Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 7
MOfiGUNBLAEjlÐ, MMMTUDAGUft; 14. KEBKÚAK 1991
skinna var tæplega 2.300 kr. og seld-
ust 92% þeirra.
Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn:
Minkaskinn hækka
um 17 af hundraði
VERÐ á minkaskinnum hækkaði að meðaltali um 17% á febrúarupp-
boði danska uppboðshússins í Kaupmannahöfn miðað við uppboðið í
desember, en uppboðinu lauk í gær. Meðalverð biárefaskinna hækkaði
um 2% en silfurrefaskinn lækkuðu um 3% frá því í desember. Eitthvað
af íslenskum skinnum var á uppboðinu, en að sögn Jóns Ragnars
Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda,
hafa ekki borist upplýsingar um verð á þeim.
Alls seldust 96% minkaskinnanna sem er 5% hækkun.
sem boðin voru á uppboðinu, og var Um 99% blárefaskinnanna seldust
meðalverðið 129 danskar krónur, eða á uppboðinu, og var meðalverð þeirra
um 1.235 krónur íslenskar. Meðal- um 1.760 kr. Meðalverð silfurrefa-
verð scanbrown-högnaskinná var um
1.530 kr., og er það 27% hækkun
frá því í desember. Meðalverð scan-
brown-læðuskinna var um 1.000 kr.,
en það er 8% hækkun. Pastel-högna-
skinn seldust á um 1.235 kr. meðal-
verði, og hækkuðu þau um 24%, en
læðuskinninn seldust á rúmlega 830
kr. og hækkuðu um 4%. Meðalverð
scanblack-högnaskinna var um
1.455 kr. og hækkaði um 16% frá
því í desember, og seanblack-læðu-
skinn seldust á 850 kr. meðalverði,
Borgarafundur
í Ólafsvík;
Varað við
of mikilli
loðnuveiði
ÓLAFS VÍKINGAR vara við afleið-
ingum frekari ágangs á veikan
loðnustofn á íslandsmiðum fyrir
vöxt og viðgang þorsks. Þeir vilja
að loðnugöngur fái að ganga ár-
visst á grunnslóð botnfiskimiða á
Breiðafirði.
Borgarafundur, sem haldinn var í
Ólafsvík, varar mjög við afleiðingum
frekari ágangs á veikan og rýran
loðnustofn fyrir vöxt og viðgang
nytjafisktegunda svo sem þorsks.
Fundurinn lýsir yfir áhyggjum vegna
áforma um að ganga frekar á loðnu-
stofninn en mælt hefur verið með
og bendir á að um 40% af fæðu
þorsks sé loðna.
Á fundinum kom fram að margir
óttast að samhengi sé á milli veru-
legs samdráttar á þorskveiðum á
hefðbundinni veiðislóð á Breiðafirði,
síðustu tvær vertíðir, og þess að
varla hafí orðið vart árvissrar loðnu-
göngu við Snæfellsnes og inn á
Breiðafjörð á sama tímabili.
Fundarmenn vildu ekki gera lítið
úr vanda hinna fáu loðnuútgerða og
byggðarlaga en bentu á að skammt-
ímalausnir gætu valdið miklum
vanda til langs tíma hjá þeim fjöl-
mörgu sem eiga allt undir veiðum
og vinnslu hefðbundinna nytjafiska.
Skorað er á stjórnvöld að gera
nákvæma rannsókn á því hvort um
er að ræða verulega röskun á fæðu-
kerfí nytjafiska á þekktum veiðislóð-
um og hvaða afleiðingar það ástand
gæti haft fyrir veiðar og vinnslu í
þeim byggðarlögum sem allt sitt eiga
undir þeirri fiskslóð á ári hvetju.
mtÆ\
sÍIU
mwm
Búnaðarþing hefst á mánudaginn:
Rætt verður um breyt-
ingar á félag'skerfinu
BÚNAÐARÞING verður sett næstkomandi mánudag í Súlnasal Hótel
Sögu, en áætlað er að þingið standi í viku til tíu daga. Á þinginu
verða væntanlega ræddar tillögur sem nefnd á vegum Búnaðarfélags
íslands og Stéttarsambands bænda hefur gert á félagskerfi landbúnað-
arins, og einnig verða málefni leiðbeiningarþjónustunnar til umræðu.
Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarþing mun samkvæmt
Búnaðarfélags íslands, mun setja venju fjalla um þau landbúnaðar-
Skinn af minki eins og þessum í
búrinu, hafa hækkað í verði um
17% að meðaltali.
Búnaðarþingið, en ávörp við setn-
inguna flytja Steingrímur J. Sigfús-
son, landbúnaðarráðherra, og Hauk-
ur Halldórsson, formaður Stéttar-
sambands bænda.
mál, sem eru til umfjöllunar á Al-
þingi, en þingið sitja 25 fulltrúar,
sem kjörnir eru til fjögurra ára í
senn á 15 búnaðarsambandssvæð-
um.
IB0H2C
GLÆSILSKI GAMLA TIMANS
Laugardaginn 16. febrúar opnar HÓTEL BORG Gyllta sallnn
(The Golden Ballroom) og veitingasalinn, eftir breytingar.
o
LAUICiARDACjSkVÓlDK) ílxttt
SÓHOSkGM^TUHII H:
Eistland:
2 Islending'-
ar á fundi um
mannréttindi
TVEIR fulltrúar forsætisráðherra
sátu alþjóðlegan fund um mann-
réttindamál í Tallin í Eistlandi á
mánudag. Hlutverk þeirra var
jafnframt að meta ástand mann-
réttindamála í landinu.
Edgar Savisaar, forsætisráðherra
Eistlands, bauð Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra að til-
nefna íslenska sérfræðinga á sviði
mannréttindamála til þessa. Fundinn
sóttu Gaukur Jörundsson umboðs-
maður Alþingis og Haraldur Ólafsson
dósent. Við heimkomuna láta þeir
forsætisráðherra í té greinargerð um
fundinn.
I5ILAMI lUAMTUHPlllNlN
Undir hattinum eru: Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backman,
Jóhann Sigurðarson, Ása Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson.
Hljómsveit Aage Lorange og Orcestra HÓTEL BORGAR leika fyrir dansi.
Matseðill:
Forréttur: Breyttir tímar; Sjávarréttasúpa full af fískum hafsins
Aðalréttur: Baconfylltur lambainnanlærísvöðvi með rauðvínssósu
Eftirréttur: Borgardúett; tvær teg. af ís og ferskir ávextir í sykurkörfu
Matargestum boðið uppá fordrykk
Borðapantanir í síma 11440
Salon Trio Þorvaldar Steingrímssonar
leikur fyrir kaffigesti laugardaginn 16. og suimudaginn 17. fehrúar
Tökum að okkur: Árshátíðir, erfidiykkjur, afínæfísveislur og önnur mannamót.
ó=rt=«™r