Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 19 Upplýsingamiðstöð ferðamála: Mikil vonbrigði að borgin skuli draga sig út úr samsstarfinu - segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri MAGNÚS Oddsson, ferðamálastjóri, segir að það séu sér mikil vonbrigði, að Reykjavíkurborg skuli hafa ákveðið að draga sig út úr samstarfi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála. Ferða- málanefnd Reykjavíkur tók ákvörðun þess efnis fyrir nokkru og mun úrsögnin taka gildi um næstu áramót. Það eru mér mikil vonbrigði að það sveitarfélag, sem hefur mestar Reykjavíkurborg skuli hafa tekið þessa ákvörðun," segir Magnús Oddsson. „Við höfum átt ákaflega gott samstarf við borgina um þessa upplýsingamiðstöð, sem gífurlegur fjöldi ferðamanna hefur leitað til, og hefur átt mikinn þátt í þeirri uppbyggingu, sem átt hefur ser stað í ferðaþjónustu í borginni. Eg trúi því ekki fyrr en á reynir, að tekjur af ferðaþjónustu í formi að- stöðugjalda, ætli að láta ferðamenn, sem koma til þessarar fallegu borg- ar, koma að lokuðum dyrum þegar þeir leita sér upplýsingu um ferða- þjónustufyrirtæki og afþreyingu.“ Magnús segir að það sér rétt, að' Ferðamálaráði beri samkvæmt lögum að veita ferðamönnum upp- lýsingar. „En þar sem Ferðamála- ráð fær aðeins 50% af því fjár- magni, sem því ber samkvæmt lög- um, höfum við leitað eftir sam- starfi við ýmsa aðila um fram- kvæmd margra hluta, sem okkur ber að sinna, þar á meðal upplýs- ingaþáttinn, landkynningu, um- hverfismál og fleira. Bein fjárfram- lög aðila til slíkra samstarfsverk- efna með Ferðamálaráði eru á þesáu ári um 25 milljónir króna og ég trúi því ekki fyrr en á reynir, að borgarfulltrúar geti ekki séð af 3 milljónum til þessa mikilvæga þátt- ar, á sama tíma og Selfossbær til dæmis lætur 1 milljón í ár í upplýs- ingamiðstöð þar í bæ, í samstarfi við ýmsa aðila,“ segir Magnús Oddsson. SIEMENS-sæð/ ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla. Dagsbrún: Félagssjóður greiðir ekki kostnað framboðslistanna i» S/WAMArpa/S 2BS e X Trúnaðarráð felldi tillögu mótframboðsins HALLDÓR Björnsson, skrif- stofustjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, segir að kostnaður félagsins vegna stjórnarkosning- anna í janúar hafi verið mikill en ekki liggi endanlega fyrir hversu hár hann verður, þar sem reikningar eru ekki allir komnir inn. Segir hann að allur sá kostn- aður verði greiddur úr félags- sjóði Dagsbrúnar en framboðs- listarnir muni sjálfir bera þann kostnað sem þeir stofnuðu til. Fulltrúar mótframboðsins lögðu fram þá tillögu í trúnaðarráði félagsins, sem skipað er 100 fé- lagsmönnum, að félagssjóður greiddi hvorum lista um sig 100 þúsund krónur upp í kostnað þeirra. Var það fellt með flestum greiddum atkvæðum. Halldór sagði að venja væri fyrir því að framboðslistar við stjórnar- kjör í Dagsbrún stæðu sjálfir undir eigin skrifstofuhaldi og öðrum kostnaði sem fylgdi framboðinu. „Tillagan frá B-listamönnum í trún- aðarráði naut ekki stuðnings. Það voru rúmlega sjötíu manns á fund- inum og aðeins þrír eða fjórir voru henni hlynntir. Það hefur aldrei tíðkast hér að félagssjóður greiði kostnað framboðslistanna,“ sagði hann. WV2852 ■ Vinduhraði 600 og 850 snún./mín. ■ Sparnaðarhnappur og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvottakerfi ■ Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. "Verð kr. 70.900,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SIMI 28300 Háskólatónleikar haldnir á morgnn HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða miðvikudaginn 13. febrúar kl. 12.30 í Norræna húsinu. Þar koma fram Eiríkur Örn Pálsson sem leikur á trompet og Pétur Grétarsson á slagverk. Flutt verður amerísk samtímatónlist eftir William Kraft og Leo Kraft. Eiríkur Örn Pálsson stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðan framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Hann nam fyrst við Berklee College of Music í Boston, þá í einkatímum hjá Charles Schlueter trompetleikara Boston- sinfóníunnar og síðast við Californ- ia Institute of the Arts í Los Ange- les. Pétur Grétarsson lærði slagverk fyrst í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en síðan í Berklee Coll- ege of Music í Boston. Hann stund- ar lausaleik hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og öðrum þekktum hljóm- sveitum og leggur að jöfnu alvar- lega tónlist og þá sem er að hryn- rænni toga t.d. jazz. Pétur hefur undanfarin ár unnið mikið við leik- hús auk þess sem hann kennir við slagverksdeild Tónlistarskóla F.Í.H. Húðin verndar þig. Vemdar þú húðina? pH5-Eucerin til verndar húðinni. Ráðstefna um opinber útgjöld FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gengst fyrir ráðstefnu í dag í Borgart- úni 6 frá kl. 13-17 sem ber yfirskriftina: „Opinber útgjöld: ísland í norrænu ljósi. í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að á ráðstefnunni verði reynt að líta á opinber útgjöld í nýju ljósi og fjallað um hlutverk hins opinbera í framtíðinni. Á ráðstefnunni verður dreift inga sem leitað verður svara við á íslenskri þýðingu og endursögn norrænnar skýrslu um „Norræna velferðarsamfélagið á aðhaldstím- um“. Þar munu einni koma fram í ræðu og riti upplýsingar um þróun opinberra útgjalda hérlendis og horfur í þeim efnum. Meðal spurn- ráðstefnunni er hvort unnt sé að hemja vöxt ríkisútgjalda og minnka þau án þess að skerða velferðar- þjónustuna. Fundarstjóri á ráð- stefnunni er Sigmundur Guðbjarna- son háskólarektor. Búið með ólöglegar laxveiðar STJÓRNVÖLD í Panama ætla hér eftir að hlíta samþykktum um bann við laxveiðum í Norðaustur-Atlantshafi. Danskir útgerðarmenn geta því ekki lengur sniðgengið bannið með því að sigla undir öðrum fána, panömskum eða pólskum, en Danir eru sjálfir aðilar að bann- inu eða NASCO-samþykktinni frá 1984. Það eru einkum skip frá Borg- og Póllandi að koma í veg fyrir undarhólmi, sem hafa stundað þess- ar veiðar en þeim hefur verið mót- mæjt harðlega, aðallega í Noregi og íslandi. í fyrra lögðu stjórnvöld í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, á Norðurlöndum og Evrópubandalag- ið hart að ráðamönnum í Panarrja þetta og hafa þeir nú orðið við því. I síðasta mánuði voru eigendur sex laxveiðibáta á Borgundarhólmi dæmdir til að greiða nærri 250 milljónir ísl. kr. í sekt fyrir ólögleg- ar veiðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.