Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 2
>GI 51AUHa3’l .t-I flUOAaUTMMl'l aiaAuawuoflOM morgunbláðið fimmtudagur 14: febrúár 1991 A Eg sá ærnar renna fram af brúninni og falla 25 m ofan í hyl - segir húsfreyjan á Brú í Jökuldal sem missti 30 kindur í Þverána HJÓNIN Stefán Halídórsson og Sigríður Eydís Ragnarsdóttir sem , búa á Brú í Jökuldal urðu fyrir.því síðastliðinn þriðjudág að 30 kindur þeirra drápust þegar þær hröpúðú fram af bjargbrún í Þverárgili og komu niður í stórgrýttri Þveránni. Sigríður hafði farið til að reka ÞijátfÖ'og ein þeirra fór fram af féð heim í hús og var á heimleið er hún sá hluta hópsins skyndilega renna á klakabólstrum um 30 metra leið fram af björgum og fél) fénaðurinn aðra 25 fhetrá nið- ur í ána. Þaðan barst hann með straumnum riiður tvo fossa og lágu kindurnar dauðar í stórgrýtinu þegar komið var að. 170 kindur höfðu verið á beit yfir daginn og ætlaði Sigríður að reka þær í hús fyrir myrkur. Aukið sam- starf landa í Norðvestur- Atlantshafi FORSÆTISRÁÐHERRA ís- lands og formaður lands- stjómarinnar á Grænlandi hafa ákveðið, eftir viðræður um málefni landanna í Norðvestur Atlantshafi, að beita sér fyrir auknu sam- starfi íslendinga, Grænlend- inga og Færeyinga á sviði efnahags-, atvinnu- og menningarmála. í frétt frá forsætisráðherra segir að lögð verði áhersla á samstarf um nýtingu náttúru- auðlinda þjóðanna, þar á með- al fískstofna Norðvestur Atl- antshafs, rannsóknir og mark- aðssetningu og um þróun ferðaiðnaðar og annarra at- vinnugreina, þar sem um sam- eiginlega hagsmuni er að ræða. I þessu sambandi verði jafnframt athugaðar nauðsyn- legar endurbætur á sviði sam- gangna og fjarskipta og þjón- ustu hverskonar til styrktar efnahags- og atvinnulífí á svæðinu. Þá segir að um þessi mál verði fjallað meðal annars með hliðsjón af viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahags- svæði. Loks segir í frétt forsætis- ráðherra að aðilar séu sam- mála um að bjóða Færeying- um þátttöku í þessu samstarfi. en svö ótrúlega vildi til að ein lifði faliið af. Hún er að vísu lemstruð en Sigríður sagði að henni yrði leyft áð lifa nema ef í Ijós kæmi að meiðsl hennar væru meiri en í fyrstu sýndist. „Ég horfði á þær renna fram af án þess að fá rönd við reist. Ég gætti mín á því að vera ekki of framarlega sjálf. Þær runnu eina 30 metra áður en þær fóru fram af bjargbrúninni, féllu 20-25 jmétra'í lausu lofti og lentu ofan í hyl í Þveránni. Síðan fóru þær fram af fossinum og öðrum sem þar er nærri. Þama eru þrír fossar og þær lentu í hylnum ofan við miðfossinn," sagði Sigríður. Hún sagði að einhver æðri mátt- arvöld hefðu stjórnað því að hún hefði haft allar tveggja og þriggja vetra ær í húsi þennan dag. Ærn- ar sem drápust voru fjögurra til fimm vetra. Lítið var í ánni og hún var í klakaböndum en opin í miðj- unni. Árbotninn er stórgrýttur og liggja kindumar í vatninu skammt fyrir neðan neðsta fossinn. Stefán og bændur af næstu bæjum voru í gær að undirbúa að ná í hræin og ætluðu þeir að nota fjórhjól til að flytja þær í gryfju. Sigríður sagði að þau hjónin hefðu aldrei áður orðið fyrir slíku en þau hafa búið á Brú í 17 ár. Þau voru með rúmar 360 kindur áður en þessi skaði varð og sagði Sigríður að þau yrðu fyrir töluverðu fjár- hagslegu tjóni. Viðskiptaþing: Morgunblaðið/Þórkell Stefnumótun í íslensku atvinnulífi var til umræðu á viðskipta- þingi í gær. Á innfelldu myndinni er dr. Ichak Adizes, sem flutti fyrirlestur á þinginu. aði í Evrópu nauðsyn AÐLÖGUN íslensks atvinnulífs að þeim breytingum sem fyrirsjáan- legar eru við afnám landamæra milli viðskiptalanda íslands var aðalumræðuefni Viðskiptaþings Verslunarráðs Islands í gær. Almenn niðurstaða varð sú að íslenskt atvinnulíf þarf að tengjast evrópskum mörkuðum mun betur ef viðunandi árangur á að nást í viðskiptum við önnur Evrópulönd, óháð inngöngu íslands í Evrópubandalagið Á Viðskiptaþinginu voru m.a. kynntar og ræddar niðurstöður fimm nefnda sem hafa undanfarna mánuði unnið að viðamikilli stefnu- mótun fyrir íslenskt atvinnulíf. Nefnd sem fjallaði um fjármagns- markað mælti eindregið með opnun íslensks efnahagslífs fyrir erlendu áhættufjármagni og varaði við tak- mörkunum á fjárfestingum erlendra aðila. Fjármagnsnefndin fjallaði um stöðu banka í aukinni samkeppni á næstu árum og hvatti til varðveislu frelsis til vaxtaákvarðana. Álit nefndarmanna var að hagstjórn Seðlabanka eigi að fara fram með markaðsaðgerðum og bindiskyldu eigi að afnema. Helstu umræðuefni nefndar um skattamál voru markmið skattaum- bóta og staða og horfur í skattamál- um hérlendis. Álit nefndarmanna var að núverandi skattakerfi mis- munaði og veikti samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Nefndarmenn vörumarkaðssviðs fjölluðu m.a. um viðskiptahömlur á landamærum. Lögð var áhersla á að gæðastjómun vöru miðaðist ekki lengur við landa- mæraeftirlit heldur væri stöðlum framfylgt á framleiðslustað og vott- orð fylgdu vörunni á. erlendan markað. Meðal ályktana þjónustunefndar var að breyta þurfí skilgreiningu íslenskra laga á því hvað, teljist útvarpsstöð. í EB er slík stöð skil- greind sem upprunalegur sendandi útsendingar og endurvarp á útsend- ingu annars aðila telst ekki útvarps- stöð. Þá kom fram að í EB er verið að takmarka einkaleyfí símafyrir- tækja við talsímaþjónustu og í kjöl- farið lagði nefndin til að stjórnsýslu- hlutverk Pósts og síma verði fært frá stofnuninni og hún verði alfarið rekin sem fyrirtæki. Sérstök nefnd fjallaði um mann- auð og náttúruauðlindir íslendinga^. Álit nefndarinnar var að vangeta íslendinga til þess að selja og nýta vatnsorku muni kosta tap í þjóðar- tekjum sem jafnast á við tífaldar þjóðartekjur okkar á árinu -1988. Þá var lögð áhersla á að íslensk sjávarútvegsstefna verði að sætta hagsmuni útgerðar og fískvinnslu til að gæta langtímahagsmuna at- vinnuvegarins og annarra atannu- vega í landinu. Sjá ennfremur bls. B12. Landsvirkjun: Útboðsáætlun vegna virkj- ana Tilboð verða opnuð í mars í virkjanaáfanga fyrir 10 milljarða króna LANDSVIRKJUN heldur sinni áætlun um undirbúning virkj- anaframkvæmda vegna álvers og hefur meðal annars auglýst eftir tilboðum í gröft fyrir stöðvarhúsi vegna stækkunar Burfellsvirlgunar. Halldór Jón- atansson forstjóri Landsvirkj- unar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að virkjanafram- Flugleiðir verða líklega að aðlaga sín fargjöld segir Pétur J. Eiríksson um verðlækkun á Atlantshafsflugi FLUGLEIÐIR hafa ekki tekið ákvörðun um hvernig þeir bregðast við fargjaldastríði því sem hafið er á flugleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs, telur líklegt að Flugleiðir verði að aðlaga fargjöldin á flug- leiðum félagsins frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna. Hollenska flugfélagið KLM til- kynnti í gær að það hefði lækkað fargjöld á fiugi frá Amsterdam til Bandaríkjanna og Kanada um 15-20%. Nú kostar 609 dollara, rúmlega 30 þúsund krónur, að fljúga með KLM frá Amsterdam til New York og aftur til baka. Þegar verðstríðið hófst var það aðallega bundið við ferðir frá Lon- don. Nú hefur það hins vegar færst til meginlands Evrópu og Skand- inavíu, að sögn Péturs. Flugleiðir fljúga frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna og sá markaður er mun stærri og þýðingarmeiri fyrir Flugleiðir en markaðurinn í Eng- landi. „Þessir markaðir eru stórir og það hefur meiri áhrif á okkur ef verðlækkun verður þar. KLM og fleiri flugfélög eru að lækka skráð fargjöld, sem eru í gildi allt árið. Lækkun á skráðum gjöldum hefur önnur og meiri áhrif en tilboðsverð sem gilda tímabundið. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað við gerum en það er mjög líklegt að við hreyf- um okkur í sömu átt,“ sagði Pétur J. Eiríksson. kvæmdir væru boðnar út með fyrirvara um að ekkert verði af framkvæmdum eða að þær frestist. Þetta verði að gera til þess að tryggja að hægt verði að afhenda orku til álvers haust- ið 1994 eins og stefnt hefur verið að. í marsmánuði á að opna tilboð í fjóra áfanga Fljóts- dalsvirkjunar, sem áætlað er að kosti samtals um 10 milljarða króna. Halldór sagði útilokað að bolla- leggja um hvort eða hvenær af virkjanaframkvæmdum verður fyrr en vitað er hvað kemur út úr fundum iðnaðarráðherra, for- manns stjórnar Landsvirkjunar og fleiri aðila með aðstandendum Atlantsálshópsins í New York. Að fengnum niðurstöðum fundanna væri ætlunin að taka afstöðu til þess hvort hægt verður á fram- kvæmdum og hvort eitthvað verð- ur gert í millitíðinni eða ekki. „Það er því ekki tímabært að segja neitt um það í bili,“ sagði Halldór. Utboðin fara fram með fyrir- vara um byggingu álversins og með fyrirvara um öflun allra nauð- synlegra heimilda til virkjana- framkvæmdanna. Halldór sagði að bjóðendum væri þannig ljóst að endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir hafi ekki verið tekin. Tilboðin gilda að jafnaði í 120 daga. Þegar hafa verið opnuð tilboð í þijá áfanga stækkunar Búrfells- virkjunar, samtals að upphæð um 1.380 milljónir króna. Síðar í þess- um mánuði verða auglýst útboð í tvo áfanga auk þess sem auglýstur var áttunda þessa mánaðar. Heild- arkostnaðaráætlun við stækkun Búrfellsvirkjunar er um 3.140 milljónir króna. Þann 15. mars næstkomandi verða opnuð tilboð í þtjá áfanga Fljótsdalsvirkjunar sem þegar hafa verið auglýstir. Það eru að- rennslisgöng, stöðvarhús og frá- rennsli og Eyjabakkastífla. Þann 20. mars verða síðan opnuð tilboð í hverfla og rafala. Samtals er áætlað að þessir fjórir áfangar kosti um 10 milljarða króna, sem Halldór Jónatansson segir vera um tvo þriðju hluta áætlaðs verktaka- kostnaðar við virkjunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.