Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 43
leei fl/. JHani ti “MÖRGUNBLAÐÍÐ ht"’TMM|G UOflOM IÞROl I llí FIMMTUDAGUK 14. FEBRÚAR 1991 £4 43 URSLIT Blak 1. dcild karla í gær: ÍS - HK...(11:15,8:15,15:12,15:7,15:5) HK piltamir byrjuðu mjög frískir, unnu tvær fyrstu nokkuð örugglega og höfðu forystu framan af þeirri þriðju og Stúdent- ar voru heppnir að ná að sigra í henni. HK-strákarnir virtust ekki hafa úthald til að fylgja eftir góðri byijun. Leikreynsla ÍS-inga réði svo úrslitum í tveimur síðustu hrinunum. 1. deild kvenna: ÍS-HK...........3:0 (15:2,15:3,15:11) Frjálsíþróttir ■ Bandaríkjamaðurinn Leroy Burrell setti heimsmet í 60 m hlaupi innanhúss, er hann hljóp vegalengdina á 6.48 sekúndum í Madrid á Spáni í gærkvöldi. Gamla metið átti landi hans, Lee McRae; 6.50 sek., sett 1987. Knattspyrna England, FA-bikarkeppnin: Fjórða umferð: Newcastle - Nottingham Forest......2:2 Micky Quinn 3., Mark McGhee 12. - Stuart Pearce 50., Nigel Clough 88. ■Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn kemur í Nottingham. Sigurvegarinn leikur við Southampton í fimmtu umferð. Arsenal - Leeds..................0:0 ■Þetta var þriðji leikur liðanna, sem allir hafa verið framlengdir, en enn hefur ekki tekist að fá fram úrslit. Liðin mætast fjórða sinni á laugardaginn, í Leeds. Sigurvegarinn mætir svo Shrewsbury í fimmtu umferð. Arsenal komst nálægt því að skora í gær- kvöldi, er Mel Sterland, varnarmaður Leeds, handlék knöttinn á vitateig og vítaspyma var dæmd. Lee Dixon skaut yfír úr vítinu. Svíinn Anders Limpar hjá Arsenal var bor- inn af velli á börum, en ekki var ljóst í gærkvöldi hve alvarleg meiðsli hans voru. Skotland, úrvalsdeild: St Johnstone - Aberdeen..........0:1 Frakkland, 1. deild: Marseille - Toulouse.............1:0 Papin 3., víti. Áhorfendur: 23.000. Mónakó - Nice....................2:1 Djorkaeff 30., víti, Diaz 75. - Buffat 43. Áhorfendur: 5.000. MontpeUier - Rennes..............1:0 Xuereb 12. ÁhOrfendur: 7.000. Bordeaux - Cannes................1:1 Ferreri 15., víti - Mengual 85. Áhorfendur: 10.000. Caen - Paris St Germain..........2:0 Germain 21., Divert 50. Áhorfendur: 6.000. Vináttulandsleikur Terni á Stalíu: ítalia - Belgía..................0:0 Áhorfendur: 30.000 Valur-Stjarnan 18:23 Valsheimili, miðvikudaginn 13. febrúar, undanúrslit í bikarkeppni kvenna. Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir 10/1, Hanna Katrín Friðriksen 3, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 2, Berglind Ómarsdóttir 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Margrét Theódórsdótt- ir 5, Herdis Sigurbergsdóttir 5, Erla Rafns- dóttir 5/4, Ragnheiður Stephensen 4/2, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Sigrún Másdótt- ir 1. FH-Fram 16:19 íþróttahúsið Kapakrika, undanúrslit bikar- keppni kvenna. Mörk FH: Hildur Harðardóttir 8, Björg Gilsdóttir 4, Amdís Aradóttir 2, Eva Bald- ursdóttir 1, Berglind Hreinsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7, Sigrún Blomsturberg 3, Inga Huld Pálsdótt- ir 3, Ósk Víðisdóttir 3, Ingunn Bemótus- dóttir 2 og Hafdís Guðjónsdóttir 1. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KVENNA Morgunblaðið/KGA Ósk Víðisdóttir kominn í gegnum vöm FH og skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum. Fram og Stjaman í úr- slítum þríðja áríð í röð STJARNAN og Fram tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikar- keppni kvenna í gærkvöldi. Stjarnan sigraði Val 23:18 að Hlíðarenda og í Hafnarfirði vann Fram öruggan sigur á FH, 19:16. Fram er núverandi bik- armeistari en árið 1989 hafði Stjarnan betur í úrslitaleik lið- anna. Stjarnan náði fljótlega forskoti í leiknum gegn Val, en munur- inn var aldrei mikill. Mestur munur á liðunum í fyrri hálfleik var fjögur mörk, en lengst var Stjaman tveimur mörkum yfir. I leik- hléi var staðan 8:12. Valur minnkaði muninn aftur í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og sá munur hélst nokkuð lengi. Um miðjan hálf- leikinn náði Stjarnan síðan öruggu forskoti sem hélst til leiksloka. Það sem öðru fremur gerði gæfu- Hanna Kalrin Friðnksen sknlar muninn í leiknum var hin mikla breidd sem Stjörnuliðið hefur. Liðið var fremur jafnt í leiknum og eng- inn leikmanna stóð uppúr. Margrét Theódórsdóttir átti þó góða spretti í upphafi leiks og Herdís Sigur- bergsdóttir undir lokin. Þessar tvær voru atkvæðamestar hjá Stjörnunni ásamt Erlu Rafnsdóttur, allar gerðu fímm mörk. Hjá Val var Arnheiður Hreggviðsdóttir mjög góð í markinu og Guðrún Kristjánsdóttir var lang- atkvæðamest í sókninni með tíu mörk. Varnarsigur Fram Framstúlkur áttu ekki í nokkrum vandræðum með þreytulegt lið FH. Leikurinn var þó jafn framan af en í leikhléi hafði Fram tveggja marka forskot, 9:7. Logi í síðari hálfleik tóku Bergmann meistarnir sig á; Eiðsson vörnin þéttist og sknlar Kolbrún varði vel. Það færði liðinu mörg hraðaupp- hlaup sem voru mörg hver skemmti- lega útfærð. Flest upphlaup FH voru hinsvegar algjörlega laus við hraða og liðið frekar áhugalaust að sjá. „Mér líst vel á að fá Stjörnuna í úrslitum en það er ómögulegt að spá um leikinn enda verður hann ekki fyrr en eftir átta vikur. Þang- að til er ekkert spilað í deildinni og spurningin er hvernig þeim sem ekki eru í landsliðinu tekst að halda einbeitingunni,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram. Guðríður átti góðan leik í frísku liði Fram og Sigrún og Inga Huld léku vel lengst af. Síðustu mínú- turnar, þegar úrslitin voru ráðin, var kæruleysið hinsvegar allsráð- andi. Hjá FH var Hildur Harðardót- ir best en slakur varnarleikur og lítil breidd í sókninni gerði vonin liðsins að engu. KNATTSPYRNA / FRÆÐSLA Veitum innsýn í það hvernig atvinnumenn æfa - segir Kristján Bemburg, sem rekur knattspyrnuskóla í Belgíu KRISTJÁN Bernburg fluttist til Belgíu fyrir tólf árum, ætl- aði að dvelja þar í eitt ár til að kynna sér þjálfun, en býr þar enn og rekur nú knatt- spyrnuskóla í Lokeren. Kristján er staddur hér á landi, m.a. til að kynna skóla sinn, sem margir íslendingar hafa sótt á þeim þremur árum, sem Kristján hefur starfrækt hann. „Ég ætlaði að kynna mér meiri þjálfun úti í eitt ár, en festist þar. Ég fékk fljótlega verkefni að vinna fyrir Lokeren og síðan var farið að hringja að heiman; spurt hvort ég gæti komið strákum að á æfingum. Strákar fóru að koma út og æfðu með varaliðum, þrisv- ar í viku á kvöldin. Ferðirnar voru dýrar en þeir fengu nánast ekkert út úr þeim, að mínu mati. Þetta rak mig til þess að stofna skól- ann,“ sagði Kristján, aðspurður um tilurð hans. Við skólann starfar, auk Kristj- áns, pólski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Wlodek Lubanski, sem lék á árum áður með Arnóri Guðjohnsen hjá Lokeren. Skóla- hald stendur átta daga í senn. „Við gerum engan að stjörnu á fáeinum dögum, en lögum galla og veitum strákunum innsýn í það hvernig atvinnumenn æfa. Strák- arnir æfa tvisvar á dag og sumir eru það góðir að þeir hafa fengið að spila með varaliði belgískra félaga, Beveren, Lokeren og Ekeren," sagði Kristján. Flestir sem í skólann koma eru 13-14 ára, en allt upp í tvítugt. A kvöldin býður Kristján síðan upp á ýmislegt til skemmtunar; strákarnir horfa á knattspyrnu- myndbönd og fara í skemmtiferð- ir, auk þess sem fluttur er fyrir- lestur um knattspyrnumeiðsli og ýmislegt sem kemur í veg fyrir þau. Um það sér Belgi, sem starf- að hefur hjá Lokeren í mörg á þessu sviði. Kristján hefur til umráða knatt- spyrnuvöll í Lokeren, sem hann tók á leigu til 20 ára. Þar starf- rækir hann skóla sinn, og þar æfa einnig íslensk félagslið sem komið hafa til Belgíu á hans vegum. „Ég tek völlinn í notkun á vorin, þegar aðrir vellir í Belgíu eru að loka. Þegar íslensku liðin, bæði ungl- inga- og meistaraflokkar, koma út á vorin, til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið, vilja þau auðvitað_ fá góðan völl. Á þessum tíma eru allir keppnisvellir í Belgíu í slæmu ásigkomulagi eftir notkun allan veturinn. Þess vegna tók ég Kristján Bernburg. þennan völl á leigu og opna hann um páskana, þegar íslensku hóp- arnir koma, hef hann opinn fram á haust og hvíkj hann yfir vetrar- tímann." Eins og áður sagði er Kristján hér á landi til að kynna skólann. Hann verður á söluskrifstofu Úr- vals-Útsýnar eftir hádegi í dag og á morgun til að gefa upplýsing- ar, en skrifstofan er samstarfsað- ili hans hér á landi. KORFUBOLTI IMýr Banda- ríkjamaður til ÍBK Leikur með liðinu gegn ÍR í kvöld Keflvíkingar hafa skipt um Bandaríkjamann í liði sínu. Tom Lytlé, sem leikið hefur með liðinu í vetur, hefur verið sagt upp og í hans stað kemur Tyrone Thorn- ton. Hann leikur með ÍBK í kvök^- er liðið tekur á móti Franc Booker og félögum í ÍR. Thornton er 24 ára gamall og 2,05 m á hæð. Hann kemur til landsins í dag og fyrsta_ verkefni hans verður leikur gegn ÍR. Sigurður Valgeirsson, formaður Körfuknattleiksráðs Keflavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Lytle hefði ekki staðið undir þeim vonum sem bundnar voru við hann. Liðinu hefði þó gengið vel en lengi hefði staðið til að skipta um leikmann. N KR - Breidablik 130:67 Laugardalshöll, 8-liða úrslit bikarkepprj^ KKI, miðvikudaginn 13. febrúar 1990. Gangur leiksins: 28:18, 64:27, 85:51, 130:67. Stig KR: Lárus Árnason 29, Jonathan Bow 23, Haraldur Kristinsson 14, Benedikt Sig- urðsson 14, Páll Kolbeinsson 12, Gauti Gunnareson 10, Guðni Guðnason 10, Tómas Herniannsson 10, Hermann Hauksson 8. Stig IJBK: Björn Hjörleifsson 14, Eiríkur Guðmundsson 14, Árni Blöndal 9, Magnús Brynjarsson 8, Guðbrandur Lárusson 8, Hannes Hjálmarsson 7, Björgvin Pálsson 5, Árni Guðmundsson 2. Áhorfendur: Um 60. Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Kristinn Óskai-sson. Dæmdu vel. . _ Blikar fengu til tevatnsins KR-ingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Það var aðeins í upphafi hálfleikanna sem Kópavogsbúar veittu eitthvert viðn- I ám. Tölurnar segja Frosti allt sem segja þarf, Eiðsson allir fengu að spila hjá KR og var vara- liðið t.d. inn á mik- inn hluta leiktímans. Það kom ber- lega í ljós að mikill munur er á úi-vals- og 1. deild. Lárus og Jonat^. han léku mjög vel í fyrri hálfleik, en annars var liðsheild KR góð. Nýliðinn Tómas Hermannsson, sem kom inn fyrir Axel Nikulásson sem er meiddur, stóð sig vel. Björn og Eiríkur bestu menn UBK. skrifar FELAGSLIF íþróttalæknis- félagið með opinn fund ÆT Iþróttalæknisfélag Islands hefu^ verið endurvakið og efnir félagio til opins fundar í kvöld kl. 20 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um íþróttir. Frummælendur á fund- inum eru Janus Guðlaugsson, íþróttakennari, Jón I. Benediktsson, lífeðlisfræðingur, Orn Ólafsson, stoðtækjasmiður, Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og Gísli Einarsson, læknir. Fundarstjóri er Hilmar Björnsson, framkvæmdarstjóri Máttar. Ikvöld HANDKNATTLEIKUR: Einn leikur verður í 1. deild karla. Fram og Grótta mætast I Laugai-dals- höll kl. 20. KÖRFUKNATTLEIKUR; Þrir leikir vei'ða I úivalsdeildinni: Snæ- fell-Grindavík og ÍBK-ÍR kl. 20, og kl. 20.30 hefst leikur Þórs og Hauka á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.