Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 39
CTTl MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. KKBRÚAR 1991 39 Fremstnr Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel a8 stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 998.000,- staðgr. ÍHONDA [Vlj HONDA jafningja ótrúlega spameytinn. Hann er l,c HONDA CIVIC. HONDA A ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24. S-689900 1 ;1 íslenskum, spænskum, portúgölskum og jafnvel ítölskum uppskriftum. Auk saltfisksins bjóðum viö heföbundna rétti afokkar vinsæla hlaðborði í hádeginu og á kvöldin frá 14.-23. febrúar. Verið velkomin! 11 % 1 & É 16 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tík RV-ODŒDgjafinn sér sjólfkrafa um þægilegan ilm á snyrtingunni. Um leið og þú lokar hurðinni á eftir þér, tryggirðu næsta manni inngöngu á vellyktandi snyrtingu. Kranamenn stofni stéttarfélag Til Velvakanda. Heilir og sælir, kæru bygginga- og bílkranamenn og allir bygginga- menn. Ég vil vekja athygli á þeim órétti sem bíl- og byggingakrana- menn eru beittir á Islandi. Það er að segja launalega og verkalýðsfé- lagslega séð. Þið, kæru starfsbræð- ur, ættuð að hugsa um það á alvar- legan hátt, að stofna sameiginlegt félag bíl- og bygginakranamanna. Til dæmis hér í Svíþjóð, þar sem ég starfa, horfa málin þannig við að kranamaður á byggingarstað til- heyrir sama verkalýðsfélagi og smiðir, múarar og járnbindinga- menn. Hér hafa þetta verið reglur síðan 1968. Svo að íslendngar hljóta að vera langt á eftir í þessum málum. Eins og sænskir frændur okkar líta á málin horfir þetta þannig við. Þeir segja að krani í nútímabyggingatækni, í stórum sem smáum byggingaverkefnum, sé lykillinn og hjartað í fram- kvæmdum nútímabygginga. Krana- maðurinn má helst aldrei verða veikur því þá er allt stopp og ráð- leysi á vinnustað, ég tala nú ekki um ef enginn er til að leysa af. Þess vegna eru kranamenn hundrað prósent menn í vinnu í flestum til- fellum í sambandi við mætingar, og það vitið þið best vinnuveitendur góðir. Ég skora á alla kranamenn að segja sig úr Dagsbrún, því það félag hefur aldrei gert neitt fyrir okkur kranamenn heldur hugsað mest um hinn almenna hafnarverk- amann. Kranamannafélag íslands hjóm- ar vel. Við erum víst orðnir nokkuð margir, um allt land. Látum ekki setja okkur á laun sem eru fyrir neðan allar hellur. Við eigum ekki að þurfa að vinna 10 til 15 tíma á dag til að hafa ofaní okkur að borða og fjölskyldur okkar. Hugsið um starfsbræður ykkar hér í Svíþjóð. Þeir eru mun tekjuhærri en þið. Bara hér í Gautaborg þénar bygg- ingakranamaður um 1.000 til 1.200 krónur á tímann. Setjum okkur markmið, kæru félagar. Ég skora á ykkur, íslenskir bygginga- og bílkranamenn, að standa saman í þessum málum. Stofnum okkar fé- lag, stöndum saman piltar. Látið í ykkur heyra. Hugsið um félaga ykkar hér á Norðurlöndum, sem vinna bara átta tíma á dag og fá þá mun meiri tíma með fjölskyldum sínum dag hvern. Stöndum saman, rífum okkur uppúr launamisréttinu. Byggjum upp nýtt og öflugt verka- lýðsfélag bíl- og byggingakrana- manna á íslandi. Undirritaður hefur starfað sem kranamaður síðan árið 1984 á Norðurlöndum og þykir ósvífið það misrétti sem íslenskir kranamenn eru beittir. Brynjar Snær Kristinsson Fáksfélagar Munið árshátíðina þann 16. febrúar næstkomandi. Miðar seldir á skrifstofunni og í versluninni Ástund. Hestamannafélagið Fákur. 1 V REKSTRARVORUR "• • ', Pöstbélf 10113. 130 R vlk ^685554

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.