Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FÉBRÚAR 1991
15
séra Yngva og Jóhönnu konu hans
eru því nú 22 að tölu.
í nóvember 1986 lét séra Yngvi
af embætti vegna aldurs, og þá
fluttist hann með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur. Hann keypti síðan
húsið nr. 39 við Reynigrund í Kópa-
vogi, og þar hefir heimili ijölskyld-
unnar verið síðan.
Ég kynntist séra Yngva meðan
ég var sýslumaður í Strandasýslu.
Þess minnist ég fyrst, að sumarið
1944 kom séra Ingólfur Ástmars-
son, sem þá var sóknarprestur á
Stað í Steingrímsfirði, með séra
Yngva heim til okkar hjóna í
Hólmavík. Mér leizt þá þegar mjög
•vel á þennan unga prest, sem þá
var á leið norður í Árnes til þess
að taka við embætti söknarprests
í Árnesprestakalli. Myndaðist þá
gott samband milli okkar. Síðar
þegar ég þurfti að fara norður í
Árneshrepp á manntalsþing eða í
öðrum erindum kom ég ætíð á
prestssetrið í Árnesi til séra Yngva
og konu hans, og hið sama var eft-
ir að þau fluttust að Prestsbakka.
Einnig kom hann heim til okkar,
þegar hann átti leið um Hólrriavík.
Tókst brátt milli okkar kunnings-
skapur, sem þróaðist í góða vin-
áttu, sem hélst æ síðan.
Eftir að séra Yngvi kvæntist frú
Jóhönnu árið 1945 kynntist ég
henni einnig. Hún er glæsileg og
vel gefin, glaðvær og skemmtileg
kona, sem reyndist manni sínum
frábærlega vel, enda voru þau hjón
jafnan samhent í hjúskap sínum og
lífsbaráttu. Þau ráku 'myndarbú á
báðum prestssetrunum, Árnesi og
Prestsbakka, og með dugnaði, ráð-
deild og hyggindum tókst þeim að
sjá sér farborða og sínum stóra
barnahópi, sem þau komu vel til
manns. Þau voru alla tíð gestrisin,
svo að af bar. Því kynntist ég, þeg-
ar ég kom til þeirra í Árnesi og á
Prestsbakka á ferðum mínum. Þar
átti égjafnan vinum að mæta, sem
gott var að vera samvistum við og
vel mátti treysta á allan hátt. Eftir
að ég fór úr Strandasýslu árið 1958
og fluttist í Skagafjörð, fækkaði
skiljanlega fundum okkar, en ég
fylgdist samt vel með séra Yngva
og fjölskyldu hans, eftir því sem
ástæður leyfðu, og við hittumst
endrum og eins.
Séra Yngvi var góðum gáfum
gæddur, svo sem hann átti ættir
til. Hann var prúður maður og hóg-
vær í framkomu, traustur vel og
að öllu hinn bezti drengur. Hann
bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu
sinni og sá henni vel farborða, enda
bjó hann yfir farsælum hyggindum
og atorkusemi. Séra Yngvi var fróð-
ur um margt og skemmtilegur í
viðræðu og kunni að gleðjast á
góðri stund með vinum sínum.
Ég kveð þennan vin minn með
söknuði. Við hjón vottum frú Jó-
hönnu, börnum hennar og barna-
börnum innilega samúð.
Jóh. Salberg Guðmundsson
ívarsson bókbindari og kona hans
Ragnheiður Magnúsdóttir Blöndals
prests í Vallanesi Jónssonar og fyrri
konu hans Ingibjargar Pétursdóttur
Eggerz kaupstjóra á Borðeyri og
síðar bónda í Akureyjum á Breiða-
firði og fyrri konu hans Jakobínu
Pálsdóttur amtmanns Melsteðs.
Meðal alsystkina Ingibjargar var
Arndís kona séra Páls Ólafssonar
prófasts í Vatnsfirði en börn Péturs
Eggerz og síðari konu hans Sigríð-
ar Guðmundsdóttur að Kollsá voru
Guðmundur sýslumaður, Sigurður
bæjarfógeti á Akureyri, Solveig
kona séra Stefáns Kristinssonar á
Völlum, Ragnhildur kona Ólafs
læknis Thorlacius á Búlandsnesi.
Foreldrar Péturs Eggerz voru séra
Friðrik Eggerz prestur í Skarðs-
þingum og kona hans Arndís Pét-
ursdóttir prests í Stafholti Péturs-
sonar en foreldrar séra Friðriks
voru þau séra Eggert Jónsson að
Ballará og kona hans Guðrún
Magnúsdóttir sýslumanns í Búðar-
dal Ketilssonar.
Séra Magnús Blöndal í Vallanesi
var sonur séra Jóns Bjarnasonar,
sem prestur var á Prestbakka í
Hrútafirði og víðar og síðast í
Skarðsþingum og sat í Vogi á Fells-
strönd. Kona séra Jóns Bjarnasonar
var Helga Árnadóttir bónda á Hofi
í Öræfum Þorvarðssonar. Meðal
barna þeirra voru, auk séra Magn-
úsar Blöndais, þeir Bjarni Jónsson,
dósent og alþingismaður, í Reykja-
vík, rithöfundur (frá Vogi) og Helgi
Jónsson, mag.scient. dr.phil.
menntaskólakennari í Reykjavík.
Bræður Ragnheiðar Magnúsdóttur
voru þeir Páll lögfræðingur í
Reykjavík og séra Pétur sóknar-
prestur í Vallanesi.
Bjarni ívarsson, faðir séra Yngva
Þóris, var kunnur bókbindari og
vann alla starfsævi sína hjá prent-
smiðjunni Gutenberg. Hann var list-
fengur maður og fékkst talsvert við
að mála, þó að bókbandið væri hans
aðalstarf.
Bjarni var við bókband á Seyðis-
firði þegar þau Ragnheiður kynnt-
ust og var það haft á orði hve glæsi-
leg þau voru. Að Bjarna stóðu menn
sem þekktir voru hér í Reykjavík á
sinni tíð.
ívar Jónatansson faðir hans var
útvegsbóndi í Seli við Bakkastíg
hér í borg og stendur það hús enn-
þá.
Börn þeirra Bjarna og Ragnheið-
ar voru: Hulda Bjarnadóttir, Magn-
ús Bjarnason, Ölafur Bjarnason,
Yngvi Þórir Árnason, Jakobína
Bjarnadóttir og Ragnar Gísli Kjait-
ansson (sammæðra).
Þau hjónin skildu og giftist
Ragnheiður Kjartani J. Gíslasyni
rithöfundi pr. á Mosfelli Gíslasonar
og var Ragnar Gísli sonur þeirra.
Hjónin Sigurbjörg Sigurðarsdóttir,
vinkona Ragnheiðar frá Seyðisfirði,
og Árni Gíslason, verzlunarmaður
frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum
urðu kjörforeldrar séra Yngva Þóris
og gengu honum í góðra foreldra
stað. Hjá þeim hlaut hann mjög
gott uppeldi og studdu þau hann
til langskólanáms.
Séra Yngvi Þórir varð stúdent í
Reykjavík 16. júní 1938 og cand.
theol. frá Iláskóla íslands 27. jan-
úar 1944.
Hann stundaði nám í samstæði-
legri guðfræði og kirkjusögu við
Kaupmannahafnarháskóla 1952-
1953. Hann var settur til prédikun-
arstarfs í Sandfellsprestakalli sum-
arið 1942. Settur sóknarprestur í
Árnesprestakalli 18. júní 1944,
vígður sama dag, veitt Árnes 16.
nóvember 1944 fráfardögum 1945,
Prestbakki í Hrútafirði 23. júní
1948 frá fyrsta sama mánaðar.
Aukaþjónusta í Staðarprestakalli
í Steingrímsfirði og Árnespresta-
kalli um mánaðartíma 1948, í
Óspakseyrarsókn frá 1. júní 1951,
en sú sókn var sameinuð Prest-
bakkaprestakalli með lögum frá
1950. Prófdómari var hann við
Reykjaskóla í Hrútafirði árum sam-
an.
Hinn 10. nóvember 1945 stóð
brúðkaup þeirra séra Yngva Þóris
og Jóhönnu G. Helgadóttur læknis
í Keflavík Guðmundssonar prests á
Bergsstöðum Helgasonar.
Þau eignuðust 10 börn og eru
þau þessi talin í aldursröð: Árni,
Helgi, Gísli Jóhann (látinn), Ragn-
heiður, Sigurbjörg, Eysteinn Þórir,
Hulda, Guðmundur, Magnús Þórir,
Þórdís.
Þau hjónin bjuggu á Prestbakka
til ársins 1986, þá fluttust þau til
Reykjavíkur og þar lést séra Yngvi
Þórir hinn 4. febrúar síðastliðinn, á
75. aldursári.
Þá líða fer að lokum ævidags
og ljósið slekkur dauðans kalda hönd
í aftanroða síðsta sólarlags
við sjáum blika ný og fegri Iönd.
Því guðdómsandinn sjálfur sviptir hjúp
frá sjón hins gönguþreytta förumanns
svo fái hann litið dýrðarinnar djúp
og dásemd vizkunnar og kærleikans.
(Sveinn Víkingur)
Það er um það bil hálf öld síðan
við Yngvi Þórir sáumst fyrst og
unnum saman um nokkurra vikna
skeið. Það var á þeim árstíma sem
bjart var allan sólarhringinn, sólin
seig ekki í mar heldur aðeins að
haffletinum og síðan hækkaði hún
smám saman á lofti og hellti geisl-
um sínum yfir láð og lög. Þessa
sjón má líta á norðurströndum lands
vors og verður hún minnisstæð
áhorfandanum, sem lítur til hafs á
þeirri stundu sem dagur kveður og
sá næsti rís með sólinni þegar hún
færist hægt og hægt frá haffletin-
um, sem hún virðist snerta stutta
stund á leið sinni.
Slíkar myndir ber ekki oft fyrir,
en þá verða þær líka þeim mun
hugstæðari.
Þá vorum við séra Yngvi Þórir
ungir að árum og bjuggum okkur
undir það starf, sem við höfðum
kosið okkur. Við litum vonglaðir til
framtíðarinnar, væntum þess að
geta gert nokkurt gagn, komið ein-
hverju góðu til leiðar. Sú er efa-
laust von hinna ungu, framtíðar-
draumsýn, sem ef til vill lætur sig
ekki án nokkurs vitnisburðar. —
Á þessum tíma friðsældar og
fegurðar var öðruvísi ástatt handan
hafsins. Þar geisaði styijöld með
öllu því böli, sem henni fylgir. Og
vonin um frið var sterk. Aldrei
framar skyldi þjóð reiða sverð að
annarri þjóð. En vonin brást. Yfir
hundrað styijaldir hafa verið háðar
síðan hinni miklu síðari heimsstyij-
öld lauk. Vonin um frið og fegurð
og gleði hefir brugðist. Þessi hnoss,
sem allir þrá innst inni en ekki tekst'
að leiða til sigurs.
Enn er háður grimmilegur hildar-
leikur úti í heimi. Hörmulegar
myndir birtast á skjánum. Hvar er
myndin af birtu og fegurð norður-
stranda fyrir fimmtíu árum? — Það
haustar að. Við séra Yngvi Þórir
göngum saman um grýtta hlíð,
klædda kraftmiklum gróðri milli
bjarganna þar sem voldug mann-
virki ber við loft. Tveir sveitaprest-
ar. Tveir einyrkjar, hættir störfum.
Skin og skuggar hafa skipst á.
„Það hefir verið erfitt að samræma
búskap og preststörf. Það þýðir
óhjákvæmilega aukið álag á herðar
húsmóðurinnar, jafnvel þó góðir
grannar hafi iðulega hlaupið undir
bagga."
— Og enn líður tíminn. Þau séra
Yngvi Þórir og Jóhanna bjóða fjór-
um vinum til fagnaðar á heimili
sínu. Enn einu sinni njótum við
gestrisni þessara góðu hjóna. Eftir-
minnileg kvöldstund líður fyrr en
varir. Það er mál að kveðja og hjón-
in fylgja gestum sínum út á hlað.
Þar kveðjumst við. Við vissum að
séra Yngvi Þórir ætlaði að leggjast
inn á spítala á næstu dögum og
vonuðum að allt gengi vel. En sú
von brást. Hann iézt 4. febrúar sl.
á Landspítalanum.
Óttastu ei. Sú hönd er mild og hlý
sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn.
Þá nóttin dvínar, dagur rís við ský
og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn.
Já, dauðinn, hann er Drottins hinzta gjöf
til dauðlegs manns, sem ferðast hér á jörð.
Og fegra líf þín bíður bak við gröf,
því ber að kveðja hér með þakkargjörð.
(S.V.)
Kristinn Hóseason
Fleiri minningargreinar
uni Yngva Þóri birtast
næstu daga.
Séra Yngvi Þórir Árnason fædd-
ist 17. september 1916 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru þau Bjarni
nj r r úH''rinJ\
HORNSÓFINN
Ný íslensk framleiðsla sem kemur þér í sólskinsskap
húsgögn
SÝNINGARSALUR, BÍLDSHÖFÐA 8, SÍMI: 686675
ACER 1120SX
ACER 915V
\ ; J JMAHff
386 SX Örgjörvi
□ 20 Mhz klukkutíðni
□ 1MB innra minni (stækkanlegt)
□ 3,5“ diskettudrif
□ 40MB fastur diskur
□ 2 raðtengi (RS-232)
□ 1 samsíðatengi (parallel)
□ Microsoft Mús
□ Windows3.0
□ MS-DOS 4.01 stýrikerfi
Verð með 14“ VGA
svart/hvítum skjá kr. 209.904.-
286 örgjörvi
199?
Verð með litaskjá
kr. 219.000.-
□ 12 Mhz klukkutíðni
□ 1MB innra minni (stækkanlegt)
o 1,2“ diskettudrif
□ 40MB fastur diskur
□ 2 raðtengi (RS-232)
o 1 samsíðatengi (parallel)
□ Disk cache utility
□ MS-DOS 3.3 stýrikerfi
Verð með 14“ VGA
svart/hvítum skjá kr. 146.438.-
900-
stgr.
Heimilistæki hf
Tölvudeild, Sætúni 8 SÍMI: 69 1500
SOfitíUKgtUK
Verðmeð litaskjá
kr. 149.900.-