Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991 Á ferð um Eystrasaltsríki:__Seinni grein Við verðum að hjálpa þeim að syngja eftir Ólöfu Ýr Atladótur Ein af síðustu heimsóknum okkar í Litháen er í höfuðstöðvar dagblaðsins „Morgunn Lithá- ens“. Þetta er blaðið sem fyrst reif sig undan ritskoðuninni og fór að fjalla um ýmis félagsleg vandamál, sem að sjálfsögðu voru ekki til í sovéska kerfinu. Vandamálin voru (og eru) af ýmsum toga, en þetta eru allt vandamál sem við á Vesturlönd- um könnumst við: vændi, eitur- lyf, fangelsismál og hið eilífa unglingavandamál m.a. Farar- stjórinn segir mér að fram að þessu hafi Litháar alltaf vor- kennt Vesturlöndunum fyrir öll þeirra vandamál, sem ekki fyrir- fundust opinberlega réttum meg- in við járntjaldið. Auk þess birti blaðið greinar um sögu Litháens, en slíkt bannaði Sovétstjórnin. Saga var raunar varla kennd nema í formi sögu kommúnistaflokksins og margir vissu lítið um lýðræðistímabilið milli stríða. Ritstjórinn segir við okkur í kveðjuskyni að hann vonist til að blaðið haldi áfram að batna og að það sinni áfram skyldum sínum við ungt fólk i sjálfstæðu landi. Næsta dag, þegar við erum kom- in til Rigu, er okkur sagt að herinn hafi ráðist á og yfirtekið húsið. MorgUnn Litháens kemur ekki leng- ur út. Þegar það er komið að því að stíga um borð í næturlestina sem fer milli Vilnius og Rigu er okkur sagt að stjórnin sé fallin vegna ágreinings við þingið um verðhækk- anirnar og að verðlag muni lækka aftur. Það veit enginn lengur hvað hlutirnir kosta. Jafnvel er búist við að herinn láti til skarar skríða þá um nóttina. Forsætisráðherrann er nýkominn úr snöggri ferð til Moskvu, þar sem hún talaði við Gorbatsjov og spurði hann hvað herinn ætlaði sér að gera. Gorbatsjov sagðist ekki hafa hugmynd um það, hún yrði að spyrja herinn. Eg spyr fararstjórann okkar hvort hún sé ekki hrædd, hvernig hún geti verið svona róleg í ljósi þess sem er að gerast. „Auðvitað er ég kvíðin. Auðvitað er ég hrædd. En hvað get ég gert? Ég verð að halda lífinu áfram. Ef herinn kemur, þá kemur hann, við höfum engin vopn til að veijast honum. Við getum bara sungið.“ Til Lettlands Sovéskar lestir eru sóðalegar. Eflaust eru til margar verri, en engu að síður erum við afskaplega fegin þegar við komum til Rigu, eftir svefnlausa nótt þar sem vand- lega var forðast að fara á klósettið. Það er eins og hlandlyktin gjósi upp þar, bara við að setja lestina í gang. Riga er ólík Vilnius. Það er meira af fólki á götunum, en jafnframt fleiri sýnilegir hermenn. Hér og þar má sjá litla hópa fólks, sem hafa þyrpst umhverfis einn hermann- anna og eru í heitum samræðum við hann. Fyrir framan þinghúsið virðist sífellt vera töluvert stór hóp- ur fólks sem stendur og ræðir málin. Eins og áður segir eru aðeins 50% íbúa Lettlands Lettar. í Riga er hlutfallið enn lægra, einungis 37% íbúanna eru lettneskir. Þetta hefur valdið miklu óöryggi undanfarin 3 ár, er okkur sagt þegar við heim- sækjum borgarstjórnina. Eins og í Litháen hefur verð á lífsnauðsynj- um hækkað mikið undanfarið, sök- um þess að stefnan er sett á mark- aðskerfið. Borgarfulltrúinn líkir Varðstaða borgaranna í Riga Þú getur haft áhrif á upphæð hitaveitureikningsins með því að nýta hitaveituvatnið betur. Sjálfvirki Danfoss ofnhitcistillirinn skammtar nákvæmlega það rennsli sem þarf til að skapa þann hita sem óskað er. Með Danfoss ofnhitastilla og þrýstijafnara á hita- kerfinu fæst kjörhiti í hverju herbergi og lágmarks húshitunar- kostnaður. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF Morgunblaðið/rax Fyrir utan þinghúsið í Riga ástandinu að mörgu leyti við Pól- land, en bendir á að aðstaða Pól- vetja sé þó betri, vegna þess að þar eru ekki sovéskir hermenn á hveiju strái. Hann segir ennfremur að hús- næðisskortur ríki, u.þ.b. 20.000 manns bíði eftir húsnæði og að þetta megi rekja til yfirráða Sov- étríkjanna. Eftir seinni heimsstyrj- öldina tvöfaldaðist framboð á hús- næði í Riga, en um leið tvöfaldaðist ijöldi Rússa í borginni og þeir fengu flestar nýju íbúðanna. í borgarstjórn eins og á þinginu, eru tveir flokkar, kommúnistar og „Popular Front“ sem eru smám saman að breytast í regnhljfarsam- tök fijálsra stjórnmálaflokka í Lettlandi. í borgarstjóm Rigu skipt- ast sætin jafnt milli þessara tveggja fylkinga en á þinginu hefur Popular Front tvo þriðju hluta þingsæta. Ríkisborgararétturinn Eitt af vandamálunum sem stendur lýðræðisþróun fyrir þrifum er spurningin um ríkisborgararétt- inn í tengslum við kosningar. Eins og staðan er í dag getur fólk kom- ið hvaðanæva frá Sovétríkjunum til Lettlands á kosningadag og kosið. Þessu má líkja við það að Islending- ar færu til Svíþjóðar og kysu þar til sænska þingsins. Borgarstjórnarfulltrúinn segir að auðvitað muni allir hafa sömu borg- araleg réttindi og sömu mannrétt- indi, en að fólk verði að velja hvort það vill vera sovéskt eða lettneskt. Það kemur einnig fram hjá honum að margir Rússar séu hræddir um að fá ekki lettneskt ríkisfang ef og þegar af sjálfstæðinu verður. Talsmaður Popular Front segir okkur síðar að þau hafi velt þessu vandamáli fyrir sér. Ein hugmyndin er, að boða til kosninga, þar sem einungis þeim (eða afkomendum þeirra), sem bjuggu í Lettlandi fyr- ir 1940, verði leyft að kjósa og í þessum kosningum verði hægt að ganga frá sjálfstæðismálinu. En hjá þessari konu kemur einnig fram skoðun sem við heyrum nokkuð oft: „Við fengum ekki að kjósa um hvort við ættum að ganga í Sov- étríkin. Hvers vegna í ósköpunum eigum við að þurfa að kjósa um að ganga úr þeim?“ í sænska sendiráðinu Við heimsækjum einnig sænska konsúlinnn í Riga. Svíar hafa einir vestrænna þjóða einhvers konar diplómatísk tengsl við Eystrasalts- ríkin, vegna þess að þeir voru fyrst- ir vestrænna þjóða til að viðurkenna INNFL YTJENDUR! FRAMLEIÐENDUR! Kaupum vörur eða tökum í umboðssölu BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVIK, SÍMI 679860

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.