Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991 16 ALYKTUN ALÞINGIS UM LITHAEN Fulltrúi Islands kyrniir At- lantshafsráðinu ályktunina K. B. PELSADEILD Vió höfutn aóeíns árvals pelsa í sanngjörnu verdi . Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, fastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), kynnti þingsályktunartillögu Alþingis um stjórnmálasamband við Litháen fyrir fulltrúum aðild- arríkjanna í Brussel í gær. Sverrir Haukur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði gert grein fyrir afstöðu íslendinga og kynnt efni tillögunnar sem sam- þykkt var á Alþingi á mánudag svo og undirbúning að stjórnmálasam- bandi við Litháen. Engar umræður urðu um afstöðu íslendinga aðrar en þær að spurt var út í fram- kvæmdaratriði. Sverrir Haukur sagði að málefni Eystrasaltsríkjanna væru fastur lið- ur á vikulegum fundum fastafull- trúa aðildarríkja NATO og hefði verið svo frá því fyrir miðjan jan- úar. Hann kvað aðildarríkin hafa Sjálfstæðissinnar halda á þjóðfánum Litháens, Úkraínu og Póllands fyrir framan sjónvarpsstöð sem sovéskt herlið lagði undir sig í Vilnius í janúar. 13 óvopnaðir borgarar féllu í átökunum. Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráð- herra Danmerkur: Aðgerð Islendinga er merkingarlaus UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir í viðtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende að í raun sé enginn mögu- leiki að halda uppi stjórnmálasambandi við Eystrasaltsríkin að svo stöddu. Hann segir að ákvörðun íslendinga um að taka upp stjórnmála- samband svo fljótt sem kostur er sé merkingarlaus þar til hægt sé að koma á slíku sambandi í raun. Ellemann-Jensen segir að Dan- mörk muni taka upp stjórnmálasam- band við Eystrasaltsríkin um leið og það sé mögulegt og því fyrr því betra. En í raun sé það ekki hægt að svo stöddu vegna þess að það séu Sovétríkin sem fari með völdin í þessum löndum. Þess vegna ætli danska stjórnin ekki að efna til stjórnmálasambands sem sé lítið meira en yfirlýsingin ein. Um þings- ályktun Alþingis segir Ellemann- Jensen: „Þetta er eitthvað sem þeir segja en hvað ætla þeir að gera í raun? Þetta er þýðingalaust á meðan ekki er hægt að fá það til að virka í framkvæmd.“ Ritt Bjerregaard, talsmaður dan- skra jafnaðarmanna í utanríkismál- um, segir um þetta efni: „Við gerum margt til þess að styðja kröfu Eist- lands, Lettlands og Litháens um sjálfstæði. En við gerum það á þann hátt að við höfum í huga að ákvarð- anir okkar leiði ekki til þess að skrið- drekum á götunum fjölgi. Það er sú ábyrgð sem við verðum að takast á herðar." Arne Melchior, formaður utanrík- ismálanefndar danska þingsins, hef- ur lagt til að Danmörk tilnefni sendi- fulltrúa í Eystrasaltsríkjunum án þess að senda þá strax til landanna. Ellemann-Jensen hafnar þessum möguleika og segir að það sé þýðing- arlaust og skynsamlegra væri að beina kröftum sínum að einhverju öðru. Sovéska utanríkisráðuneytið ósátt við ummæli Ignatenkos SOVÉSKA utanríkisráðuneytið er enn ekki reiðubúið til að bregðast opinberlega við þingsályktun Alþingis um að tekið verði upp stjórn- málasamband við Litháen svo skjótt sem auðið er. Samkvæmt hcimild- um Morgunblaðsins var ráðuneytið ekki sátt við þau ummæli sem Vítalíj Ignatenko, blaðafulltrúi Míkhaíls Gorbatsjovs, lét falla á blaða- mannafundi í fyrradag er hann var spurður um viðbrögð við þingsálykt- uninni. Ignatenko svaraði spurningu vestur-evrópsks blaðamanns á þá lund að ákvörðun Alþingis væri ótímabærog samræmdist ekki sam- skiptum íslands og Sovétríkjanna til þessa. Hann sagði einnig að vænta mætti viðbragða sovéska utanríkisráðuneytisins. Þegar samráð og samræma afstöðu sína svo sem hægt vær. Fjallað væri um málið á grundvelli skuldbindinga þátttökuríkja Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og lögð áhersla á fullar efndir Sovétríkjanna á þeim sátt- málum serh þeir hefðu samþykkt. Aðildarríki NATO beittu þeim pólitíska þrýstingi sem hægt væri til að sýna Sovétstjórninni fram á að frekara ofbeldi og mannréttinda- brot yrðu ekki liðin. Atlantshafsráðið ályktaði um ástandið í Eystrasaltsríkjunum 14. janúar s.l. í þeirri ályktun var lögð áhersla á að Sovétríkin stæðu við skuldbindingar sínar á vettvangi RÖSE og þá sérstaklega mannrétt- indaákvæði Parísarsáttmálans frá í haust og virtu lögmætar væntingar Eystrasaltsþjóðanna þriggja. Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson sagði ljóst að þrýstingur frá Atlantshafs- bandalaginu hefði þegar orðið til þess að draga úr spennu í Eystra- saltsríkjunum. Pelsarár tnink, ref, þvottabimi og bifur. Einnig háfur og bönd. Pelsor þessír eru einungis seldir út af lager og eru því ó láDHarkmrii. 20 óra reynsla KJÖRBÆR hf., Birkigrund 31, Kópavogi. Sími 641443. HAGKAUP TILBOÐ VIKUNNAR: Nýtt kortatímabil hefst í dag GREEN GIANT grænn aspas (skorinn) biaðamaður óháðu sovésku frétta- stofunnar Interfax innti ráðuneytið eftir viðbrögðum á þriðjudag virtust menn þar ósáttir við ummæli Ignat- enkos. Að sögn blaðamannsins er óvíst hvort ráðuneytið bregst við ályktun Alþingis að svo stöddu. Kaupið góða vöru ódýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.