Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLÁÐÍÐ IÞROTTIR RÍMMTUDÁGtJR1 i 4. PEÖRÖAR 1991
4r
IÞROTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR
Rúmlega 500 strákar í 37 liðum á fullri ferð í Hafnarfirði:
Markatöflumar í Kapla-
krika þoklu ekki álagið!
Rúmlega 500 strákar í sjötta
flökki, flestir þeirra á aldrinum
9-10 áfa lögðu undir sig íþróttahús-
in að Kaplakrika og Víðistaðaskóla
til þess að keppa í
Frosti handbolta um
Eiðsson síðustu helgi. Gífur-
skrifar legur áhugi' er fyrir
handknattleik í
þessum aldursflokki og þess eru
dæmi að um sjötíu drengir mæti á
æfingar hjá þeim félögum þar sem
áhuginn er mestur.
37 lið kepptu á mótinu og voru
þau frá fimmtán félögum, en keppt
var í a-, b- og c- liðakeppni.
KR varð sigurvegari a-liða eftir
harða keppni við Víking. KR-ingar
unnu þar með sitt fjórða mót í vet-
ur en Víkingar hafa sigrað í hinum
tveimur.
Stjaman var nálægt sigri í b-,
og c-liðakeppninni en mátti sætta
sig við annaö sætið. ÍR varð b-liða-
meistari og FH vann sigur í c-liða
keppninni.
Mótið sem hét „Coca-cola mótið“
eftir styrktaraðilum þess, er hluti
af „óopinberu" íslandsmóti þessa
flokks. Hver leikur stóð í tuttugu
mínútur og var leikið á mörk sem
eru nokkuð lægri en þau sem menn
þekkja af keppni í eldri flokkum.
Mótið hófst klukkan 17 á föstudag
og lauk um svipað leyti á sunnudag.
Það var Handknattleiksdeild FH
sem hafði veg og vanda að mótinu.
Tæplega sjötíu manns lögðu lið við
að gera helgina eftirminnilega fyrir
hina ungu keppendur og það er
óhætt að segja að margir starfs-
manna hafi verið hvíldinni fegnir í
mótslok. Þess má geta að marka-
töflurnar í Kaplakrika þoldu ekki
álagið sem var samfara nær stans-
lausri notkun um helgina, þær
stöðvuðust á sunnudaginn en það
olli aðeins smávægilegum töfum.
Frá leik HK og Víkings í keppni um 3. sæti b-liða.
Morgunblaðið/Júlíus
B-liðabikar-
inn til ÍR-inga
Við náðum okkur upp í síðari hálfieik en fram að
þeim tíma höfðum við verið undir, bæði leiklega
og markalega. Við fórum síðan að spila eins og þjálfar-
inn hafði lagt fyrir okkur og það bar árangur," sagði
Hafliði Sævarsson, fyrirliði b-liðs ÍR sem vann b-lið
Stjömunnar í spennandi úrslitaleik.
Stjarnan fékk aukakast eftir að leiktíminn rann út
pg átti möguleika á að ná framlengingu. markvörður
ÍR varði skotið og Breiðhyltingar stóðu því uppi sem
sigurvegarar. „Ég vil þakka strákunum og þjálfurun-
um fyrir þennan sigur, ekki mér sjálfum. Þetta er
fyrsti íslandsmeistaratitillinn en ég hef verið kosinn
besti varamaðurinn á EMS-móti.
Morgunblaðið/Frosti
Hafliði Sævarsson, fyrirliði ÍR-b.
Morgunblaðið/Júlíus
Snorri Steinn Guðjónsson, 9 ára, og Jón Þórhallsson, 10 ára, Víkingi.
Víkingar náðu
góðum árangri
Eg byrjaði að æfa handbolta fyr-
ir þremur árum og spila á miðj-
unni eða í hægra horninu," sagði
Snorri Steinn Guðjónsson sem
keppir með a-liði Víkings. Snorri
sagðist vera svolítið spenntur fyrir
úrslitaleikinn þó að hann væri orð-
inn nokkuð vanur og hefði meðal
annars leikið til úrslita í litlu VÍS-
keppninni í fyrra.
Félagi Snorra, Jón Þórhallsson,
leikur með b-liðinu og sagðist leika
í horninu þó að oftast væri hann
varamaður. „Ég hef haldið með
Víkingi síðan ég byijaði að æfa
fótbolta en handboltinn er mikið
skemmtilegri.,“ sagði Jón.
Þjálfari Víkings er Guðjón Guð-
mundsson.
Jón Björgvin
varði vel
Snilldartilþrif Jóns Björgvins
Hermannssonar, markvarðar
Fylkis-a dugðu ekki gegn sterku
Valsliði í leiknum um þriðja sæti
a- liða. Árbæjarliðið átti í vök að
veijast allan tímann og Jón hafði
nóg að gera í markinu. „Ég hef
æft fótbolta og skák en fór svo að
æfa handbolta í haust og þá í
marki,“ sagði Jón Björgvin. „Það
er skemmtilegra í fótboltanum en
samt held ég að ég haldi áfram að
æfa handbolta á næsta ári þegar
ég fer í 5. flokk.“
ÚRSLIT
A-liða keppni:
1. KR, 2. Víkingur, 3. Valur, 4. Fylkir.
Önnur lið sem sendu a-lið voru ÍR, Grótta,
ÍA, Stjarnan, Haukar, Fjölnir, Valur, KA,
Leiknir, FH og FH-e en síðastnefnda liðið
tók sæti Þórs sem ekki tók þátt.
KR sigraði Víking í úrslitaleiknum 5:4 og
Valsmenn tryggðu sér 3. sætið með því að
sigra Fylki 7:2.
B-Iiða keppni:
1. ÍR, 2. Stjarnan, 3. HK, 4. Víkingur.
Önnur félög sem sendu þáttakendur í
b-liða keppnina voru KA, Fjölnir, ÍA, Fylk-
ir, Haukar, FH, Valur, KR, Fram og Grótta
ÍR sigraði Sljörnuna í úrslitum 5:4 og HK
vann Víking í leiknum um þriðja sætið, 12:7.
C-liða keppni:
1. FH c, 2. Stjarnan, 3. FH d.
Önnur félög sem scndu þáttakendur voru
■KR.-YíkingRiY Fyikk.og JR--------------
Ásgrimur og Alfreð mcð bikarinn.
Morgunblaðió/Frosti r l
Morgunblaðið/Július
Egill Þorbergsson, Jóhann G. Hermannsson, Kjartan P. Þórarinsson og
Kristján I. Gunnarsson frá KA á Akureyri.
Vöklu frameftir
Alfred og Asgrím-
ur voru hetjur KR
Aifreð Finnsson og Ásgrímur Sig-
urðsson voru hetjur KR í úrslita-
leiknum gegn Víkingi í a-liða
keppninni. Þeir skoruðu öll mörk
liðs síns, Alfreð gerði þijú niörk,
eitt úr víti og Ásgrímur náði að
skora tvívegis þrátt fyrir að vera
tekinn úr umferð.
„Úrslitaieikurinn var mjög erf-
iður en hann var jafnframt
skemmtilegasti leikur okkar á
mótinu," sögðu þeir félagar eftir
leikinn.
„Víkingar hafa verið aðalkeppi-
nautar okkar í vetur en við höfum
unnið fleiri mót,“ sagði Alfreð sem
sagði nafna sinn — Gíslason —
vera í uppáhaldi hjá sér og hann
stefndi að því að verða jafngóður
og hann.
- Eruð þið í öðrum íþróttuin?
„Ég er í skák og svo er ég í
fótboltanum þar sem ég spila aft- «
ast,“ sagði Ásgrimur sem sagðist
vera orðinn nokkuð vanur þvi að
vera tekinn úr umferð í handbolta-
leikjum.
Þjálfari KR er Karl Rafnsson.
ArnarFreyrTheodórsson, c-liði FFI:
Bjóst ekki
við sigri
Eg átti ekkj von á því að við
mundum vinna. Mér fannst
þetta vera skemmtilegasti leikur-
inn og ég náði að skora mark,“
sagði Arnar Freyr Theodórsson,
fyrirliði c-liðs FH eftir að liðið
hafði unnið Stjörnuna í úrslitaleik
c-liða 3:2.
„Ég byijaði að æfa fyrir tveim-
ur árum og komst strax í lið.
Æfi iika fótbolta en handboltinn
er mun skemmtilegri því í honum
er sko/uð mun fleiri mörk.“
- Átíu þér uppáhaldsleik-
mann? x
Já, Kristján Arason og Alfreð
Gislason,“ sagði Arnar.
Þjálfari FH er Theodór Ólafs-
son.
' Morgunblaðið/Júlíus
Arnar Freyr, fyrirliði FH-c.
ogfóruíbíó
Leikmenn KA vom allir sam-
mála um það að ferðin til
höfuðborgarinnar hefði verið
mjög skemmtileg. „Við vöktum
frameftir, fórum í bíó og á ham-
borgarastað," sögðu þeir Egill,
Jóhann Gunnar, Kjartan Páll og
Kristján Ingi sem leika með a-liði
KA frá Akureyri. Aðspurðir sögð-
ust þeir vera þokkalega ánægðir
með árangurinn þó að þeim hefði
ekki tekist að komast í úrslitin
að þessu sinni. Alls komu 33 kepp-
endur með KA og hópur
aðstandenda sem fylgdi liðinu var
litlu fæiTÍ. Hópurinn gisti í
kennslustofum Víðistaðarskólans
í Hafnarfirði.
KA var eina félagið frá Akur-
eyri sem sendi keppendur á mótið
en liðið kom með langferðabíl.
Þórsarar höfðu einnig skráð sig
til keppni og áttu bókað flug, en
ekki var flogið suður á föstudag.