Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUIl 14. FEBRUAR 1991 —;i‘i • i' ‘ ' V 1 ■' :—: -.44^4—.i ■ / .; i " .v i: j r* ©1989 UniverMl Press Syndicele „Mann uíil barea ganga Á,ckegU*tírx- “ Ast er... \-il ■. .að standast reynslu tfmans. TM Reg. U.S. PatOff. — all rightsreserved ® 1991 Los AngelesTimesSyndicate HJALP!! HOGNI HREKKVÍSI t/ÆR.1 þé/Z. e/fAIA þó l//£> PÖSSUÐUA1 CtOZO/Z örlIt/o UPP FTR/P MAT/A4V ? " AKEYRSLA Þriðjudag, þann 5. febrúar um kl. 18.00, ók ég Tryggvagötuna í áttina að Tollstöðvarbyggingunni. Á undan mér var fremur stór, hvít- ur bíll á hægri ferð. Þegar komið var á móts við vestara horn Toll- stöðvarbyggingarinnar, skipti bíl- stjórinn í bakkgír og virtist ekki heyra þó ég reyndi að gefa merki með flautunni. Ökumaður hvíta bílsins bakkaði á hægra brettið á mínum bíl, en algerlega að því er virtist, án þess að verða þess var og hélt svo sína leið. Mér var óneitanlega talsvert brugðið, en fannst einhvern veginn að höggið hefði ekki verið mjög mikið og ákvað að fara ekki að leika lögreglu að svo stöddu, enda taldi ég mig hafa náð númeri bílsins. En þegar ég fór að grufla í minni mínu skömmu síðar, eftir númerinu, reyndist það hafa aflagast eitthvað og nú er mér illmögulegt að finna þennan ökumann, þó feginn vildi. Sem fyrr segir var þetta fremur stór, hvítur bíll og honum ók karl- maður á milli sextugs og sjötugs. Þar sem mig grunar að ökumað- urinn hafi alls ekki orðið var við að hann ók á bílinn minn, vil ég nú biðja hann þess lengstra orða að hafa samband við mig vegna þessa, þar eð þetta óhapp mun hafa útgjöld í för með sér sem ég mun ekki eiga auðvelt með að standa undir ein. Til mín næst utan vinnu- tíma í síma 13827. Kristín Týndur köttur Þetta er Bensi, svartur loðinn köttur sem hvarf að heiman frá sér föstudaginn 8. febrúar frá Hlégerði í Kópavogi. Vesturbæðingar vin- samlegast athugið í bílskúra og geymslur, eða ef einhver veit um örlög hans, látið vita í síma 43841. Þessir hringdu ... Góð þjónusta María hringdi: „Ég vil taka undir með konu sem þakkar fyrir góða þjónustu hjá Sparisjóði Reykjavíkur í Vel- vakanda á dögunum. Ég hef skipt við Sparisjóðinn í nokkur ár og hefur þjónustan hjá þeim verið til fyrirmyndar.“ Hæggeng afgreiðsla í hádeginu Edda hringdi: „Það kemur sér illa fyrir marga hversu hæggeng afgreiðslan er í pósthúsinu við Rauðarárstíg í há- deginu. Þá eru aðeins tvær mann- eskjur að afgreiða og oft eru 10 til 15 í biðröð allt frá kl. 12 til 13. Á öðrum tímum dagsins eru 4' til 5 manneskjur að afgreiða en þá er jafnan miklu minna að gera. Nú er það svo að fjölmargir nota sér hádegið til að fara í póst- hús. Væri ekki skynsamlegra að afgreiðslufólkið þarna færi í mat á öðrum tíma, kl. 11.30 eða kl. 13 til dæmis? Þannig mætti stór- bæta þjónustuna.“ Veski Svart peningaveski með skil- ríkjum og strætókorti tapaðist við Eiðistorg á föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 611149. Kettlingar Símans-íslenskir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 34205. Hjólkoppur Hjólkoppur af Toyota fór af á leiðinni frá Stigahlíð upp í Hjallas- el á fimmtudag. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 83810. Bankakort Danskt bankakort með mynd og árituðu nafni tapaðist fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 678102. Köttur Svartur fullvaxinn högni með hvítt trýni, hvíta bringu og hvíta sokka týndist frá Kjarrhóma í Kópavogi 7. febrúar. Vinsamleg- ast hringið í síma 46063 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Páfagaukur Lítill blár páfagaukur flaug út um glugga í Mávahlíð 10. janúar. Vinsamlegast hringið í síma 12651 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Yíkveiji skrifar Aundanförnum fimm árum hef- ur verið settur hryggur í eitt viðfangsefni í íslensku samfélagi sem lengi hefur setið á hakanum, viðhald og endurbyggingu menn- ingar- og sögumannvirkja sem hafa verið mjög illa farin vegna lélegs viðhalds. Víkvetji sá, sem hér skrif- ar, skoðaði nýlega þau fjögur mann- virki sem tekið hefur verið til hend- inni við, Viðeyjarstofu, Hóladóm- kirkju, Bessastaðastofu ogÞjóðleik- húsið auk Listasafns Islands sem hefur verið byggt upp á nýjum stað. Víkveiji hefur heyrt það í sam- tölum fólks að flestum finnst mikils virði að þessi grónu mannvirki í íslensku samfélagi séu gerð upp og þeim komið í það form sem hæfir stöðu þeirra. Vissulega kostar upp- bygging gamalla mannvirkja mikið og þeim mun meira sem það er gert á annan hátt, en vinnubrögð bjóða sem nú eru tíðkuð. End- ursmíði í gömlum stíl er dýr aðferð en mikils virði í verndun gamallar hefðar og gamalla hluta. Það var Reykjavíkurborg sem reið á vaðið með endurreisn Viðeyj- arstofu, Viðeyjarkirkju og svæðis- ins í kring, en um áratuga skeið hafði endurbyggingin legið í láginni eins og var um flest önnur opinber mannvirki á vegum ríkissjóðs, jafn- vei þótt um miklar menningarstofn- anir væri að ræða og eins konar akkeri í íslensku þjóðlífi. Ofram- reiknað kostaði endurbygging mannvirkja í Viðey um 245 millj. kr. Víkverji hefur ekki heyrt annað en að framkvæmd Reykjavíkur- borgar í Viðey sé rómuð af öllum sem séð hafa. Næsta endurbygging gamals sögumannvirkis var endurreisn Hóladómkirkju að frumkvæði Hóla- nefndar sem fékk samþykki Alþing- is fyrir framkvæmdum árið 1986. Aætlað var að endurreisn Hóladóm- kirkju kostaði um 40 millj. kr., enda kirkjan ekki stór, en þegar upp var staðið 1989 kostaði verkið um 85 millj. kr. Það er einróma álit að endurreisn Hóladómkirkju sé ein- staklega vel heppnuð, en þar var flest endumýjað og margt sett í upprunalegt horf. xxx Eftir liðlega 20 ára baráttu for- svarsmanna Þjóðleikhússins fyrir endurbyggingu og lagfæring- um á húsinu sem hefur tekið á móti liðlega 4 milljónum gesta frá opnun, eða um 100 þúsund gestum á ári, var hafist handa við verkið að frumkvæði Sverris Hermannson- ar menntamálaráðherra. Birgir Isleifur Gunnarsson þáverandi menntamálaráðherra sigldi málinu áfram og arftaki hans, Svavar Gestsson, skipaði síðan byggingar- nefnd og málinu var stýrt til fram- kvæmda. Húsið verður opnað um miðjan mars, en þá verður aðalsalur tilbúinn, Kristalsalur og öll aðstaða á 2. hæð og 3. hæð, en þar skap- ast nýtt rými fyrir samlestur og smærri leiksýningar. Gangar á jarð- hæð verða á endurbyggingarstigi og ný fatahengi undir aðalsal í stað fatahengja á göngum verða ekki tilbúin. Það verk ásamt ýmsum öðrum atriðum, svo sem uppsetn- ingu lyftu fyrir leikhúsgesti sem eiga óhægt með að fara stiga húss- ins, er ætlað að vinna í annarri lotu. Ráðgert var að ljúka henni í sum- ar, en fjárveitingavaldið hefur ekki ennþá tryggt peninga í það verk og vekur það furðu margra, því að ef á annað borð er byijað á slíku verki í einni af helstu menningar- stofnunum landsins þá er skylt og rétt að ljúka því á sem skemmstum tíma að mati Víkveija dagsins. Framkvæmdirnar við endurreisn Þjóðleikhússins fram að opnun kosta um 500 millj. kr. og er verk- ið liðlega hálfnað, þ.e. frágangur á gestasvæðum, lagnakerfí, utan- hússviðgerðir og lóðarfrágangur, sem aldrei hefur verið lokið á 40 árum. Þess má geta samkvæmt upplýsingum sem Víkveiji hefur aflað sér að dýrustu innviðir í hús- um, þ.e. lagnakerfi og búnaður all- ur, er í sjúkrahúsum annars vegar og leikhúsum hins vegar. Forvitni- legt verður að heyra álit fólks á endurreisn Þjóðleikhússins sem byggingarnefnd hússins hefur lagt upp sem breytingu til þess að gera húsið að mun betra leikhúsi bæði fyrir áhorfendur og leikara. xxx á skoðaði Víkveiji nýlega Bess- astaðastofu sem ber nú vitni fegursta handbragði iðnaðarmanna og hönnuða og nú heldur þessi sam- eign þjóðarinnar á ný vatni og vind- um, en kostnaðurinn er á 3. hundr- að milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.