Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 21
^ORGUNftLAÐip FIMMTyRAGUR 1,4.(FpBRUAR.)i|91
21
Vitni óttast um líf sitt
Reuter
Enn komu upp vandamál í réttarhöldunum yfir Winnie Mandela, eigin-
konu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, í Suður-Afríku í gær
en þau hjón sjást hér á leið í réttarsalinn. Tvö aðalvitni ákæruvalds-
ins, Kenneth Kgase og Barend Mono, sögðust óttast um líf sitt vegna
þess að þriðja vitninu, Gabriel Pelo Mekgwe, var rænt um síðustu helgi
þótt hann nyti verndar kirkjuyfirvalda. Grunur leikur á því að menn
úr samtökum Mandela, Afríska þjóðarráðinu (ANC), hafi átt.hlut á
máli. Kgase og Mono sögðust ekki þora að bera vitni; enginn gæti
tryggt öryggi þeirra eftir að réttarhöldunum lyki. Winnie Mandela er
sökuð um aðild að mannráni og líkamsmeiðingum og einn samstarfs-
manna hennar hefur í undirrétti verið dæmdur sekur um morð á ung-
um blökkudreng.
Brot úr sovéskri geimstöð
finnast víða í Argentínu
Buenos Aires. Reuter.
STÖÐUGT finnast nýir bútar
úr sovésku geimstöðinni Saljút
sjöunda sem hrapaði til jarðar
í Argentínu í síðustu viku. Stöð-
in hafði verið stjórnlaus á braut
um jörðu í nokkur ár en lækk-
aði smám saman flugið þar til
hún kom inn í gufuhvolfið og
hrapaði til jarðar.
Samkvæmt upplýsingum arg-
entínsku ríkisfréttastofunnar Tel-
am fannst á mánudag málmstykki
úr Saljút-7 og var það um það bil
einn fermetri að stærð. Fannst það
hjá búgarði í La Rampa-hérði um
620 kílómetra vestur af Buenos
Aires, höfuðborg Argentínu.
Þá fannst tveggja tonna þungt
stykki úr geimstöðinni með áfastri
hurð í Entre Rios-héraði um 500
km norður af höfuðborginni. Enn-
fremur hrapaði stykki úr Saljút-7
niður á sojabaunaakur skammt frá
Firmat við Santa Fe. Uppgötvaðist
málmbúturinn er bóndi nokkur ók
dráttarvél sinni á hann.
Starfsmenn sovésku geimferða-
stofnunarinnar höfðu sagt að
geimstöðin, sem var 40 tonn að
þyngd, myndi nánast brenna upp
til agna í gufuhvolfinu. Talið er
þó að enn sé ófundið talsvert af
hlutum úr henni. Myndaðist eld-
Lýðræðissinnar dæmdir
til 13 ára fangelsisvistar
Peking. Reuter. V» J
Peking.
TVEIR af leiðtogum kínverskra umbótasinna voru dæmdir í 13 ára
fangelsi á þriðjudag fyrir að hvetja til og skipuleggja mótmælaað-
gerðir lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar í Peking vorið
1989.
Dómarnir eru hinir þyngstu til
þessa sem kínverskir lýðræðis-
sinnar, er komu nálægt mótmælum
á torginu, hljóta. Kínverski alþýðu-
herinn braut mótmæli umbótasinna
á bak aftur af mikilli grimmd og
er talið að þúsundir manna hafi
þá beðið bana.
Mennirnir tveir, Chen Ziming og
Wang Juntan, voru fundnir sekir
um að hafa áformað að steypa
stjóm landsins og bylta hinu sósíal-
íska þjóðfélagskerfi, að sögn frétta-
stofunnar Nýja Kína.
Réttarhöldin tóku skamman
tíma en þau hófust á mánudag.
Chen var dreginn fyrir rétt í fyrsta
og eina skiptið á mánudag og
Wang á þriðjudag. Dómstóllinn
dæmdi þriðja andófsmanninn, Chen
hnöttur á himnum þegar stöðin
hrapaði til jarðar og stærðar bál
kviknaði þegar brennandi hlutar
úr henni féllu niður á öskuhauga
borgarinnar Puerto Madryn sem
er 1.300 km suður af Buenos Aires.
H|
Xiaoping, 29 ára lögfræðing, í sex
ára fangelsi. Var hann sagður hafa
fengið mildari dóm þar eð hann
hefði gefið sig fram við lögreglu
og iðrast gjörða sinna, að sögn
embættismanna.
Bandaríkjastjóm lét í Ijós
áhyggjur og vonbrigði vegna fang-
elsisdómanna yfir kínversku um-
bótasinnunum. Alls hefur 21 and-
ófsmaður verið dæmdur í fangelsi
vegna mótmælaaðgerða á Torgi
hins himneska friðar í Peking vorið
1989.
VfA
Leitið til okkar:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Samkvæmt kínversku tímatali hefst nýtt ár þann 15. febrúar og er það
ár geitarinnar. ViS ætlum að kveðja gamla árið, sem var ár hestsins og
fagna ári geitarinnar, með því aÖ bjóða upp á sérlega Ijúffenga
hátíðarrétti, sem sérstaklega eru valdir af listakokki Asíu
HÁTÍÐ ARMATSEÐILL
Súpa: Soto súpa (indónesísk) Forréttur: Sushi
Aðalréttir: Nautakjöt m/nýárssósu - BbndaóTempuna aö hætti Mayumi -
Steiktar núSlur Kwi Tia m/rækjum og svínakjöti -
Sneitt svínakjöt Hoi An m/sterkri sósu - Eftirréttur: Kaffi og líkjör
Verb 1.490,- krónur
Tilboðið gildir frá 14. til 22. febrúar
Frí heimsendingarþjónusta
LAUGAVEG110 • SÍMI 626210