943 hvað Ingólf- ur og Herfríður tóku okkur unga fólkinu vel, þegar við komum í ijöl- skyiduboð á Lokastíginn og síðar í gleðina í nýju íbúðinni þeirra í Lönguhlíðinni, svo björt og falleg með blómum og bókum og elsti drengurinn, Vilhelm, spilaði fyrir okkur á fiðlu. Það tengjast eingöngu góðar minningar þessum móðurbróður minum og ég veit ég mæli fyrir hönd margra frændsystkina er ég þakka honum langa og góða víð- kynningu. Af þessum fjölmenna systkina- hópi eru eftirlifandi Margrét, hús- móðir á Litlu-Heiði í Mýrdal, og Ágústa, sem lengi bjó í Vík en flutt- ist til dóttur sinnar sem býr á Akur- eyri, þegar hún hóf búskap. Ingólfur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. janúar sl. Við vottum Herfríði, sonum, tengdadætrum, börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa minningu hans. Guðmundur Snorrason arvík, Salbjörg á ísafirði og Lilja í Reykjavík. Yngsti sonurinn, Kjart- an, hefur tekið við ættaróðalinu, Nyjubúð. Við lát eiginmannsins flyzt Lína til Grundarfjarðar til föður síns og heldur honum heimili fram á hans síðasta ár, en hann fellur frá í hárri eili árið 1988. Sömuleiðis býr dótt- ursonur hennar, Dagur, hjá henni um árabil. Fyrstu kynni mín af Línu voru þegar ég tók á móti henni á ísa- fjarðarflugvelli sumarið 1987. Hún var þá nálega sjötug að koma úr sinni fyrstu flugferð um ævina. Dóttursonur hennar Hálldór Karl var þá nokkurra daga gamall. Það urðu því að vonum fagnaðarfundir, þegar hún koin fyrst á heimili okk- ar Salbjargar. Á þessum fyrsta degi fór hún með okkur í skoðunarferð um ísafjörð. Kom mér á óvart skiln- ingur hennar og næmi fyrir því, sem henni var sýnt. Ef til vill lætur mér vel að kynn- ast hlédrægu fólki eins og hún óneitanlega var, og auðnaðist mér því að sjá þá mannkosti, sem hún ekki bar á torg. Mér kemur það svo fyrir, að kostir hennar hafi krystall- ast í rækt við sína köllun og því að_ bregðast einskis manns trausti. Hun velktist ekki í vafa hvar og hvenær hennar væri þörf, sem sjá má af því, að hún sneri strax heim í átthagana við lát móður sinnar. Föður sínum reyndist hún sú stoð og stytta á ævikvöldi hans, sem ekkert haggaði. Það er stagt, að gerðir séu orðum æðri og með þeim sýndi hún hlýjan hug sinn og órofa tryggð. Við fáum ekki í þessu lífi endurgoldið henni og hennar kynslóð, sem sáði til að aðrir fengju að njóta uppskerunnar. Hún þekkti ekkert annað en nægju- semi yfír því litla, sem fátækt bændasamfélag gat látið í té. Kapp- hlaup um lífsgæði hins nýja tíma lét hún ekki glepja sér sýn. Færi betur, að komandi kynslóðir mættu erfa þær dyggðir, sem dugðu henn- ar kynslóð bezt í harðri lífsbaráttu. Að leiðarlokum vil ég færa henni þakkir fyrir það hlýja viðmót, sem ég varð aðnjótandi á hennar litla, látlausa heimili í Grundarfirði. Flestum þykir það góð tilfinning að vera velkomnir. Það mun ég meta og þakka. Sem oft áður á stundum, sem eru mér mikils virði, leita ég til skáldsins frá Fagraskógi og leyfi mér að tileinka þessar ijóðlínur hans Sigurlínu Guðmunds- dóttur frá Nýjubúð í Eyrarsveit. Sá stillir streng sinn hátt, er stefnu rétta fann. Sá fær hinn mesta mátt, sem mest og heitast ann. Megi góður Guð blessa minningu mætrar konu. Ólafur B. Halldórsson t Faðir okkar og sambýlismaður minn, ÓLAFUR FINNBOGASON, Hofteigi 28, lést á Borgarspítalanum 7. febrúar. Hildigunnur Ólafsdóttir, Haukur Ólafsson, María Skúladóttir, + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL S. BERNHARÐSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 8. febrúar. Hjalti Þorsteinsson, Þorsteinn Hjaltason, Jónína Arndal, Kristján Óli Hjartarson, Helga Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.