Morgunblaðið - 12.02.1991, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991
41
HARMLEIKUR
Þrjú ungmenni tróðust til
bana á rokkhlj ómleikum
Hitinn í húsinu steig upp í tæp 40 stig. Myndin var tekin í upphafi
hljómleikanna í Salt Palace.
Hin feikivinsæla ástralska
þungarokkssveit AC/DC hef
ur verið á ferð og flugi með. hljóm-
leikahald um heim allan sem endra-
nær. Um miðjan janúar var sveitin
í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í
Salt Lake City, og þar enduðu
hljómleikamir með skelfingu er þrjú
ungmenni tróðust til bana og marg-
ir slösuðust, sumir alvarlega.
Gítarleikarinn Angus Young nær
og söngvarinn Brian Johnson
fjær, á fullri ferð skömmu áður
en ósköpin dundu yfir.
Hljómsveitina og öryggisvörðum
greinir á um ýmislegt varðandi at-
burðarásina, en AC/DC var mjög
svo legið á hálsi fyrir að skeyta
engu um og leika áfram af öllum
kröftum þrátt fyrir neyðarástandið
sem skapaðist í höllinni. Þessu hafa
rokkararnir vísað á bug.
Það var aðeins ein sýning á dag-
skrá í Salt Lake City og áhugi ung-
mennanna gífurlegur, enda fáar
rokksveitir vinsælli en AC/DC.
13.294 miðar seldust, þar af 4.400
í stæði á gólfinu fyrir framan svið-
ið í Salt Palace. Rammgerð girðing
var reist fyrir framan sviðið.
Stemmningin var ótrúleg, krakk-
arnir tróðu sér inn og fljótlega steig
hitastigið í húsinu. Var upp undir
40 stiga hiti og svitinn bogaði, en
enginn skeytti neitt úm það. Svo
birtist hljómsveitin og um leið fór
alda um mannhafið fyrir framan
sviðið. Fyrsta lagið var vart á enda
er ungmenni í fremstu röðunum
voru farin að troðast undir. Örygg-
isverðir segja að ástandið hafi fljót-
lega orðið hroðalegt, en það hafi
tekið þá um 40 mínútur að fá hljóm-
sveitina til að hætta spilamenns-
kunni. Þnn tíma hafí 7-8 lög verið
leikin.
Þessu andmæla hljómsveitar-
menn. Þeir segjast ekki hafa haft
aðstöðu til að sjá hvað fram fór
fremst í salnum vegna girðingarinn-
ar og það hafi verið í miðju fjórða
lagi að öryggisverði tókst að brjót-
ast upp á sviðið og vekja athygli
þeirra með handapati. Söngvarinn
Brian Johnson hafi þá hlaupið
fremst á sviðið, séð sem var og
öskrað á fólkið í hátalara að færa
sig aftur á bak. „Þessir menn eru
eins og guðir, um leið og Johnson
sagði þeim að færa sig þá færði
fólkið sig, en fram að því hafði fólk-
ið troðist hvert um annað þvert og
engu skeytt um þótt angistarvein
hafi borist undan kösinni. Um leið
og fólkið færði sig þá fórum við
að ná fólki undan farginu,“ er haft
eftir öryggisverðinum Russ Boyd.
AC/DC er sem fýrr á ferð og
flugi, en málið er í rannsókn í Salt
Lake City og aðstandendur hinna
látnu hafa stefnt hljómsveitinni og
telja hana bera ábyrgð. Fram-
kvæmdastjóm AC/DC segist aftur
á móti harma dauðsföllin, en harm-
leikurinn skrifist á reikning örygg-
isgæslunnar í húsinu sem hafí verið
fyrir neðan allar hellur. Þetta mál
mun Iíklega fylla mælinn hvaíf'
varðar skipulagningu rokkhljóm-
leika. Ekki er svo ýkja langt síðan
að tveir unglingar voru troðnir til
bana á hljómleikum Guns and Ros-
es og fieira mætti telja.
hefst 18. febrúar
INNRITUN HAFIN
- NÚ VERÐA UUR MED!
6 vikna, ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri
V'‘kna * *^r'nn ^8 + 7
námskeið * M°rgun-< dag- og kvöldtímar
COSPER
- Þetta er bráðfyndið, við erum komnir tveimur hæðum
of hátt.
★ Rólegir tímar
★ Lokaóir flokkar (framhald)
★ Púltímar fyrir ungar og hressar
★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk
Sérflokkar fyrir 17-23 ára f kúrinn 28 + 7
Ath. að vegna mikillar eftirspurnar bjóðum
við nú dagtíma með BARNAPÖSSUN
■ M mmM
bruce willis
1VI /\r wm
greip
fresh horses
Þarsem myndirnar fást! Mögnuð óströlsk mynd
sem hefur alls staðar
Xw Stórgóð mvnd þor sem fróbærir
leikoror og óvenkilegt umhverfi
magna upp dulúo
09 mikla spennu. í
Utgófa 18. febrúor.
'ojsséíJ'
myndbandaleigur
SKIPHOLT 9, SÍMI 626171 - REYKJAVÍKURVEGI 64, SÍMI 671425 ■ ÁLFABAKKA 14, MJÓDDfsÍMI 79015 - KRINGLAN 4,
679015