Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ TIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991
13
Hermenn fyrir utan innaríkisráðuneytið í Riga
innlimum Eystrasaltsríkjanna í
Sovétríkin. Þeir gátu því opnað
„útibú“ frá sendiráðsskrifstofunni í
Leningrad.
Sendiherrann er óskaplega
sænskur. Hann er geysilega snyrti-
legur, í vönduðum vel sniðnum
jakkafötum, skrifstofan hans er
björt og skipulögð og hann hefur
óskaplega mikið að gera. Síminn
hringir stanslaust á meðan við erum
þarna og hann talar í tólið á rússn-
esku og skrifar samtímis (á
sænsku?) á tölvuna. Við fáum þó
að vita að allt sé að fara til fjand-
ans í Vilnius — og svo rýkur hann
í það að panta símtal við Landsberg-
is, að því er mér skilst. Við förum
út hálfdösuð, en einhvernveginn
ekki rólegri.
„Tuttugu rúblur fyrir
einn dollara!"
Taliinn minnir svolítið á Hels-
inki. Tungumálin eru náskyld, borg-
irnar hafa að mörgu leyti svipað
yfirbragð, en kannski er það sem
mestu máli skiptir að hér eru nokkr-
ir ferðamenn, aðallega frá Norður-
löndunum. Og svarti markaðurinn
blómstrar.
Við komuna til Tallinn verður
okkur loksins ljóst að við erum túr-
istar. Það er varla hægt að ganga
tíu metra á götunni án þess að fá
tilboð um að kaupa soveska her-
mannahúfu, sovésk hermannastíg-
vél, eða sovéskt hermannaúr, með
mynd af Gorbatsjov og Reagan á
skífunni. Auk þess vilja allir gefa
okkur rúblur fyrir hvaða gjaldmiðil
sem er, bara að hann sé stöðugur.
Ég spurði reyndar aldrei hvort þeir
vildu íslenskar krónur.
I búðunum er ekki minna um að
vera, þrátt fyrir að þar sé ansi tómt
Þar eru biðraðir allsráðandi, meira
að segja sáum við biðröð þar sem
beðið var eftir að kaupa bikini í,
þrátt fyrir að úti væri janúar og tíu
stiga frost. Og svo segja þeir að
París sé langt á undan með tískuna!
Þegar við spyijum einn þing-
manna Eistlands, hvað hægt sé að
gera í sambandi við svarta markað-
inn, bendir hann á að það sé erfitt
að gera nokkuð við mannlegu eðli.
Fólk býr við verðlausan gjaldmiðil
og ef það hefur kost á að eignast
peninga sem eru einhvers virði, er
í raun bara mannlegt að gn'pa
gæsina. En hann segist líka trúa
því að þessi svaiti markaður muni
lognast út af. „Fólk er bara enn
með gamla kerfið í blóðinu."
Innbyggð í fólk virðist einnig ein-
hvers konar vanhæfni til að hugsa.
Okkur er sagt, oftar en einu sinni,
að það sé orðið svo vant mötun og
mótun að það kunni ekki að taka
sjálfstæðar ákvarðanir. Það er orðið
svo vant því að ljúga sig gegnum
kerfið að það treystir engum leng-
ur. Það hefur alist upp við tvenns
konar sögu, söguna sem matreidd
er ofaní fólk og söguna sem eldri
menn muna, að það veit ekki leng-
ur hveiju það á að trúa.
Til dæmis hitti ég konu sem ólst
upp hjá ömmu sinni. Sú hafði verið
send til Síberíu í kjölfar eignaupp-
tökunnar á tímum Stalíns. Amman
sagði stúlkunni smám saman frá
lýðræðistímabilinu fyrir stríð, en í
skólanum fékk hún að heyra allt
annað.
Nú er aftur á móti mikill áhugi
á að hefja raunverulega sögu-
kennslu í skólum og reyna jafn-
framt að innprenta í skólafólk lýð-
ræðislegan hugsunarhátt, en papp-
írsskorturinn gerir það að verkum
að erfitt er að gefa út bækur.
Við heimsækjum aðstoðarmann
utanríkisráðherrans í Eistiandi.
Hann telur að bandamenn í Persa-
flóanum skuli ekki treysta of mikið
á endalausan stuðning Sovétríkj-
anna í átökunum þar. Segir að það
sé komin nokkurs konar hefð fyrir
því að Sovétríkin og Bandaríkin séu
hvort sínum megin við víglínur og
að það geti vel verið að Sovétríkin
skipti um lit seinna meir.
Hann segir okkur líka að hjá
ráðamönnum Sovétríkjanna hafi
stórveldishugsunin alltaf verið ráð-
andi og að þetta sé jafnvel mikil-
vægara fyrir marga en efnahags-
legur grundvöllur Sovétríkjanna.
Þetta er tengt einhvers konar hjá-
trú og birtist í orðinu „dejava" (staf-
setning höfundar) sem þýðir stór-
veldi. Að hans sögn hefur Gor-
batsjov notað þetta orð æ meira
upp á síðkastið.
Rússneski minnihlutinn • virðist
einnig hallur undir þetta, í það
minnsta vilja flestir frekar láta kalla
sig Sovéta en Rússa og eru þess
vegna á móti sjálfstæðinu.
Vandamálin eru mörg og stór.
Hvernig verður framtíðin?
Þegar við komum inn í flugstöð-
ina í Tallinn þurfum við að færa
klukkuna fram um klukkustund, í
samræmi við Moskvutímann. Þetta
er í anda þeirrar stefnu að Sovétrík-
in séu ein heild.
Eystrasaltsríkin eru enn í Sov-
étríkjunum, þrátt fyrir þreifingar
til hins gagnstæða, eins og best
sést á atburðum undanfarinna
daga.
Vandamál þeirra eru geysileg.
Ekki einungis þurfa þau að takast
á við ónýtan efnahag og yfirgang
sovéskra hermanna, heldur hefur
50 ára tímabil hernáms sett mark
sitt á hugsunarháttinn. Eins og
stúdent í Litháen sagði við mig:
„Við erum ekki kommúnistar leng-
ur, við viljum ekki hið kommúníska
kerfi, en öll okkar hugsun miðast
við kommúnismann og kerfí hans.
Það er svo erfitt að komast út úr
því.“
Stjórnmál þeirra eru að takast á
við grundvallarspurningar sem við
munum varla eftir lengur. Það er
í raun verið að endurreisa frá grunni
á rústum fallins, gjaldþrota skipu-
lags. Og andstaðan frá hinum háu
herrum í Kreml veldur þeim ómæld-
um erfiðleikum. Þau gera sér grein
fyrir því, hversu háð þau eru efna-
hagslegum tengslum við Sovétríkin.
Það eru því sem næst einu viðskipt-
atengslin sem hægt er að sinna, í
ljósi þess að gjaldmiðillinn er verð-
laus alls staðar annars staðar. Og
þessi ríki, sem um langt árabil hafa
verið matarbúr Sovétríkjanna hafa
ekki í hyggju að gefa þau upp á
bátinn í þeim efnum heldur.
En það er alveg ljóst að þau
þurfa stuðning. íslendingar, sem
eiga sér einungis 47 ára sögu sem
sjálfstætt lýðræðisríki, verða að
vera ákveðnir í stuðningi sínum við
Eystrasaltsríkin. Þetta eru þijár litl-
ar þjóðir í úthverfi stóra bróður.
Við verðum að hjálpa þeim að
—syngja.
©DEXION
léttir ykkur störfin
APTON-smíðakerfið
leysir vandann
• Svörtstálrör
• Grá stálrör
• Krómuð stálrör
• Álrör - falleg áferð
• Allar gerðir tengja
Við sníðum
niður eftir máli
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
□ Framdrif
□ Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri, Yeltistýrishjól
0 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 895.680.-
A
MITSUBISHI
MOTORS
IHI
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
■ •- _
0 Framdrif / Aldrif
1 Handskiptur / Sjálfskiptur
1 Aílstýri, Veltistýrishjól
0 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 922.560.-
— ui >. 't.n i v