Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991 Minning: Sólveig Jónsdóttir Fædd 4. febrúar 1909 Dáin 6. febrúar 1991 Hinn 6. febrúar síðastliðinn lést í Landspítalanum tengdamóðir mín Sólveig Jónsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Sólveigu og þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og dóttur sína er við hóf- um búskap á heimili hennar í Stór- holti 17 í Reykjavík. Sólveig fæddist á Brautarholti á I^alarnesi 4. febrúar 1909 og varð því 82 ára 2 dögum fyrir andlátið. ■Hún var dóttir hjónanna Jóns Jóna- tanssonar alþingismanns og bú- fræðiráðunauts og konu hans Kristjönu Benediktsdóttur. Fjöl- skyldan flutti fljótlega frá Brautar- holti og settist að á Asgautsstöðum í Flóa en þar ólst Sólveig upp til 10 ára aldurs er fjölskyldan flyst til Reykjavíkur. Kristjana var mjólkurfræðingur og gerðist ijóma- bústýra við Baugstaðabúið. Sólveig var næstelst 7 systkina og lifa 3 þeirra hana. Þegar Sóveig var 16 ára missir hún föður sinn og þrátt fyrir mikið áfall tekur hún próf frá Samvinnuskólanum árið eftiraðeins 17 ára. Ekki var mikið um skóla- göngu kvenna á þessum árum en ■ saínt fór Sólveig til Skotlands til náms og starfs og var þar tií 1927. Er hún kom heim vann hún ýmis störf. Vann á heimili Jónasar frá Hriflu í nokkur ár og svo við síma- vörslu og afgreiðslustörf á Tíman- um en alla tíð hefur hún verið dygg- ur stuðningsmaður Framsóknar- flokksins. Hún lærði kjólasaum og vann við það í nokkur ár. 1931 gift- ist hún Indriða rithöfundi og ætt- fræðingi Indriðasyni skálds og ætt- fræðings Þorkelssonar frá Fjalli í • Aðaldal. Bjuggu þau fyrstu árin í Aðaldalnum en íluttust síðan til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Indriði hefur unnið lengi við ættfræðistörf og hefur Sólveig að- stoðað bónda sinn mikið við það. Hún hefur þýtt skáldsögu og nokkr- ar smásögur sem birst hafa í blöð- um og tímaritum. Fyrir utan allt þetta ól hún upp 3 börn sem eru Indriði skógræktarfræðingur á Tumastöðum, Ljótunn trygginga- fulltrúi á Húsavík og Sólveig hús- móðir í Búrfelli. Það var fyrir tæp- um 24 árum sem ég hitti Sólveigu fyrst en það var á afmæli konu minnar en þá komst ég að því að Sólveig væri frænka mín, þar sem amma mín og afi hennar áttu sama föðurinn. Sólveig var mjög lagin mann- eskja og mátti segja að allt léki í höndunum á henni, hún var mikil saumakona og saumaði meðal ann- ars bæði á konu mína og börnin okkar, einnig sá hún um allt við- hald á heimilinu og man ég hvað undrandi ég var þegar mig vantaði eitthvert verkfæri og komst að raun um að Sólveig geymdi þau. Henni féll sjaldan verk úr hendi og var alltaf eitthvað að föndra til dæmis fyrir basara kvenfélagsins eða barnabömin. Á sumrin vann hún mikið í garðinum sínum og hafði mikið dálæti á blómum enda gaf hann það til kynna, steinabeðin vitna um það. Fyrstu búskaparár okkar voram við hjá Sólveigu og Indriða um jólin en eftir að við fluttum að Búrfelli hafa þau verið hjá okkur að einum jólum undanteknum og þá töluðu börnin um að það væru engin jól þar sem þau vantaði. Börn hændust mjög að henni og erfitt er börnum okkar að sætta sig við að amma þeirra sé horfin, þó hún hafi verið að hverfa frá okkur smátt og smátt vegna alzheimer sjúkdóms. Árið 1987 fór að bera á sjúk- dómnum en hún var heima og ann- aðist Indriði hana en virka daga var hún í Hlíðabæ. Árið 1989 fer hún á Blesastaði á Skeiðum til Ingibjargar og starfs- stúlkna hennar sem önnuðust hana mjög vel og er þar, þar til hún leggst inn á Landspítalann eftir áramót 1991. Margs er að minnast á kveðju- stund, ekki má gleyma þeirri góð- vild sem hún sýndi mér og börnum okkar. Hún reyndist mér sem besta móðir og var okkur öllum afar kær. Að leiðarlokum bið ég henni Guðs blessunar og þakka henni samfylgdina. Björn Sverrisson Okkur langar í örfáum orðum að minnast ömmu okkar Sólveigar Jónsdóttur sem lést í Landspítalan- um þann 6. febrúar síðastliðinn aðeins 2 dögum eftir 82 ára afmæl- isdaginn sinn. Alveg frá því að við munum fyrst eftir okkur var amma Sólveig dug- leg kona. Þegar við komum í heim- sókn þá var hún að sauma, baka, laga til eða sýsla í garðinum. Jóla- kökurnar hennar ömmu vora algert hnossgæti og ekki vora pönnukök- urnar af verri endanum. Hún lagði sig í líma við að fita okkur krakk- ana, enda veitti okkur víst ekkert af því, sagði hún. Það var alltaf svo gott að koma í bæinn og fara niður í Stórholtið því þar gat maður verið viss um að sleppa- ekki út aftur fyrr en maður hafði gert kökunum hennar góð skil. Hún var hreykin af garðinum sínum og sérstaklega þó þegar Gullregnið hennar blómstraði eða þegar hún gat sýnt okkur afrakstur af jarðarbeijaræktinni í garðskýl- inu. Það eru nokkur ár síðan að amma byrjaði að finna fyrir sjúkdómi sem kallast Alzheimier. Hún byrjaði að missa úr minni og gleyma hlutum. Hún átti erfitt með að sinna sínum áhugamálum og að sjá um sig sjálfa. Hún varð þó alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, las bækur eða lagði kapla. Fyrst í stað var hún í Stórholt- inu, því erfitt var að fá sjúkrapláss fyrir hana, en í september 1989 fékk hún inni á Blesastöðum á Skeiðunum. Þó að minni ömmu hrakaði var samt ailtaf gaman að heimsækja hana. Hún hafði alltaf haft gaman af vísum og þó að henni tækist nú ekki alltaf að klára þær, undir það síðasta, mundi hún oftast fyrri partinn. Það var líka einn hlutur sem hún týndi aldrei, en það var kímnisgáf- an. Það þurfti svo lítið til að fá hana til að hlæja og þegar hún hló, þá hló hún svo innilega að erfitt var að hlæja ekki með henni. Þó að amma sé horfin úr lífi okkar, mun minning hennar lifa áfram. Minning um ömmuna sem bjó í Stórholtinu, ömmuna sem allt- af átti jólakökur, ömmuna sem ávallt var tilbúin til að brosa að líf- inu. Erla Soffía, Indriði og Kolbrún Miðvikudaginn 6. febrúar sl. lést í Landspítalanum frú Sólveig Jóns- dóttir 82 ára að aldri eftir að hafa átt við mikla vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar. Sólveig fæddist að Brautarlandi á Kjalarnesi 4. febrúar 1909 en ólst upp á Ásgautsstöðum við Stokkseyri og síðar í Reykjavík. Foreldrar hennar voru sæmdarhjón- in Jón Jónatansson, bústjóri og al- þingismaður, f. 13.5.1874 að Litlu Þúfu í Miklaholtshreppi, d. 25.8.1925, og kona hans Kristjana Benediktsdóttir, mjólkurfræðingur og ijómabústýra, f. 31.5.1877 að Vöglum í Fnjóskadal d. 1.7.1954. Nánara um ættir þeirra hjóna læt ég öðrum eftir mér fróðari. Með frú Sólveigu er gengin mjög mikilhæf og mæt sómakona, sem mannkosta sinna vegna miðlaði hlýju og þekkingu til samferða- manna sinna hvar sem hún fór. Hún var ágætlega greind og vel að sér til munns og handar, lærði kjóla- snið og vann um tíma við kjóla- saum. Mjög ung að áram settist hún í Samvinnuskólann, sem þá var í Reykjavík og var þar árin 1924-26, síðan við nám í Skotlandi árið 1927 en að því loknu vann hún á heimili Jónasar Jónssonar frá Hriflu, hins þekkta og merka stjórnmála, og skólamanns eða frá árinu 1927 til 1931. Af þessu verður séð að með stað- góðri menntun sinni svo og kynnum af hugsjónamönnum þeirra tíma, hefur Sólveig snemma öðlast and- legan og félagslegan þroska til að sinna þeim hugsjóna, og mannúðar- málum er hún kaus að helga sig seinna á lífsleiðinni. Árið 1931 giftist Sólveig eftirlif- andi manni sínum Indriða Indriða- syni rithöfundi og ættfræðingi, f. 17.4. 1908 að Ytra-Fjalli í Aðaldal. Þau Sólveig og Indriði bjuggu fyrstu hjúskaparár sín áð Grenjað- arstöðurrí í Aðaldal en fluttu stuttu síðar eða 1932 að nýbýlinu Aðal- bóli II í sömu sveit er Indriði reisti. Þar bjuggu þau árin 1932-35 að þau flytja búferlum til Reykjavíkur þar sem Indriði vinnur hjá ýmsum fyrirtækjum til 1944 þegar hann ræðst til skrifstofustarfa hjá Skatt- stofu Reykjavíkur allt til 1972 að hann fer nær alfarið að sinna hugð- arefnum sínum, ritstörfum og ann- árri fræðimennsku. Af störfum sín- um í hinum ýmsu félagasamtökum er vafalaust merkasti þátturinn og viðamest störf hans og Sólveigar í Góðtemplarareglunni þar sem þau af alkunnri trúmennsku gegndu virðingar og ábyrgðarstörfum. Ind- riði var stórtemplar 1976-78 og heiðursfélagi stórstúku íslands. Sólveig og Indriði eignuðust þijú mannvænleg böm, löngu uppkomin, þau era þessi: Indriði, skógfræðing- ur, stöðvarstjóri Skógræktar ríkis- ins að Tumastöðum í Fljótshlíð, f. 16. apríl 1932 að Grenjaðarstöðum. K. Valgerður Sæmundsdóttir frá Fagrabæ í Grýtubakkahreppi. Ljót- unn, f. 20. júlí 1938 í Reykjavík, fulltrúi hjá Samvinnutryggingum á Húsavík. M. Sævar Austfjörð Harð- arson, starfsmaður Húsavíkurbæj- ar. Sólveig, f. 2. maí 1946 í Reykja- vík, húsfrú a Sámstöðum 10 við Búrfellsvirkjun. M. Björn Sverr- isson, fyrsti vélstjóri við Hrauneyj- arfoss- og Sigölduvirkjanir. Það kom snemma í ljós eins og að framan greinir að frú Sólveig var mikil hugsjóna og félagsmála- manneskja. Hún var um árabil í stjórn kvenfélags Háteigskirkju þar sem hún var gjaldkeri, en snemma skipar hún sér í raðir bindindis- manna og í Góðtemplarareglunni eru henni brátt falin ýmis trúnað- ar- og ábyrgðarstörf, fyrst í undir- stúku en síðar í Stórstúku íslands þar sem hún var fyrst stórvara- templar og síðar stórkanslari í Framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands. Þá var Sólveig um tíma Æðstitemplar í stúkunni Andvara nr. 265 og varatemplar þar um árabil. Sólveig var heiðursfélagi í Stórstúku íslands. Það var einmitt í stúkunni Andvara sem ég fyrst kynntist þeim hjónum, Sólveigu og Indriða, er ég gerðist félagi þar. Frú Sólveig sem þá gegndi embætt- isstörfum í Andvara kom mér strax fyrir sjónir sem sérstaklega alúðleg og yfirlætislaus kona í öllu fasi og átti sérstaklega gott með að ná til og umgangast félaga stúkunnar með sínu sérstaka eðlislæga góða viðmóti. Embættisstörfín fórust henni einstaklega vel úr hendi. Þau fram- kvæmdi hún af festu og virðuleik sem gerðu fundina hátíðlega en samt skemmtilega og eftirminni- lega. Eg vil að tokum þakka frú Sól- veigu fyrir allt sem hún var stúk- unni okkar Andvara og öllum félög- um hennar. Við kveðjum hana með söknuði en gleymum ekki þeirri mynd sem hún skóp og skyldi eftir •liilöbnfirdiiil ^t&vIöF - + HÁVARÐUR KARL REIMARSSON, Hátúni 10, lést á Landspítalanum 10. febrúar. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður og faðir, JÓHANN GREIPUR FRIÐÞJÓFSSON, andaðist á heimili sínu, Mánabraut 11, þann 11. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Hansdóttir og börn. + EINAR BEKK GUÐMUNDSSON, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugardaginn 9. febrúar sl. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 16. febrúar nk. kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Hreggviður Þorgeirsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA ÁSMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu 6. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, GOTTSKÁLK Þ. GÍSLASON húsgagnasmiðameistari, andaðist þriðjudaginn 12. febrúar. Þórheiður Sigþórsdóttir, Bergþóra Gottskálksdóttir, Júlíana Gottskálksdóttir. Tww'wwiiiwiin|f Mwwiiiniiiiii* amiMiiiwiiiwiiiiiwiwriiwTwiiiwrmw t Systir okkar og mágkona, BJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Holtsgötu 10, Reykjavik, andaðist á Landakotsspítala 13. þ.m. Guðrún Borgen, Erna S. Thompson, Bergljót Sigurðardóttir, Ágúst Böðvarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURJÓN STEFÁNSSON frá Arnarbæli, Heiðarvegi 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 13.30. Stefán Sigurjónsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Gfsli Jónsson, Stefanía Sveinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, séra ÞORSTEINN BJÖRNSSON fyrrverandi Fríkirkjuprestur, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Sigurrós Torfadóttir, Björn Þorsteinsson, Edda Svavarsdóttir, Torfi Þorsteinsson, Sigriður Kristinsdóttir, Páll Þorsteinsson, Guðrún K. Þórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hildigunnur Þórsdóttir, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Hilmar F. Thorarensen, Gunnlaugur Þorsteinsson, Ingibjörg O.E. Hafberg, Þorgeir Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.