Morgunblaðið - 12.02.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.02.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 17 GEGNUMGIÆRIÐ SÍMI - 68 80 81 - SKIPHOLTI - 50B vegna breytinga á hreinlætistækjadeild á Skemmuvegi 4, Breiddinni Dæmi um vörur: Parket, innihurðir, flísar, hreinlætistæki, sturtuklefar, stálvaskar, gólfdúkar og veggþiljur. BYKO k. HimiiBiii m—pw þá fékk ég að sleikja „karamelluna" á steikingarspaðanum. Sem barni fannst mér það stund- um einkennilegt að amma skyldi vinna svona mikið úti á meðan aðrar ömmur voru heima. En hún lét ekki staðar numið að loknum vinnudegi, því þá tók við félagsstarfið hjá Slysa- varnafélaginu með Fríðu vinkonu. Þær voru svo samrýndar að mér fannst einhvern veginn að ef amma færi eitthvað þá færi Fríða það líka. Ég gleymi seint þeim dýrðardjásnum sem ég eignaðist þegar þær vinkon- urnar komu heim frá Danmörku úr siglingu með Gullfossi. Amma færði mér gráan dúkkuvagn, ekki líkan neinu sem ég hafði áður séð og stóra dúkku, sem var eiginlega of fín til að leika sér með, en hún prýddi rú- mið mitt í mörg ár á eftir. Þegar ég lít til baka núna sé ég að amma hlýtur að hafa eytt öllum peningun- um sínum í gjafir handa öðrum. Hún kom alltaf færandi hendi, enda fannst henni það erfitt með aldrinum að geta ekki gefið öllum börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörn- unum veglegar jólagjafir, en veglegt hafði sérstaka merkingu hjá henni. Amma mín var sérlega glæsileg kona og missti ekkert af þeim glæsi- brag þó aldurinn færðist yfir hana. Hún var fædd og uppalin á þeim tímum þegar allar sómasamlegar konur gengu með hatta og ekki skyldi hún fara út fyrir dyr fyrr en búið var að setja upp hattinn og þá voru ekki margar konur sem slógu henni við. Ef til vill var það þessi reisn hennar sem villti dálítið um fyrir mér síðustu mánuðina, þannig að mér fannst hún ekki eins veik og hún var. Það var alltaf einstakt að koma í heimsókn til ömmu. Það taldist auðvitað ekki heimsókn nema þiggja veitingar og í gegnum árin hefur maður gætt sér á mörgum pönnu- kökum og lagkökum af hennar borð- um. Þegar ég svo eignaðist syni mína og fór að fara með þá í heim- sókn til hennar fannst mér gaman að finna að þeim þóttu heimsóknirn- ar til hennar jafn skemmtilegar og mér. Þegar ég sagði yngri syni mínum að Svana amma væri dáin varð hann mjög leiður, en fannst þó verst að hafa ekki haft tækifæri til að heim- sækja hana á spítalann áður en hún andaðist. Ég hugsa að okkur hafi öllum þótt það sárast að hafa ekki verið á staðnum til að kveðja ömmu þegar hún lagði af stað í þessa ferð sína. En okkur til huggunar getum við hugsað til baka til áttatíu ára afmælis hennar 27. desember sl., þegar við hittumst öll á Hótel Holti til að heiðra hana og halda upp á daginn. Þar kom öll ijölskyldan sam- an í fyrsta skipti í mörg ár og enn sem fyrr var hún drottning samko- munnar. Við vorum öll svo stolt af henni. Veislan var yndisleg samveru- stund, sem gaf tóm til að riij'a upp gamla tíma og treysta fjölskyldu- böndin. En nú er amma farin. Ég bið Guð að veita henni vernd og velgengni á ferð hennar. Einhvern tímann í framtíðinni hittumst við örugglega aftur, en þangað til ylja ég mér við minninguna um hlýja og elskulega ömmu. Guðrún G. Bergmann Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar, Svanlaugar Péturs- dóttur, fædd 27. desember 1910, og lést 3. febrúar 1991. Mér finnst svo sárt að hugsa til ■ þess að amma sé ekki á meðal okk- ar lengur, amma sem var svo natin við að hafa við mann samband, senda sokka vestur í kuldann, og læða einhveiju góðu með. Ósjálfrátt hugsar maður til baka, og minnin- garnar hrannast upp, þegar ég trítlaði yfir í Safamýrina til hennar, fékk að sofa nótt og nótt á Baldurs- götunni, sunnudagskaffi í Súkku- laðikoti og rúnturinn tekinn upp á Skaga. Amma var alltaf glöðust ef sem flestir komu í heimsókn, og var alltaf tekið á móti mannskapnum að höfðingjasið. Amma var mjög fróð um blómin og reyndi hún að kenna mér sum nöfnin á þeim, og ég man að hún sagði mér það væri alveg upplagt að nota gleym-mér-ei sem bókarmerki. Hún var líka þolin- móð við að kenna mér nokkur vers, og auðvitað var það Ó, Jesú, bróðir besti, og Guð gaf mér eyra sem hún lagði mesta áherslu á. Hún amma var mjög trúuð kona, og trúin á Guð held ég að hafi gefið henni þennan styrk sem hún hafði og þurfti í gegn- um lífið. Ég trúi því að amma sé nú hjá honum og líði vel. Vil ég þakka henni samverustundirnar sem við áttum saman og minningin um raungóða og trausta ömmu gleymist aldrei. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 - V. Briem.) Guð blessi minningu ömmu. Svanlaug Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.