Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Trygging fyrir
almenna hluthafa
Hlutabréfamarkaður hefur
verið í örum vexti undan-
farin misseri. Almenningur hef-
ur bersýnilega mikinn áhuga á
þessum fjárfestingarkosti eins
og glöggt má sjá á mjög al-
mennri þátttöku í hlutabréfa-
kaupum. Skattaívilnanir eiga
hér líka mikinn hlut að máli.
En samhliða aukinni þátttöku
almennings í hlutafélögum og
uppbyggingu atvinnulífs koma
upp álitamál, sem ekki hafa
verið til staðar áður 'og krefjast
úrlausnar til þess að tryggt
verði að þróun hlutabréfamark-
aðarins verði jákvæð og heil-
brigð á næstu árum.
Tveir af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, þeir Matthías
Bjarnason og Eyjólfur Konráð
Jónsson, hafa nú lagt fram á
Alþingi tillögu, sem varðar eitt
þeirra álitaefna, sem upp hafa
komið í þróun hlutabréfamark-
aðar á síðustu misserum. Til-
laga þessi gerir ráð fyrir því,
að viðskiptaráðherra undirbúi
löggjöf um svonefnd yfirtökutil-
boð eða önnur almenn tilboð í
hlutafélög til þess að vernda
félagsmenn og aðra, sem hags-
muna eiga að gæta. Kjarni
þeirrar löggjafar yrði ákvæði
þess efnis, að hafi t.d. fyrirtæki
eignast 33,3% í öðru hlutafélagi
skuli þeim aðila skylt að gera
tilboð í þau hlutabréf, sem eftir
standa. Ástæðan er sú, að þeg-
ar um er að ræða hlutafélag
með mikilli dreifingu hlutafjár-
eignar getur sá, sem á t.d. þriðj-
ung í því hlutafélagi ráðið því
að mestu leyti.
í greinargerð með þíngs-
ályktunartillögu þingmannanna
tveggja segir m.a.: „Hlutafélög
á Islandi byggja í æ ríkara
mæli á þátttöku almennings. Á
síðustu örfáum árum hefur
áhugi almennings á því að
leggja fé sitt í hlutafélög til
ávöxtunar og uppbyggingar at-
vinnulífsins farið vaxandi. Það
er mjög óheppilegt, að einstakir
aðilar geti stjórnað slíkum fyrir-
tækjum, nánast eins og einka-
fyrirtækjum án þess að eiga
nema tiltölulega takmarkaðan
hluta þeirra. Af þessum sökum
er orðið tímabært að setja regl-
ur, sem tryggja, að einstakling-
ar eða lögaðilar geti ekki náð
virkum yfirráðum slíkra hiuta-
félaga með því að kaupa tiltek-
inn hluta hlutafjárins, sem
tryggir þeim slík yfirráð án
þess, að þeim sé um leið gert
skylt að bjóða öðrum hluthofum
að kaupa þeirra hlut. Verði
þetta ekki gert er hætt við því,
að sú staða kunni að koma upp,
að stór hluti hluthafanna sitji
uppi með verðlaus eða verð-
minni hlutabréf en þeir áttu
fyrir yfirtökuna."
Þingmennirnir segja enn-
fremur í greinargerð með tillögu
sinni: „Til þess að tryggja, að
allir hluthafar njóti jafnréttis
verður að ákveða tiltekin mörk
sem skylda tilboðsgjafa til þess
að gera yfirtökutilboð. Hér er
átt við tiltekið hlutfall hlutafjár-
ins, t.d. 33,3% eins og gert er
ráð fyrir hjá EB. Þar að auki
verður, til þess að tryggja hags-
muni minni hlutans og hindra
spákaupmennsku, að setja regl-
ur, sem skylda tilboðsgjafann
að bjóða í alla hluti í félaginu.
Til þess að tryggja, að hluthaf-
ar, sem fá tilboð með þessum
hætti, geti gert upp hug sinn
til tilboðsins á eðlilegum grund-
velli verður að setja reglur, sem
skylda tilboðsgjafann til þess
að gefa út tilboðslýsingu, þar
sem allir skilmálar tilboðsins eru
raktir.“
Hér er hreyft mikilsverðu
máli í sambandi við uppbygg-
ingu og þróun hlutabréfamark-
aðarins á íslandi. í flestum ná-
lægum löndum eru ákvæði af
þessu tagi í lögum og eins og
vikið er að í greinargerðinni
hefur framkvæmdastjórn Evr-
ópubandalagsins sett ákveðnar
reglur í þessum efnum, sem
aðildarríkjum þess er skylt að
lögfesta innan tiltekins tíma.
Slík löggjöf hér væri því liður
í því, að skapa sömu skilyrði í
atvinnulífi hér eins og eru til
staðar í helztu viðskiptalöndum
okkar.
Hlutabréfamarkaðurinn er
viðkvæmur fyrir öllu því, sem
hugsanlega gæti talizt misnotk-
un aðstöðu og þess vegna skipt-
ir verulegu máli, að ákveðnar
reglur gildi, sem tryggja stöðu
hins almenna hluthafa. Ella er
hætta á því, að trúnaðarbrestur
skapist gagnvart almenningi og
hinum almenna sparifjáreig-
anda, sem virðist reiðubúinn til
að setja sparifé sitt í atvinnu-
rekstur. Af þessum sökum er
þess að vænta, að tillaga þeirra
Matthíasar Bjarnasonar og Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar verði
samþykkt á þessu þingi og að
viðskiptaráðuneytið hefjist
handa um undirbúning. í tillög-
unni er gert ráð fyrir rúmum
aðlögunartíma fyrir þá aðila,
sem efni slíkrar löggjafar kann
að snerta, og er þeim því líka
sýnd fyllsta sanngirni í tillögu-
gerðinni.
Verk Jóns Nordals æfð í Stúdíó Stemmu en þar verða þau tekin upp fyrir útgáfu á geisladisk um helgina.
Myrkir músíkdagar:
Tónleikar helgaðir Jóni
Nordal í Langholtskirkju
FJÖGUR tónverk eftir Jón Nor-
dal, samin fyrir litla hljómsveit
á árunum 1965-1979, verða flutt
af Kammersveit Reykjavíkur á
tónleikum í Langholtskirkju í
kvöld klukkan 20. Öll verkin
hafa áður verið flutt á tónleikum
jafnt á íslandi sem erlendis. Tón-
leikar þessi eru liður í Myrkum
músíkdögum og er stjórnandi á
þeim Paul Zukofsky. AIls kemur
31 hljóðfæraleikari fram á tón-
leikunum og tengjast þeir flestir
Tónlistarskólanum í Reykjavík á
einn eða annan hátt en Jón Nor-
dal hefur verið skólastjóri skól-
ans undanfarin 30 ár.
Fyrir hlé verða flutt tvö verk,
Adagio og Epitafion, og segir Jón
Nordal þau bæði vera requiem.
Fyrra verkið en ónafngreint en hið
síðara sagði Jón samið til minning-
ar um góðan vin sinn, Einar Vigfús-
son, sellóleikara. „Þessi tvö verk
eru á dekkri nótunum, þetta eru
innhverf verk,“ sagði Jón.
Adagio, sem frumflutt var af
Sinfoníuhljómsveit íslands árið
1965, er samið fyrir strengjasveit,
flautu, hörpu og píanó og er í einum
hægum þætti. A flautu leikur Bern-
harður Wilkinsson, á píanó Anna
Guðný Guðmundsdóttir og á hörpu
leikur Elísabet Waage.
Epitafíon var frumflutt árið 1974
og leika auk strengjasveitar tréblás-
arar og slagverk í verkinu.
Jón Nordal
Að loknu hléi eru á dagskrá tveir
konsertar. Sá fyrri, Concerto lirico,
var á sínum tíma pantaður af einni
þekktustu kammersveit Svíþjóðar,
Uppsala kammerorkester, og var
verkið frumflutt í Uppsölum árið
1975. Þetta er að sögn Jóns „con-
certo grosso“ í þremur þáttum með
einleiksatriðum leiðandi radda.
Elísabet Waage leikur einleik á
hörpu í verkinu.
Síðari konsertinn er verkið
Tvísöngur sem samið var fyrir Sin-
fóníuhljómsveitina í Malmö í
Svíþjóð og frumflutt af henni árið
1979. „Þessi konsert byggir að
nokkru leyti á þjóðlegri hefð,“ sagði
Jón. „Ég nota þarna í breyttri mynd
gamalt rímnalag, Vatnsdælinga-
stemmu, sem var þekkt tvísöngs-
lag.“
Verkið er í einum þætti sem
skiptist í þijá hluta, hægt upphaf
og niðurlag og hraðari miðkafla í
ójöfnu hljóðfalli.
Einleikarar í Tvísöng eru Einar
G. Sveinbjörnsson, fiðlu, og Ingvar
Jónasson, lágfiðlu, en þeir léku
einnig einleik er verkið var frum-
flutt á sínum tíma af Sinfóníuhljóm-
sveit Malmöborgar.
„Ástæða þess að þessi verk eru
flutt saman af Kammersveit
Reykjavíkur á þessum tónleikum
er að um helgina er ætlunin að
taka þau upp á disk undir stjóm
Pauls Zukofskys," sagði Jón. „Þetta
er sýnishorn af verkum sem ég hef
samið fyrir litla hljómsveit en ekk-
ert þeirra er hreint kammerverk.
Þau eiu valin saman þar sem þau
eru samin fyrir svipaðan flytjenda-
fjölda en mest af því sem ég hef
skrifað hefur verið fyrir stærri
hljómsveitir. Þetta eru allt mjög
persónuleg verk og öll eru þau skrif-
uð af sérstöku tilefni. Ég hef verið
að tjá hugblæ í þeim mjög sterkt,“
sagði Jón Nordal að lokum.
Samstarfsnefnd félaga aldraðra í Reykjavík:
Mikill skortur er á hjúkr-
unarrými fyrir aldraða
Um 500 umsóknir liggja fyrir og listinn lengist stöðugt
FÉLÖG aldraðra í Reykjavík hafa stofnað með sér samstarfsnefnd
sem ætlað er að finna leiðir til úrbóta vegna skorts á hjúkrunarrými
fyrir aldrað fólk. Að sögn forsvarsmanna þeirra ríkir neyðarástand
í þessum efnum og ástandið mun versna á komandi árum.
Guðríður Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags eldri borgara,
segir að hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkur séu nú um 500 um-
sóknir frá öldruðu fólki sem óskar
eftir því að komast inn á dvalar-
og hjúkrunarheimili. Rúmur helm-
ingur þessara umsókna þarfnast
bráðrar úrlausnar og biðlistarnir
eiga eftir að lengjast.
„Þetta er á byrjunarstigi hjá okk-
ur. Við erum að safna upplýsingum
til að komast að því hve mikill vand-
inn er. Þegar við erum búin að því
er hugmyndin að fínna einhveijar
leiðir til úrbóta. Það vantar starfs-
fólk til að deildirnar geti verið opn-
ar og það þarf að veita fjármagni
í þetta til að halda þeim opnum,“
segir Guðríður.
Hún sagði að ætlunin væri að
þrýsta á stjórnmálamenn um úr-
bætur. „Við ætlum að fara yfir
málefnasamninga flokkanna frá
síðustu kosningum og sjá hversu
miklu hefur verið komið í fram-
kvæmd. Við munum þrýsta á að fá
að minnsta kosti eitthvað fyrir þá
sem eru verst settir."
Guðríður sagði ástandið mjög
slæmt. Þeir aðilar sem hefðu með
þetta að gera, eins og heimaþjón-
usta og heimahjúkrun, hefðu ekki
undan. Sérstaklega væri ástandið
slæmt á sumrin þegar rúmum væri
fækkað og margir sendir heim, jafn-
vel þó aðstæður heima fyrir leyfðu
það ekki.
Það eru Félag aldraðra, Samtök
aldraðra, Húsfélag Verslunar-
mannafélagsins, Húsfélagið Breiða-
blik og Húsfélagið Gimli sem standa
að samstarfsnefndinni. í nefndinni
eru Guðríur Ólafsdóttir, Magnús
H. Magnússon, formaður Samtaka
aldraðra, Gísli Gíslason, stjórnar-
maður í - Husfélagi Verslunar-
mannafélagsins, Bergljót Rafnar,
stjórnarmaður í Breiðablik og Gyða
Jóhannsdóttir, íbúi í þjónustuíbúð í
Gimli, en það var hún sem beitti
sér fyrir samvinnu félaganna á
þessu sviði.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991
23
Fiskveiðistefnan
Síðari grein: Framkvæmdaratriði
eftir Gylfa Þ. Gíslason
i
í Reykjavíkurbréfum Morgun-
blaðsins hefur undanfarið verið
rætt mjög skynsamlega um fisk-
veiðistefnuna. Hinn 12. janúar
síðastliðinn segir t.d.:
„Taki útgerðarmenn hins vegar
þá afstöðu að halda fast við það
kerfi, sem þeir hafa náð í gegn og
hentar þröngum hagsmunum þeirra
augljóslega mjög vel, má búast við
hörðum og vaxandi deilum um þetta
mál vegna þess, að meirihluti þjóð-
arinnar mun smátt og smátt kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að sú eign
hennar, sem mestu skiptir, hafí
verið afhent fámennum hópi manna
fýrir ekki neitt. Og við það verður
aldrei unað.“
í Reykjavíkurbréfinu er jafn-
framt vikið að því, að við, sem telj-
um útgerðina eiga að greiða gjald
fyrir veiðileyfin, höfum ekki gert
grein fyrir því í einstökum atriðum,
hvernig slíkt eigi að framkvæma.
Til eru ákveðnar hugmyndir um,
hvemig haga megi innheimtu gjalds
fyrir veiðileyfi. Um flókið mál er
að ræða, eins og raunar allt, sem
snertir framkvæmd fískveiðistefnu.
Efni lagagreina og umfangsmikilla
reglugerða hentar illa til meðferðar
í blaðagreinum. Er þetta eflaust
ástæða þess, að þeir, sem þó eru
sérfróðir í þessum efnum, hafa ekki
ritað um það í blöð. Þeir hafa látið
nægja að ijalla um aðalatriði máls-
ins: Rökin, sem að því hníga, að
veiðigjald sé innheimt. Hitt má til
sanns vegar færa, að hægt sé að
gera grein fyrir meginatriðum þess,
hvernig haga megi innheimtu veiði-
gjalds. Þess vegna skal hér sett
fram með einföldum hætti hugmynd
um, hvernig koma megi á inn-
heimtu gjalds fyrir veiðileyfi í
áföngum.
II
Meginatriðin eru þessi:
1. Á fyrsta ári, t.d. sjö ára aðlögun-
artíma, skal úthluta án endur-
gjalds leyfum til þess að veiða
sex sjöundu hluta þess heildar-
afla, sem heimilaður er, með
sama hætti og nú er gert. Leyfi
til þess að veiða einn sjöunda
hluta aflans gildi hins vegar til
langs tíma, t.d. venjulegs af-
skriftartíma skips, þ.e. fimmtán
ára. Öllum, sem áhuga hafa á
útgerð, sé fijálst að kaupa þessi
leyfi á fijálsum markaði. Segja
má, að hér sé í raun og veru
um leigu á aflakvóta til fimmtán
ára að ræða.
Engin varhugaverð röskun ætti
að verða í sjávarútveginum, þótt
sjöundi hluti veiðiheimilda gæti
flutzt á nýjar hendur á einu ári.
Útgerðaraðilar virðast sammála
um, að þau fijálsu viðskipti með
veiðileyfi, sem átt hafa sér stað
á undanförnum árum, hafí aukið
hagkvæmni í rekstri, þótt þau
hafi að formi til aðeins gilt til
eins árs. Viðskipti með veiði-
leyfi, sem gilda til fimmtán ára,
ættu að geta aukið hagkvæmni
í ríkara mæli. Ef þeir, sem að
óbreyttum reglum hefðu fengið
þau leyfi, sem fara á fijálsan
markað, telja sér hagkvæmt að
kaupa þau, gera þeir það auðvit-
að. Ef þeir telja sig ekki hafa
efni á því, minnkar útgerð þeirra
eða þeir hætta henni. Veiðirétt-
urinn lendir þá í höndum þeirra,
sem hafa lægri rekstrarkostnað.
Frá sjónarmiði þjóðarheildarinn-
ar yrði um aukna hagkvæmni
að ræða.
Yrði þessari skipan komið á
væri æskilegast, að komið yrði
á fót miðstöð fyrir kvótavið-
skipti. Þar yrðu fijálsu kvótarnir
seldir, og þar ættu einnig að
fara fram þau viðskipti, sem
hingað til hafa átt sér stað milli
einstakra útgerðaraðila.
2. Á næstu árum aðlögunartímans
skal haldið áfram að selja eða
leigja einn sjöunda hluta leyfi-
legs heildarafla, annaðhvort
þeim, sem að öllu óbreyttu hefðu
fengið leyfin, öðrum aðilum í
útgerð eða nýjum aðilum.
3. Á sjö ára tímabili hefðu þannig
þeir, sem stunda útgerð, greitt
gjald fyrir réttinn til þess að
hagnýta fískimiðin, sem lögum
samkvæmt eru sameign þjóðar-
innar. Að því tímabili loknu
væru viðskipti með veiðileyfí
fijáls. Þá mundi sú þróun halda
áfram, að leyfin færðust smám
saman á hendur þeirra, sem
stunda hagkvæmastan rekstur,
samkvæmt lögmálum almennra
“ markaðsviðskipta. En allir hand-
hafar veiðileyfa hefðu greitt fyr-
ir veiðiréttindi sín, í fijálsum
viðskiptum á markaði.
4. Andvirði veiðigjaldsins renni í
sérstakan almannasjóð, ekki
ríkissjóð, til þess að undirstrika,
að tekjur sjóðsins eru annars
eðlis en almennar skatt- og tolla-
tekjur ríkissjóðs. Hér er um að
ræða afgjald eða rentu af fiski-
stofnunum, sem eru sameign
þjóðarinnar. Ekki skal hér reynt
að áætla, um hversu mikið fé
yrði að ræða. En með hliðsjón
af markaðsverði aflakvóta und-
anfarið er óhætt að fullyrða, að
tekjur slíks sjóðs yrðu mjög
verulegar. Eðlilegt væri að hag-
nýta tekjurnar í samræmi við
hlutverk það, sem innheimtu
veiðigjalds er ætlað að gegna,
þ.e. annars vegar að stuðla að
sem örastri eflingu hagkvæmni
í útgerð og hins vegar að skila
almenningi í landinu arði af eign
sinni, fiskistofnunum. Til þess
að ná fyrra markmiðinu mætti
t.d. nota fé til þess að kaupa
óhagkvæm skip og láta þau
hætta veiðum. Arði til almenn-
ings mætti skila með beinum
greiðslum, lækkun skatta, aukn-
ingu félagslegrar þjónustu
o.s.frv.
III
Auðvitað ber aðeins að líta á slíka
hugmynd um framkvæmd veiði-
gjalds sem umræðugrundvöll. Að-
lögunartíminn gæti verið skemmri
eða lengri en sjö ár. Gildistími
fijálsu leyfanna, leigutíminn, gæti
verið lengri eða skemmri en fimm-
tán ár. Ýmsir möguleikar kæmu til
greina varðandi skipulag markaðar
fyrir fijálsu leyfín og viðskipti með
kvóta, eins og þau, sem nú eiga sér
stað. Ræða þyrfti, hvort og hvernig
ætti að taka tillit til byggðasjónar-
miða, þ.e. hvernig hægt væri að
bæta gildandi lagaákvæði um hag-
ræðingarsjóð. En hér er um minni
háttar atriði að ræða. Aðalatriðið
er, að í þessari framkvæmdahug-
mynd felst, að þeir, sem hagnýta
sameiginlega auðlind þjóðarheildar-
innar, tækju að greiða fyrir þann
verðmæta rétt, sem þeim er fenginn
með úthlutun veiðiréttinda, veiði-
leyfa.
Rökin fyrir nauðsyn þess að inn-
heimta slíkt veiðigjald eru tvenns-
konar. Annars vegar er innheimta
veiðigjalds fljótvirkasta leiðin til
þess að efla hagkvæmni í útgerð-
inni. Á það var lögð megináherzla
í fyrri greininni, um grundvallarat-
riðin. Hins vegar er innheimta veiði-
gjaldsins nauðsynleg til að tryggja
eigendum fiskimiðanna, almenningi
í landinu, réttmætan arð af eign
sinni. Ef kvótakerfinu verður haldið
óbreyttu frá því, sem nú er, munu
fiskveiðiréttindin safnast á hendur
tiltölulega fárra aðila, sem munu
eignast mikinn auð, í skjóli þess,
að ríkisvaldið fékk þeim í hendur
sérréttindi sem öðrum var neitað
um, án þess að krefjast fyrir það
gjalds, hliðstæðs því, sem tíðkast
mundi í öllum venjulegum og heil-
brigðum viðskiptum. Það, sem gerir
afhendingu slíkra sérréttinda án
afgjalds nánast siðlausa, er, að
ríkisvaldið, sem afliendir réttindin
án gjalds, horfír upp á það, að hand-
hafar réttindanna selja þau fyrir
mikið fé, og leyfir, að kaupendur
telji réttindin sér til eignar og geti
lækkað bókfærðan rekstrarhagnað
sinn með því að afskrifa slíka eign.
Þetta verður aldrei þolað, eins og
réttilega er sagt í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins, sem vitnað vat' til
að framan.
IV
Sumir gera ekki mikið úr réttlæt-
is- og sanngirnissjónarmiðinu í
þessu þýðingarmikla máli. Þeir eru
jafnvel til, sem gera sér ljóst, að
auðvitað fylgir því hagnaður að fá
verðmæt veiðiréttindi án þess að
þurfa að greiða fyrir það, en segja
að útgerðin sé vel að þeim hagnaði
komin, hún eigi hann skilið. En
erfitt hlýtur að vera að sannfæra
sanngjarna menn um, að einmitt
þeir einstaklingar sem áttu skip
árin fyrir 1984, ef til vill að miklu
leyti vegna vafasamrar fyrir-
greiðslu í lánastofnunum, séu ein-
mitt þeir, sem hljóta eigi arðinn af
fiskistofnunum, eða þeir, sem kom-
ið hafa í þeirra stað.
Aðrir segja, að eins og sakir
standa sé hagnaður af útgerð ekki
mikill, en viðurkenna, að hann hljóti
að fara vaxandi í kjölfar minnkunar
flotans og aukinnar hagræðingar.
Þá muni skattakerfið sjá til þess,
að óhóflegur hagnaður verði tekinn
til sameiginlegra þarfa. Hér er í
fyrsta lagi horft fram hjá þeim
göllum, sem eru á skattakerfinu
sem tæki til tekjuöflunar. Óþarfi
er að vekja sérstaklega athygíi á
þeim smugum, sem eru, hér og
annars staðar, á skattakerfinu og
skilyrðum fyrirtækja til þess að
hagnýta þær. Og tekjuskattur á
útgerðarfyrirtæki hefur ekki sömu
áhrif til hagkvæmniaukningar og
veiðigjald. ðhagkvæmt útgerðar-
fyrirtæki greiðir ekki tekjuskatt,
og reksturinn heldur áfram. Veiði-
gjald mundi hins vegar knýja út-
gerðina til aukinnar hagkvæmni
eða til þess að hætta rekstri. Veiði-
gjald er allt annars eðlis en þær
tekjur, sem eru venjulegir skatt-
stofnar ríkisins. Hér er, eins og
áður segir, um að ræða afgjald,
rentu, af sameiginlegri auðlind, sem
löggjafínn kveður eign þjóðarheild-
arinnar.
Vel má vera, að heildarafkoma
útgerðarinnar sé ekki nógu góð.
En þau rök er ekki hægt að nota
gegn því, að tekið sé að innheimta
gjald fyrir veiðileyfi. Afkoman er
mjög misjöfn. Gjald það, sem út-
gerðarfyrirtæki hafa greitt og
greiða fyrir veiðileyfi, ber vott um,
að þau fyrirtæki eru sem betur fer
til, sem geta greitt verulegt gjald
fyrir auknar veiðiheimildir vegna
skilyrða til hagræðingar. Auðvitað
er sóknin betur komin í höndum
kaupandans en seljandans, ekki
aðeins frá sjónarmiði hans, heldur
einnig frá sjónarmiði þjóðarheildar-
innar.
Þótt meginmarkmið fískveiði-
stefnu eigi að sjálfsögðu að vera
að vernda fiskistofna og stuðla að
hagkvæmni í rekstri sjávarútvegs,
má það kerfi, sem byggt er á, ekki
vera með þeim hætti, að því fylgi
óviðunandi þjóðfélagslegt ranglæti.
En það er fylgifiskur óbreytts
kvótakerfis. Þess vegna getur nú-
verandi kerfi ekki staðizt. En það
jafngildir ekki því, að það eigi að
afnema, heldur að breyta því og
bæta.
V
Afleiðingar óbreytts kvótakerfis
eru ekki aðeins fólgnar í því, að
alltof langan tíma tekur að koma á
nauðsynlegri hagræðingu í útger-
inni og að því fylgir ranglát auð-
söfnun tiltölulega fámennrar for-
réttindastéttar, heldur er öðrum
atvinnugreinum, og þá sérstaklega
útflutningsiðnaði og samkeppnis-
iðnaði íþyngt verulega, en með sam-
Gylfi Þ. Gíslason
„Þótt meginmarkmið
fiskveiðistefnu eigi að
sjálfsögðu að vera að
vernda fiskistofna og
stuðla að hagkvæmni í
rekstri sjávarútvegs,
má það kerfi, sem
byggt er á, ekki vera
með þeim hætti, að því
fylgi óviðunandi þjóðfé-
lagslegt ranglæti. En
það er fylgifiskur
óbreytts kvótakerfis.“
keppnisiðnaði er átt við þann
íslenzkan iðnað, sem keppir við er-
lenda vöru.
Skýringin á þessu er, að gengi
krónunnar er enn, eins og verið
hefur í áratugi, fyrst og fremst
skráð út frá afkomu útgerðarinnar.
Það hefur oftast íþyngt útflutnings-
iðnaði, þótt dæmi séu um hið gagn-
stæða. En auðvitað bætir það að-
stöðu og heildarafkomu útgerðar-
innar að vera eini atvinnuvegur
þjóðarinnar, sem ekki þarf að greiða
verð fyrir öll sín aðföng. Hún greið-
ir ekkert fyrir sjálfan fískinn, sem
hún tekur úr sjónum.
Þessi staðreynd hefur með tíman-
um orðið æ alvarlegri. Þýðing sjáv-
arútvegsins í þjóðarbúinu er ekki
lengur sú sama og áður var. Sjávar-
útvegurinn aflar nú aðeins um
helmings gjaldeyristekna þjóðar-
innar. Það eru nýrri atvinnugrein-
ar, og þá fyrst og fremst iðnaður
og ýmiss konar þjónusta, sem afla
hins helmingsins. íslenzkur iðnaður
sem heild er orðinn jafnmikilvægur
í íslenzkum þjóðarbúskap og sjávar-
útvegurinn, hvort sem litið er á
skerf til landsframleiðslu eða mann-
afla. Það getur auðvitað ekki geng-
ið til lengdar, að helzta hagstjórnar-
tæki efnahagslífsins, gengisskrán-
ingunni, sé hagað eftir þörfum sjáv-
arútvegsins, en ekki þjóðarbúskap-
arins sem heild. En meðan útgerð-
inni er sleppt við að greiða fyrir
afnotaréttinn af fiskimiðunum,
verður freisting stjórnvalda til þess
að miða gengisskráninguna við af-
komu hans ómótstæðileg, eins og
raunar reynsla undanfarinna ára-
tuga sýnir.
Yrði veiðigjald tekið upp í áföng-
um, eins og hér hefur verið rætt
um, gæti vel svo farið, að í ljós
kæmi, að eðlilegt væri að lækka
gengi krónunnar. En sú gengis-
lækkun kæmi þá auðvitað ekki að-
eins útflutningi sjávarafurða til
góða, heldur einnig öllum öðrum
útflytjendum, sem og samkeppnis-
iðnaðinum. Og vegna mikilla tekna
af veiðigjaldinu, sem með einum eða
öðrum hætti féllu í skaut almenn-
ingi, þyrfti gengislækkunin ekki að
jafngilda kjaraskerðingu.
Rökin fyrir veiðigjaldi eru því
ekki aðeins fólgin í því, að það er
fljótvirkasta leiðin ti) aukinnar hag-
ræðingar í útgerðinni, ekki aðeins
í því, að með því móti er almenn-
ingi skilað arði af eign heldur yrði j
einnig leiðrétt misrétti gagnvart i
útflutningi iðnaðarvarnings og
hvers konar þjónustu, sem og sam-
keppnisiðnaði, misrétti, sem hefur
farið vaxandi að undanförnu og
verður eflaust ekki þolað til fram-
búðar.
VI
Inn í alla umræðu um fiskveiði-
stefnuna er gjarnan blandað
byggðamálum. Látinn er í ljós ótti
við, að hætta sé á alvarlegri
byggðaröskun. Sjávarþorp úti á 1
landi muni leggjast í eyði.
Ástæða er til þess að vekja sér-
staká athygli á því, að byggða- 1
vandamálin eru alveg óskyld grund-
vallarspurningunni um það, hvort
útgerðaraðilar eigi að greiða samfé-
laginu fyrir veiðirétt sinn eða ekki.
Eins og kerfið er núna, eru allir
kvótar til sölu. í dag gæti fátt kom-
ið í veg fyrir, að útgerðaraðili í stór-
um bæ keypti alla kvóta aðila í litlu
plássi eða að hagkvæm útgerð í litl-
um bæ keypti kvóta af óhag-
kvæmri útgerð í stórum útgerðar-
stað. Þótt útgerðinni verði gert að
greiða samfélaginu veiðigjaldið í
stað þess að greiða það annarri
útgerð, breytti'það éngu um líkur
á flutningi útgerðar milli staða.
Ég er þeirrar skoðunar, að of
mikið sé gert úr hættu á því, að
kvótaviðskipti valdi mjög alvarlegri -
byggðaröskun. Útgerðarbæirnir út
um land hafa byggst upp í nálægð
við fiskimið og standa sterkari fót-
um en oft er gefið í skyn. Breyting-
ar hafa þó alltaf átt sér stað og
niunu eiga sér stað. Þær breyting-
ar, sem hafa haft óhagkvæmni í för
með sér, hafa því miður oftar en
ekki átt sér stað vegna afskipta
stjórnvalda, sem rekja hefur mátt
tíl stjórnmálasjónarmiða.
Ekki er samt fyrir það að synja,
að ftjáls viðskipti með kvóta geti
komið sér illa fyrir einstaka útgerð- -
arstaði. Þá á það að vera almennt
hlutverk ríkisvaldsins að koma til
aðstoðar með skynsamlegum hætti.
Versta hugsanleg lausn á slíkum
vanda er að miða skiptingu veiði-
leyfa við tímabundin efnahagsvand-
ræði einstakra útgerðarstaða. Það
má undir engum kringumstæðum
beita fiskveiðistefnunni sjálfri til
þess að aðstoða einstök byggðarlög
eða einstök útgerðarfyrirtæki.
Landbúnaðarstefnan sem í áratugi
hefur verið miðuð við byggðasjónar-
mið, ætti að vera nægilegt víti til
varnaðar.
VII
Sú umræða, sem nú fer fram um
fiskveiðistefnuna, er mjög gagnleg.
Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi, að
kvótakerfið, eins og það er nú fram-
kvæmt, fái ekki staðizt. Frá þeirri
stefnu má ekki hverfa að skipta
leyfðum hámarksafla hverrar fisk-
tegundar milli útgerðareininga,
sumpart með beinni úthlutun og
sumpart með hjálp markaðsvið-
skipta, þannig að þegar viss aðlög-
unartími sé liðinn, verði öll útgerð
í höndum þeirra, sem bezt hafa
sýnt hæfni sína í fijálsum markaðs-
viðskiptum.
Það atriði, sem vegur þyngst í
almenningsálitinu, er án efa sá
meginþáttur núverandi kvótakerfís,
að veiðileyfin eru afhent án þess
að fyrir þau sé greitt, að í skjóli
þess safnist auður á fárra hendur,
og tiltölulega fáir útgerðaraðilar
eignist fiskimiðin í raun og veru,
þrátt fyrir ákvæði gildandi laga.
Það getur haft hinar alvarlegustu
afleiðingar, ef samtök útgerðarinn-
ar halda dauðahaldi í þau sérrétt-
indi, sem gildandi kvótalög færa
þeim. Ekki aðeins sívaxandi fjöldi
almennra borgara er þessu kerfi
andvígur. Það á einnig við um iðn-
aðinn og útflutningsþjónustu. Gegn
slíkri andstöðu verður núverandi^
kerfi ekki haldið við. Hættan, sem
samtök útgerðarinnar standa and-
spænis, er sú, að kvótakerfið í heild
verði beinlínis afnumið. Það yrði
ekki aðeins þeim til tjóns, heldur
þjóðarbúskapnum öllum.
Höfundur er fyrrverandi
ráðherra.