Morgunblaðið - 12.02.1991, Side 7

Morgunblaðið - 12.02.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991- , , ■. ;; , ; • i í;; í > - ;E® Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bergey dregin til hafnar Vestmannaeyjum. Vélarbilun varð í Bergey VE 544 á föstudag er skipið var statt skammt austan við Eyjar. Smáey hélt til aðstoðar Bergey og dró hana til hafnar í Eyjum. Bergey var um 2,5 sjómílur austan við Bjarnarey er bilun varð í gír skipsins og gat það ekki siglt til hafnar fyrir eigin vélarafli. Smáey VE fór til aðstoðar og dró Bergey til hafnar. Strekkingsvindur, af suðaustri var í Eyjum á föstudag og aðstoðaði Lóðsinn Smáey við að koma Bergeynni inn innsiglinguna. — Grímur Sóttnæmt sorp verið urðað um margra ára skeið í Gufunesi SÓTTNÆMT sorp frá sjúkrahús- uni hefur verið urðað í Gufunesi á hverju ári þann tíma sem Sorp- brennsla Suðurnesja er lokuð vegna árlegs viðhalds. Ögmund- ur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingar höfuðborgarsvæð- isins, segir að í reglugerð heil- brigðisráðherra um mengunar- varnir sé kveðið á um að sóttnæ- man úrgang megi ekki fiytja í móttökustöð sorpeyðingarstöðv- arinnar og því sé það ekki á valdi stöðvarinnar að eyða honum. Heilbrigðiseftirlitinu hefur verið falið í samvinnu við Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins að vinna að framtíðarlausn varðandi förgun á sóttnæmum úrgangi í kjölfar blaða- skrifa um þessi mál. Breyta verður reglugerð heilbrigðisráðherra ef förgun sóttnæms sorps á að fara fram í sorpböggunarstöðinni í Gufu- nesi. „Við megum ekki taka við þessu sorpi. Sveitarfélögin spyija sig nú að því hvort þeim beri að leysa þetta mál. í öllum hinum siðmennt- aða heimi er þetta hlutur sem hvert sjúkrahús leysir fyrir sig,“ sagði Ogmundur. m Hann sagði að stjórnum sjúkra- húsanna hefði verið bent á þessa staðreynd og að starfsemi Sorp- brennslu Suðumesja stöðvist á hverju ári í nokkrar vikur vegna viðhalds. Þá hafi sóttnæmt sorp alltaf verið urðað í sorphaugunum í Gufunesi án þess að athugasemd- ir hafi verið gerðar við það. „Við erum að láta gera heildarút- tekt á umfangi spilli- og eiturefna með tilliti til framtíðarlausnar varð- andi förgua þeirra og spítalamálin koma væntanlega líka inn í það dæmi. En það hefur engin fyrir- spurn borist frá spítölunum til okk- ar um eyðingu sóttnæms sorps,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að eyðing slíks sorps Stöð 2: Samningur við CNN var framlengdur GENGIÐ hefur verið frá framlengingu á samningi Stöðvar 2 og CNN- sjónvarpstöðvarinnar um fréttasendingar stöðvarinnar til næstu mán- aðamóta. Fyrri samningurinn kvað á um reynslusendingar Stöðvar 2 á fréttaefni CNN til 15. febrúar nk. Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um tilhögun beinna gervihnattasendinga skilar áliti 20. febrúar næstkomandi. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Stöð 2, Ríkisútvarpinu, íslenskri málnefnd, Póst og síma, mennta- og samgönguráðuneyti og hefur henni verið falið að endurskoða þann hluta útvarpslaga sem snýr að þýðingaskyldu og móttöku og dreifingu sjónvarpsefnis um gervi- hnött. P3.ll Magnússon sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 sagði að kostnaður Stöðv- ar 2 vegna útsendinga á fréttaefni CNN-stöðvarinnar væri töluverður, einkum vegna móttöku efnisins og rynnu þau útgjöld til Pósts og síma. Hann sagði að ekki hefði verið gengið frá föstum greiðslum til CNN vegna þessarar þjónustu. „Við höfum ekki enn samið við Póst og síma um greiðslur fyrir móttöku sem helgast meðal annars af því að þeir hafa notað gervihnattadisk sem varla er boðlegur. Ef við tækj- um við þessu efni til frambúðar þá yrðum við að gera það með mun stærri disk en Póstur og sími notar núna,“ sagði Páll. Póstur og sími yrði, lögum samkvæmt, að eiga og reka þá jarðstöð, en Stöð 2 leigja afnot af henni. BÓNDI á fimmtugsaldri stór- slasaðist er dráttarvél sem hann ók hafnaði út af vegi og valt á Skógarstrandarvegi, skammt frá bænum Hálsi, snemma á sunnudagsmorgun. Talið er að það hafi tekið manninn allt að því tvær og hálfa klukkustund að komast af eigin rammleik að Hálsi til að gera vart um sly- sið. Hann liggur nú á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Tildrög slyssins eru óljós en talið er að maðurinn hafi orðið undir dráttarvélinni, þegar hún valt fram af um tveggja metra háum vegarkanti. Dráttarvélin er ekki með öryggisgrind. Maðurinn slasaðist mjög mikið. Rifbein voru brotin báðum megin í bijóstkassa hans, og öðrum meg- in hafði brotið riftiein gengið inn í lunga og lagt það saman. Hitt lunga mannsins marðist auk þess sem hann hlaut önnur innvortis meiðsli. Þannig á sig kominn komst maðurinn að Hálsi og lét heimilis- fólk þar vita. Hafi hann farið yfir girðingar og tún er um 300 metra að fara en um 600 metra eftir veginum. Maðurinn var í fyrstu fluttur á Matvöruverslanir: Meðalverð óbreytt í þrjá mánuði Á ÞRIGGJA mánaða tímabili hef- ur meðalverð á vörum í 49 mat- vöruverslunum verið óbreytt. Verð á 20 vörutegundum hefur lækkað en 29 vörutegundir höfðu hækkað lítillega í verði. Þetta eru niðustöður janúarkönnunar Verð- lagsstofnunar. Verðlagsstofnun hefur á sl. ári fylgst með vöruverði 50 algengra vörutegunda í 49 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu með reglu- bundnum könnunum. í lok janúar sl. var gerð samskonar könnun og nið- urstöður hennar bornar saman við síðustu könnun sem gerð var í októb- er 1990. Meðalverðið á vörunum 50 lækk- aði eða var óbreytt í 24 verslunum. Verðlag lækkaði mest í versiuninni Gunnlaugsbúð í Grafarvogi, eða um rúm 7%. Meðalverð hækkaði yfir 1% í 16 verslunum. Þær vörur sem mest lækkuðu í verði voru ýmsar gerðir af sykri. Strásykur lækkaði að meðaltali um 14,3% á þriggja mánaða tímabili. Þær vörur sem helst hækkuðu í verði voru ýmsar hreinlætisvörur. væri mjög kostnaðarsöm og taldi hann ekki ólíklegt að kostnaðurinn væri á bilinu 50-100 kr á hvert kg. Nokkur hundruð tonn falla til af sóttnæmu sorpi á hveiju ári. Förgun á hveijum 100 tonnum kostar því á bilinu 5-10 milljónir kr. Stórslasaöur maður var rúma tvo tíma að gera vart um slys sjúkrahúsið í Stykkishólmi en síðar með þyrlu á Borgarspítalann í Reykjavík. Þar lá hann enn á gjör- gæsludeild í gær. Vesturland: Sjálfstæðis- menn sam- þykkja fram- boðslista Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi vegna al- þingiskosninganna 1991 var sam- þykktur af kjördæmisráði sjálf- stæðismanna sl. sunnudagskvöld. Listann skipa eftirtaldir aðilar: 1. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmi. 2. Guðjón Guðmundsson, skrif- stofustjóri, Akranesi. 3. Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk- vinnslukona, Belgsholti Melasveit. 4. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri, Búðardal. 5. Sigrún Símonardóttír, forseti bæjarstjórnar, Borgarnesi. 6. Guðjón Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri, Skriðulandi Dalasýslu. 7. Óttar Guðlaugsson, skipstjóri, Ólafsvík. 8. Davíð Pétursson, bóndi, Grund Skorradal. 9. Valdimar Indriðason, fyrrver- andi alþingismaður, Akranesi. 10. Friðjón Þórðarson, alþingis- maður, Búðardal. Nýkjörinn formaður kjördæmis- ráðsins er Sæmundur Kristjánsson, Dalasýslu. Heiðlóa sást við bæ í Þistilfirði HEIÐLÓA sást við bæinn Laxárdal í Þistilfirði á laugardaginn. „Við sáum lóu hér í túninu þjá okkur,“ sagði Stefán Eggertsson, bóndi í Laxárdal, í samtali við Morgunblaðið. Stefán sagði að sonur sinn, Eggert sem er 9 ára, hafi fyrstur heyrt í lóunni og síðan séð hana. „Við hjónin sögðum að þetta væri vitleysa og héldum að hann væri bara að plata okkur þar sem veðr- ið væri eins og á sumardegi, logn og sólskin. Síðan endurtók hann söguna og fórum við að kanna málið og þá kom í ljós að þetta var rétt hjá honum því lóan var spölkorn frá okkur á túninu. Síana flaug hún syngjandi hátt í sólar- átt, eins og Jónas Árnason orðaði það, þegar við nálguðumst hana,“ sagði Stefán. Stefán ■ sagðist aldrei hafa séð lóu svo snemma árs, enda væri hún farfugl og kæmi ekki til landsins fyrr en á vorin. Hann sagði að lóan væri mikið á túnun- um við bæinn á sumrin og kæmi oft í flokkum í ágúst áður en hún yfírgæfi landið. Mikil veðurblíða hefur verið í Norður-Þingeyjar- sýslu síðustu daga og kann það að hafa ruglað lóuna í ríminu. „Þetta var hin hressilegasta lóa og virtist ekki vera aðframkomin. Ég hef trú á því að hún hafi kom- ið með suðræna loftinu sem hefur verið hér undanfarið heldur en að hún hafi verið að þvælast hér í allan vetur," sagði Stefán. Hann sagðist hafa frétt að lóa hafi einn- ig sést á bæ skammt frá Laxár- dal á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.