Morgunblaðið - 12.02.1991, Side 11

Morgunblaðið - 12.02.1991, Side 11
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 11 Sérlega fallegir o g vel heppnaðir upphafstónleik- ar „Myrkra músíkdaga“ Reykjavíkurkvartettinn skipaður þeim Rut Ingólfsdóttur, Zbigni- ew Dubik, Guðmundi Kristmundssyni og Ingu Rós Ingólfsdóttur. _________Tónlist___________ RagnarBjömsson Fyrir utan tónskáld kvöldsins áttu heiðurinn af þessum- ágætu tónleikum Reykjavíkurkvartett- inn, skipaður þeim Rut Ingólfs- dóttur, Zbigniew Dubik, Guð- mundi Kristmundssyni og Ingu Rós Ingólfsdóttur. Þau hófu leik sinn með „Sjö smámunum fyrir strengjakvartett“ eins og Atli heimir kallar þessa stuttu þætti sína þar sem hann prófar sig í flestum brellum strokhljóðfæ- ranna og þrátt fyrir rúmlega þtjátíu ára gamlar hugmyndir, líklega gerðar á námsárum hans í Köln, þá leynir sér ekki snilld Atla og hugmyndaauðgi. Kvart- ettinn lék þessar skissur af næm- um skilningi. Karólína Eiríksdóttir átti næsta kvartett á efnisskránni, Sex lög fyrir strengjakvaitett, allt stuttir þættir, einskonar andstæður sett- ar fram án þess að vera langt fléttaðar, oft sem einskonar þrá- hyggja, en þó vel skrifaðir þættir. Hásselby-kvartettinn kallar Þor- kel Sigurbjörnsson kvartett sinn sem hann skrifar fyrir Hásselby- höllina fyrir utan Stokkhólm. Þor- kell segir sjálfur að tónamir, H,A,Es og B, ásamt „Óttusöng" Steins Steinars, — „Hin djúpa nótt, sem drekkir augans ljósi“ hafí verið ofarlega í huga við samningu kvartettsins. Einkenni Þorkels-eru gjarnan að taka fyrir eina hugmynd, þróa hana í ýmsum litbrigðum, þó með uppbrotum sem halda áheyrandanum ætíð vakandi. Víst gæti sparsemi, ef hægt er að kalla því nafni, orðið svolítið þreytandi ef ekki væri vel á pennanum haldið, en það kann Þorkell. Þrátt fyrir ekki svo mjög óiíkan aldur þessara þriggja höf- unda, og nútímalegir allir, eru þeir furðu ólíkir í vinnubrögðum, sem gerði og hlustunina fram að hléi sérlega ánægjulega. „Enginn veit hvemig tónlist framtíðarinnar verður, en eitt er víst, hún sprettur upp úr tónlist dagsins í dag,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson í ávarpi sínu við opn- un Myrkra músíkdaga. Hvað lifir? hvað deyr? hvað verður klassík framtíðarinnar? Svarið liggur hjá næstu kynslóðum, en er Jon Leifs ekki þegar orðinn klassíker okkar íslendinga? Magnaður er kvartett hans Vita et mors op. 36. sem fjórmenningamir léku af mikilli innlifun og oft feikn vel. Reykjavíkurkvartettinn er mjög saínstilltur hópur, nákvæmur og vandvirkur í besta lagi. Hljóm- burður Áskirkju hjálpaði og til þess að gera þessa tónleika mjög eftirminnilega. Edda Erlendsdóttir Sl. sunnudag lék Edda í ís- lensku óperunni verkefni eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, M. Maros, Liszt, Pierre Boulez, Atla Ingólfsson og Alban Berg. Edda lék mjög kreijandi efnisskrá eftir þessa höfunda, þar sem mjög reyndi á tæknihæfni, túlkun og skilning flytjandans. Edda fetaði þessa krákustigu af mikilli fími og verkin lifnuðu sannarlega í höndunum á henni. Strax fyrsta verkið Torrek eftir Jón Leifs gerir miklar kröfur til flytjandans og einnig ágætlega skrifaðar Þrjár prelúdíur eftir Hjálmar Ragnars- son sem Edda skilaði eftirminni- lega. Variazioni eftir Miklos Ma- ros náði að vísu ekki að kveikja í undirrituðum, en það var, held ég, ekki flytjandanum að kenna. Merkilegt var hvað Fr. Liszt féll vel inn i þessa efnisskrá. En Réve, Toccate, Nugas Gris og Bagateila skrifuð 1883-4 sýna Liszt sem framsýnt og merkilegt brautryðj- andatónskáld, en það vill stundum gleymast. Edda skilaði þessum verkum með tærri tækni og fal- legu innsæi. Sonata no 1 eftir Pierre Boulez byggist, eins og flest hans verk, á miklum og óvæntum dýnamiskum andstæð- um. E.t.v. komu þessi einkenni ekki nægjanlega skýrt fram, en mjög forvitnilegt var að heyra þetta þrælerfiða verk í flutningi Eddu og það að ég best veit, í fyrsta skipti á Islandi. Atli Ing- ólfsson fannst mér teygja lopann um of til að halda manni vakandi til enda í annars vel píanistisku verki sem hann kallar A verso. Tónleikunum lauk á Sónötu op. 3 eftir Alban Berg, sem er eins og annað frá hans hendi — snilld. Þessir tónleikar voru sigur fyrir Eddu og sérlega ánægjulegt var Edda Erlendsdóttir að heyra hvað henni hentar vel túlkun, eða framsetning nútíma- verka. Austurlenskir silkiblævængir Fyrsta sending nýkomin. Vikutilboð á heildsöluverói, frá 9.-13. febrúar. sími 626002. r seiú sAeQ- Leitið til okkar: SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300 Öskudagurinn; Krökkum boðið í versl- anir við Laugaveg í TILEFNI öskudagsins munu kaupmenn og verslunareigendur við Laugaveg bjóða öllum krökk- um sem leggja leið sina í miðbæ- inn á öskudag upp á góðgæti. Síðustu ár hafa Reykvíkingar verið að taka upp öskudagssiði Norðlendinga. Krakkar klæðast skemmtilegum búningum og arka á Lækjartorg til þess að slá köttinn úr tunnunni. Laugavegssamtökin vilja nú leggja sitt af mörkum til þess að auka enn við öskudagsstemmning- una. Allir krakkar á leið á Lækjartorg eru því boðnir velkomnir í verslanir við Laugaveginn, þar sem þeim verður boðið upp á eitthvert góð- gæti. í staðinn vonast verslunar- fólkið til þess að krakkarnir taki lagið og syngi fyrir það eitt eða tvö lög, segir í frétt frá Laugavegssam- tökunum. Bókhaldsnám Tölvuskóli Reykjavíkur býður nú upp á bókhaldsnám fyr- ir fólk, sem vill ná tökum á bókhaldi fyrirtækja. Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhaldið og annast það allt árið. Þeim, sem ekki hafa kynnst bókhaldi, gefst kostur á sérstöku grunnnámskeiði. Námskeiðið er 72 klst. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. BcH'qartúni 28. sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.