Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 14
14
★ GBC-lnnbinding
Fjórar mismunandi
gerðir af efni og tækjum
tii innbindingar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ' 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
SKRIFBORÐSSTÓLAR
í MIKLU ÚRVALI
(uo\os
S E R I A N
1200BW6 Kr. 22.000,-
1200 BW8 Kr. 23.000,-
1200 BW10 m/örmum Kr. 31.000,-
VANDAÐIR STÓLAR
Á HAGSTÆÐU VERÐI
110 Reykjavík. Sími 91-672110
' 4»
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991
Minning:
----- >
Yngvi Þórir Ama-
son á Prestsbakka
Fæddur 17. september 1916
Dáinn 4. febrúar 1991
í minningarorðum í Prestbakka-
kirkju við föstumessu hinn þriðja
dag eftir andlát hans röktum vér
lítillega tengsl móðurfólks hans í
sókninni fyrr á tíð, en Ragnheiður
Magnúsdóttir prests Blöndals í
Vallanesi á Fljótsdalshéraði var
sonardóttir síra Jóns Bjarnasonar,
er þjónaði Prestbakkabrauði
1867—1869, en dótturdóttir Péturs
Eggertz kaupstjóra í Akureyjum á
Skarðsströnd Friðrikssonar prests
í Skarðsþingum. Áður hafði Pétur
Eggerz verið verzlunarstjóri á Borð-
eyri í Prestbakkasókn og stofnandi
hins s.n. Borðeyrarfélags, sem var
bændaverzlun. Dóttir hans, frú
Arndís, varð prestkona á Stað í
Hrútafirði 1877, unz þau síra Páll
Ólafsson fluttu út að Prestbakka
1881. Voru þau hér í tvo áratugi,
er þau fóru að Vatnsfirði. Theodór
bróðir síra Páls var við Borðeyrar-
verzlun, forsöngvari í sóknum bróð-
ur síns, en fyrsta harmoníum, sem
keypt var til sveitakirkju á landinu,
kom 1875 að Melstað, þar sem síra
Ólafur Pálsson faðir þeirra sat.
Móðir þeirra, Guðrún Ólafsdóttir,
var sonardóttir Magnúsar Stephen-
sens, er fluttþfyrsta orgelið á síð-
ari öldum til íslands og lék sjálfur
á það, fyrsta sinni við messugerð á
Leirá 14. september 1800. Kaupin
á Melstaðarhljóðfærinu má rekja til
uppruna og áhuga frú Guðrúnar,
auk þess sem síra Ólafur hafði
kynnzt orgelleik Péturs Guðjohn-
sens, þegar hann var dómkirkju-
prestur í Reykjavík.
Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz,
sem átti bemsku sína á Borðeyri,
giftistr ung Magnúsi Blöndal Jóns-
syni, er þá var nýstúdent, en hann
vígðist 1891 að Þingmúla í Skriðdal
pg settist síðan að í Vallanesi, þeg-
ar brauðin voru sameinuð 1892. Þar
lézt frú Ingibjörg úr berklum frá 8
börnum, aðeins 32 ára. Var Ragn-
heiður móðir síra Yngva þeirra elzt,
á 12. ári, þegar móðir hennar dó.
Þjóðkunnir urðu bræðurnir Magn-
ússynir, Páll lögmaður syðra og síra
Pétur rithöfundur og prestur í Vall-
anesi. Of langt yrði að geta valin-
kunns og víðþekkts móðurfólks í
frændgarði síra Yngva, en nefnd
skulu afabróðir hans, Bjarni alþing-
ismaður og grískukennari frá Vogi
og ö mmusystir Solveig Eggerz
Pétursdóttir prófastsfrú á Völlum í
Svarfaðardal.
Fyrri maður Ragnheiðar frá Vall-
anesi og faðir síra Yngva var Bjarni
ívarsson bókbindari frá Litla Seli
við Reykjavík. Mun síra Magnúsi
hafa þótt þar lítt að teija og^ var
drengnum fengið fóstur hjá Árna
Gíslasyni verzlunarmanni í Reykja-
vík og Sigurbjörgu Sigurðardóttur
konu hans. Ættleiddu þau fóstur-
soninn og mat síra Yngvi þau og
foreldra sína mikils. Hann var bor-
inn og barnfæddur Reykvíkingur
og er útför hans gerð frá Dómkirkj-
unni, gömlu sóknarkirkjunni hans,
í dag.
Syðra lauk hans stúdents- og
síðan guðfræðiprófi. Sótti hann um
Árnes í Trékyllisvík og vígðist
þangað á Reykjavíkurdegi lýðveld-
ishátíðarinnar í stórum hópi nýrra
presta. Þjónaði hann Árnespresta-
kalli í 4 ár og var þar fjölmennt á
þeim misserum. Voru t.a.m. 500
manns í sókninni skv. manntali
skömmu áður en hann vígðist. í
vetrarbyijun 1945 kvæntist hann
Jóhönnu Helgadóttur héraðslæknis
í Keflavík, Guðmundssonar prests
á Bergstöðum í Svartárdal Helga-
sonar, og áttu þau 4 börn, þegar
þau fóru frá Árnesi 1948, en þríbur-
ar fæddust ári fyrr. Fluttu þau þá
um sumarið inn að Prestbakka í
Hrútafirði, þar sem síra Yngvi hafði
borið hærri hlut í kosningum, er
síra Jón Guðnason fræðimaður
hafði fengið lausn frá prestskap í
Prestbakka- og Staðarsóknum og
gerzt þjóðskjalavörður.
Síra Yngvi þjónaði úr fram sem
kallað er, eða til .embættisaldurs
loka, í Hrútafirði og í Óspakseyrar-
sókn frá 1951, er síra Jón Brands-
son prófastur á Kollafjarðarnesi lét
af störfum hálf áttræður og brauði
hans var skipt milli Staðar í Stein-
grímsfirði og Prestbakka. Við af-
sögn síra Jóns á Kollaljarðarnesi
var síra Yngvi ekki skipaður pró-
fastur í Strandaprófastsdæmi, hafði
þá þjónað í héraðinu í 7 ár, heldur
Hólmavíkurpresturinn, er áður var
í kjöri í Prestbakkabrauði, en vígzt
svo tihStaðar í Steingrímsfirði og
hafði þjónað í 4 ár, þegar þetta
var. Hann var Isfirðingur eins og
biskupinn að þjónustu. Voru þeir
svo samtíða og nágrannaprestar í
Strandaprófastsdæmi á Ijórða ára-
tug, síra Yngvi á Prestbakka og
síra Andrés Ölafsson á Hólmavík
og segir ekki af öðrum skiptum
þeirra en góðum, hinna ágætu,
fijálslyndu presta og pólitísku já-
bræðra; en síra Yngvi raunar
ógleyminn á mótgerðir, sem vonlegt
var og merkir ættstuðlar hans vísa
á og gefa tilefni. En ekkert er nýtt
undir sólinni. Þegar síra Andrés
hafði verið prófastur í 20 ár, var
Strandaprófastsdæmi sameinað
Húnavatnssýslunum í prófasts-
dæmi án Strandanafns og utan
Strandaprófasts, því að Húnvetn-
ingaprófasturinn hélt tigninni, þótt
eigi hefði þá verið prófastur nema
í 3 ár.
Þegar herra Ásmundur Guð-
mundsson varð biskup 1954, skipti
mjög til hins betra fyrir síra Yngva.
Var brátt hafin kirkjusmíði á Prest-
bakka og síðan prestseturshúss og
peningshúsa. Urðu þar mikil og góð
umskipti fyrir hina stóru úölskyldu,
en börn þeirra frú Jóhönnu urðu
10. Var það fyrst og fremst vegna
upphvatningar herra Ásmundar og
síra Sveins Víkingsbiskupsritara,
er báðir þekktu og mátu fólk sjra
Yngva af Austurlandi, en síra Ás-
mundur kennari hans í háskólanum,
að í hinar miklu framkvæmdir var
ráðizt á Prestbakka. Síra Yngvi
hafði ekki í hyggju að sitja þar til
sjötugs. Þvert á móti. Hann hafði
sótt um nýja prestsembættið í
heimabæ konu sinnar í Keflavík
1952, leitaði aftur fyrir sér 1963,
þegar Háteigsprestakall var stofnað
og dró svo langt, að hefði getað
sigrað með aðeins rýmri tíma, að
talið var, en 1970 sótti hann um
starf sendiráðsprests í Kaupmanna-
höfn, þar sem hann hafði fyrr verið
að framhaldsnámi í kirkjusögu.
Hann var vel lærður, sögumaður
og unni fagurbókmenntunum, er
hann las löngum á frönsku, sem
honum var töm og hin ljúfasta
íþrótt, líkt og Bjama dósent frá
Vogi, frænda hans, var grískan.
Síra Yngvi var borgarbarn og sótt-
ist eftir hinu ópersónulega Ijöl-
menni og allra helst gróinni Evrópu-
menningu meginlandsþjóða. Hlut-
skipti hans varð 42 ára starfsævi
í Strandasýslu, nyrzt og síðan innst
og í Staðarhreppi í Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Þegar börnin voru komin upp eða
farin suður til náms, en búskapur-
inn færðist honum í fang, enda
bakveikur og vatnslaust tíðum í bæ
og fjósi, dvöldu þau hjónin og yngri
börnin syðra hluta úr vetrinum.
Féll honum það þó miður, enda
samviskusamur og af gamla skólan-
um eins og þeir eru kallaðir, sem
sinna vilja opinberu starfí sínu af
allri rækt og skyldusemi. Var hon-
um mikill léttir, er hann hafði sagt
Prestbakka lausum, flutzt suður og
skilað staðnum og brauðinu af sér.
Þótti honum afar vænt um Prest-
bakka eftir öll þessi ár og átti ijölda
góðra vina í Bitru og við Hrúta-
fjörð, en dagur starfsins var kominn
að miðjum aftni, þó að ákvörðunin
drægist fram undir náttmál. Um
skammt varð notið ungrar elli.
Hann kenndi sér meins við hjarta-
stað og lést við undirbúning aðgerð-
ar á sjúkrahúsi í. Reykjavík.
Góð er minningin um hreinskipt-
inn mann og hollan vin. Þökkin tjáð
fyrir elskulegar samverustundir, en
frú Jóhönnu og börnunum vottuð
samúð og óskað gæfu.
Ágúst Sigurðsson
Þegar fregn berst um andlát vina
og vandamanna, kemur hún mönn-
um að jafnaði á óvart, þótt segja
megi, að svo ætti ekki að vera, því
að allir menn eru dauðlegir, og
dauða getur borið að nær hvenær
sem er. Samt er það svo, að dauð-
ann ber oft óvænt að. Svo var það
um séra Yngva, sem nú er kvaddur
hinztu kveðju. Hann hafði að vísu
átt við að búa heilsuveilu nokkur
undanfarin ár, og var nú talið nauð-
synlegt, að hann undirgengist
skurðaðgerð í sjúkrahúsi. Laugar-
daginn 2. þ.m. lagðist hann inn í
Landspítalann. Mánudaginn 4. þ.m.
að morgni fór skurðaðgerðin fram,
— en hún lánaðist ekki og séra
Yngvi lést í þeirri aðgerð. Viku
áður eða sunnudaginn 27. janúar
sl. vorum við hjón með öðrum gest-
um í veglegu heimboði á heimili
séra Yngva og Jóhönnu konu hans.
Veitingar voru rausnarlegar og við-
mót gestgjafa alúðlegt og vinsam-
legt á allan hátt að vanda. Við átt-
um þarna saman góða og skemmti-
lega stund og deildum gleði saman.
Séra Yngvi sagði okkur þá frá
skurðaðgerðinni, sem hann átti fyr-
ir höndum, og var á honum að sjá
og heyra, að hann vænti góðs
árangurs af henni. Og við kvödd-
umst í góðri trú um að við myndum
hittast heil og hress síðar. En svo
fór sem fór: andlátsfregn séra
Yngva barst mánudaginn 4. þ.m.
Mikil eftirsjá er að þessum ágæta
hæfileikamanni, sem nú hefir hlotið
sviplegan dauða og er harmaður
af sínu fólki og öðrum vinum sínum.
Séra Yngvi Þórir fæddist í
Reykjavík 17. september 1916.
Foreldrar hans voru Bjarni ívarsson
bókbindari þar og kona hans Ragn-
heiður Magnúsdóttir Blöndal prests
Jónssonar í Vallarnesi. Kjörforeldr-
ar hans voru: Árni Gíslason verslun-
armaður frá Stakkagerði í Vest-
mannaeyjum og kona hans Sigur-
björg Sigurðardóttir. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1938. Embættisprófi í
guðfræði lauk hann frá Háskóla
Islands árið 1944. Hann var í fram-
haldsnámi í samstæðilegri guðfræði
og kirkjusögu við Kaupmannahafn-
arháskóla veturinn 1952—1953.
Hann var settur til predikunarstarfs
í Sandfellsprestakalli sumarið 1942.
Hann var settur sóknarprestur í
Árnesprestakalli í Strandasýslu 18.
júní 1944 og veitt það prestakall
16. nóv. 1944 frá fardögum 1945
að telja. Hann varð sóknarprestur
í Prestsbakkaprestakalli í Hrúta-
firði í júní 1948. Aukaþjónusta í
Staðarprestakalli í Steingrímsfirði
og Árnesprestakalli um mánað-
artíma 1948, í Óspakseyrarsókn frá
1. júní 1951, en sú sókn var samein-
uð Prestsbakkaprestakalli með lög-
um frá 1950. Hann var formaður
skólanefndar Árnesskólahverfis
1944—1948 og Bæjarskólahverfis
1949—1962. Prófdómari við
Reykjaskóla í Hrútafirði var hann
árum saman. Fleiri trúnaðarstörf-
um mun hann hafa gegnt, þótt eigi
séu þau rakin hér.
Séra Yngvi kvæntist 10. nóv.
1945 Guðrúnu Jóhönnu Helgadótt-
ur læknis Guðmundssonar í Kefla-
vík, ættaðs úr Austur-Húnavatns-
sýslu, og konu hans Huldu Sigur-
bjargar Matthíasdóttur alþm. Ólafs-
sonar frá Haukadal í Dýrafirði og
konu hans Marsibilar Ölafsdóttur
skipstjóra á Þingeyri Péturssonar.
Þau hjón eignuðust 10 börn, sem
öllu eru mannvænleg og vel gefin,
svo sem þau eiga ættir til. Þau eru
eftirtalin: 1. Arni, f. 27.4. 1946,
flugmaður, Kópavogi, kona hans
er Sigrún B. Baldursdóttir. Böm:
Sveinbjörn, Hilmar, Sigrún Halla,
Thelma og Hafsteinn. 2. Helgi, f.
30.9. 1947, flugmaður, Seattle í
Bandaríkjunum, kona hans er Rosa
Yngvason. Börn: Þór Elvar, Helgi,
Shannine og Jackeline. 3. Ragn-
heiður, f. 30.9. 1947, búsett í Dan-
mörku, maður hennar Pálmi Jó-
hannesson verkfr. Þau skildu. Börn:
Jóhanna, Ríkharður og Þorsteinn
Freyr. 4. Gísli, f. 30.9. 1947, stýri-
maður. Fórst í sjóslysi í Alaska
31.7. 1979. Kona hans var Jenny
Yngvason. Barn: Jóhanna. 5. Sigur-
björg, f. 18.4. 1949, búsett í Dan-
mörku. Maður hennar Tore Gomo
tæknifræðingur. Börn: Yngvi og
Geir. 6. Eysteinn Þórir, f. 8.5.1955,
vélstjóri, Reykjavík. Kona hans er
Bergljót Viktorsdóttir. Börn: Ægir,
Gísli Jóhann og Yngvi Þórir. 7. Ingi-
björg Hulda, f. 14.4. 1958, jarðeðl-
isfræðingur, Reykjavík. Maður
hennar er Ingvar Magnússon jarð-
eðlisfræðingur. Börn: Þórunn Mál-
fríður og Magnús Kári. 8. Guð-
mundur Bjarni, f. 4.3. 1961, faf-
virki, Reykjavík. Unnusta hans er
Halldóra Júlíusdóttir. Barn hans og
Áslaugar Björgvinsdóttur: Birna
Dögg. 9. Magnús Þórir, f. 20.4.
1965, iðnrekstrarfræðingur, Kópa-
vogi. Unnusta hans er Heiða Helga
Ilelgadóttir. Barn: Egill Örn. 10.
Þórdís Hadda, f. 5.5.1970, háskóla-
nemi, Kópavogi. Barnabörn þeirra
Skrifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
éru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
Til dœmis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
Verslunarreikningur
VerðiÖ miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
vinnumarkaðinn er komið.