Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 44
 — E- M M'A’ — Kaffipokar togmifrltKfcÍfe fflí FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Leyft að veiða 175 þúsund tonn af loðnu: Verðmætið allt að 1,8 milljarðar Verksmiðjurnar greiða fimm þúsund krónur fyrir tonn af loðnu upp úr sjó Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að leyfa veiðar á 175 þúsund tonnum af loðnu, eftir að fiskifræðingar höfðu mælt samtals 525 þúsund tonn. Fiskifræðingar vilja hins vegar að 400 þúsund tonn fái að hrygna. Veiðarnar máttu hefjast í gær. Útflutningsverðmæt- ið er allt að 1,8 milljarðar króna en þá er miðað við að um 150 þúsund tonn af loðnunni verði brædd og 2 þúsund tonn heilfryst, svo og að 5 þúsund tonn af hrognum fáist úr loðnunni. Um einn milljarður fengist fyrir mjöl og lýsi og um 800 milljónir fengjust fyrir heilfrystu loðnuna og hrognin. Greiddar hafa verið um 5 •þúsund krónur fyrir tonnið af loðnu upp úr sjó undanfarna daga en í haust greiddu verksmiðjurnar 4.200 krónur fyrir tonnið. „Ég get ekki séð annað en að nú sé fullleitað, þannig að ég er ekki bjartsýnn á að meiri loðna finnist í vetur,“ segir Hjálmar Vil- hjálmsson leiðangursstjóri á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmunds- syni. I loðnuskipaflotanum eru 44 skip en tvö þeirra, Guðrún Þorkels- ^ióttir SU og Börkur NK, hafa þegar veitt loðnukvóta sína á þess- ari vertíð. Jón Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda, segir að loðnuverk- smiðjurnar, sém eru 20 talsins, verði að öllum líkindum áfram reknar með tapi, þrátt fyrir að ieyft hafi verið að veiða 175 þús- und tonn af loðnu. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR, heldur því fram að verksmiðj- urnar hafi lengi verið of margar en Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra segir að til greina komi að veita einhveijum loðnu- verksmiðjum úreldingarstyrki. íslensk skip veiddu 84 þúsund tonn af loðnu í haust. Aflinn var allur bræddur hér innanlands og útflutningsverðmætið var um 800 milljónir króna. Þá hafa 9 skip fengið að veiða tvo loðnufarma hvert vegna aðstoðar þeirra við loðnurannsóknir, eða samtals um 20 þúsund tonn. Samtals er því búið að heimila veiðar á um 280 þúsund tonnum af loðnu í vetur. Verðmæti loðnuafurða á þessari vertíð gæti því orðið um 2,7 millj- arðar. Verðmæti loðnuafurða á síðustu vertíð var samtals um 4,7 milljarð- ar en þá voru veidd 666 þúsund Tonn. Á síðustu vertíð var fram- leitt mjöl og lýsi fyrir 4,3 millj- arða, heilfryst loðna fyrir 105 milljónir og loðnuhrogn fyrir 255 milljónir. í haust fengust um 33 þúsund krónur fyrir tonnið af mjöli og 15.400 krónur fyrir tonnið af lýsi. Nú fást aftur á móti um 32 þús- und krónur fyrir tonnið af mjöli og 17 þúsund krónur fyrir tonnið af lýsi. í vetur komst mjölverðið hæst í 37 þúsund krónur og lýsis- verðið í 18 þúsund krónur. Mjöl- nýtingin er nú 17-17,5% og lýsis- nýtingin 6,5%. Sjá ennfremur bls. 16. Morgunblaðið/Sigurgeir Brúnin hefur lyfst nokkuð á sjómönnum á loðnuskipum síðustu daga en í gær var ákveðið að leyfa veiði á 175 þúsund tonnum. Myndin er tekin í Vestmannaeyjum af skipverjum á Guðmundi VE. Strákarnir gngna á að vinna við saumaskap MIKIL ásókn er í störf sem aug- lýst liafa verið laus hjá Álafossi á Ákureyri í kjölfar þess að samn- ingur um sölu á vörum fyrirtækis- ins var gerður við lýðveldið Rúss- land. Starfsmannastjóri hefur vart gert annað síðan á föstudag en svara fólki sem er að spyrjast fyrir um þessi störf. Hann sagði mikið um að ungir piltar, 16-20 ára, spyrjist fyrir, en gugni á því að vinna við saumaskap. „Það er skemmtilega mikið spurt,“ sagði Birgir Marinósson starfs- mannastjóri. Vegna verkefna sem framundan eru til að uppfylla samn- inginn við Rússana verða 40-45 manns ráðnir til starfa hjá fyrirtæk- inu, 15 á dagvakt og um 30 á kvöld- vakt. Unnið verður við saumaskapinn frá kl. 7.30 á morgnanatil miðnættis. I samningnum er gert ráð fyrir mikilli sölu pijónajakka, en marga þarf til að sinna því verkefni og því þarf að bæta við fólki. „Það kom mér á óvart hversu margir ungir menn, 16 til 20 ára, hafa spurt. Það er greinilegt að atvinnuleysi er mikið hjá þessum hópi. Þeir hafa hins veg- ar horfið frá þegar þeir heyra að störfin eru við saumaskap, það þarf viðhorfsbreytingu til að karlmenn taki að sérþessi störf,“ sagði Birgir. Viðræður fulltrúa Atlantsáls og iðnaðarráðherra í New York: Hálft ár eða meira þarf til að ljúka fjármögnun Samningsgerð um nýtt álver ljúki innan þriggja mánaða segir Jón Sigurðsson VIÐRÆÐUM Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og forsvars- manna Atlantsálsfyrirtækjanna lauk í New York í gærkvöldi. „Okkur kom samau um að það þyrfti að ætla hálft ár eða rúm- lega það til þess að ljúka fjár- mögnunarþættinum í málinu. Hins vegar erum við líka sam- mála um að stefna að því að ljúka samningagerðinni sjálfri, með fyrirvara um fjármögnun, innan þriggja mánaða, það er að segja í fyrri hluta maímánað- Morgunblaðið/RAX ÞUNGTHUGSIÁ ÖSKUDAGINN ar,“ sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið að loknum fundinum í gærkvöldi. Gangi þetta eftir geta endanleg- ir samningar tekist í haust. Jón sagði alla þátttakendur fundanns hafa ítrekað áhuga á og stuðning við verkefnið. Rætt var hvernig best væri að tryggja fjármögnun Atlantsálsfyr- irtækjanna á verksmiðjunni með góðum kjörum og hvernig bæta mætti arðsemi þessa verkefnis í heild, bæði fyrir íslendinga og Atlantsálsfyrirtækin. Áður átti iðnaðarráðherra fund með fulltrú- um fjármagnsmarkaða, þar sem fram kom að ekki ættu að vera vandkvæði á að fjármagna virkj- anaframkvæmdir Landsvirkjunar. Jón sagði báða aðila mundu halda áfram sínu verki með það fyrir augum að ljúka samnings- gerðinni innan tilskilins tíma og leita eftir nauðsynlegum heimild- um til þess, hver hjá sér, í fram- haldi af því. Samkomulag var um að fram komi á Alþingi heimildar- lagafrumvarp á yfirstandandi þingi til þess að setja fram lagaumgjörð fyrir verkefnið. „Ég er eftir atvikum mjög ánægður með niðurstöður fundar- ins,“ sagði Jón Sigurðsson, „og tel að málið sé nú orðið skýrt um það, hvernig menn ætli sér að sfanda að þessu og vona að um það geti tekist sem víðtækust sam- staða á Islandi, því að ekki þarf að fara um það mörgum orðum að þetta mikilvæga atvinnumál hefur aldrei verið brýnna en ein- mitt nú.“ Afföllin af hús- bréfum 14,6% LANDSBRÉF hf., viðskiptavaki húsbréfa, hækkar í dag ávöxtunar- kröfu húsbréfa úr 7,6% í 7,7%. Afföll af uppreiknuðu verði bréfanna eru þá orðin um 14,6%, en voru 13,9%. Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa segir ástæðuna vera mikið framboð af húsbréf- um og litla eftirspurn. Þett«a sé aðlögun að markaðnum. „Við erum að leitast við að finna jafnvægispunkt miðað við þessar nýju aðstæð- ur,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Ávöxtunarkrafan var síðast hækkuð hjá Landsbréfum úr 7,4% í 7,6% á þriðjudag. Aðrir verðbréfamarkaðir fylgdu í kjölfarið þegar Landsbréf hækk- uðu ávöxtunarkröfuna í bytjun vik- unnar. í gær var krafan 7,7% hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka, 7,65% hjá Kaupþingi og 7,60% hjá Fjárfestingarfélaginu. Fram hefur komið að helstu skýringar á ójafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar á húsbréfamarkaði séu annars veg- ar mikið framboð nú í febrúarmán- uði, hins vegar að lífeyrissjóðirnir kaupa minna af húsbréfum en vænst hafði verið, meðal annars vegna þess að þeir eru að kaupa skuldabréf af Byggingarsjóði ríkis- ins og viðræður standa yfir um að þeir flýti skuldabréfakaupum af sjóðnum vegna slæmrar fjárhags- stöðu hans. 14,6% affoll þýða, að 854 þúsund krónur fást fyrir húsbréf, sem að uppreiknuðu verðmæti eru ein millj- ón króna. Afföllin eru 146 þúsund krónur. Sé uppreiknað verðgildi húsbréfanna fimm milljónir króna, eru 14,6% afföll af því verði 730 þúsund krónur. í þessum tölum er ekki reiknað með öðrum kostnaði við viðskiptin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.