Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991
Alafoss:
Búist er við
aukinni sölu
vegna kuld-
ans í Evrópu
GOÐ sala hefur verið á ullarvör-
íim í Evrópu að undanförnu og
markaðsaðstæður fyrir slíkar vör-
ur þar eru góðar um þessar mund-
ir. Kaldir vindar hafa blásið í vet-
ur og við kuldann bætist mun já-
kvæðari afstaða fólks til náttúr-
legra efna. Alafossmenn búast því
við söluaukningu.
Ásbjörn Björnsson markaðsstjóri
Álafoss hf. sagði að nú stæði yfir
kynning á nýrri línu á framleiðsluvör-
um fyrirtækisins, en aðalsölutímabi-
lið er frá febrúar og til loka apríl.
„Við höfum heyrt að sala á okkar
vörum sé mjög góð núna og sölu-
mönnum okkar vel tekið. Þá hafa
viðbrögð við nýju línunni verið já-
kvæð þannig að yið búúmst við sölu-
aukningu," sagði Ásbjörn.
Hann sagði að skilyrði væru öll
hin ákjósanlegustu þessa stundina,
veðurfarið væri með þeim hætti í
Evrópu að farsælast væri að klæðast
hlýlegum skjólflíkum. Grófar útilífs-
flíkur væru og í tísku og þá keypti
fólk í ríkari mæli fatnað úr náttúrleg-
um efnum.
„Allir þessir þættir spila inn í fyrir-
sjáanlega söluaukningu á fram-
leiðsluvörum okkar, en það sem
skiptir þó meginmáli er að við höfum
undanfarið unnið að endurskipulagn-
iíigu á sölu- og markaðskerfi okkar
jafnframt því sem mikil vinna hefur
verið lögð í hönnun og vöruþróun.
Sú vinna er að skila sér núna og
aðrir utanaðkomandi þættir, eins og
kuldinn í Evrópu spila jákvætt þar
inn í,“ sagði Ásbjörn.
Samráðs-
fundur um
gróðurvemd
Fjórðungssamband Norð-
lendinga, með aðild umhverf-
isráðuneytis, efnir til sam-
ráðsfundar um gróðurvernd
og umhverfismál í næstu viku.
Fundurinn verður á Hótel
KEA föstudaginn 22. febrúar
og hefst kl. 13. Sveitarstjórnar-
mönnum og starfsnefndum
sveitarfélaga verða kynnt laga-
boð um framkvæmd gróður-
verndarmála og einnig verða
kynnt viðhorf og áform ráðu-
neytisins í þessum málum.
Fundurinn hefst með ávarpi
formanns sambandsins, Ingunn-
ar St. Svavarsdóttur, þá flytur
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra
ávarp. Erindi flytja Jón Gunnar
Ottósson deildarstjóri, Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri,
Jón Höskuldsson deildarlög-
fræðingur og Andrés Arnalds
gróðurverndarfulltrúi.
Fjórir framsögumenn eru úr
hópi heimamanna, Jóhann Guð-
mundsson bóndi í Holti, Svína-
vatnshreppi, Bjöm Benedikts-
son, bóndi í Sandfellshaga í
Öxarfjarðarhreppi, Hörður
Kristinsson forstöðumaður Nátt-
úrufræðstofnunar Norðurlands
og Hallgn'mur Indriðason skóg-
fræðingur.
Líklegt er að viðbótamám í
gæðastjórnun hefjist í haust
Undirtektir manna í atvinnulífinu jákvæðar
BJARTSÝNI ríkir um að viðbótarnám við rekstrardeild hefjist við
Háskólann á Akur.eyri næsta haust. Um yrði að ræða tvcggja ára
nám á gæðastjórnunarbraut þannig að stúdentar í dcildinni, sem
lokið hafa tveggja ára námi á iðnrekstrarbraut eða rekstrarbraut
geta Iokið BS- eða BA-prófi frá skólanum. Deildarfundur hefur
mælt með því að námið verði tekið upp í haust og háskólaráð
hefur samþykkt erindið, en þá á eftir að fá svar menntamálaráðu-
neytis. Við afgreiðslu fjárlaga var tekið frá fé vegna þessa náms.
Stefán G. Jónsson forstöðumað-
ur rekstrardeildar Háskólans á
Akureyri sagði að menn væru
bjartsýnir á að nám þetta hæfist
næsta haust. Forsendur þess væru
tilskilin heimild frá ráðuneyti, en
þar er málið nú til umfjöllunar,
og nægur fjöldi nemenda. Úr
deildinni hafa útskrifast 21 nem-
andi og sagði Stefán að fyrirspurn-
ir hefðu borist bæði úr þeim hópi
sem og einnig frá nemum Sam-
vinnuháskólans og Tækniskólans,
þannig að ekki væri ástæða til að
óttast að tilskilinn fjöldi nemenda
næðist ekki.
Nefnd um viðbótarnám við
rekstrardeild Háskólans á Akur-
eyri skilaði skýrslu fyrir nokkru,
en nefndin gerði tillögur um fjórar
námsbrautir, gæðastjórnunar-
braut, matvælabraut, stjórnmála-
hagfræðibraut og markaðsfræði-
braut. Stefán sagði að velja hefði
þurft eina af þessum námsbraut-
um til að byija með, en jafnframt
væri heimilað að hefja undirbúning
að öðnim. Gæðastjómun væri of-
arlega í efnahagsumræðunni og
jákvæðar undirtektir manna í at-
vinnulífinu hefðu m.a. orðið til
þess að þessi námsbraut varð fyr-
ir valinu. ‘
1 skýrslu nefndar um viðbótar-
námið segir að námið miði m.a.
að stjórnunar- og rannsóknar-
störfum í framleiðslu og þjónustu
við þróun gæðaeftirlits. Markmiðið
sé að nemendur tileinki sér hug-
mynda- og aðferðafræði nútíma
gæðastjórnunar, þeir verði færir
um að vinna sjálfstætt að bættum
rekstri fyrirtækja með hjálp gæða-
stjórnunar. Fyrirsjáanlegt sé að
mikil áhersla verði lögð á gæða-
mál á næstu árum og megi í því
sambandi nefna gæðaátak í sjáv-
arútvegi sem unnið er að hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa, Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur og Síldar-
vinnslunni í Neskaupstað.
Rekstrardeild Háskólans á Akureyri:
PBp
STURNINN5
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Líf og fjör á öskudaginn
Fjölmenni var mikið í miðbæ Akureyrar í gærmorgun, en þá héldu
bæjarbúar og nærsveitarmenn öskudaginn hátíðlegan í ágætu veðri.
í bítið klæddu börnin sig í búninga sína, Zorroar sveifluðu sverðum,
kúrekar, indíánar, ræningjar, fangar, hjúkrunarfólk og sjúklin’gar að
ógleymdum fjölmörgum trúðum og kynjaverum af margvíslegu tagi ,
voru og á kreiki. Kötturinn var sleginn úr tunnunni að venju, en efnt
var til söngvarakeppni í fyrsta sinn. Fjölmörg lið tóku þátt, en stúlkur
frá Grenivík sem brugðu sér bæjarleið sigruðu og hljóta að launum
ævintýraferð til Grímseyjar í vor. Börnin gengu á milli fyrirtækja og
verslana, tóku lagið og þáðu góðgæti fyrir og sjá mátti marga og
þunga poka á baki unga fólksins er það tók að tygja sig til heimferð-
ar um hádegisbilið.
, , BEINT FIUG, , ,
HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK
miðvikudaga # laugardaga # sunnudaga
Farpantanir:
Húsavík 41140
Reykjavík 690200
fluqfélaq
noróurlands hf.