Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991 11 Fundur um óveðursskaða Robért Miller Robert Miller á eftirlaun ROBERT Miller, aðstoðarfor- stjóri og talsmaður Alumax Inc. sem verið hefur í forsvari fyrir Atlantsálsfyrirtækin, í viðræðum við íslendinga, fór á eftirlaun um síðustu mánaðamót og hefur því látið af störfun. Eftirmaður hans er Thomas R. Hagley. Robert var talsmaður Atlantsáls- fýrirtækjanna og sá um kynningar- mál og hagsmunagæslu Alumax. Hann var sá fulltrúi álfyrirtækjanna sem var í mestu sambandi við ís- lensku viðræðuaðilana og fjölmiðla. Var hann í nánu samstarfi við Paul Drack, forstjóra Alumax. FÉLAG ráðgjafarverkfræðinga heldur í dag fund um tjón á mannvirkjum af völdum óveðurs. Á fundinum mun Björn Marteins- son, verkfræðingur hjá Rannsókn- arstofnun Byggingariðnaðarins, fjalla um skemmdir, sem urðu í ofsaveðrinu 3. febrúar sl. og hvern- ig hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Esju í dag kl. 12.00 og er öllum opinn. Metsölublaó á hverjum degi! Ásdís Egilsdóttir Flytur er- indi um bisk- upasögrir FÉLAG íslenskra fræða heldur fund í kvöld, fimmtudagskvöld 14. febrúar, kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu. Þar mun Ásdís Egilsdóttir, cand.mag. flytja erindi sem hún nefnir „Eru biskupasögur til?“ Ás- dís vinnur nú að útgáfu á biskupa- sögum fyrir Hið íslenska forrita- félag. í fyrirlestrinum mun hún m.a. tala um hvort réttlætanlegt sé að fjalla um biskupasögur sem bókmenntategund. Rætt verður sér- staklega um einkenni Þorláks sögu, Hungurvöku og Páls sögu. Að loknu erindi Ásdísar gefst mönnum kostur á léttum veitingum. Fundurinn er öllum opinn. ♦ H------ ■ UM HELGINA föstudag og laugardag 15. og 16. febrúar mun hljómsveitin Galíleo spila í Hallar- lundi, Vestmannaeyjum. Hljóm- sveitina skipa þeir Örn Hjálmars- son, gítar, Sævar Sverrisson, söngur, Rafn Jónsson, trommur, Baldvin Sigurðsson, bassa, og Jens Hannsson, hljómborð og sax- afón. Verið velkomin. (FnHtatiIkyiining) SOmRAKEPPNIN ...er ekki kominn tími til að slá í gegn ? f Karaoke söngvarakeppnin hefst í dag ó ú tva rpsstöð Í n n i FM 957 og veitingahúsinu Ölveri. Karaoke söngvarakeppnin er fyrir alla sem hafa gaman af því oð syngja, bæði unga sem aldna og allir finna lög vib sitt hæfi. Karaoke er "söngvél" þar sem eingöngu undirleikurinn oð uppóhalds laginu þínu er leikinn í nánast upprunalegu útsetningunni með öllum hljóðfærum og bakröddum. Það eina sem vantar er söngurinn og þar kemur þú í spilið. I Karaoke söngvarakeppninni koma fram minnst þrír söngvarar á dag. Þú getur fylgst með þeim í dagskrá útvarpsstöðvarinnar FM 957 eða i Ölveri á kvöldin. Keppnin stendur yfir í sjö virka daga og byrjar í dag. Verblaunin í Karaoke söngvarakeppninni eru glæslileg. I.sæti Ferb fyrir 2 til Glasgow á Karaoke söngvarakeppni og PIONEER samstæba. 2.sæti 21" Elektratec sjónvarpstæki. 3.sæti Elektratec videótæki. Einnig verba sérstök verblaun veitt fyrir svibsframkomu á úrslitakvöldinu. L ¥ Valdir verða minnst 10 þátttakendur til að syngja á úrslitakvöldinu sem haldið verður í Danshúsinu Glæsibæ. Dómnefnd og gestir velja síðan 3 söngvara til að syngja í lokaumferð og þeir keppa síðan um hina glæsilegu vinninga. Ennþá er hægt að skrá sig til þátttöku í keppnina og þeir sem vilja vera með geta haft samband við útvarpsstöðina FM 957 Smiðjuvegi 42 D, í s: 64 2000, eða Ölver í Glæsibæ og fengið nánari upplýsingar. Al(S FMt 957 _______ fid PiONeen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.