Morgunblaðið - 12.02.1991, Page 21

Morgunblaðið - 12.02.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 21 Bretland; Engar horfur á að vetrarhörkum linní á næstu dögum St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMTALSVERÐAR vetrarhörkur hafa nú staðið í sex daga á Bretlandi og engar horfur eru á, að þeim linni fyrr en um næstu helgi. Snjóþyngsli og kuldi hafa truflað samgöngur og valdið slysum á mönnum. Sl. fimmtudag gerði mikla snjó- komu í suðurhluta Englands og meðfram allri austurströnd Eng- lands og Skotlands. Síðan hefur snjóað á hveijum degi í Suðaustur- Englandi og hiti hefur varla kom- ist upp að frostmarki á daginn. Snjókoman hefur valdið miklum truflunum á samgöngum. Vegir hafa víða orðið ófærir, járnbrauta- kerfið hefur farið algerlega úr skorðum og flugvellir hafa iðulega verið lokaðir heila og hálfa daga. Nk. fímmtudagur, 14. febrúar, er Valentínsmessa, sem er dagur elskenda. Af því tilefni eru árlega fluttar inn milli 2 og 3 milljónir rósa frá ísrael. Nú óttast menn, að ekki verði mögulegt að dreifa rósunum um landið í tæka tíð vegna veðursins. Dauðsföll vegna slysa, sem veðrið hefur valdið, eru 12 fram til þessa. Þó nokkrir fjallgöngu- menn í Skotlandi hafa látist vegna veðursins og fólk hefur farist í umferðarslysum. Læknar óttast að gamalt fólk muni deyja unn- vörpum á næstu dögum og vikum vegna kuldans, en það býr gjarnan í lélegu húsnæði og hefur ekki efni á að kynda. Veðrið olli því að einungis fjórir knattspyrnuleikir í Englandi fóru fram sl. laugardag en heldur fleiri á Skotlandi. Enginn rugby-leikur fór fram um helgina og öllum hestaveðhlaupum hefur verið af- lýst síðan sl. fimmtudag. Vegna kulda annars staðar í Evrópu hefur sjaldséðum fuglum ijölgað við strendur Bretlands. Þannig hefur duggöndum fjölgað mikið og vart hefur orðið við nokkrar hvítendur frá Skandinavíu eða Rússlandi. Ein straumönd hef- ur sést við Vík í Norður-Skot- landi, en það er einungis tólfta straumöndin, sem sést hefur á Bretlandi sl. 130 ár. Breskir fugla- vinir óttast að fuglar verði illa úti í þessu kuldakasti. * Reuter Götusóparl í London reynir að ryðja fótgangandi vegfarendum braut. Danmörk: Ný útfararað- ferð viðurkennd Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. ÚTFARARFYRIRTÆKI á Borgundarhólmi hefur fengið leyfi til að haga útförum þann- ig að eftir líkbrennslu verður ösku hins látna dreift yfir haf- ið kringum Borgundarhólm. Þetta er í fyrsta skipti sem gefið er leyfi fyrir slíkum útförum í Danmörku. Kirkjumálaráðuneyt- ið og umhverfismálaráðuneytið hafa viðurkennt aðferðina. Kirkjumálaráðuneytið hefur á síðustu árum fengið um 20 beiðn- ir frá fólki sem óskaði eftir því að fá hinstu hvílu á þessu formi eftir lát sitt. Verð slíkrar útfarar er á bilinu 38.000 - 57.000 ÍSK. ERUNGUR BJARNASON ER UNUMAÐUR Erlingur veit hvað er í húfi ef rafmagnið fer. Þess vegna berst hann ótrauður við illfærur og vonskuveður til að lagfæra línur. Hja okkur starfa 65 linumenn sem eru reiðubúnir á nóttu sem degi til að tryggja þér öruggt rafmagn. RAFMAGNSVEITUR . RÍKISINS j lifandiafl Æ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.