Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 4
4 M.QBGUNBLAÐIÐ FIMMTU'DAGUR 14.' FEBRÚAR'1991 VEÐUR Morgunblaðið/RAX Litadýrð á öskudaginn Börn í Reykjavík hafa tekið upp þann sið jafnaldra sinna norður í landi að klæða sig í grímubúninga á öskudaginn. Skemmtun var haldin á Lækjartorgi, þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Á myndinni sjást börnin teygja hendur sínar eftir góðgætinu, sem rigndi yfir þau þegar tunnan sprakk. / DAG kl. 12.00 / r > / Heimtld: Veðurstofa (slands (Byggt á veðurspá W. 16.15 f gær) VEÐURHORFUR í DAG, 14. FEBRÚAR YFIRLIT ( GÆR: Um 300 vestsuðvestur af Reykjanesi er 998 mb. lægð og þaðan lægðardrag austur um ísland en yfir Norður-Græn- landi er 1025 mb. hæð. SPÁ: Suð-austan og austanátt, stinningskaldi vestanlands en gola og síðar kaldi austan til. Hægari breytileg átt sunnan til á landinu í nótt og á morgun. Snjókoma norðaustanlands í fyrstu en annars rigning eða súld um allt land. Hiti 2-8 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan gola eða kaldi með' smá skúr- um sunnan- og suðaustanlands, en hægviðri og úrkomulaust ann- ars staðar. Hiti 5-6 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Breytileg átt, gola eða kaldi viðast skýj- að en úrkomulaust. Hiti 1-2 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiöskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V * A V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / =zz Þokumóða '(^0^ Hálfskýjað * / * 5 Súld A / * / * Slydda oo Mistur ■im “*** / * / * * * 4 Skafrenningur jí Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 1 snjóél Reykjavík 8 súld Bergen léttskýjað Helsinki •i-9 kornsnjór Kaupmannahöfn +3 skýjað Narssarssuaq 0 hálfskýjað Nuuk +5 snjókoma Osló •s-6 léttskýjað Stokkhólmur +2 snjóél Þórshöfn 5 léttskýjað Algarve 13 léttskýjað Amsterdam snjóél Barcelona vantar Berlin +3 þokumóða Chicago vantar Feneyjar • 5 þokumóða Frankfurt +1 skýjað Glasgow 1 reykur Hamborg +5 skýjað Las Palmas vantar London 1 snjókoma Los Angeles 12 þokumóða Luxemborg +1 léttskýjað Madrfd 4 heiðsklrt Malaga 11 rigning Malforca 10 léttskýjað Montreal 0 snjókoma NewYork 1 alskýjað Orlando vantar París 1 skýjað Róm 8 skýjað Vín +1 alskýjað Washíngton 2 alskýjað Winnipeg +10 snjókoma Framleiðsla og sala búfjárafurða: Kjötsalan jókst um l,2%ásíðastaári FRAMLEIÐ.SLA kindakjöts dróst saman um 4,6% á síðasta ári miðað við árið 1989, en samkvæmt bráðabirgðatölum er áætlað að um ein- . hverja söluaukningu hafi orðið að ræða milli ára. Samdráttur varð í heildarkjötframleiðslunni á árinu, en hins vegar jókst heildarkjötsal- an samkvæmt bráðabirgðatölum um 1,2%. Mest varð aukningin á sölu alifuglakjöts, eða um 13%. Innvegið mjólkurmagn jókst um 7,2% a árinu miðað við árið á undan, hélst svo til óbreytt milli ára. Kindakjötsframleiðslan síðastlið- ið haust var tæplega 9.454 tonn, en árið áður var framleiðslan 9.909 tonn. Innanlandssalan samkvæmt bráðabirgðatölum var tæplega 8.610 tonn á móti 8.291 tonni árið áður, en á árinu voru fiutt út rúm- lega tvö þúsund tonn. Birgðastaða kindakjöts í lok síðasta árs var rúm- lega 7.400 tonn, en í árslok 1989 voru birgðirnar hins vegar rúmlega 8.700 tonn. Framleiðsla nautakjöts á síðasta ári nam tæplega 2.926 tonnum, og var það 1,3% meiri framleiðsla en árið 1989. Sala nautakjöts nam 2.860 tonnum á árinu, og var það 3,25% minni sala en árið áður. Framleiðsla svínakjöts dróst saman um 8% á síðasta ári, eða úr 2.686 tonnum árið 1989 í 2.471 tonn, en sala svínakjöts dróst saman um 8,4%, eða úr 2.690 tonnum í 2.465 tonn. Framleiðsla alifuglakjöts jókst um 15,6% á síðasta ári, eða úr 1.290 tonnum árið 1989 í 1.490 tonn, og salan jókst úr 1.249 tonn- um í 1.410 tonn, eða um 13%. Þá dróst framleiðsla hrossakjöts saman um 18,8% á árinu, eða úr 788 tonn- um í rúmlega 634 tonn, en salan jókst hins vegar um 4,9%, eða úr 626 tonnum í 663 tonn. Innvegin mjólk á síðasta ári var rúmlega 107 milljónir lítra á móti tæplega 100 milljónum lítra árið 1989, en það er 7,2% aukning milli ára. Sala mjólkurvöru á árinu sam- svaraði tæplega 101 milljón lítra, og var hún svipuð og árið 1989. Mjólkursalan dróst saman um 2,6% á árinu. Sala nýmjólkur dróst sam- an um tæplega 5% , en hins vegar jókst sala léttmjólkur um 10,5% og sala undanrennu jókst um 14,6%. en innanlandssala mjolkurafurða Sala á ijóma jókst um 1% og einn- ig sala á viðbiti, en skyi-salan dróst saman um 4,4%. Sala á jógúrt jókst hins vegar um tæplega 10%. Osta- salan á síðasta ári var mjög svipuð því sem hún var árið 1989. Birgðir mjólkurvöru í árslok samsvara lið- lega 19 þúsund lítrum, en í ársbyij- un voru þær rúmlega 13 þúsund lítrar. Eggjaframleiðslan á síðasta ári dróst saman um 9,6%, eða úr 2.535 tonnum í 2.300 tonn, og salan dróst saman um 2,9%, eða úr tæplega 2.418 tonnum í 2.364 tonn. Stundakenn- I aradeila fyr- ir Félagsdóm DEILU stundakcnnara við ríkið hefur verið vísað til Félagsdóms. Kæra Félags íslenskra náttúru- fræðinga lögð fyrir dóminn á þriðjudag. Gerð er m.a. krafa um að viður- kenndur verði réttur félagsins til að gera samninga við fjármálaráð- herra um kaup og kjör fyrir hönd þeirra félagsmanna sem eru ríkis- starfsmenn og sinna stundakennslu við Háskóla Islands. Þess er ennfremur krafíst, að þar til annar kjarasamningur hefur ver- ið gerður, skuli ákvæði kjarasamn- ings Félags háskólakennara, sem varða greiðslur fyrir stundakennslu, gilda fyrir þessa starfsmenn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær málflutningur hefst, reiknað er með að niðurstaða dómsins muni liggja fyrir innan 6-8 vikna. Ovenjulegt tíðarfar; Nær allir vegir eru nú færir á landinu VEÐRIÐ hér á landi undanfarnar vikur hefur verið óvenju hlýtt og votviðrasamt miðað við árstima. Það hefur haft þau áhrif að nær allir vegir Iandsins eru nú færir. Síðustu tvö árin var óvenju snjó- þungt hér á landi og mikil ófærð á vegum, sérstaklega -í janúar og febrúar. Nú horfír öðruvísi við og að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegaeftirliti ríkisins eru nær allir vegir landsins færir. „Til marks um hváð ástandið er óvenjiilegt núna þá er fært norður í Árneshrepp á Ströndum, sem er einstakt um miðjan febrúar. Lág- heiði, milli Stíflu í Fljótum og Ólafs- fjarðar, er fær öllum bílum. Þá er jeppafært bæði yfir Axarfjarðar- heiði fyrir austan og Hólsands, sem er milli Axarfjarðar og Grímsstaða á Fjöllum. Og meira að segja er jeppafært niður í Mjóafjörð ofan af Fljótsdalshéraði. Það verður að teljast fádæmi, ef ekki einsdæmi," sagði Hjörleifur. Að sögn vegaeftirlitsins er nán- ast fært um alla Vestfirði nema að Dynjandisheiði er ófær og hluti af Austur-Barðastrandarsýslu, það er á Kletthálsi og Vattarfirði. Jeppar hafa þó verið að fara þessa vegi. Veðurstofa íslands spáir áfram- haldandi hlýindum næstu þijá til fjóra sólarhringa þannig að ekki er gert ráð fyrir að færð spillist á vegum vegna snjóá. BHMR-málið endur- upptekið í Borgardómi MÁL sem félagsmaður í Félagi íslenskra náttúrufræðinga höfðaði gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, vegna útgáfu bráða- birgðalaganna 2. ágúst, var endurupptekið í Borgardómi Reykjavík- ur á mánudag. Málið hafði verið dómtekið en dómurinn taldi nauðsynlegt að teknar yrðu vitnaskýrslur af for- svarsmönnum VSÍ, VMS, ASÍ og BSRB um ákveðin atriði í kjara- samningum þessara samtaka. Að því loknu verður málið endur- flutt og mun sá flutningur að mestu snúast um þau atriði, sem fram koma í skýrslum hinna tilkvöddu vitna og er stefnt að því að málið verði dómtekið að nýju næstkom- andi mánudag, að sögn Friðgeirs Björnssonar, yfírborgardómara, sem situr í forsæti hins fjölskipaða dóms, sem fjallar um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.