Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 Hlaupagikkir borgarsljómar eftir Ólínu Þorvarðardóttur Félagi minn Signijón Pétursson vandar mér ekki kveðjurnar í skammargrein í Morgunblaðinu sl. niiðvikudag undir fyrirsögninni: „Ólína hljóp á sig.“ Vont er mitt ranglæti en verra er mitt réttlæti — segir sá ágæti maður og er reið- ur. Ekki einungis fyrir viðleitni mína til þess að ná fram lækkun fasteignagjalda fyrir aldraða, held- ur ekki síður fyrir það að ég skuli undrast andstöðu hans við málstað- inn. En Siguijón greiddi atkvæði gegn lækkuninni í borgarráði í síð- ustu viku, og einnig í borgarstjórn eins og frægt er orðið. Aðallega fínnst mér þó reiði hans stafa af því að Alþýðublaðið skuli hafa tekið eftir þessu — og haft eitthvað við afstöðu hans að at- huga. „Sigurjón hljóp til hægri“ sagði blaðið af því tilefni í fyrir- sögn, og borgarfulltrúinn dró sam- stundis þá ályktun að afstöðu blaðs- ins bæri að rekja til mín. En það er versti misskilningur að ég beri ábyrgð á fyrirsögnum Alþýðublaðs- ins enda þótt ég eigi því láni að fagna að eiga þar skoðanabræður. Siguijón kýs þó ekki að svara mér á þeim vettvangi, né heldur í eigin málgagni (sem var?) Þjóðvilj- ánum. Hann skrifar að sjálfsögðu í Morgunblaðið, þar sem hann vek- ur verðskuldaða athygli á tillögu Nýs vettvangs um lækkun fast- eignagjalda. Það var vel gert og ekki skal ég amast við því hvar „sósíalistinn" finnur skoðunum sín- um farsælastan farveg. Þó verð ég að viðurkenna að mér þykir rauna- legt að sú samleið skuli liggja með sjálfstæðismönnum, enda þótt mig hafi um hríð grunað að svo væri komið. Tillögur Nýs vettvangs um lækkun fasteignagjalda Samkvæmt tillögu Nýs vett- vangs, sem Siguijón reiddist svo illa, er gert ráð fyrir verulegri lækk- un fasteignagjalda frá því sem nú er. Við vettvangsmenn viljum miða við skattleysismörkin (57.000 króna mánaðartekjur) og reikna afsláttar- þrepin út frá sambærilegri tölu, en sjálfstæðismenn og Siguijón vilja hafa berar örorku- og ellilífeyris- bæturnar sem viðmiðun, en það eru 39.000 krónur á mánuði. Nýr vett- Norðurland eystra: Listi Framsóknar ákveðinn STJÓRN kjördæmaráðs Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra hefur ákveðið lista flokksins fyrir komandi al- þingiskosningum. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skipar fyrsta sæti listans. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, er í örðu sæti. Þriðja sætið skipar Jó- hannes Geir Sigurgeirsson bóndi, Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, er í íjórða sæti, Dan- íel Árnason, fulltrúi, í því fimmta og Guðlaug Björnsdóttir, banka- starfsmaður í því sjötta. HMur fyrir vörubretti Traust og gott hillukerfi á góðu verði. Hentar nánast allsstaöar og er fljótlegt í uppsetningu. Ávallt fyrirliggjandi. ft 0 0 Q 0 Q 0 O V O V 0 0 , , . ,\n -G. HILLUKERFI OG LYFTARAR - ÞAÐ EROKKAR FAG UMBOÐS- OG HEILD VERSL UNIN Leitið upplýsinga BlLDSHÖFÐA 16SÍMI672444 TELEFAX672580 vangur gerir auk þess ráð fyrir fjór- um afsláttarþrepum (100%, 80%, 50% og 30%) upp að 76.700 króna mánaðartekjum einstaklings. Þetta finnst Siguijóni trúlega fráleitt og telur 56.000 króna mánaðartekjur nægjanlegt hámark fyrir einstakl- ing. Nú ber þess að geta a upphaflega flutti ég tillögu sem gekk mun lengra. Hún hlaut engan hljóm- grunn, þannig að á síðasta borgar- stjórnarfundi var flutt varatillaga sem áður hafði verið kynnt í borgar- ráði. Sú tillaga kom til móts við sjónarmið þeirra sem töldu fyrra tekjumarkið of hátt. Ég skal viður- kenna að ég hafði gert mér vonir um að málsvari Alþýðubandalags- ins myndi taka undir þau sjónarmið sem að baki lágu — og bera þá fram breytingartillögu færi svo að hann gæti ekki fellt sig við varatil- löguna. Það var hinsvegar borin von. Siguijón Pétursson greiddi at- kvæði með tillögu sjálfstæðismanna sem gerir ráð fyrir óbreyttu fyrir- komulagi: Að einungis sé tekið til- lit til örorku- og ellilífeyristekna við niðurfellingu fasteignagjalda (39.000/mán.) éins og fyrr segir. Efstu mörkin miðast síðan við „dag- vinnulaun lágtekjustétta" eins og Siguijón benti réttilega á í fyrr- nefndri skammargrein. Einmitt þess vegna verð ég að játa, að mér varð undarlega heitt innanbijósts þegar ég fylgdist með handleggnum á Siguijóni Péturssyni takast á loft er hann samþykkti þá tilhögun. Réttlætið verra en ranglætið? Sjálfum sér til afsökunar rekur Siguijón ástæður fyrir afstöðu sinni í Morgunblaðinu og segir það órétt- læti að lækka fasteignagjöld fólks 67 ára og eldra „á meðan fullir skattar eru lagðir lögum samkvæmt á 66 ára og yngri, einstæðar mæð- ur jafnt og fólk sem skuldar yfir haus vegna öflunar húsnæðis, þótt tekjur þeirra séu jafnvel helmingi lægri.“ Nú ber á að láta, að yngra fólk, þ.m.t. lágtekjufólk sem „skuldar yfir haus“ ber ekki fulla eigna- skatta, enda þótt það greiði full fasteignagjöld. Greiðslubyrði þess fólks gagnvart hinu opinbera er því ekki sambærileg við gi-eiðslubyrði eldra fólks, sem er flest komið með skuldlausar eignir og greiðir af þeim full gjöld — án tillits til tekna. Staðreyndin er nefnilega sú að þekj- ur rýrna þegar komið er á efri ár, og eru þ.a.l. ekki í samræmi við eignastöðu. Þetta finnst Siguijóni og þeim sjálfstæðismönnum ágætt fyrirkomulag. En það finnst mér ekki. Ég get ekki séð neitt réttlæti i því að aldraður einstaklingur sem hefur alla ævi greitt skatta og skyldur til samfélagsins sé látinn gjalda þess á efri árum að honum tókst á sínum tíma að koma yfir sig húsnæði sem hann kýs að búa í áfram. Það getur enginn skyldað nokkurn mann til að „minnka við sig“ enda þótt Siguijón Pétursson hafi einhvern tíma viðrað hugmynd- ir um þjóðnýtingu húsnæðis í borg- arstjórn. Fólk á rétt á því að búa í híbýlum sínum svo lengi sem það sjálft kýs, — og hið opinbera ætti að sjá sóma sinn í því að gera f'ólki það kleift. Hvar eru öldrunar- úrræðin Sigurjón? Þar að auki er ekki um auðugan garð að gresja í öldrunarúrræðum. SéreignastefnaSjálfstæðisflokksins hefur leitt það af sér, að fólk á fárra kosta völ. Hinar svokölluðu „þjónustuíbúðir“ eru rándýrar sölu- íbúðir sem kosta jafn mikið ogjafn- vel meira en húsnæðið sem viðkom- andi á nú þegar. Á síðasta ári kost- aði 2ja herbergja þjónustuíbúð með bílskýli um sjö milljónir króna. Aldr- aður einstaklingur er engu bættari íjárhagslega með slíka „minnkun". Við skulum ekki heldur gleyma því að í öldrunarmálum ríkir nánast neyðarástand í Reykjavík, þar sem aldraður einstaklingur þarf að bíða í þijú ár eftir hjúkrunarvist og bið- listar á dvalarheimilin eru óralang- ir. Einmitt á sama tíma og borgar- yfirvöld standa ráðþrota frammi fyrir ástandinu er sorglegt að „mál- Ólína Þorvarðardóttir „Ég get ekki séð neitt réttlæti í því að aldrað- ur einstaklingur sem hefur alla ævi greitt skatta og skyldur til samfélagsins sé látinn gjalda þess á efri árum að honum tókst á sínum tíma að koma yfir sig húsnæði sem hann kýs að búa í áfram.“ svari hirina vest stöddu“ í borgar- stjórn skuli ekki telja þörf á því að hlúa að þeim sem vilja og verða að búa heima. Já, vont er mitt réttlæti — segir Siguijón, en verra þykir mér prinsippleysi „sósíalistans" í borg- arstjórn. Það er ekki nóg með að hann hlaupi til hægri, og síðan af sér hornin í Morgunblaðinu heldur hefur hann einnig hlaupist undan merkjum. Iíöfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. ^SAB í 30 ár á íslandi Nýjung ! Suða og slturður með sama tækinu ! Með Migcut 250/50 hefur ESAB tekist að gera eitt tæki bæði fyrir PLASTMASKURÐ (50 Amp.) allt að 15 mm efnisþykkt og HLÍFÐARGASSUÐU (250 Amp ) Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJOF + Sokkabuxur 4 pör 490 kr. + Dömu/herraúlpur 2.490 kr. ik Barnaúlpur 1.990 kr. + Frottesloppar 1.990 kr. ir Peysur 990 kr. MARKAÐSHÚSIÐ Snorrabraut 56 (2. hæð), 16131 Opið frá kl. 12 -18, laugardag frá kl. 10 -16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.